Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 13 Helgi Hallvarösson skipherra. Myndin er tekin um borð I Tý eða „Hvat-Tý", en í strlðinu um 50 mílurnar var einn hvalveiðibátanna tekinn til gæslustarfa og sett- ur undir stjórn Helga. gæsluvél og árangrinum af jóm- frúrför hennar í þessu hlutverki. Ég þurfti ekki að bíða lengi uns Pétur Sigurðsson hringdi til mín og boðaði mig til viðtals á skrif- stofu sinni. Allt hjálpaðist að því að gera þetta mál sem afleitast fyrir mig. Ég hafði farið heim um nótt- ina án þess að láta Pétur vita af töku bátsins og frétti hann það nú með þessum hætti. Önnur dagblöð voru fokreið og þóttust afskipt um gott fréttaefni. Forstjórinn var því sárgramur og höfðu ekki mörg orð farið í milli okkar þegar hann sagði: „Það er víst best að þú farir í frí.“ Svo varð að vera og ég fór í frí mánaðartíma. Að mörgu leyti var hvíldin ágæt, þótt óneitanlega væru þetta endaslepp lok á skip- herraferli mínum á nýju vélinni að sinni, sem ég var spenntur að kynnast nánar. Sem betur fór leið þó ekki langur tími uns ég var kominn um borð í hana aftur og margt bar við skemmtilegt í háloftunum. Flug- stjórarnir brugðu stundum á leik er svo stóð á og kemur upp í hug- ann atvik er átti sér stað þegar Ingimar Sveinbjörnsson flaug sem flugstjóri. Við vorum á flugi yfir Mýrum þegar hann sá tvo menn á jörðu niðri skammt frá skurði nokkrum. Tók hann snarpa dýfu niður að þeim og skipti engum togum að mennirnir urðu svo skelkaðir að þeir stukku báðir nið- ur í skurðinn, sem var hálffullur af vatni. Mér varð ekki um sel og ótt- aðist að við yrðum kærðir fyrir ósvífnina. En um nóttina er hringt til mín og við beðnir að svipast um eftir báti með tveimur mönnum, sem var á veiðum við Mýrar og ekki hafði skilað sér. Var ákveðið að leggja upp strax er birti. Varla er ég þó lagstur fyrir aftur þegar menn- irnir tveir koma í hug mér og rýk ég upp og hringi til Ingimars. Gátu mennirnir af týnda bátnum hafa verið á ferð þarna? En Ingimar hló og bað mig að hafa ekki áhyggjur. Þetta höfðu þá verið veiðifélagar hans og hann var að stríða þeim dálítið! Ég gat varpað öndinni létt- ara og þess skal getið að báturinn var kominn fram áður en leit skyldi hefjast og mennirnir við bestu heilsu. Skammvinnt blómaskeið Svo var að sjá sem Landhelgisgæsl- an væri að eignast þyrluflota í sept- ember 1972 þegar flugdeildin fékk tvær smáar Bell- þyrlur, sem báru nöfnin TF-HUG og TF-MUN. Þær voru sagðar hafa reynst vel erlendis, höfðu talsverða burðargetu og voru vegna smæðarinnar vel fallnar til þess að lenda á palli varðskipanna. En þetta blómaskeið varð skamm- vinnt. Að þrem árum liðnum eða svo voru allar þyrlurnar þrjár úr sögunni. Bell-þyrlurnar sem við fengum reyndust mestu skrjóðar og satt að segja viðsjálsgripir. Mátti litlu muna að illa færi fyrir Páli Halldórssyni flugmanni á TF-MUN, en hann var þá að flytja tóm gashylki frá vita yfir í varðskip. Skyndilega varð hann var við að olíuþrýstingur- inn snarféll. Með því að sleppa hylk- inu í sjóinn náði hann naumlega að komast á þyrlupall varðskipsins og stóð það svo glöggt að þyrlan vó salt á skíðum sínum á pallbrúninni. TF- HUG varð að nauðlenda á Skerjafirði og bjargaði það henni og flugmanni að hún var á flotholtum. í desember 1974 var þessum þyrlum lagt, enda tóku menn er til þekktu svo til orða að þær hefðu verið „hirtar af amer- ískum öskuhaug". En ekki átti hér við að sitja, því þann 3. október 1975 hrapaði TF-GNA í Skálafelli er hún var að aðstoða KR-inga við að koma upp skíðalyftu. Afturskrúfa þyrlunn- ar stöðvaðist og var það leikni Björns Jónssonar einni að þakka að menn komust lífs af úr þessu. Með honum í vélinni voru Ævar Björns- son flugvirki og tveir menn úr skíða- deild KR. Birni tókst að lenda þyrl- unni, en hún rann þó í 25 sekúndur niður fjallshlíðina og stöðvaðist í hundrað metra fjarlægð frá há- spennustreng. Þar lá nærri að verr færi en raun varð á, því allir sluppu lítt meiddir. Þyrlan var gjörónýt og ríkti um tíma tortryggni hér á landi gagnvart þyrlum og þyrluflugi, enda hafði þyrla farist þetta ár í Hvalfirði með sjö menn innanborðs. Liðu nú nær fimm ár þar til Landhelgisgæslan eignaðist þyrlu að nýju. Hún var TF- RAN sem því miður biðu hörmuleg örlög.“ ...alltaf til að tryggja atvinnu ' eíS^/Í°0oQ /S°JfS^d s%-, 1 % e%r AUK / SÍA k9d22-690-1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.