Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 19 Páll Bjamason Langholtskoti Fæddur 24. júlí 1908 Dáinn 23. nóvember 1992 Ég minnist, minnist þeirra dýrðardaga. Eg drengur reið í stórum hóp á tjöllin. Við fórum Sand. Og seint á Blönduhaga við settum tjöld í þyrping yfir völlirm. Ég lá við skör. Erm man ég móðuniðirm, þó mörgu lífsins ár nú séu liðin; — og þreytt og syfjuð höfuð lögð í hnakka, en hestabit og traðk við fljótsins bakka. (E.B.) Þessi bernskuminning varð síðan kveikjan að hinu mikla kvæði skáldsins, „Stórisandur". Þetta ljóð kom fyrst í hugann við fráfall Páls Bjarnasonar. Þótt ævi hans sé ekki að ytra borði viðburðarík, fremur en margra alþýðumanna, þá veit eng- inn hverskonar hugarhræringar bærðust hið innra með hinum inn- hverfa, dula unglingi, er hann fyrst reið á fjöllin og leit öræfageiminn í allri sinni dýrð og tröllskap. Hann varð að hluta hans, borg og heimur, þar lifði hann öðrum þræði ævina á enda. Páll Bjarnason var fæddur í Auðs- holti í Biskupstungum 24. júlí 1908, annað barn hjónanna Bjarna Jóns- sonar (f. 1876 í Auðsholti) og Vigdís- ar Pálsdóttur frá Neðridal (f. 1880). Bjarni hóf búskap á 1/6 hluta jarðar- innar, Austurbænum, 1901. En elsti sonur þeirra, Jón, var fæddur 1906. Þau urðu 4 systkinin: Hermann fæddist 1910 og Guðbjörg 1915. En 1917 reið áfallið yfir heimilið. Þá missir Bjarni konu sína frá fjórum ungum börnum. Síðar á árinu kom á heimilið sem ráðskona Vigdís Jónsdóttir. Giftust þau Bjarni síðar og bjuggu í Auðsholti þar til Bjarni dó 1938. Þá tóku þeir bræður Jón og Hermann við búi. En það er frá Páli að segja, að hann var oft að heiman í vinnu, en oftast heima á sumrin. Tvo vetur var hann t.d. vetrarmaður hjá Jörundi bónda í Skálholti. Til sjávar, á vertíð, fór hann aldrei. En vorið 1931 réðist hann ársmaður til Þórðar bónda Magnússonar í Hvítárholti. Ég, sem þessar línur rita, var að al- ast upp í Laugarási á árunum 1925- 1932, þar sem faðir minn var Iæknir. Ég vissi því deili á nágrönnunum í Auðsholti. Páli kynntist ég þá samt ekki mikið, hann var 7 árum eldri og var aldrei f vinnu hjá pabba. En eftir 11 ára vinnumennsku Páls í Hvítárholti vorið 1942 hættu þau Þórður og Margrét Sigurðardóttir búskap og jörðin var auglýst til kaups og ábúðar. Eitthvað mun Páll hafa hugleitt að kaupa, en ekki varð úr því. Hann átti sínar kindur og hest og kaus að verða þar áfram hjá nýjum eiganda, ef þess væri kostur. Ekki þarf að orðlengja það frekar, að kaupandinn var sá er þetta ritar. Og ég verð að segja það, að það var mik- ils virði fyrir þann, sem kom ókunn- ugur og einn síns liðs, að þarna skyldi vera maður áfram á staðnum. Það var bæði stoð og styrkur. í fjögur ár var Páll vinnumaður hjá okkur hjónum í Hvítárholti. Hann hafði yndi af kindum sínum og var fjárglöggur vel. Á hverju hausti fór hann í fjallferð og var því orðinn þaulkunnugur leitum um víðlendan afrétt. Hann var valinn fyrirliði í eft- irsafni árum saman og farnaðist vel. Páll var enginn ákafamaður og ekki hneigður fyrir breytingar, en trúr í sínu starfi og húsbóndahollur. Hann var barngóður og hændust þau að honum. Stjórnmál var honum sýnt um og fylgdist vel með þeim, þau voru honum tilfinningamál. Hann var samvinnumaður. Hann bar ekki hug sinn á torg og átti erfitt með að tjá sig. En sá, sem gaf sig á tal við hann, komst að því að hann var góð- um gáfum gæddur, fróður, og mátti margt af honum læra. Af því, sem hann las og kunni skil á, virtist hann glöggur á að greina kjarna og aðalat- riði máls. Vorið 1946, eftir 15 ára dvöl, var veru hans í Hvítárholti lokið. Ekki fer á milli mála að hann hafði tekið tryggð við staðinn. Honum var það ekki sársaukalaust að fara. En þá höfðu Hermann Sigurðsson og Katrín Jónsdóttir kona hans ráð- ist í kaup á jörðinni Langholtskoti ásamt Páli að hluta. Það er ekki mitt að rekja þann hluta ævi hans. En síðustu árin fór heilsu hans verulega að hraka, svo að hann var orðinn óvinnufær og nú síðasta ár dvaldi hann öðru hvoru á spítala þar til yfir lauk þ. 22. nóv. sl. Atvikin urðu til þess að leiðir okkar Páls lágu saman um hríð. Minnugur þess, og sem velunnari hans, sem fleiri vildu eflaust gert hafa, vil ég sérstaklega þakka Katrínu Jónsdótt- ur fyrir frábæra umönnun honum til handa í ellinni og í veikindum hans síðustu ár og daga. Sigurður Sigurmundsson Kammertónleikar Þegar stjórn Kammermúsíkklúbbs- ins er búin að viðurkenna 20. öld- ina, geta aðrir leyft sér það líka án þess að vera sakaðir um léttúð og hentistefhu. Því verkefnaval þessa æruverðuga félagsskapar, sem í 40 ár hefur haldið á loft merki stofu- tónlistarinnar — creme de la creme æðri tónlistar — hefur jafnan ein- kennst af vandfysi: aðeins það besta er nógu gott. Og meðal þess, sem óumdeilanlega er nógu gott, eru tríó og kvartettar Beethovens, Haydns og Mozarts, svo dæmi séu nefnd. En nú hefur það skeð með fárra ára millibili, að tónlist frá vorri öld hefur verið flutt á vettvangi Kammermúsíkklúbbsins: blásarak- vintett Carls Nielsen, Kvartett um endalok heimsins eftir Olivier Mes- siaen, og nú síðast 15. strengjakvar- tett Sjostakóvitsj. Allt eru þetta önd- vegisverk, rétt eins og Galileó Gali- lei var öndvegisvísindamaður, og mátti hann þó dúsa 350 ár í hreins- unareldinum áður en kaþólska kirkjan tók hann í sátt. Það var Reykjavíkurkvartettinn, skipaður þeim Rut Ingólfsdóttur, Hildigunni Halldórsdóttur, Lisu (—) Ponton og Ingu Rós Ingólfsdóttur, sem spilaði fyrir félaga Kammer- músíkklúbbsins í Bústaðakirkju 22. nóvember. Efnisskráin spannaði Iungann úr sögu þessa háleita list- forms í stuttu máli: kvartett í G-dúr K. 80 eftir Mozart frá árinu 1770, í F-dúr op. 18 eftir Beethoven frá 1800, og í es-moll op. 144 eftir Sjo- stakóvitsj frá 1974. Óg yfirleitt tókst flutningurinn mjög vel, þó Beetho- ven síst. Mozart spiluðu þær stöllur með þeim léttleik og „sjarma" sem tónskáldinu sæmir og reyndir félag- ar Kammermúsíkklúbbsins gera kröfu til. En Sjostakóvitsj þótti okk- ur mikið forvitnilegur að heyra — hér skrifar maður fyrir strengja- kvartett sem mikið kann fyrir sér og gerir jafnframt öllum hljóðfærun- um jafnhátt undir höfði — því stofutónlist er músík handa vinum til að spila sjálfum sér ekki síður en öðrum til skemmtunar. En Reykja- víkurkvartettinn hefur ekki fyrr ver- ið jafnvel skipaður, því nýliðar þar, ef mér skjátiast ekki, þær Hildigunnur og Lisa Ponton, héldu svo vel á spöðum að hvergi hallaðist á við 1. fiðlu og selló, sem iðulega vill þó brenna við, jafnvel á bestu bæjum í kvartettleik. Sig.St. LYFTARAR |Jj ÚTBOÐ Úrval nýrra og notaðra rafmagns- og dísillyftara Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræöings, óskar eftir tilboöum í jarðvinnu vegna Rimaskóla í Grafarvogi. Viðgerðir og varahiutaþjónusta. Helstu magntölur: Uppgröftur 15.000 m3 Fylling 7.000 m3 Fráveitulögn 280 m Verkinu á að vera lokiö 1. febrúar 1993. Sérpöntum varahluti Leigjum og flytjum lyftara Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, þriöjud.aginn 1. desember n.k., gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 10. desember 1992, kl. 11,00. LYFTARAR HF. Simi 91-812655 og 91-81277ý L Fax 688028 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR o cFríkirkjuvegi 3-Sími 25800 ® ° KRONE KRONE & Járnhálsi 2 Sími 683266 \HF 110 Reykjavík RÚLLUBINDIVÉL KRONE KR-130 Þróuð eftir reynslu íslenskra bænda Endurbætt sópvinda og bindikerfi. Lítil orkuþörf og einföld bygging auka öryggi og afköst fyrir minni kostnaö. Fáeinar vélar á sérstöku haustverði. Látið KRONE vinna verkin HÖNNUNARSAMKEPPNI m ÍSTEX® ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. : É m ÍSTEX® ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR H.F. PÓSTHÓLF 140 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 91-666300 - MYNDSENDIR 91-667330 Verðlaunaafhending og sýning verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 3. desember nk. kl. 1600. Sýndar verða handpijónaðar flíkur úr hönnunarsamkeppninni „íslensk hönnun úr íslenskri ulTL Þátttakendur og gestir þeirra velkomnir. ---------------------------------------------X í Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga Gunnlaugsdóttir frá Hailgilsstöðum á Langanesi sem lést I Hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. þ.m. veröur jarösungin frá Foss- vogskapellu mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00. Kári Jónsson Björgvin Þór Halldórsson Halldóra Halldórsdóttir Margrét Halldórsdóttir Arnþrúður Halldórsdóttir Þorsteinn Halldórsson Stefanía Halldórsdóttir Daníel Halldórsson Guðmundur Halldórsson barnabörn og __________ Guóbjörg Ágústsdóttir Hrefna Krístbergsdóttlr Baldur Fr. Sigfússon Siguröur B. Skúlason Anna Kristín Björnsdóttir barnabarnabörn J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.