Tíminn - 12.12.1992, Síða 9
Laugardagur 12. desember 1992
Tíminn 9
Það sem Kambódla er nú þekktust fyrir: höfuökúpur fólks sem
Rauöir kmerar drápu.
Pol Pot: tengdir við devaraja.
sjálfsstjórn nokkurri. Efri lög sam-
félags landsins tóku greiðlega við
franskri menningu, en fyrir komu
Frakka hafði Kambódía lítt haft af
Evrópumönnum og þeirra hugsana-
gangi að segja.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
misstu Frakkar fljótlega yfirráð í
Indókína. Kambódía varð aftur sjálf-
stætt ríki (1955), en um leið fór að
örla á gömlu víetnamsk-taflensku
úlfakreppunni aftur. Það ástand
náði hámarki með því að Víetnamar
steyptu Rauðum kmerum af stóli
með innrás (1979) og Taílendingar
(með Kína, Bandaríkin o.fl. að baki)
tóku fallið af Rauðum kmerum.
30 þjóða her
Vegna skjótrar hnignunar og hruns
sovétblakkarinnar, bakhjarls Víet-
nama, urðu þeir að sleppa hendinni
af Kambódíu og í framhaldi af því
tókst með aðilum kambódíska borg-
arastríðsins, af hverjum helstir eru
víetnamsinnuð Kambódíustjórn og
Rauðir kmerar er ennþá njóta (óop-
inberlega) stuðnings Taflandshers,
samkomulag um frið á þeim grund-
velli að Sameinuðu þjóðirnar settu
einskonar „yfirstjórn" yfir landið til
bráðabirgða og kæmu þar á lýðræði.
Friðargæsluaðgerð S.Þ. í framhaldi
af því samkomulagi er sú kostnaðar-
samasta til þessa í sögu þeirra og
starfa við hana um 20.000 manns,
þar af um 16.000 hermenn frá ekki
færri en 30 ríkjum. En margra mál
er að ekki hafi hér til tekist sem
skyldi. Rauðir kmerar hafa haft að
engu skilmála samkomulagsins um
að afhenda vopn sín, halda þeim
hlutum landsins, sem þeir ráða, lok-
uðum fyrir S.Þ. og takmarkaðar lík-
ur eru taldar á að þeir virði úrslit
kosninga er yrðu þeim ekki í vil.
Rauðir kmerar eru einskonar
kommúnistaflokkur með rætur hjá
ofurróttækum, ógagnrýnum
vinstriungmennum í skólum París-
ar á fyrstu árunum eftir heimsstyrj-
öldina síðari, títóisma sömu ára er
verið var undir heraga að reisa
Júgóslavíu úr rústum stríðsins, ma-
óisma og síðast en ekki síst
kmerskri/kambódískri þjóðernis-
hyggju. Tilvonandi ráðamenn flokks
þessa gengu í franska skóla í heima-
landinu og síðan í París, skruppu á
þeim árum til Júgóslavíu og þótti
mikið til koma er alþýðan þar
marséraði til vinnu með skóflur um
öxl, syngjandi byltingarsöngva. Oft
hefur því heyrst haldið fram að for-
ingjar Rauðra kmera — sem síðar
urðu og eru enn, Pol Pot, Khieu
Samphan og aðrir — hafi þegar á
þessum árum haft áætlun sína um
nýja og mikla Kambódíu tilbúna og
í litlu sem engu breytt þeirri áætlun
síðan. Hætt er við að þeir félagar
hafi frá æsku Iitið svo á að fyrir þá,
sem fundið hefðu Sannleikann, sé í
hæsta máta óviðeigandi að ræða
hann öðruvísi en af ógagnrýninni
lotningu. Þetta hefðu landar þeirra
(og kannski forfeður) er mynduðu
forustukjarnann í ríki Kmerkon-
unga, trúlega skilið.
Mægðir við goðkonung
Fróðlegt er í þessu samhengi að
gefa því gaum að þau nánu tengsl
goðkonungs og þjóðar, sem fyrr var
að vikið, voru í gildi fram á þessa
.öld. Fjölmennt kvennabúr Kambód-
íukonungs gegndi í því sambandi
lykilhlutverki, en í gegnum það var
konungur mægður líklega flestum
betri bændum landsins. Frænka
Pols Pot, sem var sonur vel bjarg-
álna bónda, var ein af drottningum
Monivongs konungs, fyrirrennara
Sihanouks (ekki þó háttsett sem
slík), og yngri systir byltingarfor-
ingjans var hjákona sama konungs.
Það mun hafa verið fýrir tilstilli
kvenna þessara tveggja, eða a.m.k.
þeirrar fyrrnefndu, sem Pol Pot
komst inn í franska skólakerfið.
Þótt undarlegt kunni að virðast,
miðað við skelfingafrægð þá sem af
Rauðum kmerum fer, er ljóst að þeir
njóta verulegs fylgis meðal þjóðar
sinnar. Sumpart fylgja menn þeim
af því að þeir þora ekki annað, en
fleira kemur til. Upphaflega náðu
þeir fjöldafylgi vegna upplausnar af
völdum Indókínastríðsins, sem fyrir
Kambódíu leiddi af sér að steypt var
af stóli guðlegri konungsætt (Si-
hanouk hafði að vísu afnumið kon-
ungdóm að formi til, en óvíst er að
það hafi dregið úr heilagleika ættar
hans í augum landsmanna) og olli
þarlendis varla minni eyðileggingu
— að tiltölu við stærð og fólksfjölda
— en í Víetnam. Sú upplausn virðist
hafa rekið mikinn fjölda lands-
manna í fangið á foringjum, sem
reyndust sigursælir eins og Kmer-
konungar hinir fornu og voru
ósparir á fyrirheit um nýja tíð mikil-
leika og velferðar er kann að hafa
minnt alþýðu á dýrðardaga Kmer-
veldis.
Illa heppnuð
„yfirstjórn“
Ríki Rauðra kmera átti að byggjast
á landbúnaði, líkt og Kmerkonunga
áður. Með því átti Kambódía að hefj-
ast til vegs og virðingar á við það
sem verið hafði fyrr á öldum og
hrinda frá sér ágengum útlending-
um, Víetnömum, Taílendingum og
öðrum. öllum þeim, sem hugsast
gæti að hindruðu starf þeirra er
töldu sig þekkja Sannleikann skyldi
útrýmt — samkvæmt átrúnaði
manna sem trúlega horfðu af hlið-
stæðri lotningu til Leníns og Stal-
íns og forfeður þeirra á tíð Kmerrík-
is til Síva og Búdda. Kambódískir
sveitamenn, er samkvæmt fornri
hefð líta með ímugusti á borgir sem
gróðrarstíur brasks og spillingar,
hafa kannski ekki allir tekið sér ör-
lög borgarbúa landa sinna á valdatíð
Rauðra kmera jafn nærri og Vestur-
landamenn, sem af því fréttu. Þjóð-
ernishyggja rauðu kmeranna er í
samræmi við rótgróna þjóðernis-
hyggju kambódískra sveitamanna,
mikils meirihluta þjóðarinnar, og
liður í þeirri hyggju er djúplæg tor-
tryggni gegn útlendingum, sem
margir Kambódíumenn telja duga
best til verslunar og margskonar
vafasams athæfis er þeir setja í sam-
band við þá atvinnugrein.
Nýja tímanum undir „yfirstjórn"
S.Þ. hefur fylgt lausbeislaður kapít-
alismi, sem leitt hefur til ríkidæmis
nokkurs í borgum, ekki síst hjá
kaupsýslumönnum þar sem margir
eru útlendingar. I sveitum búa
menn á hinn bóginn við engu betri
hag en fyrr. Hinn fjölmenni og fjöl-
þjóðlegi her S.Þ. aðhefst ekkert
gegn Rauðum kmerum, en liðs-
menn hans eru þeim mun athafna-
samari við vændiskonur og áfengi.
Peningarnir sem þeir eyða í þetta
hafa hleypt upp verðbólgu, er bætist
ofan á annað sem landslýð hrjáir.
Allt þetta styður í augum margra
Kambódíumanna gamalgrónar
grunsemdir þeirra um kaupskap,
borgir og útlendinga. Það hugarfar
býr undir núverandi kringumstæð-
um í haginn fyrir Rauða kmera.
.
Blítt og strítt
eftir Vilhjálm Hjálmarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra hefur hér
skráð tíu mannlífsþætti um ólík efni - úr lífi fólksins í
landinu, í blíðu og stríðu. Hann segirt.a.m. frá
meinlegum örlögum og óhappaatburðum, mannfundum
og félagsstarfi og rekur þjóðsögur.
Vilhjálmi er einkar lagið að segja frá með alþýðlegum og
glettnum hætti. Metsölubækur hans, Frændi Konráðs -
föðurbróðir minn og Hann er sagður bóndi", bera
því glöggt vitni.
Blítt og strítt
er skemmtileg og fróðleg bók!
.
-
ÆSKANÍ