Tíminn - 12.12.1992, Page 13
Laugardagur 12. desember 1992
Tíminn 13
kolamyrkur og niðaþoka að auki að
menn sáu varla á sér hendumar. Tals-
verður snjór hafði fallið og þegar
kom að ánni, sem fellur niður í Kefla-
víkina, var hún í miklum vexti vegna
hlýindanna. Við lögðum út í hana þar
sem minnst heyrðist í straumnum og
tókst að komast yfir með því að vaða
upp undir hendur. Komið var kvöld
þegar við héldum út Látraheiði, sem
var ekki árennilegt. Enginn okkar
hafði farið heiðina áður nema Jó-
hannes fyrir tuttugu árum, og við slík
skilyrði reið á öllu að forðast bjarg-
brúnina. Við urðum að þræða gamla
troðninga sem lágu all framarlega á
bjarginu, og mátti ekki út af þeim
víkja, því þá var voðinn vís.
Við hugðumst fara niður Iangan dal,
Látradal, sem liggur niður að bæjum
á Látrum, en fundum ekki dalbotn-
inn. Því héldum við niður hrygg þann
sem er á milli Breiðuvíkur og Látra
og gekk það vel. En er að Látrum
kom, var fólkið sem farið hafði inn á
bjargið ekki komið aftur, og héldum
við því af stað þangað í fylgd með
gömlum manni, Ingimundi Halldórs-
syni að nafni. Mættum við fólkinu á
miðjum Látradal og fréttum að togar-
inn hefði strandað á svonefhdum
Langurðum.
En meiri tíðindi voru orðin: Tólf
menn höfðu sigið niður á svonefnt
Flaugamef, sem er í um 80 metra
hæð yfir fjöru. Fjórir þeirra höfðu
vogað að síga áfram hið ógnvænlega
sig í fjöruna og það með þeim árangri
að búið var að ná átta Englendingum
upp á Flaugamefið. Þaðan voru hins
vegar aðrir 80 metrar upp á sjálfa
brúnina. Stóðu mál nú svo að menn-
imir sextán mundu verða að vera af
nóttina á nefinu. Fjórir skipbrots-
menn voru enn í fjörunni, ásamt
þrem af íslensku björgunarmönnum,
þeim Hafliða Halldórssyni, Andrési
Karlssyni og Bjama Sigurbjömssyni.
Þórður Jónsson var farinn upp að
nýju. Þrír af fimmtán manna áhöfn
togarans heyrðum við að mundu hafa
farist — skipstjórinn, stýrimaður og
háseti.
Sest í aðsetrið
Við urðum fólkinu samferða að
Látmm að nýju og þar var tekið að
útbúa fleiri vaði, því þeir nægðu ekki
sem þegar vom komnir á bjargið. Við
þetta var unnið hvfldarlaust þar til
seinni part nætur og þá lagt af stað
með þessar þungu vaðtrossur um öxl.
Meðan við vomm á leið vestur yfir
Látraheiðina kvöldið áður hafði
flokkur manna komið ffá Patreksfirði
úr Örlygshöfn og ætluðu þeir sér að
fara þvert yfir fjallið og út á bjarg. En
þeir vom heldur betur hætt komnir
og var Guðs mildi að þeir fóm ekki
fram af bjargbrúninni.
Það hafði tekið allan daginn þann
aðferðin er kölluð vaðardráttur — og
skorðuðum í klofinu þúfukoll eða
aðra þústu sem kunni að standa upp
úr krapaðri grastónni. Sleipan var af-
skapleg í brattanum vegna krapans,
sem vitaskuld hefur verið blandaður
fuglaskít og því enn hálli. Þetta var
eins og gler og dauðinn sjálfur var
vís, hefðu menn sleppt hendi af stoð-
reipinu. En það var mikil blessun að
ekki frysti. Það hefði gert þetta verk
gjörsamlega óvinnandi og valdið gíf-
urlegri hættu. Þegar eldri mennirnir
meðal okkar sáu djarfa fyrir ljósri
rönd úti við sjóndeildarhringinn ótt-
uðust þeir að nú tæki að frysta, sem
hefði getað kostað mörg mannslíf. En
það varð ekki sem betur fór.
Upp af Flaugameflnu
Tveir félaga okkar létu sig síga niður
á nefið þar sem skipbrotsmennimir
átta og jafn margir björgunarmenn
höfðu haldið sig alla nóttina. Vom
það þeir Aðalsteinn Sveinsson og Ás-
geir Erlingsson, vitavörður á Látmm,
sem sigu niður.
Við tókum nú að draga skipbrots-
mennina upp einn af öðmm. Fyrstur
kom upp yngsti maðurinn um borð,
hann varð átján ára einmitt þennan
dag. Hann sem aðrir, sem við björg-
uðum, vom allir hmflaðir og skornir
eftir skomr, nibbur og hvassar brúnir
á bjargveggnum, því vitaskuld kunnu
þeir ekki að „ganga með“ utan á
bjarginu eins og sigmenn gera og
Á Flaugarnefi.
Teikning eftir lýsingu
þátttakenda.
í aösetunni. (Úr kvikmynd Óskars Glslasonar).
Þóröur Jónsson, Hafliöi Halldórsson og Danfel Eggertsson bera saman bækur
sínar eftir aö hafa fundiö Dhoon strandaöan. (Úr kvikmynd Óskars Gístasonar.)
Strandstaöurinn: ekkert vantar á myndina nema myrkriö, þokuna og illviöriö.
13. desember að komast út að Látr-
um og kominn morgunn þess 14.
desember þegar við komum á brún-
ina. Ausandi regn var á. Við renndum
niður tveimur línum, einni til þess að
halda okkur í en annarri til þess að
draga mennina upp á. Þar með
klöngmðumst við niður tuttugu
metra halla í aðsetur okkar sem var
tuttugu metra ofan við Flaugamefið.
Það var í miðju bjarginu, eins og ég
gat um. Þangað niður gátu góðir
bjargmenn að vísu gengið á summm,
en það sýndist ótrúlegt héðan að sjá
nú, svo snarbratt var þetta. Þama
settumst við einn ofan við annan —
hefðu auk þess ekki haft þrek til þess.
Þótt þessir ensku sjómenn væm
miklu minni og grennri en við og því
léttir, þá vom þeir þungir í drætti
þegar ekki var annars kostur en toga
þá svona upp með bjarginu þar sem
varð að slíta þá úr einni festunni af
annarri.
Þegar við höfðum náð manni upp til
okkar tókum við hann úr köðlunum
og bámm hann síðan tveir upp snar-
hallandi bergið á brúnina. Með mér
var í þessu Bragi Thoroddsen, sem nú
er á Patreksfirði. Aðeins bátsmaður-
inn á togaranum, Albert Head, gat
klifrað upp aðstoðarlaust, mikið
hraustmenni og sjaldan hef ég séð
fallegri skrokk en á þeim manni. Á
brúninni höfðu verið sett upp tvö
tjöld, bræddur snjór og lagað te sem
mönnunum var gefið til að hressa þá.
Þessu sinntu tveir menn sem ekki
treystu sér niður fyrir brúnina vegna
lofthræðslu. Þama fengu þeir líka
eitthvað af þurrum fötum, sem breski
konsúllinn á Patreksfirði, Garðar Jó-
hannesson, hafði sent. Skipbrots-
mennimir sóttu ákaft í að éta snjóinn
við tjaldið, en það var reynt að banna
þeim. Það er örmagna mönnum mjög
hættulegt að éta snjó, því hann eyðir
þeim votti af kröftum sem eftir hann
að vera. Þegar manni hafði verið skii-
að hjá tjaldinu, renndum við okkur
fótskriðu með kaðlinum niður á ný
og tókum að toga þann næsta upp.
Þegar Bretunum hafði verið bjargað,
kom að því að draga íslendingana
upp. Þá vorum við teknir að gerast
svo dofnir og þreyttir í vosinu og
niðamyrkrinu að þegar síðasti mað-
urinn kom upp, varð ég einskis var
fyrr en hann datt niður á fætuma á
mér. Hann var Hafliði Halldórsson.
Hafliði hafði verið niðri í fjömnni
sem fyrr segir og hafði steinflís fallið
úr bjarginu í höfuðið á honum og rist
gat á þykka skinnhúfu sem hann var
með. Húfan hefur bjargað lífi hans,
því það logblæddi úr svöðusári sem
hann fékk.
Hljóðuðu eins og sæng-
urkonur
Þeir skipbrotsmenn höfðu verið
bundnir í reipin með þeim hætti að
þeir mundu alltaf hanga uppréttir
þótt það liði yfir þá. En böndin reyrð-
ust aftur á móti svo fast að þeim að
þegar þau höfðu verið leyst, gerðu
þeir ekki annað en núa á sér kviðinn
og hljóða eins og sængurkonur, eink-
um fyrsti meistari og kokkurinn. Þeir
vom líka komnir fast að sjötugu. Nei,
það var enginn leikur að þurfa að
þola þessa eldraun og þessir gömlu
menn misstu meðvitund þegar á
brúnina kom. Komið var með hesta,
ekki man ég hvaðan, og á þeim vom
mennimir fluttir að Látmm. Illa gekk
þeim mörgum að tolla á hestunum,
enda lá þeim við öngviti í köldu reng-
inu. Það var slíkt að þótt menn væm
í góðum regnverjum, vom þeir votir
inn að beini. Á leiðinni að Látmm að
björguninni afstaðinni skámm við
allir glufú á sólana á stígvélunum, því
betra var að vatnið læki jafn óðum út
en að það bullaði í fullum stígvélun-
um. Nógu vom fætumir þungir samt.
Furðulegt var að ég veit ekki til að
neinn hafi fengið svo mikið sem kvef
eftir þetta.
Allir vaðimir vom skildir eftir á
bjarginu og í fjömnni og ekki hirt
um þetta meir. Ný björgunartæki
vom komin að sunnan fyrir jól. Fjóra
skipbrotsmenn varð að skilja eftir
inni á bjarginu næstu nótt, vegna
þess hve þeir voru lerkaðir, og vökt-
uðu þá tveir björgunarmenn. Þeir
vom Aðalsteinn Sveinsson og Andrés
Karlsson, sem verið hafði niðri í fjör-
unni alla nóttina áður. Það var vask-
lega gert!
Bundnir nauðugir
Þetta hafði verið 72 klukkustunda
töm og heim að Látmm komust allir
um síðir og þar tóku konumar á bæj-
unum við þeim. Þeirra hlutur í þessu
var afskaplega mikill, en 70 manns
vom gestkomandi á Látmm þessi
dægur. Á Látmm vom sjö heimili og
veitti ekki af, en þar urðu allir veður-
tepptir daginn eftir björgunina. Slag-
viðrið með hreinustu fádæmum og
þurftu konumar að þurrka spjarimar
af öllum þessum skara, sem var ekki
árennilegt. Kom það sér vel að Bret-
amir vom smávaxnir, svo hægt var að
ljá þeim föt, til dæmis dragtarjakka af
kvenfólkinu. Dragtarjakkinn var
meira að segja hólkvíður á einum
þeirra!
Nei, þetta var ekki allt glæsilegt.
Þeir áttu í erfiðleikum sem niður í
fjömna fóm, því þeir þurftu að taka
fyrstu mennina nauðuga þegar þeim
var sýnt fram á að það átti að draga þá
upp þetta ægilega þverhnípi. Ekki
bætti málleysið úr skák og að enginn
var fær um að róa mennina eða hug-
hreysta. Þórður lét draga sig upp
fyrstan til þess að sýna þeim að þetta
væri óhætt. En happ var það að þok-
an var slík að Bretamir munu sjaldn-
ast hafa séð langt niður fyrir sig á
leiðinni upp. Ég held líka að þeir hafi
ekki oft litið niður.
Man ekki slíkt
myrkur
Ég kom heim þann 17. desember.
Sesselja varð fegin komu minni, sem
skiljanlegt er, því ég hafði verið sex
sólarhringa að heiman meðan á þessu
stóð. Hún hafði að vísu heyrt fréttir í
útvarpi af framvindunni, en vissi ekk-
ert hvemig mér hefði reitt af. Nokkm
eftir þetta fluttum við frá Stakkadal
og leiðin lá eftir sex ár suður til
Reykjavíkur eftir búskap á Móbergi
og í Skápadal.
En oft hvarflar hugurinn vestur á
Rauðasand. Þar finnst mér að sé feg-
ursti staður á íslandi og hvergi hef ég
lifað dásamlegri sumur en þar. Ég
minnist daganna síðsumars 1939,
þegar við vomm að heyskap í 48 eða
49 stiga hita! En myrkrin gátu líka
orðið dimm þar á vetrum. Þau hef ég
þó líklega lifað allra myrkust þessa
desemberdaga fyrir 45 ámm þegar
Dhoon fórst undir Látrabjargi."