Tíminn - 12.12.1992, Side 2
2 Tíminn
Laugardagur 12. desember 1992
Ríkisstjórnin gerir út á sjúklinga, öryrkja, barnafólk og húsnæðis-
kaupendur til að fjármagna skattaafslátt stórfyrirtækja og fjármagns-
eigenda. Formaður BSRB:
Aðgerðir sem valda
samfélagslegu tjóni
Ögmundur Jónasson, formaóur
Bandalags starfsmanna og bæja,
segir að með aðgerðum sínum í
efnahagasmálum sé ríkisstjómin
að gera út á sjúklinga, öryrkja,
bamafólk og húsnæðiskaupendur
til að fjármagna skattaafslátt stór-
fyrirtækja og fjarmagnseigenda.
Hann segir að þessar aðgerðir muni
valda samfélagslegu tjóni sem ís-
lenskt þjóðfélag hefur ekki efni á. Né
heldur hafi það efni á að vera til-
raunabú fyrir hugmyndir sem ríkis-
stjómin virðist sækja með stolti í
„ruslakistur frjálshyggjunnar." Ög-
mundur segir að ríkisstjómin sé
„gramsandi og leitandi í erlendum
mistakasmiðjum" og virðist ætla að
grafa upp allt það versta sem þar fyr-
irfinnist með afleiðingum sem flest-
um séu kunnar; gífurlegu atvinnu-
leysi og efnahagslegum hörmung-
um.
„Fólk er alveg dolfallið yfir þessum
aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem
em með algjörum ólíkindum, rang-
læti, ranghugmyndir og mgl. Mót-
mælin streyma hvaðanæva af land-
inu og hvert stéttarfélagið á fætur
öðm segir upp kjarasamningum. En
hinu er ekki að neita að ríkisstjórn-
in er trú sinni köllun og er við sama
heygarðshornið og áður í þeirri við-
leitni sinni að rústa velferðarkerfið,"
segir Ögmundur Jónasson.
Formaður BSRB segir að þessar
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar muni
engum árangri skila fyrir atvinnulíf-
ið eins og ríkisstjórnin fullyrðir
Ögmundur Jónasson,
formaöur BSRB.
heldur þvert á móti. Þær skerða
kaupmáttinn og auka á misskipting-
una í þjóðfélaginu og hvorttveggja
grefur undan hagvexti í landinu.
„Það er nöturlegt til þess að vita að
ráðherrar sem eiga að gæta að vel-
ferð almennings skuli sérstaklega
ráðast á öryrkja og sjúklinga sem
virðast vera orðnir helsta tekjulind
íslensku þjóðarinnar."
Ögmundur Jónasson segir að enn
og aftur sé verið að skerða barna-
bætur um 500 milljónir króna, verið
sé að auka kostnaðarhlutdeild sjúk-
linga í lyfjakostnaði, öryrkja og
barnafjölskyldna í tannlækninga-
kostnaði, vaxtabætur séu skertar svo
og mæðra- og feðralaun svo fátt eitt
sé nefnt. „Niðurskurðarhnífnum er
allstaðar beitt sem síst skyldi og í
hvert skipti sem ráðherrar taka til
við gerð fjárlaga fyllist almenningur,
og þá sérstaklega þeir sem standa
höllum fæti í samfélaginu, miklum
kvíða,“ segir Ögmundur Jónasson.
Hann segir að nú sem fyrr muni
BSRB leggja höfuðáherslu á að safna
og miðla upplýsingum um áhrif
efnahagsaðgerðanna og mikilvægi
velferðar- og þjónustugreina fyrir
samfélagið og íslenskt atvinnulíf. „í
lýðræðisþjóðfélögum er tekið mark
á röksemdum fólksins og þótt það
hafi ekki enn borið tilætlaðan ár-
angur er þetta ekki búið,“ segir for-
maður Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja.-grh
Stekkjastaur.
Mynd, ÞJóðmlnjasafn. Giljagaur.
Mynd, ÞJóömlnJasafn.
Jólasveinarnir
koma til byggða
Jólasveinamir byrja að koma til
byggða í dag, laugardag. Þeir
munu síðan tínast til byggða, einn
á hverjum degi uns allir þrettán
bræðumir verða sameinaðir í
mannabyggðum á jólum.
Fyrsti jólasveinninn er Stekkja-
staur og verður hann í heimsókn í
Þjóðminjasafni íslands í dag kl.
11.15. Stekkjastaur lá á því lúalag^
inu að sjúga mjólkina úr ánum og
Giljagaur bróðir hans sleikti froð-
una af mjólkurfötunum. Giljagaur
verður í Þjóðminjasafninu á morg-
un, sunnudag kl. 11.15.
Tvöfaldur og jafnvel þrefaldur verðmunur algengur á brauði og kökum:
Brauðin eru ódýrust í
Grindavík og Njarðvík
Bilun í hugbúnaði veldur vanda hjá Pósti og síma:
Konur vekja fólk
í stað tölvunnar
Það er hætt við því að einhverjum þyki notalegt að vakna við þýða konurödd. Nú
er þetta hægt því vegna biiunar í tölvu Pósts og síma hringja þrjár stúlkur í alla
þá sem óska eftir að verða vaktir. Danskir sérfræðingar hafa verið fengnir til að
leita bilunar í tölvubúnaðinum og búast þeir við að ieysa málið innan tíðar.
Ólafur Eyjólfsson, yfirmaður í rit- stýrikerfi hafi valdið því að ekki er
Mjög mikill verðmunur á brauði og kökum, oft fyrir 100% og allt uppí
235%, kom í ljós í nýrri könnun Neytendasamtakanna og tíu aðildarfélaga
þeirra í 22 bakaríum í öllum landshlutum. „Athygli vekur að ýmis lítil bak-
arí á þröngum markaði koma vel út úr könnuninni, á meðan sum bakarí
með umfangsmeirí rekstur á stærri markaði eru langt yfír meöalverði",
segir meðal annars í tilkynningu frá NS. Miðað við samanlagt verð 14 teg-
unda reyndist jafnaðarlega ódýrast að kaupa brauð/kökur í bakaríum í
Gríndavik og Njarðvík. Dýrustu brauðin voru aftur á móti hjá einum um-
svifamesta bakara Reykjavíkur, Sveini bakara og í Sauðarkróksbakaru, eða
41% dýrari en í Grindavík.
símadeild Pósts og síma, segir að síð-
ustu nótt og líklega um helgina verði
fólk handvakið eins og hann kemst að
orði. Þar á hann við að þrjár stúlkur
muni hringja beint í alla þá sem óskað
hafa eftir að láta símann vekja sig. Áð-
ur hefur rödd, sem stjórnað er af
tölvu, séð um þessa þjónustu og fólk
getað kallað hana upp á lyklaborði
símtækisins. Ólafur segir að bilun í
hægt að nota tölvu til þjónustunnar
þessa dagana. Hann segir að þetta hafi
valdið töluverðu ónæði í nokkra daga
vegna þess að bilunin virki út á staf-
ræna símkerfið. Bilunin sýni sig til
dæmis sem sambandsleysi og truflan-
ir á símtölum. „Við vorum að setja
nýtt stýrikerfi í samband og það tókst
svona vel, „segir Ólafur.
-HÞ
Við verðsamanburðinn var valin
sú leið að miða við ákveðið magn af
6 brauðtegundum, 5 tegundum af
smábrauðum og 5 tegundum af
sætabrauði (samtals um 5,8 kg.) og
bera svo saman heildarverð þeirrar
„brauðkörfu" milli bakaría. Það
reyndist lægst, 2.020 kr. í Bakaríinu
í Grindavík, en hæst um 2.840 kr.
hjá Sveini bakara og í Sauðárkróks-
bakaríi, eða 41% hærra, sem fyrr
segir.
Fyrir þennan 41% mismun (820
kr.) gæti Grindvíkingurinn til dæm-
is fengið 2 franskbrauð, 4 rúnn-
stykki, 4 vínarbrauð og vínartertu
til viðbótar.
Sérstaka athygli vekur að af sex
dýrustu bakaríunum í könnuninni
J0LATILB0ÐM
YAMAHA
eru tvö í Reykjavík og önnur tvö á
Akureyri, þ.e. á tveim stærstu mark-
aðssvæðum landsins þar sem kosta
samkeppninnar ætti einna helst að
gæta. Var meðalverð þessara fjög-
urra Reykjavíkur- og Akureyrarbak-
aría um þriðjungi (32%) hærra
heldur en í fyrrnefndum bakaríum í
Grindavík og Njarðvík og meðal
annars nær fimmtungi (18%) hærra
en meðalverð allra þeirra brauð-
gerða á Suöurnesjum sem könnun-
in náði til.
Rétt er að taka fram að tvö af fjór-
um Reykjavíkurbakaríum í könnun-
inni, Ódýri brauða- og kökumarkað-
urinn og Bernhöftsbakarí, komu
mjög vel úr úr samanburðinum, þ.e.
með þriðja og fjórða lægsta meðal-
verðið. En næst þeim komu síðan
Kökuval á Hellu og Brauðval í Búð-
ardal sem einnig voru því í hópi sex
ódýrustu brauðgerðarhúsanna.
Á verði einstakra tegunda fannst
allt að 235% verðmunur á hörðum
kringlum. Valgeirsbakarí í Njarðvík
bauð kílóið á 291 kr. en Brauðgerð
Fram í Neskaupstað selur þær á 976
kr. kg.
Meira en 100% verðmunur kom
líka í ljós á mjúkum kringlum
(382—878 krAg.), snittubrauðum
(316—641 kr.), grófum brauðum
(147—414 kr.), grófum rúnnstykkj-
um (365—800 kr.), pylsubrauðum
(386—781 kr.) og vínartertu sem
kostaði frá 444 kr. til 919 kr. kílóið í
Grindavík og upp í 919 kr. kílóið í
Neskaupstað. Verðmunur var hvergi
minni en 68%.
Neytendasamtökin benda á að
þyngd á brauðum og kökum er
mjög mismunandi milli brauð-
gerða. Samanburður á einingaverði
sé því nánast útilokaður. Þótt bakar-
íum sé skylt samkvæmt reglugerð
að geta samanburðarverðs hunsi
þau það öll með tölu.
Gegnum einingaverðið er hins veg-
ar hægt að fylgjast með verðbreyt-
ingum og veita bakaríum aðhald.
Könnunin leiddi einnig í ljós að
dæmi voru um veruleg frávik frá
uppgefinni þyngd vörunnar. Hafi
Borgarbakarí og Ódýri brauða- og
kökumarkaðurinn komið sýnu verst
út úr þeim samanburði. í báðum til-
vikum hafi vegin þyngd aðeins náð
87% uppgefmnar þyngdar að með-
altali. I flestum bakaríum hafi til-
greind þyngd þó verið í samræmi
við raunverulega þyngd.
- HEI
40%
afsláttur af öllum vara-, auka-
og fylgihlutum frá YAMAHA.
Tilboö þetta stendur tH áramóta,
eöa meöan birgðir endast.
Hlíf segir upp
samningum
99
GRIPIÐ JOLAGÆSINA
tí
UZlésúdfý
HOFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVIK . SÍMI 91-634000
Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar-
fírði hefur samþykkt að segja upp
kjarasamningi félagsins við VSÍ og
VMS. Uppsögnin tekur gildi fyrsta
febrúar 1993. Hlíf samþykkti einnig
ályktun á félagsfundi þar sem efna-
hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar eru
harðlega gagnrýndar. Þar segir að
aðgerðiraar komi mjög illa við lág-
launafólk og baramargar fjölskyldur.
„Fundurinn vítir ríkisstjórnina fyr-
ir að hafna leið jöfnuðar lífskjara en
stuðla þess í stað að sívaxandi ójöfn-
uði í þjóðfélaginu. Þvert ofan í gefin
loforð fyrir síðustu kosningar hafa
stjórnarflokkarnir hækkað skatta og
þjónustugjöld, ýtt undir vaxtaokur
og boða nú enn meiri álögur á
launafólk,“ segir meðal annars í
ályktun Hlífar. -EÓ