Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 Hvernig er heimilið í stakk búið til að mæta uppákom- um eins og innbroti, eldi eða vatns- skaða? Eftir Svavar G. Jónsson Stundum er aökoman aö heimilum og fyrirtækjum lík og I þessari skólastofu. Þjófavarnakerfi vantaöi og þeir, sem brutust inn, höföu nægan tíma til aö skemma. Haustiö er heppilegur tími til aö yfirfara hina mörgu þætti öryggis- mála sem verða aö vera i lagi á heimilinu. Ég ætla í þessum grein- arstúf aö benda þér, lesandi góöur, á nokkur atriöi sem þú getur án mikillar fyrirhafnar og kostnaðar kannað sjálfur varöandi ör- yggi heimilisins. Öryggisviöbúnað er hægt aö viöhafa á marga vegu og þaö þarf ekki aö kosta mikið aö tryggja heimilinu lágmarksöryggi. Allt sem til þarf er dálítil fyrirhyggja, handlagni og innræting allra á heimil- inu varöandi umgengni og öryggisvitund. Ég hef sett kassa | |við sérhvert öryggisatriði, svo þú getir merkt viö aö þú hafir kannað ástand þessa öryggisþáttar á þínu heimili. □ GLUGGAKRÆKJUR Krækjur eiga að vera traustar og rétt settar á. Gættu að því að nota ekki stuttar kónískar skrúfur. Skrúfur eiga að ganga að minnsta kosti 2/3 inn, miðað við efnisþykkt karms. Gluggajárn þurfa að vera þannig gerð að hægt sé að hafa gluggann að nokkru opinn og síðan að læsast þannig að ekki sé hægt að hreyfa þau. □ ÚTIDYRA-.D SVALA- □OG BÍLSKÚRSHURÐ- IR O.FL. Sama er að segja um útihurðir eins og gluggana varðandi frágang þeirra. Hugaðu að lömum og læs- ingum, siitnir hlutir bjóða hætt- unni heim. Mundu eftir að það geta verið fleiri útihurðir en sú sem venjulega er gengið um, t.d. svala-, kjallara- og bílskúrshurð. Ekki er ráðlegt að hafa aðeins einfaldan sneril sem Iæsingu á svalahurðina, notaðu einnig einhverskonar krækj- ur eða lása. Lamir, sem snúa út, geta verið varasamar. Til öryggis og til að hindra að hægt sé að spenna hurð- ina úr, má setja sterkan nagla eða skrúfu í brún hurðarflekans lama- megin. Láta 2-3 cm standa út og bora gat í karminn á móti. Sama má gera við opnanlega glugga. Svavar G. Jónsson. □ GÆGJUGAT, ÖRYGGISKEÐJA Ef ekki er gler í útihurðinni, sem hægt er að sjá út um, er rétt að hafa gægjugat á henni þannig að ávallt sé vitað hverjum er hleypt inn. Ef ekki er hægt að koma því við, má hafa ör- yggiskeðju innan á hurðinni þannig að óvelkominn gestur geti ekki hrundið henni upp. Gættu að uppsetningu keðjunnar, skrúfur verða að vera langar og ná góðu haldi. □ LYKLAR, LÁSAR Margir flaska á því í amstri dagsins að lána viðgerðarmönnum lykla að húsum sínum, svo hægt sé að fram- kvæma ýmsar viðgerðir í fjarveru heimilisfólks. Því miður er ekki öll- um treystandi og ættirðu því aldrei að lána lykla að heimili þínu. Fyrir getur komið að lyklar týnist og því ætti alltaf að skipta um lásinn. Ekki er vitað nema einhver hafi fundið lykilinn í nágrenni við heimilið eða jafnvel náð honum á þann máta að hægt sé að rekja hann til heimilis þíns. Geymdu gamla lásinn, því eftir nokkur ár gætir þú notað hann aft- ur. □ ÖRYGGISLYKLAR Sérstakir öryggislásar og -lyklar eru bestir, þar sem öll smíði lykla verður að fara í gegnum skráða leyf- ishafa lyklanna. Lyklarnir eru þá all- ir merktir ákveðnum númerum og hefur það komið að góðum notum ef þeir hafa týnst. í flestum tilfellum getur finnandi skilað þeim til um- boðsmanns sem kemur þeim í hend- ur réttra eigenda. Oft er það svo að lyklunum fylgja fleiri lyklar og jafn- vel aðrir hlutir sem óþægilegt er að tapa. □ UTANHÚSS LÝSING Hugaðu að lýsingu á gönguleiðum við húsið, við inngang og í bakgörð- um. Hægt er að fá útiljós með hreyfiskynjurum, sem kvikna ef ein- hver er á ferð í nágrenni þeirra. Þessi ljós eru t.d. mjög góð í bak- garða. □ STIGAR Hafðu ekki stiga eða verkfæri á lausu í kringum húsið. Það auðveld- ar innbrotsþjófum að framkvæma ætlunarverk sitt. Margir hafa í sakleysi sínu hleypt ókunnugum inn f Ibúö þar sem þeir slöan hafa valdiö skaöa. Á útihuröum þurfa aö vera gægjugöt eöa gegnsætt gler og öryggiskeöja. □ SLÖKKVITÆKI — ELDVARNARTEPPI Slökkvitæki eru til af nokkrum gerðum, en fyrir heimili skal nota 6 kg dufttæki fyrir A B C elda samkv. reglum Brunamálastofnunar ríkis- ins. Nauðsynlegt er að farið sé yfir tækin reglulega. í eldhúsum er rétt að hafa eldvarnarteppi til nota ef t.d. kviknar í feiti í potti. Öllu heimilis- fólki ættir þú að kenna að finna þessi öryggistæki í íbúðinni og meðhöndla þau á réttan hátt. Það er of seint þegar eldurinn kviknar. Höfundur er þjónustustjórl öryggisþjón- ustunnar VARA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.