Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 9 Breska þinghúsið (Houses of Parliament): hið andlega og veraldlega sameinað. Biskupinn af Guildford, sem bar fram tillöguna um kvenpresta á kirkjuþinginu, sagði að tillagan væri í „samræmi við Ritninguna og studd hefðum (kristni og kirkju)“. Biskupinn af Newcastle bar svo eindregið á móti því að hann „komst eins nálægt því og einn biskup getur að kalla (Guild- fordbiskup) Iygara," skrifar Geof- frey Kirk í Sunday Times. „Þetta eru svik við Biblíuna og hefðir kirkjunnar," sögðu aðrir kven- prestaandstæðingar. Máli sínu til stuðnings vitna þeir ekki síst í Pál postula, sem mælir með því í Fyrra Korintubréfi að konur séu sem fáorðastar á „safn- aðarsamkomunum". í sama bréfi, 11. kafla, 3. versi, skrifar Páll: „En eg vil, að þér skulið vita, að Krist- ur er höfuð sérhvers manns, en maðurinn höfuð konunnar, en Guð höfuð Krists." í 5. kafla Efes- usbréfsins, 21.-23. versi, kemur svipað fram hjá postulanum: „Ver- ið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. Því að maðurinn er höfuð kon- unnar, að sínu leyti eins og Krist- ur er höfuð safnaðarins ..." Á enska kirkjuþinginu spunnust út frá þessu langar guðfræðilegar umræður um grfska orðið kefale í ofangreindum textum hjá Páli. Al- gengast er að þýða það „höfuð“ eða „forustu", en kvenprestasinn- ar héldu því sumir fram að ekki ætti að skilja það svo bókstaflega. Illgjarn blaðamaður skrifaði að í lok þingsins hefði svo virst sem enginn vissi Iengur hvað orð þetta þýddi, og áheyrendum hefði þótt öll sú umræða álíka uppbyggileg og rökræður miðaldaguðfræðinga um það hversu margir englar gætu setið saman á aðeins einum títuprjónshaus. Anglíkanskir kaþólikkar Anglíkanskir kvenprestaandstæð- ingar benda einnig á, málstað sín- um til styrktar, að Jesús hafi verið karlmaður, Guð hafi þannig kosið að birtast á jörðinni sem karlmað- ur og fulltrúar hans þar eigi því að vera karlkyns. „Við teljum að þetta gæði kirkj- una nýjum hug og dug, að hún eflist að dirfsku og öðlist aukna tiltrú," sögðu talsmenn hreyfing- ar, sem barist hefur fyrir rétti kvenna til prestsvígslu, eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar um það á kirkjuþingi höfðu verið kunngerð. „Kirkja Englands er komin á kaf í módernisma, frjáls- Iyndi og femínisma, enda verður hún senn ekki annað en rotnandi hræ,“ sagði prestur að nafni Francis Brown. Hann er einn forustumanna ang- líkanskra kaþólikka, sem svo eru nefndir. Þeir eru sá armur ensku kirkjunnar, sem næst stendur kaþólikkum. Sú hreyfing hefur verið við lýði allt frá siðaskiptum og hefur látið talsvert að sér kveða frá því á 19. öld. Anglíkanskir kaþ- ólikkar hafa frá því að umræðan um kvenpresta hófst í kirkju þeirra beitt sér eindregnast allra þar gegn því að konur verði prest- ar. I um aldarfjórðung hafa verið þreifingar milli kaþólsku kirkj- unnar og þeirra anglíkönsku um hugsanlega endursameiningu, en Jóhannes Páll páfi annar tók skýrt fram við Carey erkibiskup fyrir skömmu að búið yrði með allt slíkt ef enska kirkjan samþykkti kvenpresta. Traustir skulu horn- steinar... Nú er margra grunur að Páfa- garður muni nota tækifærið til að stuðla að klofningi í ensku kirkj- unni, í þeim tilgangi að ná tals- verðum hluta hennar til sín. Áð- urnefndur Geoffrey Kirk segir vel kunnugt að samtök anglíkanskra kaþólikka hafi þegar haft samband við kaþólska háklerka með það fyrir augum. Graham Leonard, fyrrum Lundúnabiskup, áður kunnur að áhuga fyrir sameiningu anglíkana og kaþólikka, er nú far- inn að leggja til að sá hluti ensku kirkjunnar, sem andvígur er kven- prestum, athugi möguleika á að ganga í kaþólsku kirkjuna sem „úníatakirkja". Svo eru nefndar kirkjur í Austur-Evrópu og Aust- urlöndum nær, sprottnar úr rétt- trúnaðarkirkjum og öðrum, sem sameinast hafa kaþólsku kirkjunni gegn því að halda ýmsu af eigin sérkennum, einna helst helgisið- um. Meginatriði af hálfu páfastóls við slíkar sameiningar er að hlut- aðeigandi kirkjur viðurkenni páfa- valdið, sem er þungamiðja í kaþ- ólsku kirkjunni. Til eru þeir sem segja sem svo að þessu hafi alltaf mátt búast við í ensku kirkjunni. í írskri vísu segir á þá leið að hornsteinar hennar séu kynkirtlar Hinriks konungs áttunda. Það, sem réði úrslitum um að Englendingar snerust frá kaþólsku á 16. öld, var að páfinn vildi ekki leyfa Hinriki að skilja við drottningu sína, Katrínu af Aragóníu, til að kvænast Önnu Boleyn (er varð móðir Elísabetar fyrstu). Páfi vildi gjarnan láta þetta eftir Hinriki, en þorði það ekki fyrir Karli fimmta, Spánar- konungi og Þýskalandskeisara, því að hann var systursonur Katrfnar og miklu voldugri en Hinrik. Fyr- ir Hinrik var þetta svo mikið mál að hann gerðist mótmælandi til að fá sínu framgengt, þótt þangað til hefði hann verið lítt hrifinn af mótmælendum. Andlegt og verald- legt undir einni kórónu Hann gerði sjálfan sig að æðsta manni ensku kirkjunnar í stað páfans, og það hafa eftirmenn hans verið síðan. Með vaxandi þingræði hefur forsætisráðherra Bretlands yfirtekið þetta hlutverk konungs að miklu leyti, eins og annað; þannig er það í raun hann sem útnefnir biskupa ensku kirkj- unnar. í samræmi við lýðræðið hefur og breska þingið öðlast hlutdeild í völdum innan kirkj- unnar. Vilji kirkjan breytingar á helgihaldi o.fl. öðlast þær gildi fyrst eftir að þingið hefur sam- þykkt þær. Samþykkt þings Eng- landskirkju um kvenprestana verður því ekki gild nema neðri málstofa breska þingsins staðfesti hana, en litlar líkur eru taldar á öðru. Kvenprestasinnar segja sem svo, að fyrst Englendingar hafi í alda- raðir unað því að konur væru æðstu leiðtogar kirkju þeirra, væru þær drottningar eða forsæt- isráðherrar, eigi þeim ekki að þurfa að verða mikið um að fá konur í embætti óbreyttra sóknar- presta. Með því að slíta sig frá páfanum og sameina hina andlegu hlið samfélaga sinna og þá veraldiegu undir einni stjórn má raunar halda því fram að Englendingar og fleiri Norður-Evrópumenn hafi stigið skref aftur á bak til þess sem var í heiðni. Að forminu til a.m.k. er slíkur samruni harla óviðeig- andi í augum kaþólsku kirkjunn- ar, enda gagnstæður hefðum hennar. Frjálslyndir kaþól- ikkar fagna Samt sem áður er ekki víst að tíð- indin frá Englandi séu kúríu Páfa- garðs óblandið fagnaðarefni. Einnig í kaþólsku kirkjunni deila menn um margt. Frjálslyndir kaþ- ólikkar, sem sterkir eru í Vestur- Evrópu, gera sér vonir um að enska kvenprestasamþykktin verði þeim til framdráttar. Basil Hume kardínáli, höfuð kaþólsku kirkj- unnar í Englandi, sem talinn hef- ur verið frekar hlynntur þeim frjálslyndu í sinni kirkju, tók sam- þykktinni svo vel að sumir kalla það ögrun við Páfagarð. Einnig í kaþólsku kirkjunni, sagði Hume, verða menn að „leita að leiðum til prestskapar fyrir konur“ og hafa um það samráð við aðrar kirkjur. Hume kardínáli, sleipur sagður í kirkjupólitík og einn þeirra sem taldir eru hafa mesta möguleika á kjöri á páfastól er Jóhannes Pál annan þrýtur, kann að gera sér vonir um að sigur enskra kven- prestasinna verði frjálslyndum í kaþólsku kirkjunni til slíkrar upp- örvunar að þeir kunni að ráða úr- slitum er valinn verður eftirmað- ur pólska páfans. Mykjudreifarar BÆNDUR! Eigum fyrirliggjandi hina vinsælu KASTDREIFARA Stærð ca. 2,5 rúmm. Afgreiðum dreifara án hjóla ef kaupendur eiga hjól sem þeirvilja nýta. Vinsamlega leitið upplýsinga. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJUR 800 SELFOSS - SÍMI 98-22000 Láttu ekki Tímann fljúga frá þér Ég undirritaður/uð óska hér með að gerast áskrifandi að Tímanum Nafn áskrífenda: | pTíminn wJ Heimilisfang: Póstnúmer: ghálsi 9.110 Reykjavík 68769. Pósthólf 10240 Lyr Sími: Póstfax

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.