Tíminn - 28.11.1992, Qupperneq 12

Tíminn - 28.11.1992, Qupperneq 12
12Tíminn Laugardagur 28. nóvember 1992 Fyrir skömmu komu út hjá bókaforlaginu Örn og Örlygur endurminningar Helga Hallvarössonar skip- herra, skráðar af Atla Magn- ússyni. Helgi Hallvarðsson er nú elstur starfandi skip- herra Landhelgisgæslunnar og yfirmaður gæslufram- kvæmda. Hann hóf sjó- mennsku sína á varðskipun- um árið 1946 hjá Eiríki Krist- óferssyni og sté í land eftir 44 ára feril fyrir tveimur ár- um er hann lét af starfi sem flaggkapteinn á Tý. Helgi var skipherra í tveimur hinum síðustu af þorskastríðunum þrem og gat sér frábært orð fyrir áræði og snerpu i við- skiptum við Breta á Þór, Óðni og hinum svonefnda „Hval-Tý“. En fleiri ævintýri gerðust en á hafinu, því margt dreif á daga skipherr- ans um borð í flugvélum Gæslunnar. Hér er litið í bók hans, „í kröppum sjó“, og borið þar niður sem hann segir frá ýmsu sem við bar um borð í þyrlunni GNA og fleiri farkostum flugdeildar Gæslunnar. „Svitaperlurnar sátu á enninu á okkur Margt bar við eftirminnilegt í þessum fyrstu ferðum TF-GNA. Eitt sinn vorum við beðnir að fara á Blönduós og svipast um eftir mönnum, sem óttast var að farist hefðu af árabáti á nálægu vatni. Við fórum og sáum brátt hvar bát- urinn Iá á botninum og lík annars af mönnunum hjá. Hinn komum við ekki auga á og því miður reynd- ist hann hafa farist einnig. Við gát- um ekki betur gert en vísa á þetta og hugðumst halda á Blönduós. En í sama bili skall á þoka, sem brátt varð eins og hún getur orðið svört- ust. Sáum við ekki annað ráð vænna en að fylgja sveitaveginum út á þjóðveginn og hafa hann að leiðarhnoða til Blönduóss. Ég starði út í þokuna fyrir framan vél- ina, ef við skyldum mæta bíl, en Benedikt Guðmundsson, sem nú er starfsmannastjóri okkar, horfði aftur fyrir. Bíl mættum við og það var rúta sem birtist fyrir framan okkur þegar við vorum að koma upp á hæð. Til allrar hamingju tókst bílstjóranum að stöðva úti á vegarbrúninni áður en hann fór út af. Honum hefði víst varla brugðið meir þótt fljúgandi diskur hefði mætt honum! Við sáum að þetta var of hættulegt, flugum yfir girð- ingu og fundum slétt tún innan Úr endurminningum Helga Hallvarðssonar skipherra, „í kröppum sjó“ Björgunaræfing um borö í TF- GNA. Helgi segir hér frá ýmsu er viö bar þar um borð. að þú í frí“ jafnir, sumir mjög færir en aðrir minna reyndir. Þannig minnist ég þess frá þessum tíma að við vorum á flugi við Vestfirði þegar svarta- þoka skall á. Við vorum þá í aðeins 500 feta hæð og ekki nema tvær til þrjár mílur í Straumnes. Sýndist ekki um annað að ræða en stefna á haf út og hækka flugið sem mest um leið, en taka stefnu á Akureyri að því búnu. Þetta sögðum við flugmanni okkar að gera. En mað- urinn hafði stillt vélina á radíóvit- ann á Horni og tók nú að hækka flugið í þá stefnu, sem var vonlaust að tækist vegna fjallsins beint framundan. Við hnipptum í hann, en það var eins og hann hefði fros- ið, líklega af skelfingu. Ég ætla ekki að lýsa hvernig okkur leið þegar loks tókst að hrista hann svo vel að hann gegndi. Svitaperlurnar sátu á enninu á okkur. „Best að þú farir í frí“ Loks rættist úr brýnum skorti á eigin vél handa Landhelgisgæsl- unni sumarið 1972, er útfærsla fiskveiðimarkanna í 50 mflur nálg- aðist. Þá fékk flugdeildin fyrstu Fokkervélina, en hún var TF- SYR. Það átti sér aðdraganda í því að Flugfélag íslands keypti nokkrar Fokkervélar til innanlandsflugs og tókst að láta vél til gæsluflugs handa flugdeildinni okkar fýlgja með í kaupsamningnum. Vélin var fengin notuð frá Japan og nýstár- legt var að sjá að allar merkingar um borð voru á japönsku. Þar á meðal myndskreyttar og greinilega nákvæmar leiðbeiningar á klósett- lokinu um tilburði við afnot. En TF-SYR reyndist vel fallin til gæslustarfa og senn kom á daginn að í Fokkervélunum var framtíðar- lausnin fólgin. Ég var skipherra flugdeildarinnar þegar vélin kom og það voru flug- menn frá Flugfélagi íslands sem flugu henni. Flugstjóri var Ingi- mar Sveinbjörnsson, sem oft hafði flogið vélum Landhelgisgæslunn- ar, þar á meðal DC-4 vélinni. Nokk- ur tími fór til þess að þjálfa flug- menn og áhöfn aðra og útbúa vél- ina. En loks rann hin stóra stund upp, er fyrsta flugið skyldi farið og ég hafði ákveðið að það skyldi verða næturflug. Ég hafði rætt það við góðkunningja minn, Björn Thors hjá Morgunblaðinu, að hann kæmi með mér er flugvélin færi fýrstu ferð sína. Þetta vildi ég efna og gerði honum aðvart. Um mið- nætti lögðum við upp í fögru veðri austur að Ingólfshöfða. Flugstjóri í þessari fýrstu ferð var Guðjón Jónsson. Ingólfshöfðinn virtist löngum hafa mikið aðdráttarafl fyrir landhelgisbrjóta og það brást ekki nú. Þarna reyndist bátur að veiðum langt innan línunnar. Við flugum yfir hann og lögðum fýrir hann að halda til næstu hafnar sem mig minnir að hafi verið Vest- mannaeyjar. Að flugi loknu kvödd- umst við Björn og sagði ég að hann skyldi ekki hafa hátt um þetta, við skyldum hafa þetta kunningja í milli. En þegar fréttamennskan er ann- ars vegar líta menn fram hjá smá- munum. Brá mér heldur en ekki í brún um morguninn þegar ég sá Morgunblaðið. Björn hafði hraðað sér niður á blað um nóttina og skriíað frétt um allt saman. Sagt var frá reynslunni af hinni nýju hennar. Þarna var bær nærri og við knúðum dyra og hittum fyrir for- viða fólk, sem ekki hafði áttað sig á hvaða gnýr þetta var sem fyllti loft- ið. Okkur var ekið þann spöl sem eftir var til Blönduóss og þar bið- um við uns þokunni létti. í eldgosinu í Vestmannaeyjum hafði fallið niður loftnetsstrengur, sem lá úr Heimaey í hafnargarð- inn, og lá hann lengi niðri. Streng- urinn hafði verið hættulegur þyrlufluginu, því í vissum áttum flaug þyrlan inn til Iendingar yfir hafnargarðinn. En nú voru flug- menn hættir að gera ráð fýrir hon- um lengur. Eitt sinn var ég á leið til Eyja í TF-GNA með Birni Jóns- syni. Skyndilega lækkar hann flug- ið og það svo ört að mér féllust hendur og hélt að eitthvað alvar- legt væri á seyði. En ástæðan var þá sú að strengurinn hafði verið festur upp á ný, án þess að við hefðum spurnir af. Björn hafði þó komið auga á hann og dáðist ég að honum fýrir og fannst þetta enn sanna hve traustur flugmaður hann var. Ég hafði setið við hlið hans og hafði alls ekki séð örla á þessari háskalegu fýristöðu! Þó tel ég mig hafa skarpa sjón. Björn var líka ótrúlega glöggur að átta sig í þokum og dimmviðrum. Þurfti hann ekki annað en sjá nokkra þúfnakolla niður á milli skýja, þá vissi hann hvar hann var. Ólafur Valur var siglingafræðing- ur hjá mér á tímabili um borð í þyrlunni. Hann þótti löngum skýr- mæltari en aðrir menn, sem er kostur þegar fýrirmæli eru gefin. Aftur á móti talaði hann líka hægar en gengur og gerist og þótti sum- um hann óþarflega hátíðlegur fýrir vikið. Hér varð þó eitt sinn breyt- ing á. Það er eitt af mörgu sem gæta þarf sín á í björgunarþyrlu að krókurinn á vírendanum rafmagn- ast á flugi og getur gefið manni á jörðu niðri mjög óþægileg högg ef krókurinn nær ekki sjálfur jörð áð- ur og afhleðst. Þetta henti þó Ólaf Val og fékk hann slíkt lost að við lá að hann stykki hæð sína. En á eftir bar á að hann var orðinn hrað- mæltari en nokkur okkar hinna og olli það mikilli furðu. Raflosts- lækning þessi gagnaði samt ekki nema fáeina klukkutíma og er Ól- afur jafn virðulegur í fasi og orð- ræðu nú og hann fyrrum var. En flogið var í fleiri vélum en þyrlum, þótt um þær sé gaman að ræða. Eins og ég sagði vorum við vélarlausir eftir að Queen Air vél- inni var skilað, en leigðum flugvél- ar af Elíeser Jónssyni. En vegna fyrirhugaðrar útfærslu landhelg- innar í 50 mílur var nauðsynlegt að kanna svæðið innan þeirra. Meðan ég gegndi störfum skipherra í flug- gæslunni 1971 fórum við því reglulega í hringflug um landið í vélum Elíesers. En þetta voru litlar vélar og flugið, sem farið var í tveimur áföngum, tók sex og hálfa klukkustund hvor áfangi. Varla varð teygt úr fótunum um borð og salernisaðstaða engin, svo menn spöruðu við sig kaffi og vatns- drykkju eins og hægt var. Alltaf man ég eftir því hve stirðir við vor- um orðnir er við lentum á Akureyri og þá í Reykjavík, sem voru enda- stöðvarnar. En þótt við fýndum varla til fótanna var þörfin orðin slík að komast á klósett að við hlupum þangað riðandi og hras- andi. Flugmennirnir sem flugu leigu- vélunum voru að sjálfsögðu mis-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.