Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson: Er menntunin ekki lengur máttur? Um þessa helgi kemur flokksþing fram- sóknarmanna saman. Þingið mun fjalla um ýmis mikilvæg mál, enda eru tíma- mót stór um þessar mundir. Á stjórnar- andstöðunni hvflir sú skylda að skoða vandlega og af fullri ábyrgð bæði stöðu mála og gerðir ríkisstjómar. Þess verður einnig að krefjast að stjórnarandstaðan bendi á leiðir sem hún vill fara, ekki að- eins til lausnar á aðsteðjandi erfiðleik- um, heldur einnig fyrir lengri framtíð hinnar íslensku þjóðar. Þannig verður flokksþing framsóknarmanna að starfa. Að sjálfsögðu mótast afstaða stjóm- málaflokks af grundvallarstefnu þess flokks. Framsóknarflokkurinn er frjáls- lyndur, umbótasinnaður flokkur. Hann leggur áherslu á einstaklingsframtakið, félagshyggjuna og jöfnuð og öryggi á gmndvelli velferðarkerfisins. Flokkur- inn styður frjálsan markað, en telur mikilvægt að ríkisvaldið setji starfsregl- urnar, skapi atvinnuvegunum eðlilegan rekstrargrundvöll og stuðli að nýsköp- un í atvinnulífinu. Framsóknarflokkur- inn er jafnframt þjóðlegur flokkur. Þótt hann viðurkenni nauðsyn á frjálsum viðskiptum og alþjóðlegu samstarfi um lausn hinna flölmörgu vandamála mannkyns, setur hann íslenska hags- muni og fullveldi þjóðarinnar efst á blaði. Kjörorð flokksins em: „Öflug þjóð í eigin landi“. Stóru málin Stærstu mál flokksþingsins verða ef- laust efhahags- og atvinnumálin og þátttaka í Evrópsku efnahagssvæði. Menntamál, velferðarmál og umhverfis- mál hljóta einnig að verða mikið rædd. Framsóknarmenn mega ekki móta af- stöðu flokksins út frá því að flokkurinn er nú í stjórnarandstöðu. Afstaðan hlýt- ur að ráðast af því, sem framsóknar- menn telja gifturíkast fyrir íslensku þjóðina við ríkjandi aðstæður. Niður- staðan á að verða sú, sem flokkurinn væri tilbúinn að framkvæma, ef hann væri í ríkisstjórn. Hin nýju heimsátök f heiminum em að verða gífurlegar breytingar. Ár kalda stríðsins em sem betur fer liðin. Hinsvegar er það mikill misskilningur, ef menn halda að heims- átökum öllum sé þar með lokið. Því fer víðsfjarri. Efnahagsstórveldin — Banda- ríkin, Evrópa Þýskalands og Japan — takast á um heimsyfirráð á nýrri öld. Sem betur fer er ekki barist með kjarn- orkusprengjum. Vopnin em þekking og ljármagn. En átökin geta engu að síður orðið miskunn- arlaus og drottnunin jafn algjör. Hver er fram- tíð smáþjóðar í slíkum heims- átökum? Það er undir okkur sjálfum komið. Fjármagn höf- um við af skornum skammti, en af þekkingu getum við verið auðug. Lítil saga, en þó stór í tímaritinu Fortune birtist nýlega fróðleg saga af tiltölulega lítilli borg í Bandaríkjunum. Þar er nokkur iðnaður, en hann gekk illa. Meðal annars er þar fyrirtæki, sem framleiðir hluti í vélar bifreiða. Framleiðslan þótti heldur lé- leg. Svo gerðist það fýrir fáum ámm að þýska fyrirtækið Siemens keypti amer- íska fyrirtækið. Hinir nýju eigendur byrjuðu á því að senda alla námsmenn í skóla á námskeið og í starfsþjálfun. Launin vom hækkuð um 40 af hundr- aði, en kröfur hertar. Viti menn, fram- leiðslan tók þegar miklum framfömm. Nú þykir framleiðslan með því besta, sem fáanlegt er, fyrirtækið vex og af- koman er góð. En sagan er ekki öll. Önnur fyrirtæki í borginni horfðu í fyrstu á með efasemdum, en tóku síðan að gera eins og Þjóðverjarnir. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa. í þess- ari litlu borg hefur hagvöxtur orðið meiri en víðast í Bandaríkjunum, at- vinna meiri og lífskjörin betri. Getur ekki lítil þjóð gert eins og lítil borg? Það getur hún. Markmiðið á að vera að gera alla hluti best. Til þess er nauðsynlegt að auka og bæta menntun og vísindi og skapa gmndvöll til að nýta þá þekkingu, sem þannig fæst. Svartsýni ræður ríkjum Sem betur fer er þráin eftir menntun og þekkingu íslendingum í blóð borin. Árlega útskrif- ast úr skólum landsins eða koma heim frá námi erlendis fjöldi vel menntaðra ungra manna og kvenna. Flest vilja þau starfa heima. Þau trúa því að þeirra sé þörf. í fyrsta sinn ganga nú margir þessara góðu námsmanna atvinnulausir. Svartsýnin ræður ríkjum. Við völdin situr stjóm, sem lítur alls ekki á það sem sitt hlutverk að hvetja til athafna og framfara. „Eftir höfðinu dansa limirnir," er sagt. Svo virðist vera nú. Ýmsir aðrir í þjóðfélaginu virðast telja sér skylt að draga einnig saman seglin. Tökum dæmi. Stærsta fyrirtæki landsins, Landsvirkj- un, er með mikla umframorku. Virkjan- ir, spennuvirki og línur er allt til staðar, en nýtist ekki. Á sama tíma brenna skip- in olíu til rafmagnsframleiðslu, þegar þau liggja í höfnum. Orkan er of dýr f landi. Sama gera fiskimjölsverksmiðjurnar, svo dæmi séu nefnd. í stað þess að sækja fram, leita nýrra markaða fýrir umfram- orkuna, veita ráðgjöf í skynsamlegri nýtingu orkunnar, og lækka verð með meiri sölu og betri nýtingu mannvirkja, eru seglin dregin saman. Ekki er horft á neitt nema stóriðju. Menntun er máttur Þegar litið er til lengri framtíðar, er mikilvægast fyrir okkur íslendinga að bæta menntunina, gera hana markviss- ari, auðvelda fleirum að afla sér þekk- ingar, auka rannsóknastarfsemina og stuðla að því með öllum ráðum að þekk- ingin nýtist okkur íslendingum. Til þess þarf fjármagn. Það mun koma margfalt til baka, þótt það kunni að auka halla ríkissjóðs í bráð. Með því, sem hér hefur verið sagt, er alls ekki því haldið fram, að íslendingar eigi ekki einnig að leita sér að vinnu er- lendis. Það eiga íslendingar að gera, en ekki sem flóttamenn frá sínu heima- landi. Staðreyndin er að framtakssöm íslensk fyrirtæki með starfsmenn, sem hafa þekkingu, geta haslað sér völl er- lendis með góðum árangri. Útflutning- ur á þekkingu getur orðið mikilvæg at- vinnugrein. Framtíð á framtaki byggð Þessi grein hófst með vangaveltum um flokksþing framsóknarmanna, en hefur síðan snúist um grundvöll nýrrar ffam- farasóknar og fullveldis. Sérstaklega hefur verið varað við því afturhaldi og þeirri svartsýni, sem nú ríkir. Hver sem niðurstaða flokksþingsins verður í hinum ýmsu málaflokkum, ætla framsóknarmenn ekki að láta svartsýni frjálshyggjumanna ráða sín- um gerðum. í tengslum við flokksþingið efnir Framsóknarflokkurinn til fræðslufund- ar og hugmyndatorgs í Háskólabíó um nýsköpun í atvinnulífinu undir kjörorð- unum „Framtíð á framtaki byggð“. Þar munu nokkrir af þeim mörgu íslend- ingum, sem hafa aflað sér verðmætrar þekkingar, gera grein fyrir sínum hug- myndum og því sem þarf til að fram- kvæma þær. Þeir, sem hafa trú á nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi og geta því við komið, eru hvattir til að mæta í Háskólabíó í dag, laugardag, kl. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.