Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 ^ Konur í Englandskirkju fagna sigri kvenprestasinna við Church House, aðalstöðvar kirkjunnar skammt frá Westminster Abbey: hvað hefði Sankti Páti sagt? v Mótmælendakristninni spáð mesta áfalli, sem hún hefur orðið fyrir frá siðaskiptum: Kíof nar enska ki rkian? Fyrr í mánuðinum gerðist í kristni Bretlandseyja sá sögulegi atburður að þing ensku kirkjunnar (Church of England) samþykkti að heimilt skyldi að vígja konur til prests. Verður það að kallast tímamótamarkandi viðburður í sögu kristninnar, þar eð frá upphafi hennar til síðustu áratuga hefur ekki tíðkast þar að konur gegndu prestsembætt- um. Upp á síðkastið hafa ýmsar mótmælendakirkjur vikið frá þessari reglu, sumar eftir harðar deilur. Drjúgur meirihluti kristninnar, þ.á m. kaþólska kirkjan, sem fjölmennust er allra kirkna, og aust- urevrópsku rétttrúnaðarkirkjurnar, heldur enn fast við þá reglu að karlar einir skuli vera prestar. Aftur til páfans? Enska kirkjan er í forustu meðal og fjölmennust (með um 30 millj- ónir manna) biskupa- eða anglík- anskra kirkna, en sú grein mót- mælendakristninnar stendur í ýmsu nær kaþólsku kirkjunni en aðrar mótmælendakirkjur, lúter- skar, kalvínskar (reformeraðar) og aðrar. Hefð er fyrir því að líta á Englandskirkju og kirkjur þær, er henni fylgja, sem „virðulegustu" kirkjur enskumælandi fólks. Að þessu athuguðu er eðlilegt að líta á áminnsta samþykkt enska kirkjuþingsins sem mesta sigur kvenprestasinna til þessa. Sá sigur vekur ugg í Páfagarði, þar sem menn sjá í honum merki þess að vígstöðvarnar á þessum vettvangi færist nær þeim sjálfum. Einnig innan kaþólsku kirkjunnar eru uppi andmæli við því að konur séu útilokaðar frá prestskap. Hinsvegar er margra spá að sam- þykkt ensku kirkjunnar verði dýr- keypt fyrir hana sjálfa. Bendir margt til þess að þetta leiði til þess að kirkjan klofni, að kven- prestaandstæðingar, sem eru þar í minnihluta en honum allfjöl- mennum, muni frábiðja sér and- lega handleiðslu Bretadrottningar og erkibiskupsins af Kantaraborg og ganga á ný til hlýðni við páf- ann. Svo gæti farið að það yrði al- varlegasta áfallið, sem mótmæl- endakristnin hefði orðið fyrir allt frá siðaskiptatíma. Að sögn BBC er fimmti hver trú- aður maður í Englandskirkju á móti kvenprestum og enn fleiri, sem sætt hafa sig við þá, virðast hafa gert það af takmarkaðri sann- færingu. Um 2000 af um 11.500 prestum kirkjunnar eru að sögn breskra fjölmiðla og annarra svo óhressir yfir sigri kvenprestasinna að þeir muni að líkindum hætta að þjóna henni á næstu árum. Heiftarlegar deilur Deilur um hvort enska kirkjan skuli leyfa konum prestskap eður ei hafa staðið síðan um miðjan áttunda áratug og jafnt og þétt orðið harðari. Þessu er gjarnan stillt upp svo að þar eigist við frjálslyndir og hinsvegar íhalds- og bókstafssinnar. Talsvert er til í því, en í því felst þó e.t.v. einhver einföldun. Margra — og ekki að- eins íhaldsmanna — mál er að ekki sé hollt trúarbrögðum að vera mjög frjálslynd, í þeim skiln- ingi að leggja sífellt áherslu á að aðlagast því sem nýjast er, heldur styrkist þau fremur við það að halda meira eða minna fast við það sem lengi hefur verið. Verði kirkj- ur mjög frjálslyndar í ofannefnd- um skilningi orðsins, eigi þær í vændum upplausn er hafa kynni alvarlegar afleiðingar fyrir sálar- jafnvægi margra. Enn hefur ekki margt það komið fram sem bendi til þess að fólk almennt eigi gott með að vera án trúarbragða, jafn- vel þótt margt af því virðist ekki skeyta mikið um þau hversdags- lega. Isambandi við spár um klofning í Englandskirkju er raunhæft að hafa í huga að hún hefur í þá rúm- lega hálfu fimmtu öld, sem liðin er frá upphafi hennar, verið einn af burðarásum síns þjóðfélags. Áðurnefnd deila meðal anglíkana um kvenpresta, sem náði hámarki á kirkjuþinginu um daginn, var á Iokaskeiðinu svo heiftarleg að eitthvert breska blaðið kvað kosn- ingabaráttu Bandaríkjamanna fyrr á árinu hafa verið prúðmannlega í samanburðinum. Sumir frétta- skýrendur telja að beiskjan eftir þau átök dugi til að kljúfa kirkj- una, þótt ekki hefði annað komið til. Anglíkanskir kvenprestasinnar halda því fram að gamla reglan í þessum efnum sé ósamrýmanleg hugmyndum um jafnrétti og lýð- ræði og telja fráleitt að kristninni sé hætta búin þótt frá þeirri reglu sé horfið. Þeir benda á að síðustu aldirnar, frá því að trúarbragða- stríðum í Evrópu lauk, hafi kristn- in sýnt talsverða aðlögunarhæfni í heimi hraðfara breytinga, gagn- stætt íslam með sína íhaldsstrang- trú og bókstafshyggju. Reglan gegn kvenprestum sé orðin svo augljóslega úrelt að viðbúið sé að hún fæli fjölda fólks frá kirkjun- um, fái hún að standa lengur. Sankti Páll skipar skyldu þá ... Kvenprestasinnar vitna einnig í Biblíuna sér til fulltingis, en nokkuð margir eru þeirrar mein- ingar að þar sé ekki laust við að þeir eigi undir högg að sækja. í liði með þeim er að vísu auk ann- arra George Carey, erkibiskup af Kantaraborg og þar með höfuð Englandskirkju. Hann hefur sagt að sú skoðun, að „aðeins karlmað- ur geti þjónað fyrir altari sem full- trúi Krists" sé „hin versta villu- trú“. Kvenprestaandstæðingar fullyrða á móti að Carey hafi ekki séð kirkju að innan fyrr en hann var orðinn 17 ára og láta að því liggja að trúareinlægni hans muni eftir því takmörkuð. Verði upplausn í trúarbrögöum aukast llkur á að margir tapi áttum: eiturlyfjaneytendur I breskri borg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.