Tíminn - 09.01.1993, Síða 4
4 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur ÓÍafsson
Frétfastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Verslun á vonarvöl
Verslun á víða undir högg að sækja og stórveldi á sviði
þeirrar greinar verða til og hverfa eða keppinautar
sameinast og oft vita viðskiptavinir ekki við hvaða
kaupmann eða fyrirtæki þeir eru að skipta þegar farið
er út í búð að kaupa.
Verslunin tekur eðlilega miklum stakkaskiptum á
tímum örra breytinga og viðskiptahátta en eins og aðr-
ar atvinnugreinar verður hún að svara kröfum hvers
tíma ef ekki á illa að fara.
Vandamál verslunar á íslandi eru margvísleg og kaup-
menn kunna að berja sér ekki síður en aðrir. Fámenni
og erfiðir aðdrættir standa landsbyggðaverslun fyrir
þrifum en í þéttbýlinu á suðvesturhorninu er við ann-
ars konar vanda að etja.
Tíminn vitnaði f gær í Verslunartíðindi þar sem sýnt
er fram á að offjárfesting í verslunarhúsnæði á höfuð-
borarsvæðinu valdi kaupmennsku slíkum búsifjum að
greinin standi varla undir þeim. Mikil, glæsileg og rán-
dýr húsakynni eru að sliga verslunina. Hún stendur
ekki undir kostnaðinum.
Langt er síðan farið var að vara við þessari þróun en
án minnsta árangurs. Löngu eftir að sýnt var að búið
var að byggja meira húsnæði yfir verslunina en nokkur
þörf var á, og langt framyfir það sem gerist í öðrum
neysluþjóðfélögum, var haldið áfram að byggja, stækka
og innrétta upp á nýtt og er svo komið að fyrirtækin
standa ekki lengur undir sjálfum sér og það sem telja
má eðlilegan ágóðahlut fer í offjárfestinguna, ýmist
sem afborganir og vaxtagreiðslur eða sem húsaleiga.
í tilvitnuðu riti kemur fram að landsbyggðarverslun-
in kemur að sumu leyti betur í hvað afkomu varðar en
verslun á höfuðborgarsvæðinu. Úti á landi hefur offjár-
festingin ekki verið eins ofboðsleg og er því rekstrar-
kostnaður verslunarfyrirtækjanna mun lægri en í þétt-
býlinu.
Einnig kemur fram að margir kaupmenn ráða ekki
við að reka verslun af sæmilegu viti. Þá skortir kunn-
áttu og nauðsynlega hagsýni til að reka fyrirtækin á
þann veg að eðlilegt megi telja.
Bruðlið og dellan í verslunarrekstrinum er því miður
langt frá að vera einkamál kaupmanna eða verslunar-
fyrirtækjanna. Kostnaðurinn lendir allur á viðskipta-
vinum þeirra auk þess sem ágóðahluturinn fer í eitt-
hvað allt annað en til kaupmannsins og fyrirtækis
hans.
Of margar verslanir í alltof miklu húsnæði kallar á
óeðlilega mikla álagningu sem kemur illa við við-
skiptavininn en nýtist kaupmanninum ekki hið
minnsta.
Þetta er ein af ástæðunum til að fólk flykkist í stór-
hópum til útlanda að versla og gerir góð kaup. Þessu
svara kaupmenn með því að gera verslanir sínar enn
betur úr garði og auka kostnað sinn og fæla viðskipta-
vinina frá með óeðlilega háu verðlagi.
Svokölluð dagvöruverslun þjáist ekki síður af offjár-
festingum og löngum opunartíma, sem eykur allan
kostnað en eykur ekki umsetningu.
Meginregla í viðskiptum er sú að þegar kaup eru gerð
eiga báðir aðilar, kaupandi og seljandi, að hagnast. Á
höfuðborgarsvæðinu er það reglan að báðir þessir aðil-
ar tapa á viðskiptunum en leigusalinn eða steypustöð-
in hirða hagnaðinn.
Við þessu er aðeins eitt svar, að kaupmönnum lærist
að sníða sér stakk eftir vexti. Þá mun bæði þeim og við-
skiptavinunum betur farnast.
Laugardagur 9. janúar 1993
Atli Magnússon skrifar:
Köttur datt af þakskeggi
Pá er búið að signa yfir samning-
inn um efnahagssvæðið og ekkert
eftir nema jafna sig eftir allt japlið,
jamlið og fuðrið. Tilfinningin er
svipuð og ætla má að sé hjá ketti
sem hrapað hefur ofan af húsþaki.
Hann er eitthvað vankaður í bili,
skjögrar í hringi og gengur senni-
lega haltur í viku. Svo er hann bú-
inn að steingleyma að nokkuð hafi
fyrir komið og lepur sæll úr sinni
skál, þótt hátt hafí hann skrækt í
fallinu. Ekkert mælir gegn að
hann hrati að nýju ofan af þaki eða
út um glugga. Hann er svo væru-
kær og afslappaður í ráöleysunni
að forsjóninni þótti ekki veita af að
búa hann út með níu líf. Það er
nefnilega aldrei að vita hvað bíður
hins kærulausa neðan við þak-
brúnir — kannske blíðar meyjar-
strokur en kannske glefsandi rakk-
ar.
Á vit framtíðar
í stjórnmálum kallast stundum
atferli sambærilegt við það er kött-
ur býr sig undir að hrapa að verið
sé að stefna á vit framtíðar. Af þak-
skegginu eða úr gluggakistunni er
vitanlega víðsýnt en lítið er gert úr
því að neðan þess er hyldýpið. Eft-
ir tilkomumikla hringsnúninga á
brúninni verður hið óumflýjan-
lega yfirsterkara takmörkuðum
hæfileika til aðgátar. Skeð er skeð
og sá sem aldrei vissi hvort hann
vildi vera uppi eða niðri hefur
sloppið við að ákveða sig. Eftir fall-
ið tekur stundarkorn að átta sig á
að komið er niður. En svo tekur
ekki annað við en að sætta sig við
að sú sé raunin og sú sátt fæst
venjulega greiðlega. Þökk sé líkn
hins sljóa minnis.
í vinsemd
Þannig hafði EES málinu fyrir
löngu verið ráðið til lykta áður en
Sjónvarpið sýndi frá þingfundin-
um á fimmtudagskvöldið. Allir
voru líka teknir að jafna sig á
þessu og það lá vel á mannskapn-
um íþingsalnum sem skemmti sér
hið besta. Einn af öörum marsér-
uðu þingmenn í stólinn og æfðu
sig í að gera sig stranga á svipinn á
leiðinni. Þeir sendu hver öðrum
smellnar hnútur og skeyti og þá
breiddist út bros á rjóðum vöng-
um þess sem verið var að skamma
því allt er þetta í vinsemd undir
niðri og það er sæmd að vera kall-
aður „hæstvirtur" og fá skammir.
„Það er um að gera að hafa orð á
sér,“ sagði kerlingin og sá er mest-
ur brimbrjóturinn sem flest og
mest stendur af sér skammaboða-
föllin.
Hinn margskammaði utanríkis-
ráðherra sannaði að hann er orð-
inn svo freyðandi mælskur að un-
un er á að hlýða. Fimmtudags-
fundurinn var honum líka svipað
og þegar hljómsveit bregður á leik
í aukalaginu eftir að hafa þrælast í
gegnum sérlega langa og leiðin-
Iega sinfóníu. Þá er kannske spil-
aður „Vínarræll" eða „Kampavíns-
galopp" og bogarnir fljúga með
eldglæringum um strengina í kól-
oratúr, kadensum og hverskyns
improvísasjónum. Samþingmenn
Jóns Baldvins urðu líka langleitir
af aðdáun og öfund og hafa margir
beðið guð í hljóði að fá að lifa
svona dag sjálfir — þótt þeir yrðu
að hrata margsinnis ofan af þökum
eins og kötturinn til þess að svo
mætti verða. Jón gladdi margan
með snoturri hnútu í ræðunni
sem vakti hljóðlátt þakklæti í hans
garð og mun efla vinaböndin í
framtíðinni.
En kisi karlinn er sannanlega
pompaður niður á efnahagssvæð-
ið. Þar bíður hans nú að reyna að
fóta sig á dofnum loppunum. Það
ætti að takast skjótt með aðhlynn-
ingunni sem býðst á svæði nægt-
anna. Senn finnst honum hann
aldrei hafa annars staðar verið.
Varnaðarorð afanna
Þannig gerist það að nútíðum er
gjarnt að hrata eins og köttum inn
í framtíðir. Nútíðirnar halda sig
vita hvert þær stefna og telja sér
trú um að auki að þeim sé sjálfrátt.
En það er í verunni sjaldnast.
Þannig er augljóst að sjálfstæði ís-
lands í framtíðinni verður ekki á
þeim nótum sem menn ætluðu ár-
iö 1944 að það yrði. Það hefur
hratað inn á nýjar brautir. Ótal af-
ar hafa komið bálillir út á bæjar-
helluna að undanförnu og skekið
stafinn að „landsölumönnunum",
sem þeir kalla svo. Þeir skrifa les-
endabréf í blöðin. Afarnir voru all-
ir á Alþingishátíðinni svo ekki sé
minnst á lýðveldishátíðina og
elska hverja steinvölu af Iandinu
frá fjöru og upp á efstu tinda og
svo auðvitað sóleyjarnar og berg-
vatnslækina. Það eimir meira að
segja eftir af léttu Danahatri hjá
sumum þeirra.
Ellin og arfur Jóns
En tímar afanna eru liðnir og svo
merkilega vill til að þeir finna það
margir sjálfir og nenna ekki að
skammast lengi. „Landsölumenn-
irnir“ þurfa ekki annað en setja þá
í virðingarsæti við veisluborð hjá
sér í eitt skipti, hjala við þá og
snýta sér með þeim í þjóðrækilegri
viðurkomningu yfir „kröfum nýrra
tíma.“
Afarnir gangast venjulega upp í
slíkri sæmd og verða um leið log-
andi hræddir um að teljast orðnir
afturhaldssamir í ellinni. Þeir
steinþagna um sjálfstæðisbarátt-
una og arf Jóns Sigurðssonar,
þiggja í staupinu og láta hálfkveð-
in karlaraups-heilræði nægja. Þar
með leggjast þeir sáttir til svefns í
þeirri blekkingu að mark hafi verið
tekið á þeim. Því fer þó vitanlega
víðs fjarri. Aftur á móti getur vel
verið að einhverjir ráðherranna
noti ættjarðarþusið úr þeim til
þess að dubba upp á næstu mark-
lausu skálaræðuna sem hann held-
ur.
Og nýjar nútíðir búast til að
hlussast sjálfum sér að óvörum
inn í nýjar framtíðir. Léttstígar
læður og kjammabreið fress birt-
ast á þakbrún og gluggabrík og
hefja gestaspjót sín spakviturlega
upp í loftið.