Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 Rannsókn skattrannsóknarstjóra á bókhaldi íþróttafélaganna stendur enn yfir, af mun meiri hörku en áður, og fleiri fé- lögum hefur verið sent bréf, þar sem beðið er um meiri upplýsingar en fyrri félög hafa verið beðin um: ER BÓKHALD FÉLAGANNA TIFANDI TÍMASPRENGJA? Rannsókn á bókhaldi iþróttafélaganna heldur áfram á vegum skattrann- sóknarstjóra og hefur tekið á sig nýja mynd, þar sem fleiri félögum hefur verið sent bréf þar sem beðið er um öll bókhaldsgögn fjögur ár aftur í tím- ann. Virðist embætti skattrannsóknarstjóra vera full alvara í þessu máli og svo virðist sem rannsókn á bókhaldi þeirra fímm félaga, sem fyrst lentu í frumkönnun, hafí gefíð þeim ríka ástæðu til að fara af krafti í þetta mál. Einn viðmælenda Tímans sagði í gær að sér virtist sem svo að nú yrði ekki aftur snúið í þessu máli. Ekki er ljóst hvaða afleiðingar þessi rannsókn hef- ur, en þær gætu verið gífurlegar fyrir fjárhag fjölda fjölskyldna um land allt. Eins segir hér að framan, hefur emb- ætti skattrannsóknarstjóra nú sent bréf til fleiri íþróttafélaga, þar sem beðið er um mun meiri upplýsingar heldur en gert var í þeim bréfum, sem send voru til þeirra fimm félaga sem fyrst var skrifaö til, en í þeim var að- eins beðið um bókhald síðasta árs. Þar var um að ræða KR, Gróttu, Gerplu, Ármann og ÍR og eins og kom fram í frétt Tímans á dögunum um þetta mál, var bókhald þessara félaga ófært. Beðið um gögn síðustu fjögurra ára í bréfi skattrannsóknarstjóra nú er gengið fram af mun meiri hörku en áður, og er þar farið fram á bókhald síðustu fjögurra ára, ávísanahefti, alla samninga við leikmenn, þjálfara og fleira. Það er alveg ljóst af viðtölum við ýmsa aðila, sem tengjast íþrótta- hreyfmgunni, að þar í eru upplýsing- ar sem vart þola dagsljósið og ef farið 1. deild kvenna í handknattleik: Selfoss-sigur Selfoss sigraði Hauka í 1. deild kvenna í handknattleik 20-23 í leik liðanna, sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í gær. Staðan í hálf- leik var 11-10 Haukum í vil, en Selfyssingum tókst að knýja fram sigur í síðari hálfleik. Staðan í 1. deild kvenna Víkingur ....8 7 1 0 158-111 15 Stjarnan..8 70 1 174-121 14 Valur.....8 6 0 2 183-153 12 Fram......8 6 02 146-131 12 Selfoss...9 4 0 4 169-170 10 ÍBV.......84 04 148-141 8 Grótta ...83 2 3 152-156 8 KR........83 0 5 134-147 6 Fylkir....8 1 1 6 125-176 5 Ármann....8 2 0 6 158-170 4 FH........82 06 130-168 4 Haukar....9 1 08149-186 2 verður í hart, sitja margir einstakling- ar í skuldasúpunni. Einn viðmælenda Tímans, sem er forráðamaður deildar í íþróttafélagi, sagði þetta mál vera mjög erfitt fýrir félögin, en myndi þó aðallega bitna á þeim aðilum, sem hefðu verið að þiggja há þjálfaralaun hjá félögunum, sérstaklega fyrir þjálf- un meistaraflokka félaganna. Greiðsl- ur þessar hafa í flestum tilfellum ver- ið verktakagreiðslur. Þá má búast við því að einhverjir leikmenn komi til með lenda í þessari rannsókn, enda mun einhverjum ótilteknum fjölda leikmanna í flestum greinum vera greitt fyrir að iöka íþrótt sína. Það má gera ráð fyrir að meðallaun þjálfara í 1. deildinni í knattspymu séu um 1,5- 2 milljónir á ári, jafnvel að viðbættum bónusum fyrir góðan árangur, og hef- ur Tíminn fengið það staðfest. Sögu- sagnir hafa verið á kreiki um það að launin séu jafnvel enn hærri hjá handknattleiksþjálfurum. Það er því ljóst að einungis hjá þjálfurum 1. deiidarliðanna í knattspymu má með góðum vilja finna vangoldin gjöld upp á tugi milljóna á síðustu ámm, og það verður eflaust erfitt fyrir marga að Petr Baumruk og Leifur Dagfinns- son markvörður tryggðu Haukum sigur gegn ÍBV í Eyjum í gærkvöldi, 25-26, Baumruk með marki skor- uðu á síðustu mínútu leiksins og Leifur með því að veija skot Eyja- manna á síðustu sekúndum leiks- ins. Haukar áttu lengi framan af undir högg að sækja, en með gífurlegri baráttu — sem sést best á því að alls vom Haukamenn níu sinnum rekn- ir af leikvelli í tvær mínútur — tókst þeim að sigra. Vestmannaeyingar vom yfir í hálfleik, en með þraut- standa skil á þeim greiðslum, ef út í það fer. Skatturínn erfiðarí Það er ljóst að þessa dagana em menn skattrannsóknarstjóra mun erfiðari viðureignar en þeir vom fyrir um mánuði síðan, og þykir það benda til þess að skattrannsóknarmönnum hafi ekki fyllilega líkað það sem stóð í bókhaldi þeirra félaga, sem þegar hafa verið skoðuð, og því er beðið um mun meiri upplýsingar nú. Gunnlaugur Guðbjamarson skattrannsóknarstjóri var þögull sem gröfin um þetta mál, en sagði þó að þessa auknu hörku mætti túlka sem að svo væri. Forystumenn íþróttahreyfingarinn- ar munu hafa reynt, samkvæmt heim- ildum Tímans, að tala um fyrir skatt- yfirvöldum og hafa þá lagt til að það væri horft til framtíðar og settar væm reglur um þessi mál, en ekki farið að grúska í bókhaldi liðinna ára, en þeir hafa talað fyrir daufum eymm yfir- valda. Ekki er þó ljóst hver ætlun hins opinbera er með þær upplýsingar, sem það óneitanlega fær úr bókhaldi félaganna. Vona menn að þessi rann- sókn sé svona ítarleg til þess að emb- ættismenn geti betur gert sér grein fyrir því hvemig staðan sé í þessum málum, svo þeir geti síðan sett saman raunhæfar reglur til að vinna eftir í framtíðinni. Flest bendir hins vegar til að þessar upplýsingar verði notað- ar til að ná inn þeim opinbem gjöld- um, sem launþegar íþróttafélaganna í flestum tilfellum skulda, og að tölu- seigju tókst Haukum að tryggja sér sigurinn. Petr Baummk var bestur Hauka og gerði hann níu mörk í leiknum; Sigurjón Sigurðsson gerði fimm mörk. Markverðir Hauka stóðu sig vel, Magnús varði 10 skot og Leifur 8. Zoltan Balányi gerði sex mörk fyrir Eyjamenn og Björgvin Rúnarsson fimm. Sigmar Þröstur varði 12 skot í marki Eyjamanna. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON V_______ _________/ Handknattleikur: Baumruk tryggði Haukum sigurinn Athugasemd frá Ingólfi Hannessyni á íþróttadeild RÚV vegna bréfs frá Pjetri Sigurðsson til deildarinnar: Pjetur Sigurðsson, íþróttafréttamaður Tímans, kvöidsins. Þá hefur það einnig gerst að Evrópuknatt- sendir íþróttadeild RÚV bréfstúf á íþróttasíðu blaðs- spymusambandið hefur lokað á allar fréttamynda- ins fóstud. 27. þ.m. þar sem kvartað er yfir þjónustu dreifíngu frá leikjum í Evrópukeppni meistaraiiða og eða öllu heldur skorti á þjónustu, í íþróttaauka í Sjón- þar af leiðandi fáum við ckki að sjá van Basten skora varplnu eftir 11-fréttir undangenginn miðvikudag þar mörkin fjögur, svo dæml sé tekið, því miður. Þama sem hvorid vom tíunduð úrslit né sýndar myndir fti gátum við elnfaldlega ekki veitt þá þjónustu, sem Evrópuleikjum í fótbolta, sem fram fóro sama kvöld- hugur okkar stóð tfl og áform voru uppi um. ið. íþróttaaukar okkar á miðríkudagskvöldum em hluti Það að skflti með úrslitum leikja kvöldsins vom ekki af bættri þjónustu íþróttadeildarinnar og hafa fengið birt á skjánum má einfaldicga flokka undir mistök afskaplega jákvæð viðbrögð í bópi íþróttaáhuga- eða öllu heldur misskilning starfsmanna dcildarinn- manna. Af reynslu vitum við að góð þjónusta kaflar á ar. SUkt getur gerst f undantekningartflfellum, jafh- enn meiri kröfur og stundum óbflgimi. Með einu vel á jafn árvökulum fjölmiðlum ehts og RÚV og Tím- símtali hefði íþróttafréttamaðurinn Pjetur Sigurðs- anum, en gerist vonandi ekki aftur hjá okkur, Hitt er son fengið að vita um ofangreíndar ástæður og þá Öflu verra með myndir af leikjum kvöldsins. Á þriðju- hefðí bréf hans væntanlega orðið í annarri tóntegund dag kom í ijós að engin scnding frá völdum köflum úr en raun varð á. leikjunum yrði á dreiflkerfl EBU á m iðviku dagskvöld- Með iþróttakveðju, ið og þar af leiðandi urðum við að notast við myndir Ingólfur Hannesson, sem komu fyrr um daginn, myndir af leikjum gær- íþróttadeild RÚV verðri hörku muni verða beitt. Það var samdóma álit þeirra, sem Tíminn ræddi við, að ef skattrann- sóknarstjóri ætlar að fýlgja þessari rannsókn sinni eftir með því að inn- heimta þau opinberu gjöld, sem van- goldin eru samkvæmt bókhaldi félag- anna, þá sé um að ræða gríðarlega sprengju, tímasprengju, og það komi til með að höggva nærri fjárhag margra þeirra, sem um ræðir, þar sem greiðslur myndu skipta milljón- um.s í framhaldi af þessari rannsókn er líklegt að forráðamenn íþróttafé- laganna og þeir aðilar, sem rannsókn- in beinist að, munu hljóta að endur- skoða sín mál. Knattspymudeildir fé- laganna hafa þegar ráðið þjálfara fyrir næsta keppnistímabil; handknatt- leiks- og körfuknattleiksvertíðimar standa yfir og em þeir þjálfarar ráðnir við allt aðrar aðstæður en ríkja í dag, þ.e.a.s. að ekki var gert ráð fyrir að það þyrfti að greiða opinber gjöld af þeim upphæðum sem samið var um. Gunnlaugur Guðbjamarson skatt- rannsóknarstjóri vildi ekki gefa upp hve mörg félög hefðu fengið kvaðn- inguna nú í vikunni og neitaði að tjá sig frekar um málið. Rannsóknin væri enn í gangi og ekkert sérstakt um hana að segja. Farið yfir strikið Ein aðalástæðan fyrír því að skattyf- irvöld sáu sig knúin til að fara í saum- ana á fjármálum íþróttahreyfingar- innar er sú umræða, sem kom upp fyrir keppnistímabil handknattleiks- 1. deild karla KA-Valur.........24-24 (16-15) ÍBV-Haukar.......25-26 (13-12) Staðan Valur.......12 6 5 1 273-247 17 FH..........117 2 2 283-259 16 Stjaman.....11 7 2 2 286-268 16 Víkingur ....11605254-251 14 Selfoss.....11 623653-271 14 Haukar......12 615311-293 13 ÍR..........10 4 2 4 239-231 10 KA..........12 4 2 6 265-278 10 Þór.........11 4 2 5 266-281 10 HK ..........113 17262-279 7 ÍBV..........112 2 7245-274 6 Fram.........11 1 19252-289 3 manna, þar sem félagaskipti leik- manna stóðu í jámum vegna deilna félaga um hve mikið ætti að greiða á milli félaga, og einnig sú staðreynd að þar kom upp á yfirborðið að leik- mönnum hefur verið greitt fyrir að iðka íþróttir. Það kom meðal annars fram í viðtali sem RÚV átti við Hans Guðmundsson, þar sem hann sagði að hann fengi meira greitt fyrir að leika með HK en FH. Það má segja um þessi peningamál að ríkt hafi þegjandi samkomulag milli íþróttahreyfingar- innar og skattyfirvalda um að láta þessar greiðslur eiga sig, en það má líka segja að íþróttafélögin, leikmenn og þjálfarar hafi grafið sína eigin gröf með því sífellt að vera að færa sig upp á skaftið og nánast neyða skattyfirvöld til að hefja rannsókn þessa, sem nú stendur yfir með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Um helgina LAUGARDAGUR Handknattleikur 1. deild karla Stjarnan-Selfoss 1. deild kvenna kl. 16.30 ÍBV-Valur Körfuknattleikur: 1. deild kvenna kl. 16.30 KR-UMFT kl. 14.00 ÍR-ÍBK kl. 14.00 SUNNUDAGUR Handknattleikur 1. deild karla Víkingur-HK kl. 20.00 Fram-Þór A. kl. 20.00 FH-ÍR 1. deild kvenna kl. 20.00 Ármann-Víkingur kl. 16.30 FH-Grótta kl. 18.00 KR-Fylkir kl. 15.00 Fram-Stjarnan Körfuknattleikur Japísdeildin kl. 18.00 UBK-Haukar kl. 16.00 UMFG-Valur kl. 20.00 UMFT-ÍBK kl. 20.00 Snæfell-Skallagr. 1. deild kvenna kl. 20.00 UMFG-ÍS kl. 18.00 UMFN-UMFT kl. 14.00 Knattspyrna: 1,2 milljónir punda, ekki 3,5 Það er ekki alltaf ljúft að þurfa að viðurkenna að maður hafi gert mis- tök, en þó verður umsjónarmaður íþróttasíðu að gera það nú. í Tíman- um í gær er sagt frá því að Eric Can- tona hafi verið seldur til Manchester Utd. fyrir 3,5 milljónir punda og virtist ekki vera hægt að lesa annað út úr fréttaskeytum Reuters á fimmtudag. Það rétta er hins vegar að kappinn var seldur á 1,2 milljónir punda og hlýtur sú upphæð að vekja jafnvel enn meiri undrun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.