Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. desember 1992 Tíminn 5 Auknar álögur í stað spamaðar Finnur Ingólfsson skrifar Sennilega er það í heilbrigðis- og trygginga- málunum, þar sem mismunurinn á stjómar- stefnu undir forustu Sjálfstæðisflokksins og stjómarstefnu ríkisstjómar undir forustu Framsóknarflokksins kemur skýrast ffam. Þessi munur kristallast í því að Sjálfstæðis- flokkurinn sér þann kost einan til lausnar út- gjaldavanda heilbrigðis- og tryggingamálanna, að skattleggja þá sem þurfa á heilbrigðisþjón- ustunni að halda. Þannig em nú þeir hópar í þjóðfélaginu, sem erfiðast eiga með að bera auknar álögur, sérstaklega skattlagðir af ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar. Aftur á móti lagði fyrri ríkisstjóm undir forustu Framsóknar- flokksins höfúðáherslu á að komast hjá því að skattleggja sjúklinga, og leitaði því leiða til að hagræða og spara í þessum útgjaldafreka en viðkvæma málaflokki með því að taka á ýmsum skipulagsvandamálum, sem í heilbrigðis- og tryggingamálunum em. Bandormurinn Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Alþýðu- flokksins í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur nú mælt fyrir á Alþingi frumvarpi til laga um breytingar á almannatryggingalögunum, frumvarpi sem gerir ráð fyrir enn meiri álögum á sjúklinga og framfærendur bama. Fmmvarp þetta tekur í fyrsta lagi til breytinga á lífeyris- tryggingum er snerta bamalífeyri og mæðra- og feðralaun. í öðm lagi tekur ffumvarpið til breytinga á slysatryggingum með því að færa vátryggingu ökumanns úr slysatryggingunum yfir til vátiyggingafélaganna. í þriðja lagi tekur frumvarpið til breytinga á sjúkratryggingum, þar sem gert er ráð fyrir að tekið verði upp til- vísanakerfi. Hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði verði hækkaður, kostnaði tannlækninga skóla- bama verði velt yfir á foreldra bamanna og því að grundvöllur verði skapaður fyrir það að hægt verði að bjóða út ákveðna þætti í þjón- ustu sjúkratrygginganna. Fmmvarpið gerir ekki ráð fyrir hagræðingu og spamaði í heil- brigðis- og tryggingamálunum, heldur auknu tekjuinnstreymi í kerfið frá þeim einstakling- um sem erfiðast eiga með að bera auknar skattaálögur. Það er ekki með skipulögðum hætti í frumvarpinu tekið á lækkun á gjald- skrám tannlækna og sérfræðinga við álagn- ingu lyfsalanna, heldur er álögunum velt yfir á þá, sem á þjónustunni þurfa að halda. Álögur á sjúklinga í tíð fyrri ríkisstjómar var komist hjá því að leggja auknar álögur á sjúklinga. Þess í stað var reynt að taka á ýmsum skipulagsvanda í heil- brigðis- og tiyggingamálunum. Um þær að- gerðir stóð oft mikill styrr, því þær aðgerðir snertu oftast þá sem mest bám úr býtum í heil- brigðiskerfinu svo sem lækna og lyfsala. Þá töldu þessir menn ekki eftir sér að skrifa níð og svívirðingar um þá sem að þessum skipulags- breytingum stóðu. Nú þegja þessir sömu menn þunnu hljóði þegar í raun er verið að mylja heilbrigðiskerfið niður. Þetta staðfestir svo ekki verður um villst að fogleg sjónarmið hafo aldr- ei ráðið för hjá þessum mönnum heldur hafo þeir gengið erinda íhaldsins og eigin þarfa. Það fékkst rækilega staðfest með þeirri aðför sem ríkisstjómin gerði á þessu ári að Landakotsspít- ala, þegar a.m.k. tveir af stjómendum sjúkra- hússins, þ.e. forstjórinn og formaður lækna- ráðs tóku þátt í þeirri aðför með ríkisstjóminni. Sjálfstæðisflokkurinn er eyðsluflokkur Til að ná tökum á útgjaldavanda heilbrigðis- og tryggingamálanna, þá þarf að vinna eftir ákveðinni stefnu sem hefur skýr og ákveðin markmið að leiðarljósi. Það gerði fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þegar hann yfirgaf heilbrigðisráðuneytið þá lágu fyrir tillögur sem ýmist vom í framkvæmd eða fyrir lá að ffamkvæma þyrfti og höfðu það að mark- miði að veita jaftian góða og stundum betri heilbrigðisþjónustu en við höfum átt að kynn- ast, en fyrir minni peninga. Flestar þær til- lögur, sem núver- andi heilbrigðis- ráðherra hefúr lagt ffam á Al- þingi, hefur hann talið að væm ætt- aðar frá fyrirrenn- ara sínum í starfi. Það er að mörgu leyti rétt að þær hugmyndir á ýmsum sviðum spamaðar og ráðdeildar lágu fyrir í heilbrigðisráðuneytinu þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra yfirgaf það. Sumar af þess- um tillögum hefur núverandi heilbrigðisráð- herra komið með inn á Alþingi og fengið sam- þykktar, en ffamkvæmd þeirra hefúr verið með þeim hætti í höndum núverandi heilbrigðis- láðherra að með ólíkindum er. Nú hefúr heil- brigðisráðherra tilkynnt að hann ætli að koma á tilvísanakerfi, þ.e.æs. því fyrirkomulagi að sjúklingar þurfi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þeir fara til sérffæðings til þess að fo reikning sérffæðingsins greiddan að fúllu. Þetfa er gömul hugmynd sem lengi hefúr verið og lengi var inni í almannabyggingalögunum. I umræðu um þetta mál á Alþingi kom það fram að til stóð að spara 120 milljónir króna í sjúkratryggingunum fyrir tilverknað tilvísan- anna, en um leið og heilbrigðisráðherra hafði það tilkynnt þá stóðu þingmenn hins stjómar- flokksins, þ.e. Sjálfstæðisflokksins, upp og töldu að þeir styddu ekki ffumvarpið. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjóm heilbrigðis- og tryggingamála frá árinu 1984 til ársins 1987, þá hækkaði kostnaður við sér- ffæðilæknishjálp á föstu verðlagi úr 440 millj- ónum upp í 979 milljónir. Ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins reyndu aldrei að spyma við fótum. Með samningi, sem gerður var við sérffæðinga um áramótin 1988 og 1989, og reglugerð, sem gefin var út í febrúar 1990, þar sem með mark- vissum hætti var reynt að beina sjúklingum ffá dýrari þjónustu yfir í ódýrari þjónustu og nýta þjónustu sérffæðinga til að leysa verkefni sem er á sérhæfðu sviði heilbrigðisþjónustunnar, þá tókst að spara 150 milljónir. Tilvísanakerfið er skynsamlegt, sé það rétt ffamkvæmt, en fram- kvæmdinni er ekki hægt að treysta í höndum núverandi ríkisstjómar. LyQaspamaður — hærrí lyfjareikningur Samkvæmt því ffumvarpi, sem fyrir liggur um breytingar á almannatryggingalögunum, þá hefúr heilbrigðisráðherra lýst því yfir að hann ætli að spara 500 milljónir króna í lyfja- kostnaði eða með öðrum orðum, að velta 500 millj. kr. yfir á sjúklingana í hærri lyfjareikn- ingi. En hvemig að þeim spamaði er staðið er umhugsunarefni. Heilbrigðisráðherra ætlar að breyta skilgreiningu lyfiahugtaksins, þ.e.a^. að í staðinn fyrir „bráðnauðsyn- legt lyf‘ komi „lífsnauðsynlegt Iyf‘. Með þessari breyttu skil- greiningu á að spara 500 millj- ónir. Það er auð- vitað hægt með því að taka fleiri og fleiri lyf út af þeim Iista, sem sjúkratrygging- ar TYyggingastofnunar ríkisins greiða niður, þ.e.a.s. að hafa fleiri og fleiri lyf á þeim lista, sem einstaklingamir eiga að greiða að fullu. Þanníg og aðeins þannig er hægt að ná þessum 500 milljóna króna spamaði, sem ráðherrann telur vera spamað, en er í raun 500 millj. kr. viðbótarútgjöld fyrir sjúklinga. Aðför að meðlagsgreiðend- um og framfærendum barna Þær breytingar, sem boðaðar eru í frumvarp- inu um almannatryggingar, eru í raun aðför að framfærendum bama, þar sem mæðra- og feðralaunin eru felld niður eða stórlega lækk- uð, en á móti er bamalífeyrir hækkaður, sem er þó aðeins brot af þeirri lækkun sem á sér stað með því að fella niður eða stórlækka mæðra- og feðralaunin. Framfærendur bams, sem ekki býr hjá báðum foreldrum sínum, eru tveir annars vegar það foreldrið sem greiðir meðlag- ið og hins vegar það foreldrið sem forræðið hef- ur. Sú breyting, sem boðuð er í frumvarpinu, mun hafa þessi áhrif fyrir ffamfærendur eins bams: Skerðing mæðralauna á ári kr. 56.784. Á móti kemur hærra meðlag frá greiðanda kr. 45.000. Nettóskerðing þess sem forræðið hefúr er því 11.784 kr. á ári. Útgjöld meðlagsgreið- andans munu aukast um 45.000 kr. á ári, þann- ig að ráðstöfunartekjur framfæranda bamsins munu lækka um kr. 56.784 kr. á ári. Ef tekið er dæmi af framfærendum tveggja bama, þá er skerðing mæðralauna kr. 113.000, meðlag á móti kr. 90.000, nettóskerðing þess foreldris sem forræðið hefúr kr. 23.000, auknar álögur á meðlagsgreiðandann kr. 90.000 og skerðing á ráðstöfunartekjum framfærend- anna kr. 113.000. Ef dæmi er tekið um þrjú böm, þá er skerðing mæðralaunanna 170.000 kr. á ári, á móti kemur hærra meðlag kr. 135.000, nettóskerðing þess foreldris sem for- ræðið hefúr kr. 35.000, auknar álögur á með- lagsgreiðanda kr. 135.000. Minni ráðstöfúnar- tekjur framfæranda kr. 170.000 á ári. Með þess- um breytingum er verið að auka álögur á með- lagsgreiðendur á einu ári um nálægt 750 millj. kr. Álögur á almenning 3.5 milljarðar Ef teknar eru saman þær álögur, sem ríkis- stjóm Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur lagt á sjúklinga, ellilífeyrisþega, öiyrkja og aðra þá, sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda á árinu 1992, og þær fyrirhuguðu álögur á árinu 1993, eins og þær birtast í því írum- varpi til laga um almannatryggingar sem nú liggur fyrir þingi og áður heftir verið nefnt, þá var á árinu 1992 lagður á 1000 millj. kr. lyfia- skattur, 700 millj. kr. skattur á þá sem þurfa að sækja þjónustu sérfræðinga, 370 millj. kr. skattur á þá sem þurfa að sækja þjónustu heilsugæslustöðvanna og 260 millj. kr. skattur á elli- og örorkulífeyrisþega með tekjutengingu elli- og örorkulífeyrisins. Á árinu 1993 er fyrirhugað að leggja 500 millj. kr. viðbótarlyfiaslátt á, 270 millj. kr. viðbótar- skatt á þá sem þurfa að sækja þjónustu sérfræð- inga, 190 millj. kr. viðbótarskatt á foreldra bama vegna tannlækninga. Nái þetta frumvarp fram, sem nú liggur fyrir þinginu um breyting- ar á almannatryggingalögunum, þá mun ríkis- stjóminni takast að leggja 3.500 millj. kr. aukn- ar álögur á þá, sem erfiðast eiga með að bera auknar álögur. Eins og fflar í postulíns- verslun Það er hægt að koma við hagræðingu og spamaði í heilbrigðis- og tryggingamálum, en það er vandasamt og viðkvæmt verk. Það verð- ur ekki gert með þeim vinnubrögðum, sem nú- verandi ríkisstjóm beitir. Það næst enginn ár- angur í spamaði á þessu sviði þegar menn ganga fram eins og ftíar í postulínsverslun. Tll þess að ná árangri þarf lipurð og staðfestu, en umfram allt þarf að hafa fúllt og eðlilegt sam- ráð við starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, því engir þekkja aðstæðumar betur en starfs- mennimir sjálfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.