Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 15 valdaafsalið er fólgið. Lýðræðislegt vald mun þoka fyrir markaðsvaldi. Hjá BSRB útbjuggum við lítið dreifirit þar sem greint var frá ýms- um fuliyrðingum um kosti og galla aðildar að EES. Á vinnustöðum kveikti þetta umræðubál, enda var dreifibréfið sent út á sama tíma og menn þóttust eygja möguleika á því að Alþingi samþykkti þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES. Það knúði menn og hvatti til markvissrar um- ræðu. Menn veltu fyrir sér mögu- leikum okkar á að koma unnum fiskréttum á markað erlendis. Á hvern hátt við gætum svarað yfir- burðum erlendra vinnslustöðva vegna nálægðar þeirra við neyslu- markað, menn spurðu um hve verð- mætaskapandi störf væri að tefla, hvort það væri rétt að okkur hefðu boðist þessar sömu tollalækkanir og breytingar á bókun sex allar götur frá 1972 ef við aðeins hleyptum Efnahagsbandalagsflotanum inn í landhelgina eins og nú stendur til að gera; rætt var um aðgang okkar að erlendum menntakerfum, minnt var á tvíhliða samninginn við Frakka um aðgang okkar að frönsk- um skólum og þvergirðingshátt Breta í því efni jafnvel eftir tilkomu EES; þannig vöknuðu endalausar spurningar. Umræða sem árum saman hafði verið einskorðuð við sérfræðinga- nefndir var að kvikna með þjóðinni allri. Menn spurðu og leituðu svara; menn vildu læra á umhverfi sitt, þekkja til hlítar alla möguleika og kosti til þess að átta sig á hvað væri best til ráða. Það mætti orða það svo að menn vildu vita hve langt væri til Brussel í kflómetrum talið og einn- ig í metrum og sentimetrum til að geta haft á því skoðun hvort og með hvaða hætti þeir vildu halda þang- að. Þegar lýðræðið verður virkt og lifandi, leita menn þekkingar til að grundvalla skoðanir sínar á. Ákvarð- anir sem grundvallast á þekkingu og ákvarðanir sem grundvallast á lýðræði þurfa ekki að stangast á. Þvert á móti, þegar þetta tvennt kemur saman verður til uppbyggj- andi afl, og fyrir vikið verður samfé- lagið allt sterkara og öflugra. Þegar íslendingar brutust úr ör- birgð til bjárgálna og unnu sjálf- stæði sitt, þá var það því að þakka að vakning varð með þjóðinni, hún tók af lífi og sál þátt í umræðu um nútíð sína og framtíð. Að sönnu var sam- félagið á marga lund einfaldara í þá daga en það er nú, en hitt hefur ekki breyst að okkar litla samfélag þarf á því að halda að við leggjumst öll á árarnar og séum öll með á nótun- um, skiljum umhverfi okkar og allt sem það hefur upp á að bjóða. Þann- ig virkjum við best þá krafta sem búa með okkur. Vísbending um vilja manna til þess að taka sameiginlega á var hin svo- kallað þjóðarsátt. Með samstilltu átaki í kaupgjaldsmálum og verð- lagsmálum þar sem þorri manna tók virkan þátt, tókst að brjóta hér niður verðbólgu, og menn bjuggu sig undir sameiginlegt átak til að koma hér á auknum jöfnuði og skil- virkara þjóðfélagi. Höfundum Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins, þeim hinum sömu og telja það helstan kost við sérfræð- inga í efnahagsmálum að þeir séu ekki í tengslum við fólk, hefur engu að síður orðið tíðrætt um nauðsyn breiðrar samstöðu um þær lausnir sem uppi kynnu að verða. Og ekki man ég betur en forsætisráðherr- ann gerði slíkt hið sama, gott ef hann ekki sagði að þjóðarsátt væri í burðarliðnum. Og til marks um þetta sagði hann í blaðaviðtali, að allir hinir sérfróðu menn, sem kæmu að þessu máli, hefðu síma- númerið sitt og ættu því greiðan að- gang að sér. Sá sem svona talar skilur ekki að forsendur þess að ná sáttum í þjóð- félaginu er að fá samfélagið allt til að taka sameiginlega á. Þetta er hlutverk ríkisstjórnar og þetta er hlutverk forsætisráðherra í ríkis- stjórn, hann á að sætta en ekki sundra þjóðinni. En það var ekki í þessum anda sem Davíð Oddsson forsætisráðherra talaði, þegar hann sagði að opinberir starfsmenn hefðu litlar áhyggjur af atvinnuleysi, þeir gætu trútt um talað, því þeir byggju við starfsöryggi sjálfir. Það er rétt að þannig er hugsana- gangur manna, sem telja rétt og skylt að hugsa fyrst og síðast um eigin hag; sem teíja að menn eigi að hugsa á grundvelli einstaklings- hyggju en ekki samfélags; sem telja samkenndina, hið huglæga í samfé- laginu til óþurftar. En þannig hugsa ekki fslendingar almennt. Þær áhyggjur, sem þjóðin öll hefur af vaxandi atvinnuleysi, ber þess glöggan vott. Reyndar er sundrungartal gagnvart þegnum þessa lands engin nýlunda. Þess verður til dæmis oft vart að op- inberum rekstri og einkarekstri sé stillt upp sem andstæðum og því fólki, sem þar starfar, jafnvel sem andstæðingum. Þetta er fráleitt sjónarmið. Við búum í verkskiptu og sérhæfðu þjóðfélagi þar sem for- senda öflugs atvinnulífs er vel rekið velferðarkerfi og önnur þjónustu- Enndi Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, á flokksþingi Framsóknar- flokksins starfsemi opinberra aðila. Til að geta stundað sjóinn, smíðað raf- orkuver, fryst fiskinn, komið mjólk- inni til neytenda, stundað plast- bakkaframleiðslu og útflutning á vogum og netum og botnvörpum, þarf að sinna menntun og uppeldi barna, sinna sjúkum og öldruðum, og það þarf að byggja brýr og teikna brýr og sinna rannsóknarstörfum og fjarskiptum, spá fyrir um veður, starfrækja vita og hafnir, halda uppi lögum og reglum, kenna tungumál og miðla fróðleik. Þjóðfélag, sem ekki áttar sig á þessu nú undir lok tuttugustu aldarinnar, skilur ekki vitjunartíma sinn. Rekstur hins op- inbera og einkarekstur stangast ekki á. Og það er glórulaust að setja sér það sem takmark í sjálfu sér að skera niður opinberan rekstur. Það á hins vegar að vera takmark okkar allra að sjá til þess að fjármunum samfélagsins alls sé ráðstafað þann- ig að það gagnist þessu sama samfé- lagi sem best. Og það á að vera tak- mark að stuðla að jafnvægi í samfé- laginu, ekki aðeins á milli opinbers reksturs og einkareksturs heldur í efnahagslífinu í heild sinni. Það, sem hrjáir efnahagslífið og er alvarlegur bölvaldur, er einmitt jafnvægisleysi. Það er blekking að tala um stöðugleika í íslensku þjóð- félagi, eins og mönnum hefur verið tamt að gera. Hér ríkir ekki stöðug- leiki, heldur jafnvægisleysi. Við náðum niður verðbólgunni og það var gott. En menn mega ekki rugla saman lágu verðbólgustigi og stöð- ugleika. Þjóðfélagið er á stöðugri hreyfmgu. Allan ársins hring er með einum eða öðrum hætti verið að ráðstafa fjármunum þjóðarinnar. Þetta er gert með verðlagsákvörð- unum á markaði, vaxtabreytingum í fjármagnskerfi og margvíslegum aðgerðum stjórnvalda. Nú síðast gengisbreytingu upp á 6%. Með þessum hætti eru fjármunir færðir til og hafa þar af leiðandi áhrif á kjör hópa og einstaklinga. Bara á þessu ári hafa milljarðar verið færðir frá heimilum og fyrirtækjum til fjár- magnseigenda. Hvorki viðkomandi heimili né fyrirtæki, sem eru að sli- gast eða hafa þegar sligast undan byrðunum, búa við stöðugleika. Og sá, sem misst hefur vinnuna af þess- um sökum, kannast ekki við neinn stöðugleika. Sá vandi, sem við búum við, er engan veginn einsdæmi í samfélagi þjóðanna. Það er nú að verða viður- kennd skoðun um allan heim að meginorsök óstöðugleika og jafn- vægisleysis í efnahagslífi þjóðanna sé óeðlilega hár kostnaður á láns- fjármagni. Þetta er áhyggjuefni í þjóðfélögum, sem eru að sökkva sí- fellt dýpra í skuldafen. Hér á landi eru skuldir heimila, fyrirtækja og íslenska ríkissjóðsins komnar á al- varlegt stig. En þannig er því líka farið í löndunum í kringum okkur. Áárinu 1991 námu opinberarskuld- ir íslendinga 40% af vergri lands- framleiðslu. Á sama tíma námu skuldir Evrópubandalagsríkja að meðaltali 60% af vergri landsfram- Ieiðslu og þegar hallinn á ríkissjóði í þessum löndum er skoðaður og hann borinn saman við ísland, þá hefur hann verið lægri hjá okkur eða rúm 3% af vergri landsfram- leiðslu, en tæp 4% hjá Evrópu- bandalagsríkjunum að meðaltali. Staðreyndin er sú að aukin skulda- söfnun hefur einkennt efnahagsþró- un flestra ríkja í okkar heimshluta á síðustu áratugum og hefur stjórn- málaumræða víðast hvar gengið út á að finna ráð sem duga til að stemma stigu við þessari þróun. Menn eru farnir að gera sér grein fyrir því að hávaxtastefna í samfé- lögum, sem búa við lítinn hagvöxt, þýðir það í reynd að verið er að flytja til fjármuni langt umfram verð- mætasköpun í samfélaginu. í olíu- kreppunni á áttunda áratugnum gerðu menn sér grein fyrir því að mjög var þrengt að fjármagnskerfi víða um lönd, og færi svo að það brysti, yrðu afleiðingarnar ófyrirsjá- anlegar. Til að auðvelda lánastofn- unum slaginn fór það að tíðkast í sí- fellt ríkara mæli að taka upp breyti- lega vexti. Með þeim hætti gætu bankar og lánastofnanir varist dýf- um á markaði. En við þetta voru peningar í raun teknir út af mark- aði. Þeir hættu að hafa verð. Hugmyndin að baki því að láta markaðsvexti stýra útstreymi fjár- magns er sú að á grundvelli verðlags peninganna taki einstaklingurinn eða fyrirtækið ákvörðun í samræmi við sína getu og sínar áætlanir. En markaðurinn hættir að vera siíkt tæki fyrir vitibornar ákvarðanir ef seljandinn, í þessu tilviki lánveit- andinn, getur breytt verði á vöru sinni, getur breytt vöxtunum, eftir á. Það segir sig sjálft að ef kaup- menn væru sífellt að senda fólki bakreikninga fyrir vöru, sem keypt var í gær eða fyrradag eða í fyrri viku —jafnvel fýrir tíu árum — þá hættum við að geta tekið ákvarðan- ir um innkaup á grundvelli verð- lags. Varan væri orðin verðlaus. Hér á landi búa fjármagnseigendur við tvöfalt öryggiskerfi, verðtryggingu og breytilega vexti sem virka aftur í tímann. Þar að auki búa þeir við nauðuga lántakendur. Vegna erfiðs rekstrarumhverfis margra heimila — það er að segja lágra launa og gloppótts velferðarkerfis og ýmissa óviðráðanlegra erfiðleika fyrirtækja — verða þau skuldsett og komast inn í vítahring lánakerfisins. Þau verða nauðbeygð til að taka lán og geta ekki veitt sér að ráðast því að- eins í lántökur á þeim tíma sem vextir eru lægri en ella. Einnig af þessum sökum virka markaðslög- málin ekki sem skyldi á lánsfjár- mörkuðum. Hvarvetna eru menn að byrja að gera sér grein fyrir þessu. Hún hefði þótt sæta tíðindum fyrir nokkrum misserum fyrirsögnin í nýjasta tímariti Kaupþings, en þar segir að háir vextir séu orðnir bönkum og sparisjóðum hættulegir. En þeir eru ekki bara þessum lánastofnunum hættulegir. Því staðreyndin er sú að alls staðar þegar lánastofnanir — einnig þær sem hafa verið einka- væddar — lenda í hrakningum, þá grípur ríkisvaldið inn í. Þetta hefur gerst í Bandaríkjunum og á Norður- löndunum, enda liggur allt efna- hagslífið undir. Það er þetta sem fjármagnskerfið á enn eftir að átta sig á. Ef samfélagið er tilbúið að taka ábyrgð á því, hver er þá ábyrgð þess gagnvart samfé- laginu? Lánastarfsemi er mál samfé- lagsins alls. Inn í lánakerfið liggja þræðir samfélagsins alls. Um þá þræði þarf að halda af ábyrgð. í umræðu um hið Evrópska efna- hagssvæði nýlega veltu menn vöng- um yfir því hvort líklegt væri að fjármagnseigendur, lífeyrissjóðir og aðrir færu úr landi með peninga sína. Það er ólíklegt, vildi einhver meina. Við búum við verðtryggingu fjármagns. Menn hljóta að leggja mikið upp úr henni. En þegar allt kemur til alls er verðtryggingin ekki annað en fyrirheit, sem menn vonast til að geta staðið við. Þegar allt kemur til alls er hald í þeirri verðtryggingu einni, sem syndir í kringum landið okkar og heitir þorskur og ýsa og karfi, síld og loðna. Og ef aflinn þverr, bresta öll slík fyrirheit. Það, sem við stöndum hins vegar frammi fyrir núna með opnun fjár- magnsmarkaðar, er að það sem nú eru pappírsfyrirheit má snúa yfir í raunveruleg verðmæti á erlendri grundu. Sú hætta er fyrir hendi, að fjármagnið flæði úr landi. Stundum er sagt að fjármagnið flæði þangað sem því best er borgið, þar sem ávöxtun og öryggi er mest. Þetta er rangt. Það er komið undir vilja þeirra sem stýra fjármagninu, í lífeyrissjóðum, fjárfestingarsjóðum og bönkum, það er komið undir vilja þeirra sem stjórna fyrirtækj- um, það er komið undir vilja ein- staklinga, það er komið undir vilja okkar allra sem þjóðar, hvort hér verði áfram samfélag fólks sem tek- ur ábyrgð hvert á öðru, en ekki sam- safn einstaklinga sem láta stjórnast af þröngum eiginhagsmunum á markaði. Ef við veljum fyrri kostinn, þá vinnum við saman að því að byggja upp samfélag jafnaðar. Forsenda þess að þjóðin leggist sameiginlega á árarnar er sú að hún búi við jöfn- uð, sé yfirleitt á sama bátnum. Þess vegna höfnum við sundrungu og ójöfnuði. Við leggjumst á sveif sam- heldni og samvinnu. Þannig — og aðeins þannig — sækir íslensk þjóð fram á veginn. Með sínu nefi Svo virðist sem „Með sínu nefi“ hafi mælst vel fyrir hjá gítargutl- urum meðal lesenda og höldum við því ótrauð áfram með þáttinn. Að undanfömu hafa menn verið að syngja hinar ýmsu útsetning- ar af laginu „ísland" eftir Magnús Þór Sigmundsson við ljóð Margrétar Jónsdóttur, m.a. var þetta lag sungið á íslenskum tón- listardegi fyrir skömmu. Sumir muna vel eftir þessu lagi úr síð- ustu alþingiskosningum, en framsóknarmenn notuðu lagið mikið þá og svo heppilega vill til að þeir sitja einmitt flokksþing um þessa helgi. Og úr því að við erum byrjuð á þjóðlegum sönglögum, látum við líka fljóta með Völuvísu eftir Guðmund Böðvarsson, enda veitir ekki aíf á tímum sívaxandi alþjóðahyggju. ÍSLAND C G C ísland er land þitt og ávallt þú geymir F C ísland í huga þér hvar sem þú ferð, G ísland er landið sem ungan þig dreymir, G7 C ísland í vonanna birtu þú sérð, F G7 ísland í sumarsins algræna skrúði, C F ísland með blikandi norðljósatraf, G7 ísland, er feðranna afrekum hlúði, F G7 C ísland er foldin sem lífið þér gaf. A m < 1 >< » QOC 7 1 E7 2. íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir. fslensk er tunga þín skír eins og gull. íslensk sú lind sem um æðar þér streymir. íslensk er vonin af bjartsýni full. íslensk er vomóttin albjört sem dagur. íslensk er lundin með karlmennsku þor. íslensk er vísan, hinn íslenski bragur. íslensk er trúin á frelsisins vor. 3. ísland er land þitt því aldrei skalt gleyma. íslandi helgar þú krafta og starf. fslenska þjóð, þér er ætlað að geyma íslenska tungu, hinn dýrasta arf. fsland sé blessað um aldanna raðir, íslenska moldin er lífið þér gaf. fsland sé falið þér, eilífi faðir, fsland sé frjálst meðan sól gyllir haf. c > < H M » VÖLUVÍSA Am E Am Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, C G enda skaitu börnum þínum kenna fræði mín, C G7 C sögðu mér það álfamir f Suðurey, C G7 C sögðu mér það dvergamir f Norðurey, F C sögðu mér það gullinmura og gleym-mér-ei Am E og gleymdu því ei: Am Am að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, E7 Am honum verður erfiður dauðinn. F G7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.