Tíminn - 12.12.1992, Side 19

Tíminn - 12.12.1992, Side 19
Laugardagur 12. desember 1992 Tíminn 19 Jóhann Yngvi Guðmundsson Fæddur 13.júlí 1905 Dáinn 2. desember 1992 Jóhann fæddist í Öxney á Breiðafirði, einn fjögurra bama Guðmundar Jó- hannssonar og Jónínu Sólveigar Guð- mundsdóttur, en tvö þeirra bama dóu ung. Systir Jóhanns, Helga, og hann ólust upp með foreldrunum um skeið. Árið 1914 dóu báðir foreldrar þeirra og móðirin á undan, fóru systkinin þá vestur á Mýrar í fóstur. Jóhann hafði áhuga á búskap og 1928-1930 stundaði hann nám á Hvanneyri þaðan sem hann útskrifað- ist sem búfræðingur. Þar kynntist hann konu sinni, Guðbjörgu Lárus- dóttur Stiesen, og fljótlega fluttust þau í Grímsneshrepp þar sem hann stundaði búskap fram undir 1950. Átti hann um skeið jörðina Vatnsholt, og var sú sveit honum ævinlega kær. Kringum 1950 fluttust þau hjónin til Selfoss ásamt sínum yngri börnum, en alls vom þau fimm. Þar vann Jó- hann ýmis störf, en seinast við bók- band á eigin vegum. Guðbjörg, eigin- kona hans, dó 1974. Eftir það átti hann um skeið sambýliskonu, Krist- rúnu Kjartansdóttur. Seinustu árin dvaldi hann að hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Var hann þakklátur því fólki, sem þar vinnur, íyrir þeirra góðu störf. Hann andaðist svo eftir fremur stutta legu 2. des. sl. Þessi maður, sem hér er fjallað um í þriðju persónu, var hann afi minn. Fyrir mér var hann maður sem hafði áhuga á lífmu. Hann var áhugasamur um ljósmyndatökur og átti ágætar myndavélar, svo var hann og með veiðibakteríu og fór lengst af sínar ár- legu ferðir með stöngina. Hann var fé- lagslyndur og hafði ánægju af spila- mennsku, gott ef hann kunni ekki lomber. Hann var höfuð sinnar fjölskyldu, sem hefur haldið vel saman gegnum tíðina. Okkur verður öllum hugsað með ánægju til sumarsins 1991, en þá var haldið fjölskyldumót fyrir vestan og farið út í Öxney. Hann naut þeirrar ferðar og þótti gott að geta rifjað upp gamla daga með sínu fólki. Hann var minnugur og átti til að vanda um við mig og efalaust fleiri ef of langt leið á milli heimsókna. Mér þótti gaman að spjalla við hann, því talið fór léttilega yfir í gamanmál og honum sagðist oft vel frá. Seinast sá ég hann 19. október er hann kom ásamt fjölskyldunni til af- mælisveislu eldri dóttur sinnar, er haldin var að Seli í Grímsnesi. Þann dag fór hann út að Vatnsnesi þaðan sem hann átti sumar af sínum bestu endurminningum. Hann afi minn var skýr og hélt sinni andlegu reisn fram undir það síðasta. Ég er honum þakk- látur fyrir margt gamalt og gott og kveð hann með söknuði, en þar er ég viss um að ég mæli fyrir munn margra. Klynur Þorsteinsson Helga Vilhjálmsdóttir kennari frá Bakka í Svarfaöardal Fædd 11. febrúar 1902 Dáin 9. desember 1992 Ég verö aú fara, ferjan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið með geislagliti sínu hjágarði farið, svalur fjallablœr afheiðum ofan, hrgnja lauf af greinum og horfirm dagur gefur bgr frá landi. (Davíð Stefánsson) Það var vissulega orðið framorðið á stundaglasi „frænku“ og hún búin að skila miklu og farsælu ævistarfi. Helga var síðust til að taka ferjuna yf- ir móðuna miklu af systkinum sínum. Helga Vilhjálmsdóttir var fædd 11. febrúar 1902 að Ölduhrygg í Svarfað- ardal. Hún var dóttir hjónanna Krist- ínar Jónsdóttur og Vilhjálms Einars- sonar. Árið 1904 fluttu þau hjón að Bakka í Svarfaðardal og bjuggu þar til æviloka og eru ætíð kennd við þann bæ. Helga var fimmta í röðinni af átta systkinum sem upp komust. Bakkaheimilið var annálað rausnar- heimili og var þar yfirleitt mann- margt. Það var því mikið um að vera og bömin snemma látin taka þátt í störfunum. Víst er um það að félagslíf stóð með miklum blóma í Svarfaðar- dal á uppvaxtarárum Helgu og á heim- ili afa og ömmu var mjög gestkvæmt og margir dvöldu þar langdvölum, t.d. Jóhann beri. Einnig veit ég til þess að stundum var ungu fólki safnað saman úr dalnum og slegið upp balli á Bakka. Þannig var æskuheimili hennar ein allsherjar félags- og þjónustumiðstöð á nútímamælikvarða. Sannarlega eru slík heimili besta vegamesti sem hægt er að fá fyrir lífið. Samheldni systkin- anna var alla tíð mikil, svo og afkom- enda þeirra. Helga braust ung til mennta og sýndi dugnað og áræði sem á þeirri tíð var óvenjulegt hjá ungum sveitastúlkum. Á þeim tíma var mjög fátítt að stúlkur fæm utan til náms. Árið 1925 fór hún til Danmerkur að afla sér frekari menntunar í lýðhá- skóla og síðan í handavinnunám. Þá fór hún 1927 til Noregs og nam við lýðháskólann á Voss, sem þá naut mikillar frægðar, og lærði þar handa- vinnu og kjóiasaum. Kennsla varð hennar lífsstarf. Við heimkomuna varð hún fyrst kennari á Ólafsfirði og síðan í dalnum. Hún hélt námskeið vítt og breitt um héraðið, m.a. í kjólasaum og saumuðu margar konumar fyrsta kjólinn undir leið- sögn Helgu. Þá hafði Helga sérstaka unun af að sauma bamaföt og nutu margir góðs af. Hún sendi marga kass- ana til Noregs eftir stríð af bamafatn- aði sem hún saumaði. Helga bjó á Bakka þar til hún varð handavinnukennari við Kvennaskól- ann á Blönduósi haustið 1942. Gegndi hún því starfi til 1947 er hún gerðist kennari við húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Á Varmalandi var hún kennari í tæp 20 ár eða til ársins 1966. Helga var af- ar mikilhæfur kennari, en gerði jafn- framt kröfur til nemenda sinna, ekki síst til systkinadætra sinna sem all- flestar fóru í skóla til frænku. Hún þótti e.t.v. fúll ströng við þær, en hún vildi ekki að hægt væri að segja að hún hyglaði þeim umfram aðra nem- endur. Efalaust hefur hún einnig með þessu viljað byggja upp í þeim áræði, þor og dugnað sem hún sjálf hafði svo mikið af. Þetta tókst henni. Já, Helga var einstakur dugnaðar- forkur og einnig listamaður. Stundum var henni strítt á því að hún væri við- utan, en þá var hún e.t.v. djúpt hugsi yfir nýju handavinnumunstri eða kjólasniði. Helga sleppti ekki hendi af náms- meyjum sínum að skólanámi loknu, hún fylgdist með þeim flestum alla tíð. Það var alveg ógleymanlegur tími sem hún var gestur minn á Bfldudal sumarið 1970. Hún tók stjómina í sín- ar hendur á heimilinu, við fórum m.a. og heimsóttum fyrrverandi náms- meyjar hennar þar, fórum á sjó og einnig var mikið saumað. Það sýnir dugnað Helgu að árin 1960 og 1961 sækir hún námskeið í Noregi. Svíþjóð og Danmörku m.a. í föndri. Á þessum árum byrjar að örla á breyttu hugarfari gagnvart húsmæðraskólum og stúlkur vildu vinna annað en hvít- saumsdúka. E.t.v. var Helga einnig farin að huga að starfslokum, því að 1966 hættir hún á Varmalandi og flyt- ur til Sauðárkróks. Hún keypti sér þar lítið hús að Hólavegi 7. Þar kenndi hún við unglingaskólann einn vetur og var síðan með föndur- og handa- vinnukennslu á vegum Sauðárkróks- kirkju í safnaðarheimilinu, svo og á sjúkrahúsinu fyrir eldra fólkið. Helga var lengst af heilsugóð og sá um sig sjálf í húsi sínu á Króknum, en hún naut einnig góðra granna þar. Árið 1990 fór hún á öldrunardeild sjúkrahússins á Sauðárkróki. Tryggð Helgu við sína fögru heimabyggð var mjög sterk og síðastliðið vor flutti hún aftur heim í dalinn sinn. Hún Iifði síðustu mánuði á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík og hafði herbergi sem sneri í mót dalnum. Um svipað leyti og Helga hóf kennslu á Blönduósi flytur hún lögheimili sitt að fæðingarbæ sínum, Ölduhrygg, til Þorbjargar systur sinnar og Bjöms manns hennar. Mynduðust sérstak- lega sterk tengsl milli Helgu og bama þeirra hjóna. Helga giftist ekki og eignaðist ekki böm. Þó má með sanni segja að fáar konur væm bamfleiri. Hún lét sér af- skaplega annt um böm systkina sinna og bamaböm, og frændfólk sitL Ég átti því láni að fagna að vera systur- dóttir hennar og reyndi umhyggju hennar. Öll kölluðum við hana frænku og allir í ættinni vissu við hverja var átt þegar talað var um „frænku" og segir það sína sögu. Langri og starfsamri ævi Helgu er lokið. Hún hélt áræðinu, dugnaðinum og umhyggjunni fyrir ættinni til hinsta dags. Eftir lifir minningin um merka og mikilhæfa konu sem öllum vildi koma til nokkurs þroska. Sigrún Magnúsdóttir FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Félagsvist á Hvolsvelli Spilað verður á sunnudagskvöldum 13. desember og 10. janúar. Auk kvöldverö- launa verða ein heildarverðlaun: Dagsferð fyrir 2 með Flugleiðum til Kulusuk. 3 hæstu kvöld gilda. Framsókrtarfélag Rangárvallasýslu Akranes — Bæjarmál Fundurverður I Framsóknarhúsinu laugardaginn 12. desember kl. 10.30. Farið verður yfir þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Bæjarfulltrúam- Jólaalmanak SUF Eftirfarandi númer hafa hlotið vinning I jólaalmanaki SUF: l.desemben 525,3570. 2. desember: 3686, 1673. 3. desember: 4141,1878. 4. desemben 1484, 2428. 5. desember: 683, 3056. 6. desember: 5403, 2389. 7. desemben 3952, 5514. 8. desember: 4342, 4341. 9. desember: 4340, 5169. 10. desember. 5060, 289. 11. desember: 1162, 1601. 12. Jólaglögg SUF Hið óviðjafnanlega JÓLAGLÖGG SUF verður haldiö I Hreðavatnsskála I Borgarfirði laugardaginn 12. desember og hefet kl. 21.00. Fjöldi eriendra gesta hefur boðað þátttöku slna, SUF-arar eru þvi hvattir til að fjöl- menna og styrkja norrænt samstarf samhliða taugunum. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni f slma 91-624480. Framkvæmdastjóm SUF. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi eropin mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00, simi 43222. K.F.R. Borgarnes — Breyttur opnunartími Frá og með 1. október verður opið hús I Framsóknarhúsinu að Brákarbraut 1 á þriðju- dögum frá kl. 20.30 til 21.30, en ekki á mánudagskvöldum eins og verið hefur undarv farin ár. Bæjarfulltrúar flokksins munu verða til viðtals á þessum tlma og ennfremur eru allir, sem vilja ræða bæjarmálin og landsmálin, velkomnir. Að sjálfeögöu verður hellt á könnuna eftir þörfum. Framsóknarfélag Borgamess. Kópavogur — Opid hús Framsóknarfélögin I Kópavogi hafa opið hús á laugardögum kl. 10-12 að Digranes- vegi 12. Lftið inn, fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö. Framsóknarfélögin Afmælis- cg minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Pœr þurfa aö vera vélritaÖar. r-----------\ % Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Sigrún Helgadóttir lést á Landspftalanum 10. desember. Björg Hjálmarsdóttir Reimar Charlesson Helgi Hjálmarsson María Hreinsdóttir Vilhjálmur Hjálmarsson Borghildur Óskarsdóttir Lárus Hjálmarsson barnabörn og barnabarnaböm ___________________________________________________________J Faöir okkar og tengdafaöir Eiríkur Þorsteinsson frá Bakkakoti siöast til heimilis á Dvalarheimilinu Höföa andaöist á Sjúkrahúsi Akraness 6. desember s.l. Jaröarförin hefur fariö fram I kyrrþey aö ósk hins látna. Ágúst Eiríksson Sæbjörg Eiríksdóttir Benóný Eiríksson Edda Agnarsdóttlr Ingibjörg Eiríksdóttir Júnfus Pálsson Anna Eiríksdóttlr Ómar Jóhannesson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.