Tíminn - 09.01.1993, Síða 11

Tíminn - 09.01.1993, Síða 11
Tíminn 11 Lugardagur 9 janúar1993 tfGAR RiGNIR... Töfrabrögð og spilagaldrar á allra færi Vaka-Helgafell hefur hafið útgáfu nýs flokks tómstundabóka fyrir böm og unglinga, sem ber heitið Þegar rigrtir... Fyrstu tvær bækumar fjalla um töfrabrögð og spilagaldra. Bækumar eiga að miða að því að auka ímyndunarafl bama með stutt- um og hnitmiðuðum texta, en lit- myndir og nákvæmar leiðbeiningar gera hann fyllri og skýrari. Með þess- ar bækur í höndum eiga langir rign- ingardagar alis ekki að þurfa að vera leiðinlegir! í bókinrú Töfrabrögð er sýnt hvem- ig hægt er að framkvæma ýmis töfra- brögð. Einfaldar leiðbeiningar eru um hvemig hægt er að beita ýmsum frægum brögðum: klútar og peningar hverfa og koma aftur í leitimar og aðstoðarmaður er rekinn í gegn í kassa án þess að honum verði meint af! Eftir dálitla æfingu fer töframað- urinn létt með að halda eigin sýning- ar og snúa rækilega á áhorfendur! Hin nýja bókin, Spilagaldrar, flettir ofan af brögðum sem gera ungum og upprennandi töframönnum kleift að halda sínar eigin sýningar. Sýnt er m.a. hvemig maður getur „séð í huga annars manns" og finnur spil sem stungið hefur verið í stokkinn af handahófi. Allt sem þarf er dálítil æf- ing og töfraorð. Áður en nokkur veit af er galdramaðurinn farinn að plata áhorfendur upp úr skónum! Bjöm Jónsson skólastjóri hefur þýtt bækumar Spilagaldra og Töfra- brögð, en þær eru prentaðar í Belgfu. Bækumar kosta 980 krónur hvor. Ný spennubók frá Úrvalsbókum Úrvalsbækur hafa sent frá sér spennusöguna Mömmudrengur eftir Charles iöng. Þetta er vel valin saga, eins og aðrar Úrvalsbækur, og ekki vantar spennuna. Gagnrýnendur hafa jafnað Mömmudreng við bókina Lömbin þagna, sem næstum hvert einasta mannsbam á íslandi þekkir. f bókinni Mömmudreng verður það að vem- leika sem við óttumst mest. Ódæðis- maðurinn, sem er f senn raðmorðingi og fjöldamorðingi, læðist að gnm- lausum fómarlömbum sínum og þurrkar út heilar fjölskyldur, en lætur líta svo út sem heimilisfaðirinn hafi gengið berserksgang og framið ódaeðið. Mömmudrengur var næst sfðasta Úrvalsbókin á árinu 1992. í byrjun desember kom út síðasta bók ársins: Meðleigjandi óskast eftirjohn Lutz, en sú saga var lögð til grundvallar samnefndri kvikmynd, sem nú er sýnd í Stjömubíói. Meðleigjandi óskast hefur verið kölluð „The Inter- national Thriller of the Year". Hún hefur hvarvetna fengið mikið lof sem kvikmynd og góða sölu sem bók og hvort tveggja að verðleikum. Fimm nýjar bækur um Snuðru og Tuðru Iðunn hefur gefið út fimm nýjar bæk- ur um systumar Snuðru og Tuðru eftir Iðunni Steinsdóttur með mynd- skreytingum Gunnars Karlssonar. Þær heita: Snuðra og Tuðra halda jól, Snuðra og Tuðra eiga afmæli, Snuðra og Tuðra laga til í skápum, Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn og Snuðra og Tuðra láta gabba sig. fkynningu útgefanda segir: „Syst- umar litlu, Snuðra og Tuðra, eru smám saman að læra að það borgar sig ekki að vera alltaf óþekkar og lat- ar. Þær skreyta til dæmis jólatréð og afmælistertuna sína, þær laga til f skápunum hjá mömmu og pabba, þær heimsækja Álfhildi frænku í sveitinni — en á endanum létu þær þó hann Kidda gabba sig til að gera svolítið, sem þær hefðu alls ekki átt að gera." Bækumar era prentaðar f Prentbæ hf. ISLENSK BÓKMENNTA SAGA Upphaf íslenskrar menningar Út er komin hjá Máli og menningu 1. bindi íslenskrar bókmenntasögu. Ritstjóri er Vésteinn Ólason, prófess- or við Háskóla íslands, en höfundar þessa bindis auk hans era Sverrir Tómasson, fræðimaður við Stofnun Ama Magnússonar, og Guðrún Nor- dal, sendikennari við University CoIIege í London. í þessu 1. bindi er fjallað um upphaf menningar og bókmennta í landinu; um kveðskap fram til 1300, eddu- kvæði, dróttkvæði og kristileg trúar- kvæði; um mikinn hluta lausamáls- verka frá sama skeiði og þó fvið leng- ur; veraldlega sagnaritun, trúarlegar bókmenntir, vísindi og fræði. í sam- felldu máli og lifandi er sagt frá verk- um og skáldum þessa tíma, og hvort tveggja tengt samfélagi okkar og sögu og menningarsambandi við aðr- ar þjóðir. Höfundar hafa ekki aðeins leitast við að draga saman mikinn fróðleik og styðjast hvarvetna við nýjustu rannsóknir, heldur líka sett efnið fram á aðgengilegan hátt. Hátt á þriðja hundrað mynda er f bókinni, og hefur Hrafnhildur Schram listfræðingur annast mynda- ritstjóm verksins. Auk þess era í bók- inni ítarlegar skýringar, heimilda- og nafnaskrá. íslensk bókmenntasaga verður alls fjögur bindi. 2. bindi fjallar um tíma- bilið frá ritun íslendingasagna og fram til upphafs 18. aldar, 3. bindi nær fram til fullveldisársins og í 4. bindi er fjallað um 20. aldar bók- menntir okkar. Bókin er 625 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Hún kostar 4900 kr. Að þekkja tímann Stóra klukkubókin eftir Qaire Llew- ellyn er komin út hjá Iðunni. Þetta er nýstárleg og skemmtileg bók sem auðveldar ungum bömum að öðlast skilning á tíma og tfmatali og kynnir fyrir þeim orð og hugtök, sem tengj- ast mælingum á tíma. í bókinni er fjöldi þrauta og verk- efna, sem hvetja bömin til að læra og gera námið spennandi og skemmti- legt, einnig er í henni klukka með færanlegum vísum. Fjöldi fallegra litmynda er í bókinni til skýringar og skemmtunar. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.