Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Keflavík — Suðurnesjamenn Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin i Keflavik. Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 29. nóvember, 13. desember og 10. Janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverðlaun: Dagsferö fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu Jólafundur Miövikudaginn 2. desember kl. 20.30 heldur Félag framsóknarkvenna I Reykjavlk jólafund I flokksskrifstofunni við Lækjartorg. Fjölbreytt dagskrá. — Hátiðarkaffi. Munið jólapakkana. Takið með gesti. St/ómin Konur á flokksþingi Ásta R. Jóhannesdóttir og Áslaug Brynj- ólfsdóttir munu segja frá Alþjóölegri kvennaráðstefnu, sem haldin var i Dublin á s.l. sumri. Fundurinn verður 27. nóv- ember á 2. hæð á Hótel Sögu i A-sal kl. 18.30. Léttur kvöldverður stendur til boða. RÆSTING Á HLUTA AF HÚSNÆÐI RÍKISSPÍTALA Innkaupastofnun rikisins fyrir hönd Rikisspitala óskar eftir tilboöum f ræstingu á hluta af húsnæöi Rikisspftala. Um er aö ræöa þrjú hús, samtals 2700 m2. Mögulegt er aö bjóöa i ræst- ingu fyrir hvert hús. Geröur veröur samningur til þriggja ára um ræsting- una. Farin veröur skoöunarferö um þetta húsnæöi á vegum tæknideildar Rík- isspitala þriöjudaginn 8. des. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu fyrir hvert eintak. Tilboö veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 22. des. kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK óskast i eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriöjudaginn 1. des. 1992 kl. 13-16 1 porti bak viö skrifstofu vora aö Borgartúni 7, Reykjavík, og víöar. 1 stk. Nissan Sunny 4x4 bensín 1989 3 stk. Subaru 1800 station 4x4 bensín 1988 2 stk. Toyota Tercel station 4x4 bensín 1985-86 5 stk. Nissan Patrol 4x4 diesel 1985-87 1 stk. Nissan Double cab 4x4 diesel 1985 2 stk. Mitsubishi L-200 pick up 4x4 diesel 1990 1 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 4x4 bensín 1988 1 stk. Mazda 323 station bensin 1987 1 stk. Mazda E-1600 Double cab diesel 1987 1 stk. Mazda 1600 pick up bensín 1982 1 stk. Man 9.150 F vöruflutningabifreiö diesel 1989 1 stk. Arctic cat Prowler snjósleöi bensín 1990 Til sýnis hjá Landsvirkjun, Krókhálsi 7: 1 stk. Effer bilkrani N/3 S bllkrani 19.000 t.m. 1983 Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins, birgöastöö, Grafarvogi: 1 stk. festivagn meö vatnstanki 19000 Itr (áltankur) Til sýnis hjá Vegagerö rikisins, Höfn, Hornafiröi: 1 stk. festivagn meö vatnstanki 19000 Itr Til sýnis hjá Rafmagnsveitu ríkisins, Egilsstööum: 1 stk. Nissan Patrol 4x4 diesel 1985 Tl sýnis hjá Bútæknideild, Hvanneyri I Borgarfiröi: 1 stk. GMC pick up (ógangfær) 4x4 bensín 1977 Tilboöin veröa opnuö aö skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 aö viöstödd- um bjóöendum. Réttur er áskilinn til aö hafna tilboöum sem ekki teljast viöunandi. INNKAUPÁSTOFNUN RIKISINS „ o BORGARTÚNI 7.105'REYKJAVÍK 2 Rætt um endurvinnslu og mengunarmál við Guðjón Jónsson, efna- verkfræðing hjá Efna- og umhverfistækni- deild Iðntæknistofnunar. Margt í þessu viðtali mun sjálfsagt koma ýmsum nokkuð á óvart „Endurvinnsla" er orð, sem fengiö hefur mjög jákvæðan hljóm hin síð- ustu ár, og okkur finnst felast í því eins konar andóf gegn sóunar- hyggju fyrri áratuga og vilji til að skila jörðinni því aftur sem frá henni var tekið, eða þá að minnka rányrkjuna að minnsta kosti. Þegar um endurvinnslu er rætt, dettur flestum pappír fyrst í hug, enda hefur talsverður áróður verið rekinn fyrir notkun hans, m.a. meðal skólabarna. Þá hafa mörg fyrirtæki viljað sýna fram á um- hyggju fyrir umhverfinu með því að nota endur- unninn pappír í umbúðir — og auglýsa það. Jafn- framt hefur nokkur skuggi fallið á plast til umbúðanotkunar og margir framleiðendur brugðist við með því að leggja áherslu á skað- leysi þess. Það hafa margir tekið undir og minnt á að margir skað- legir mengunarvaldar tengjast allri pappírs- framleiöslu og vinnslu. En hverju á að trúa? Til þess að spjalla um þetta við okkur, fengum við Guðjón Jónsson efna- verkfræðing, sem stýrir Efna- og umhverfistækni- deild hjá Iðntæknistofun íslands, og komumst að ýmsum óvæntum stað- reyndum. Fyrst spurðum við Guðjón hvernig fram- leiðslu á hinum marg- rómaða endurunna papp- ír væri háttað. „Við hefðbundna pappírsfram- leiðslu er um ýmis ferli að ræða, en í flestum tilfellum er mikið notað af hvers kyns efnasulli sem veldur heilmikilli mengun, auk þess sem hún krefst mikillar vatnsnotkunar og orkunotkunar. Þessa eyðslu hafa menn viljað minnka með því að endurvinna pappírinn. Pappírinn er samsettur úr trefj- um úr tré, sem hægt er að leysa upp aftur og nota í nýjan pappír. Þetta er áætlað að hægt sé að endurtaka um það bil fjórum sinnum. Ein af vinnsluaðferðum trjátrefja til pappírsframleiðslu er að tæta timbrið niður með vél- um, í stað þess að leysa þær upp með efnum eins og algengast er. Trefjamar verða þá styttri og ekki hægt að endurvinna þær jafn oft. Sá pappír, sem ekki hentar til endurvinnslu í skrifpappír, er oft notaður til framleiðslu á grisju- pappír eins og pappírsklútum („tissues") og slíku. Endurunnum pappír er skipað í flokk með efnaframleiddum pappír og hann getur haft mjög mismunandi eiginleika. Áður voru trefjamar í honum styttri en nú og auk þess mikið af prentsvertu og óuppleystum efn- um, svo hann varð aldrei hvítur að nýju. Menn reyndu heldur ekki að bleikja hann í þeim til- gangi, því til þess hefði þurft mikið magn bleikefna, sem em efni sem menn vilja losna við úr umhverfinu. Þau brjóta niður líf- ræn efni og eru mjög mengandi. Loks urðu hinar stuttu trefjar þess valdandi að mikið ryk kom úr endurunnum pappír og vandamál tengdust notkun hans: Ljósritunarvélar og tölvuprent- arar fylltust af ryki og það olli oft ertingu hjá fólki sem vann með endurunninn pappír. Þróaðri aðferðir Ferli við endurvinnslu pappírs er nú orðið mun þróaðra en ég hef rætt um hér, og nú er hægt að fá veruleg gæði í endurunnum pappír. Samt hefur hann ekki orðið vinsæll nema til alveg ákveðinna nota. Hann getur hentað vel í minnisblöð fyrir blaðamenn og annað sem ekki er ætlað að geymast. En umbætur hafa átt sér stað og þær hafa einkum verið í því fólgnar að menn hafa farið að nota náttúru- vænni aðferðir við að framleiða frumpappírinn en áður. Þá er rétt að geta um að endurbætur í framleiðsluferlinu hafa orðið til þess að nú má fá úrvalspappír, sem flokkaður er sem umhverfis- vænn, þótt hann sé kannski bleiktur að hluta eða að fullu og að við það myndist umhverfis- mengandi efni. En það er ekki í jafn miklu magni, og pappírinn hefur ekki þann gráa eða litaða ö blæ sem er á algengasta endu- runnum pappír. Fræðilega séð má endurvinna um 60% af öllum pappír, en meira næst ekki inn samkvæmt tölfræðinni. Hluti framleiðsl- unnar fer nú til framleiðslu pappírspoka. Orkar tvímælis Þessir innkaupapokar úr endu- runnum pappír hafa verið taldir hið mesta ágæti af mörgum. En sannleikurinn er sá að menn lenda þó í talsverðum vanda þeg- ar að því kemur að velja á milli slíkra poka og plastpoka. Plast- pokinn veldur sem kunnugt er verulegri sjónmengun, sem Laugardagur 28. nóvember 1992 Tíminn 7 og fullyrða að ein eða önnur pla- stefni verði að vatni og koltvísýr- ingi við brennslu, skyldi taka þvf með þessum fyrirvara. Til þess að það reynist rétt, verður bruninn að fara fram við hitastig sem hvergi fæst við sorpeyðingu á ís- landi í dag, svo dæmi sé nefnt um vandann. Það þurfa að vera fyrir hendi brennsluofnar með mjög nákvæmri hitastýringu. Vera má að sorpbrennslan, sem ætlunin er að byggja í Vestmannaeyjum, uppfylli þau skilyrði, en um það er mér enn ekki kunnugt. En ef rétt brennslustig er notað, breytist myndin talsmönnum plastnotkunar f vil hvað tiltekin plastefni snertir. Um efrii eins og „polyethylene", sem er algengt efrii í burðarpokum, verður ekki sagt að það sé á neinn hátt skað- vænlegt. Þegar heildarlífferill þess er athugaður og borinn sam- an við pappírspokann, mundi ég ekki geta fallist á að pappírspok- inn væri betri. Þegar „polyethy- leni“ er brennt við rétt hitastig, er það meira að segja fyrirtaks orku- gjafi og tekur brennsluolíu fram. Öðru máli gegnir um „polyvinyl- klóríð“, sem er gjarna notað í hluti eins og plasthengi f steypi- böðum. Þar er grunneiningin klórefni, sem er grunaður krabba- meinsvaldur og því hafa menn viljað banna þetta plast. Ástæðan er líka sú að við bruna er það klór- gjafi, en þegar fjölhringa lífrænt efni er brennt með klórgjafa við ákveðið hitastig myndast meðal annars hin svonefndu „dioxín“. Grundvallar- munurínn Grundvallarmunurinn á pappír og plasti kemur þó best fram þeg- ar horft er á hráefnauppsprett- urnar. Þá reynist önnur endurnýj- anleg, en hin, olían, endurnýjast á hálfri milljón ára eða svo. Hún kemur úr auðlindum sem verið er að nota upp, en trjáviður endur- nýjast svo lengi sem loftslag versnar ekki til þeirra muna að plönturnar hætti að vaxa. Margir benda á að þessi samkeppni muni binda enda á plastnotkun að lok- um. Þótt ég sé síður en svo með- mæltur sóun olíuauðlinda, er það eigi að síður svo að á meðan olían er notuð verður framleiðsla á til dæmis „polyethylene“-poka hag- kvæmari en pappírspoka. Mengun andrúmsloftsins af völdum plast- pokaframleiðslu er líka minni en af völdum pappírspokafram- leiðslu og sé „polyethylene“-plast- poki grafinn, eru engin gögn finnanleg um að það valdi skaða. Hann mengar ekki jarðveginn á neinn hátt svo vitað sé, en ekki er loku fyrir það skotið að mengandi efini úr pappírnum geri það. Þó á endurvinnslan rétt á sér Hvaða kosti hefur endurunninn pappír, sem vega upp á móti þessu? Þeir, sem endurvinna pappír, benda á að þeir noti veru- lega minni orku og vatn en þarf til frumvinnslu pappírs. Frá um- hverfisverndarsjónarmiði verður því ekki annað sagt en að endu- runni pappírinn eigi fullkomlega rétt á sér. Staðan er því sú að menn taka af- stöðu með öðru hvoru, pappír eða plasti, og halda sig við þá afstöðu. En sé farið að rannsaka hinn kost- inn, kemur í ljós að hann hefur margt sér til ágætis og það er vel skiljanlegt að þessi málefni valdi talsverðum ruglingi meðal þeirra, sem utan við hóp sérfræðinganna standa. Satt að segja er það einmitt fjöl- breytnin sem gerir umhverfis- málin svo skemmtileg og forvitni- leg að kanna þau.“ AM BREFP0KINN? verður til þess að menn krefjast að slíkar umbúðir hverfi að fullu úr umhverfinu. En þá má benda á að orkan, sem menn nota til þess að framleiða pappírspoka, er verulega miklu meiri en við plast- pokaframleiðslu og efnanotkun yfirleitt einnig. Sé því litið á heildarlífferil vörunnar og alla mengandi þætti og hráefnanotk- un fram á notkunarstigið, getur plastpokinn orðið hagstæðari í samanburðinum. Slíkan saman- burð hafa menn leikið sér að því að gera og til dæmis yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki viljað dæma plastpokann úr leik og taka upp pappírspokanotkun. Aftur á móti hafa sum fylki í Bandaríkjunum valið pappírspokana. Plast síður umhverfís- mengandi en pappír? En hvorir hafa meira til síns máls? Því heyrist stundum haldið fram, plastumbúðum til gildis, að auðvelt og háskalaust sé að eyða þeim. Það er ekki beinlínis satt. Öll plastefni eru þeirrar náttúru að ef þau eru ekki brennd við rétt hitastig, fá menn úr þeim all and- styggilega blöndu lofttegunda, sem fáir mundu vilja anda að sér. Því er það að þegar menn koma Guöjón Jónsson efnaverkfræöingur: „Þaö er einmitt fjölbreytnin sem gerir umhverfismálin svo skemmtileg og forvitnileg að kanna þau “ TlmamyndÁrni Bjarna PLASTP0KINN UMHVERFISWENNI EN ENDURUNNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.