Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.11.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 „Ef MAÐUR vill fræða ein- hvem á því hve langt sé austur á Eyrarbakka, þá er fyrst að leita öruggrar fræðslu um það hjá þeim sem hafa mælt veginn; maður hefur ekki leyfi til að hafa um það neinar skoðanir.“ Þetta voru orð Halldórs Laxnes í formála annarrar útgáfu Alþýðubók- arinnar árið 1945. Auðvitað er það rétt að vegurinn austur á Eyrarbakka er tiltekinn fjöldi kílómetra, og einnig metra og sentimetra ef því er að skipta, alger- lega óháð skoðunum okkar og vilja. Hitt er svo annað mál að við hljót- um að hafa leyfi til að hafa á því skoðun hvort okkur finnist vera langt eða stutt til Eyrarbakka — og hlýtur sú skoðun að vera háð því við hvað hver og einn miðar. Sú spurning er sígild þegar ákvarð- anir eru teknar eða afstaða tekin til mála, hvar draga eigi mörkin á milli vilja og þekkingar. — Þjóðin hefur ekki vit á samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði, segir ríkisstjórnin. Látum þá sem hafa afiað sér þekkingarinnar — eru sérfróðir um málefnið — taka um það ákvörðun. Og svo annað dæmi sé tekið um of- urtrú á tæknihyggju, að þessu sinni úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins, þá var þar sagt fyrir tæpum hálfum mánuði að helsti kosturinn við það að fráfarandi forseti Alþýðu- sambandsins hefði áhrif á mótun efnahagstillagna ríkisstjórnarinnar væri sá, að hann væri á förum og því ekki háður vilja umbjóðenda sinna. Með öðrum orðum, þarna var nán- ast sagt að æskileg eða rétt niður- staða og lýðræðislegur vilji gætu ekki átt samleið. Þekking og lýð- ræði stönguðust á — væru beinlínis andstæður. Ef litið er til mannkynssögunnar, þá hafa menn alltaf annað veifið trú- að því að þeir væru að höndla sann- leikann — og í seinni tíð hefur það heldur ágerst að menn telji sig hafa náð á honum tökum af vísindalegri nákvæmni. Slíkir menn gefa að sjálfsögðu lítið fyrir skoðanir — það hlýtur meira að segja að vera sann- leikanum til framdráttar að útrýma hinu huglæga úr tilverunni. Á þessu byggir markaðshyggjan. Á markaði eru einstaklingar annað hvort framleiðendur eða neytendur. Framleiðendur eiga að afla aðfanga þar sem þau eru ódýrust og neyt- endur eiga að kaupa þá vöru, sem er tiltölulega best að gæðum og lægst í verði. Þetta á að sjálfsögðu að eiga við um alla vöru, einnig peninga, enda eigi verðlag á þeim að ráðast af lögmálum framboðs og eftirspurn- ar. Það var til marks um hve sterkt þetta viðhorf er — þessi afstaða að markaðurinn eigi að stýra gjörðum okkar — að þegar ríkisstjórnin lét undan þrýstingi um að viðgerð færi fram á Búrfellinu hér á landi en ekki í Póllandi eins og samið hafði verið um — þá var sú ákvörðun réttlætt með því að Pólverjar hefðu gerst brotlegir gagnvart lögmálinu og þess vegna værum við laus allra mála. Pólverjar höfðu drýgt þann glæp að styrkja — niðurgreiða — skipasmíðar. Slíkt heyrir nánast til mannréttindabrota nú til dags, enda stendur til að draga menn fyrir dómstóla á efnahagssvæði Evrópu- ríkja fyrir slíkar sakir þegar fram líða stundir. Ekki er farið að loka menn inni á hælum fyrir að andæfa þessum lög- málum, eins og handhafar vísinda- legs sannleika gerðu í austurvegi á sínum tíma — en það er ekki alveg frítt við að ýjað sé að því að ein- hverjar skrúfur hljóti að vera lausar í skilningsverki þeirra manna sem vilja skoða samfélagið frá öðrum sjónarhornum en markaðshyggj- unnar einnar. í besta falli geti það einfaldlega ekki verið að þeir, sem ekki eru því skilyrðislaust fylgjandi að ryðja úr vegi öllum hindrunum á viðskiptum með vörur, þjónustu, peninga og land, hafi kynnt sér mál- þess dvínar. Enda hefur þróunin orðið þessi í raun eftir því sem að- ildarríkjum Evrópubandalagsins hefur fjölgað. Enda þótt annað gildi um Evrópska efnahagssvæðið en Evrópubanda- lagið, er engu að síður nauðsynlegt fyrir okkur að skoða þetta Evrópu- ferli allt með tilliti til framtíðar, því ekki er ólíklegt að göngum við á annað borð inn í fordyri Evrópu- bandalagsins, sem hið Evrópska efnahagssvæði óneitanlega er, mun- um við einnig fara alla leið inn í stofu fyrr eða síðar. Sú spurning hlýtur eðlilega að vakna hvort menn muni líta Evr- ópusamrunann sömu augum hér uppi á íslandi og á meginlandi Evr- ópu; hvort einstaklingur í Þýska- landi sjái hag sínum borgið á sama hátt og einstaklingur á íslandi; hvort við komum til með að telja kröfu framtíðarinnar um jafnan kosningarétt eins æskilega og evr- ópskum almenningi. Það segir sig sjálft að rödd fámennrar þjóðar á borð við íslendinga hljómar sterkar í samfélagi ríkja en í samfélagi ein- staklinga. Og ef framtíðardraumar Evrópusinna ganga eftir, verður Evrópa samfélag einstaklinga á markaði. Það fyrirkomulag á sér að sjálf- sögðu marga kosti, en einnig ókosti, og hvort tveggja þurfum við að gaumgæfa rækilega. Menn hafa réttilega bent á að okkur opnist Tökum ábyrgð hvert á öðru ið nægilega vel. Það getur þannig verið stutt á milli þess að telja sig byggja á þekkingu, meira að segja vísindalegri þekk- ingu, og framfylgja skoðun af of- stæki. í mjög athyglisverðri úttekt, sem breski blaðamaðurinn Anthony Sampson gerði síðastliðið vor á stjórnunarháttum Margrétar Thatc- her í Bretlandi, sagði hann að grundvallarfráhvarf hennar frá breskri hefð í stjórnun hefði verið fólgið í því að hafna rannsóknum sem byggðar væru á reynslu. Allt frá því á 19. öld hafa Bretar verið gefnir fyrir að setja á fót rannsóknarnefnd- ir — svokallaðar Royal Commissi- ons of Enquiry — til að gaumgæfa einstök mál, vega þau og meta frá sem flestum hliðum. Stjórnsýslan — ráðuneytin — hafði á skrá hjá sér nokkur þúsund einstaklinga, sem þóttu sérstaklega til þess fallnir sök- um þekkingar og víðsýni að taka þátt í slíku rannsóknarstarfi sem stjórnmálamenn höfðu síðan hlið- sjón af þegar þeir tóku sínar ákvarð- anir. Þessu fyrirkomulagi vék Thatcher til hliðar. Hún setti á fót eins konar framkvæmdasveitir þar sem safnað var saman mönnum sem voru réttr- ar trúar — höfðu sameiginleg markmið sem þeir vissu að hlytu að vera rétt. Þeirra hlutverk var fyrst og síðast að finna leiðir til að ná þessum markmiðum sínum. Þetta fyrirkomulag hefur nú verið innleitt á íslandi. í þessum anda starfar til dæmis einkavæðingar- nefnd ríkisstjórnarinnar. Hlutverk þessarar nefndar er ekki að skoða kosti og galla á einkavæðingu. Hún veit að einkavæðing er æskileg og nauðsynleg og góð. Og svo viss er ríkisstjórnin í sinni sök að hún set- ur inn í fjárlög tekjur af sölu ríkis- fyrirtækja án þess að vita hvaða fyr- irtæki eða stofnanir um er að ræða, án þess að telja sig þurfa að skoða kosti og galla hvers tilviks fyrir sig. En í framhaldi af þessu er rétt að spyrja: Getur verið að hin fyrirfram- gefnu svör séu í of ríkum mæli farin að setja svip á umræðu hér á landi, og þá á ég ekki síst við umræðuna um hið Evrópska efnahagssvæði. Þannig hefur iðulega verið minnt á að á sínum tfma hafi margir verið á móti EFTA. Hvílík forpokun. EFTA færði okkur lægra vöruverð. Af- greitt mál. Og nú eru margir á móti Evrópsku efnahagssvæði, sem færir okkur enn lægra vöruverð. Og á morgun verða eflaust einhverjir á móti inngöngu okkar í Evrópu- bandalagið. En er ekki þörf á því að staldra hér ögn við. Hafa menn raunverulega reynt að skilja og skilgreina þróun undangenginna ára og áratuga og draga af henni lærdóma, til dæmis með tilliti til áhrifanna af EFTA, ekki einvörðungu og afmarkað frá sjónarhóli einstakra þátttakenda á markaði, framleiðenda og neytenda, heldur allrar íslensku þjóðarinnar. Eða hafa menn gleymt því að fram- leiðandinn er jafnframt neytandi og neytandinn er jafnframt framleið- andi, íslenskur framleiðandi eins og við erum minnt á í auglýsingum þessa dagana. Hjá hinum íslenska framleiðanda starfa íslenskir neyt- endur, íslenskir Iaunamenn. Fyrir fáeinum árum framleiddum við fatnað, húsgögn og innréttingar í ríkari mæli en nú er gert. í þessari framleiðslu hefur orðið samdráttur, en þeim mun meira höfum við flutt inn af IKEA-innréttingum og öðr- um ódýrum varningi. Þessi þróun eða tilhneiging hefur orðið sífellt ágengari og menn hafa reynt að mæta henni með ódýrari fram- leiðsluháttum, aukinni framleiðni. Þetta er kostur samkeppninnar. En þessi kostur samkeppninnar á sér jafnframt andhverfu, sem menn hafa fengið að kynnast í Evrópu og við höfum nú fengið forsmekkinn af. Þjóðfélögunum hefur ekki tekist sem skyldi að nýta aukna framleiðni öllu samfélaginu til hagsbóta. Til marks um það er stóraukið atvinnu- leysi. Á undanförnum árum hefur millj- ónum manna verið hagrætt inn í at- vinnuleysisbiðraðir Evrópu. Nú er svo komið að ríkisstjórnum og þjóð- þingum er farið að óa við þessari þróun, enda gera sér flestir grein fyrir félagslegum og efnahagslegum afleiðingum atvinnuleysis fyrir samfélögin. Svo dæmi sé tekið, er atvinnuleysi í Danmörku nú á milli 10% og 15%, en Danir verja um 4,5% af landsframleiðslu í atvinnu- leysisbætur og annað þeim tengt, eða hlutfallslega samsvarandi upp- hæð og íslendingar verja til menntamála. En hvernig skal brugðist við þessu? Gro Harlem Brundtland hvatti nýlega til þess að boðað yrði til ráðstefnu allra ríkja innan vænt- anlegs efnahagssvæðis Evrópu til að taka á þessum málum af þunga. Aðr- ir telja að hér dugi engar ráðstefn- ur; nauðsynlegt sé að koma lýðræð- islegum böndum á markaðinn og það varanlegum. Þessir aðiljar sjá Maastricht-samkomulagið og aukið vægi Evrópuþingsins almennt sem skref í rétta átt. Nauðsynlegt sé að koma á samræmdri og stórhertri fé- lagslegri löggjöf, sem stilli fyrir- tækjum upp við vegg í stað þess að fyrirtæki séu í aðstöðu til að stilla þjóðríkjum upp við vegg og hóta því að flytja starfsemi úr viðkomandi landi, verði ekki slakað á félagslegri löggjöf. Mín spá er sú að þrátt fyrir að Dan- ir hafi fellt Maastricht- samkomu- lagið og þrátt fyrir andstöðu í Frakklandi og Bretlandi verði þró- unin sú að vægi Evrópulöggjafar og þar af leiðandi Evrópuþingsins muni aukast. Þegar fram líða stund- ir mun Evrópubúum þykja þetta eðlileg og lýðræðisleg krafa á stór- um sameiginlegum markaði. Jafn- framt mun það gerast í vaxandi mæli að þjóðríkið víkur og vægi greiðari leið að mörkuðum og risa- vaxnir nýir fjárfestingarkostir komi til sögunnar með hinu Evrópska efnahagssvæði. Og fyrir hina óláns- samari opnast einnig nýir mögu- leikar. Nú geta þeir orðið atvinnu- lausir í hvorki meira né minna en 19 þjóðríkjum. Og þetta segi ég ekki út í loftið. Það er ekki að ástæðulausu að frjáls- hyggjumaður skrifar í blað fyrir nokkrum dögum og mótmælir áróðri fyrir því að við kaupum ís- lenskt. Við eigum bara að kaupa ódýrt, segir hann. Við eigum að hugsa sem neytendur, sem einstak- lingar. Og þannig eigum við að taka á þjóðfélagsmálum sem einstakling- ar á markaði. Það er í þessu sem hinn nýi hugs- unarháttur felst, í stað þess að hugsa á grundvelli samfélags sem tekur á vandamálum sem upp koma í okkar nánasta umhverfi, svo sem atvinnubresti, verðum við einstak- lingar á markaði; og það sem meira er, einstaklingar sem hafa skuld- bundið sig til að lúta lögmálum hans. Á slíkum markaði má ekki beita mismunun. Þegar með tilkomu hins Evrópska efnahagssvæðis þarf grunnskólinn á Reyðarfirði að aug- lýsa innkaup á innréttingum og húsgögnum um gervalla Evrópu, allt suður á Ítalíu, fari innkaupin yf- ir fjórtán og hálfa miiljón króna; þá dugir ekki að snúa sér beint til hins austfirska framleiðanda; þá dugir ekkert tal um að kaupa íslenskt; slíkt væri brot á öllum lögmálum. Nú má vel vera að við teljum það þjóna okkar hagsmunum best að láta gera við Búrfellið hjá þeirri skipasmíðastöð sem býður ódýrustu þjónustuna. En það er þó enn sem komið okkar val. Við verðum að gera okkur ljóst að með aðild að hinu Evrópska efnahagssvæði erum við að afsala okkur vali, undirgang- ast reglur markaðarins og það er hér, í þessu fyrst 0g fremst sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.