Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. nóvember 1992 Ttminn 3 Banaslys við Kópavogslæk Þrítug kona beið bana, er bifreið henn- ar hafnaði á Ijósastaur á Hafnaríjarðar- vegi nálægt Kópavogslæk í gær. Notast þurfti við tækjabfl lögreglunn- ar til að ná konunni út. Ekki er vitað um tildrög slyssins, en engin hemlaför sáust á götunni. Konan var á suður- leið, er slysið átti sér stað. Lögreglan í Kópavogi óskar eftir að vitni gefi sig fram. -HÞ SVIPMYND AF FLOKKSÞINGI Fremst til vinstri situr Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og á móti henni Jón Leví. Við hlið Sigrúnar situr Ásta R. Jóhannesdóttir og á móti henni Sverrir Meyvantsson. Timamynd Ami Bjama Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að núverandi ríkisstjórn hafa gert mörg mistök á stuttum valdaferli sínum: Ríkisstjórnin eyðilagði árangur fyrri stjórnar Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í setn- ingarræöu sinni á 22. flokksþingi framsóknarmanna að þegar núverandi ríkisstjóm tók við, hefði staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar verið góð og allir möguleikar hefðu verið til að halda áfram uppbyggingarstarfí fyrri rík- isstjóraar. Rfldsstjóm Davíðs Oddssonar hefði hins vegar gert mistök í efnahagsstjóminni og eyðilagt árangur fyrri rfldsstjórnar. „Við höfum hlustað á það nú all- lengi frá forsætisráðherra að erfið- leikana í okkar efnahagslífi megi fyrst og fremst rekja til fortíðar- vandans, sem hann hefúr kallað svo. Ég ætla alls ekki að gera lítið úr þeim erfiðleikum, sem steðja að ís- lensku efnahagslífi vegna samdrátt- ar erlendis. Vissulega hefur það sín áhrif. Alls ekki vil ég heldur gera lít- ið úr þeim erfiðleikum, sem sam- dráttur í afla veldur. Vitanlega hefur það mikil áhrif á þjóðfélag, sem byggir svo mjög á fiskveiðum. Ég vil hins vegar mótmæla því harðlega að einhver fortíðarvandinn sé megin- orsök þeirra erfiðleika, sem íslenskt efnahagslíf hefur enn einu sinni rat- að í. Staðreyndin er sú að eftir þær íjöl- þættu aðgerðir, sem við gripum til haustið 1988 og árið 1989 og leiddu til þjóðarsáttarinnar snemma á ár- inu 1990, var staðan í íslensku at- vinnulífi betri en hún hafði verið lengi áður. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun, þá jókst eigin- fjárstaða í sjávarútvegi úr því að vera u.þ.b. 5% þegar við tókum viö haustið 1988, í það að vera einhver sú besta sem hún hafði verið á síð- asta áratug, í kringum 15%. Það er að sjálfsögðu of lítið. Staðreyndin er sú að íslenskur sjávarútvegur rétti mjög verulega við á árunum frá 1988 til ársins 1991. Afkoma sjávar- útvegsins fór batnandi og sjávarút- vegurinn haföi þá hafið að lækka sínar skuldir, eins og tölur Þjóð- hagsstofnunar sýna. Reyndar má segja það sama um ís- lenskan iðnað. Eiginfjárstaða ís- lensks iðnaðar batnaði veruiega á árinu 1990 og þáverandi formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Víg- lundur Þorsteinsson, sagði við mig að afkoma iðnaðarins hefði aldrei verið betri þennan áratug en hún var á árinu 1990. Staðreyndin er að þegar sú ríkis- stjórn, sem nú situr, tók við, var staða atvinnuveganna hér á landi að mörgu leyti betri en hún hefur verið um langa hríð. Staðan var líka góð á öðmm sviðum efnahagsmála. Eins og allir þekkja, þá fór verðbólga mjög lækkandi í tíð síðustu ríkis- stjórnar og var orðin um 4-5% á árs- grundvelli, þegar hún fór frá. Það voru því betri aðstæður til þess vor- ið 1991 að tryggja áfram rekstrar- gmndvöll atvinnulífsins en verið hafa um langa hríð. En hvað gerði þessi ríkisstjórn? Hún lét það verða sitt fyrsta verk að hækka vexti með einu pennastriki eða um u.þ.b. þriðjung. Allir at- vinnurekendur, sem ég hef hitt á mínum mörgu ferðum um landið, hafa sagt að þetta hafi verið það sem réði úrslitum um að sá litli ágóði, sem þeir höfðu, varð að tapi. Þessi ríkisstjórn gerði fleira. Hún lagði niður Hagræðingarsjóðinn, en stofnun hans var að mínu mati það mikilvægasta, sem gert var í lok starfsferils síðustu ríkisstjórnar. Með stofnun hans var verið að leggja áherslu á að í kjölfar batans í ís- lensku atvinnulífi yrði hafin mark- viss hagræðing í sjávarútvegi, sem gæti fært sjávarútveginn til lang- frama út úr þeim erfiðleikum, sem hann hefur hvað eftir annað lent í. Ef þessu starfi hefði verið haldið áfram, þá hefðu þær aðgerðir, sem nú hefur verið gripið til, verið að langmestu leyti, ef ekki öllu, óþarf- ar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist telja að þær efnahagsaðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt, komi of seint og gangi of skammt. Sjávarútvegurinn verði áfram rekinn með tapi. Stein- grímur sagðist óttast að þegar kem- ur fram á vorið, verði á ný þörf á að grípa til frekari efnahagsaðgerða. Steingrímur gagnrýndi aðgerðir ríkisstjómarinnar. Hann sagði að al- menningur í landinu væri látinn bera byrðarnar, en ekki hátekju- menn eins og aðilar vinnumarkað- arins hefðu rætt um. Hann gagn- rýndi ennfremur 14% virðisauka- skatt á ferðaþjónustu, hitaveitur og bókaútgáfu. Hann sagði að ríkis- stjórnin hefði í reynd ákveðið að hafa ekkert samráð um aðgerðirnar. Ekki hefði verið farið eftir þeim til- lögum, sem aðilar vinnumarkaðar- ins lögðu til, og ekkert hefði verið talað við stór hagsmunasamtök eins og BSRB og bændur. Steingrímur gerði sérstaklega að umtalsefni aðför ríkisstjórnarinnar að íslensku menntakerfi. Hann sagði að þar væru stjórnvöld á hættulegri braut, sem þau yrðu að hverfa af, ef ekki ætti illa að fara. ís- lendingar yrðu áfram að leggja mikla áherslu á að mennta þjóðina vel. -EÓ Bankaráð Seölabankans sam- þykkti að lækka dráttarvexti, að frumkvæði Davlðs Aðal- steinssónar, fulitrúa Fram- sóknarfiokks i ráðinu: Dráttarvextir verða lækkaðir Að frumkvæðl Davíðs Aðal- stelnssonar, fyrrverandi al- þingismanns, samþykkti bankaráð Seölabankans í síð- ustu viltu tfllögu um að reiknl- grannur dráttarvaxta verði endurskoðaður. í framhaldi af þessarí samþykkt var lagt fram frumvarp í Alþingi um brcyt- ingu á vaxtalögum. Alþingi hefur samþykkt frumvarpið, en það felur í sér að viðmiðun- armörkum dráttarvaxta vcrður breytt úr 5-10% í 2-5%. Við- skiptaráðhcrra segir að hann reikni með að þetta leiði til þess að dráttarvextir lækki um 2-2,25%. Tillaga Davíðs Aðalsteinsson- ar var samþykkt í bankaráðinu í sfðustu viku. í framhaldi af þessari stefnumörkun flutti viðskiptaráöherra frumvarp um lækkun dráttarvaxta. Frumvarpið varð að fögum á einum degi, en stjómarand- staðan studdi fmmvarpið. Eldri lög gerðu ráð fyrir að dráttarvextir væru 5-10% um- fram ávöxtun nýrra almennra útlána bankanna. Eftlr að verðbólga lækkaðl niður undlr núll, cru dráttarvextir orðnir óeðiilega háir og hafa tilhneig- ingu til að hækka almenna vexti. Að undanfömu hafa dráttar- vextír verið 18,25%. Búist er við að 1. desember lækki Scðlabankinn þessa vexti nlð- urí 16-16,5%. *EÓ of áberandi." Hér þurfi uppalendur verðandi iðnaðarmanna virkilega að taka sér tak, jafnt kennarar iðn- fræðsluskólanna og meistaramir, sem hafa verklegu fræðsluna með hönd- um. Það sama eigi einnig að nokkru við um uppfræðslu byggingarmanna á efri stigum skólakerfisins, þ.e. tækni- fræði- og verkfræðinám. „Við verðum varir við misbresti skólakerfisins með þeim hætti að undirbúningi þeirra, sem koma til náms úr framhaldsskól- um landsins, fer heldur hrakandi með árunum, og gildir þá einu, hvort nem- endur koma úr iðnfræðsluskólum eða almennum bóknámsskólum. Þetta þýðir, að skólinn stendur frammi fyrir því að velja um, hvort slaka á á kröftjm eða sætta sig við vaxandi brottfall í greininni," sagði rektor Tækniskól- ans. - HEI Rektor Tækniskólans efast um að íslenskir byggingarmenn séu í stakk búnir til að keppa við útlendinga: ÓHÆFIR EINSTAKLING AR GETA NÁÐ HVAÐA PRÓFGRÁÐU SEM ER ,JHeðal íslenskra byggingarmanna er tíl nokkur fjöldi úrvals fagmanna, en einnig umtalsverður hópur einstaklinga, sem ekki geta talist fagmenn, þó svo að þeir geti sýnt einhvers konar prófskírteini. Islenska menntakerfíð, þar með talið verk- og tæknimenntun, er sérhannað fyrir meðalmennsku- og lágkúmdýricun, og allt sem skarar fram úr er frekar litíð homauga. Þetta verður tíl þess að nánast er útílokað að koma í veg fyrir, að gjörsamlega óhæfír einstaklingar geti náð sér í hvaða prófgráðu sem er, hvað svo sem einstakir skólar eða starfsmenn þeirra reyna.“ Það var rektor Tækniskóla Islands, nokkru til menntunar þeirra og að Guðbrandur Steinþórsson, sem kvað upp þennan þunga dóm í erindi sínu um menntun íslenskra byggingar- manna á Mannvirkjaþingi 1992. Tók hann fram að með byggingarmönnum ætti hann við alla hópa þeirra, iðnað- armenn jafnt sem tæknifræðinga og verkfræðinga. Þarf því vart að undra að Guðbrand- ur sagði að sér væri til efs, að íslensk- ir byggingarmenn væru í stakk búnir til að keppa við útlendinga með ár- angri. Orsakir þess rekur hann að nokkru til umhverfisins. Guðbrandur segir misheppnaða skólastefnu und- anfarinna áratuga, ásamt öðru, hafa orðið til þess að rýra veg verkmennt- unar í landinu. Vart verði hjá því kom- ist að bæta menntun byggingar- manna. Nauðsynleg hugarfarsbreyt- ing sé þar kannski hvað brýnust. Skort á faglegum metnaði telur Guð- brandur veikasta hlekkinn í uppeldi ís- lenskra iðnaðarmanna. „Uppmælinga- hugsunarhátturinn, sem setur hraða ofar vönduðum vinnubrögðum, er allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.