Tíminn - 09.01.1993, Side 14
14 Tíminn
Laugardagur 9. janúar 1993
Ólafur lagði Ingiberg Sigurðsson með sniðglímu.
Jón Birgi á hann margar stjörnur.
Fjórði með 3 vinninga var Jón Birgir
Valsson. Ánægjulegt að sjá Jón aftur
eftir löng frátök meiðsla. Hann var
einbeittur en ljúfari. Stífleikinn er
honum óþörf beiting. Eins hið langa
stig vinstri fótar aftur. Hvorttveggja
gerir hann hokinn, þegar til átak-
anna kemur. Þegar hann steypti
Helga á herðamar úr klofbragði,
sýndi hann sérstæða útfærslu. Helgi
Bjamason er ávallt knálegur og
menn hrökkva af honum. Hann náði
2 1/2 vinning. Sigurbragð hans var
klofbragð með vinstra. Hann var
annar keppenda, sem breytti fléttum.
Leggjarbragð yfir í hælkrók hægri á
vinstri og frá leggjarbragði í klof-
bragð. Hinn var Orri, sem fléttaði
klofbragð við hælkrók utanfótar og
þá hælkrók hægri á vinstri. Fjölnir
Elvarsson, hár og grannur, stígur og
stendur vel að glímu. Sækir ótrauð-
ur og stöðugt. Hann bar við 5 teg-
undir bragða. Sá eini sem reyndi rist-
arbragð (krækju). Sigurbragð hans
var hælkrókur hægri á vinstri.
Lars Enoksen er Svíi, búsettur í
Malmö, en er félagi í Glímufél. Ár-
manni. Hann hefur sett sig aðdáun-
arvel inn í glímuna og kennt hana
bæði unglingum og fullorðnum með
undraverðum áhuga. Hingað hefur
hann oft komið, æft og keppt. Nú var
hann í keppni við úrvals glímumenn.
Þá sá á honum, að hann var tauga-
óstyrkur, stífur um axlir og hand-
leggi, tiplaði hátt á tám. Ólafur var
fljótur að nota sér stöðu Lars og
leggja á hann hælkrók fyrir báða til
sigurs. Lars sótti 4 tegundir bragða.
Sveinn Guðmundsson afhenti Ólafi
Hauki Ólafssyni Ármannsskjöldinn,
flutti þakkir og sleit mótinu. Vonandi
fá reykvískir glímumenn að reyna sig
í Skjaldarglímu fyrstu daga febrúar
1993.
Svíinn, sem glímdi um Ármanns-
skjöldinn, hefur í fjögur ár kynnt sér
glímu og æft hana hér og í hópi fé-
laga í glímufélagi Málmeyjar. Hann
hefur sýnt glímu og íslandi slíkan
áhuga, að hann hefúr komið út hing-
að einu sinni til tvisvar árlega frá því
glíman náði tökum á honum og
minnsta kosti þrisvar hefur hann
staðið fyrir boðum glímumanna til
Svíþjóðar. Hann hefur með félögum
sínum sýnt glímu í skólum, stofnun-
um og söfnum í Svíþjóð og Dan-
mörku, sem efnt hafa til sýninga á
háttum víkinga. Þá hefur hann ritað
um glímu í tímarit. Safnari er hann
sérstakur á allt sem viðkemur glímu.
Þetta grúsk hans um íþróttina hefur
gert hann læsan á íslensku. Faðir
Lars Enoksen var norskur, en móðir
sænsk. Fæddur er hann 1960. Að
loknu skyldunámi nam hann í
menntaskóla á myndlistabraut. Ung-
ur gerðist hann virkur teiknari og
hefur lengi dregið upp myndasögur,
sem hafa t.d. verið gefnar út af Walt
Disney í Kaupmannahöfn. Sjálfúr
hefur hann gefið út myndasögur sín-
ar. Hann hefur iðkað judo, lyftingar
og listdans. Frá því í síðastliðnum
apríl hefur Lars verið lærlingur og
starfsmaður viðhaldsdeildar sögu-
safns Háskólans í Lundi. Væri affara-
sælt glímunni, ef með fleiri erlend-
um þjóðum væru slíkir áhugamenn
um íþróttina. Fyrir milligöngu Lars
Enoksen hafa náðst upplýsingar um
Ryggkast, þjóðleg fangbrögð, sem
enn eru iðkuð meðal fomra leikja á
eyjunni Gotland skammt undan suð-
austurströnd Svíþjóðar. Vonandi er
að glímuáhugi Lars og Ryggkast Got-
lendinga tengi iðkendur beggja
íþrótta saman, þeim til góðs og fang-
brögðunum til viðhalds.
Höfundur er fyrrum fþróttafulltrúi ríkisins.
Þann sjötta desember nýliðinn varð loks af að þetta mót færi fram, en
reglugerðarákvæði eða hefð er að glímt sé um skjöldinn fyrstu daga
febrúar. Keppnin um Grettisbeltið, sem fyrst fór fram 1906, er talin sú
elsta hérlendis, en rekja má undanfara Skjaldarglímu Ármanns til 1889,
ári eftir að Glímufélagið Ármann var stofnað. Árlega efndi félagið til
lausaglímu (einstaklinga) eða bændaglímu (flokka).
Mj HMHHj■
Eftir að Ármenningamir stóðu sig
svo frækilega í Konungsglímunni á
Þingvöllum 1907, þar sem tveir byltu
glímukappa íslands frá Akureyri,
ákváðu þeir að afla félaginu verð-
Iauna til að glíma um. Varð úr silfur-
skjöldur í silfurfesti. í málminn mót-
uð vangamynd, sem á að vera sú
góða vætt Ármann í Ármannsfelli
norðan Þingvalla. Fjölda skjaldanna
hefi ég ekki, en skjaldarhafarnir hafa
verið fræknustu glímumenn okkar,
svo og þeir sem fyllt hafa viðfangs-
hópana hverju sinni. Skjaldarhafinn
nú var Ólafur H. Ólafsson og hafði
hann unnið núverandi skjöld einu
sinni, en á tvo sem hann hefur unnið
sex sinnum í röð, að vísu sjö sinnum
unnið en tapað einu sinni, svo að nú
gekk hann til leiks í níunda sinni eða
jafn oft og Ármann J. Lárusson. Þeir
hafa í þessu gengið framar öðmm
mætum görpum, til að mynda Sigur-
jóni Péturssyni (vann 2 skildi), Hall-
grími Benediktssyni, Guðmundi Ág-
ústssyni og fleirum.
Rétt er að dvelja aðeins við fyrstu
Skjaldarglímuna, sem naut þess að
Ármenningar höfðu búið sig undir
að glíma fyrir Friðrik VIII. 1907. Þeir
höfðu kynnst glímuólum Akureyr-
inga. Þróuðu þær í tvær ólar um læri
sem tengdar voru í mittisól. Fögnuð-
urinn yfir að fá betri tök á andstæð-
ingnum var það mikill, að á báðum
lærisólum var komið fyrir höldum,
eins og eyra á bala, og tvö slík á
mittisólinni, hægra og vinstra meg-
in, gerð til þess að mæta því fyrir-
bæri glímunnar, að viðfangsmenn
áttu ekki hendur saman, þ.e. hægri
var sú sem hafði undirtakið (var
glímuhönd), en hinn beitti þeirri
vinstri. Á Skjaldarglímunni 1908
báru allir keppendur belti. Einn Ár-
menninganna, Jónatan Þorsteins-
son, starfrækti söðlaverkstæði og því
varð þeim beltagerðin auðveldari.
Þeir félagar ræddu einnig hvernig
búninga þeir skyldu efna sér. Um
þessar hugleiðingar má lesa í fundar-
gerðum Ármanns. Þar kemur fram,
að þeir félagar hafa mjög hallast að
búningi glímumanna úr Suður-
Þingeyjarsýslu. Buxur hnepptar neð-
an hnés; ermalangar hörskyrtur eða
ermalausir bolir; ullarsokkar; sauð-
skinnsskór eða leikfimiskór. Snögg
breyting varð frá þessu, því að í Kon-
ungsglímunni 1907 eru Ármenning-
arnir klæddir leistabrókum, bolum,
mittisskýlum og með belti. Hvað sem
segja má um áhrif fráhvarfs glímu frá
fatafangi til beltistaka og leistabróka,
þá var þetta breytingastig stigið fullt
í fyrstu Skjaldarglímunni. Allir
klæddir þessum nýja búnaði. Áttug-
asta Skjaldarglíman var í íþróttahúsi
Kennaraháskólans á sunnudags-
kvöldi. Sjö glímumenn höfðu skráð
sig til keppninnar og mættu allir.
Ólafur Haukur Ólafsson.
varð ein jafnglími (Orri-Helgi). Hin-
um lauk með 8 tegundum bragða af
þeim 22 algengustu. Oftast eða 6
sinnum var lausamjöðm með vinstri
sem færði sigur, klofbragð með
vinstri 5 sinnum, hælkrókur hægri á
vinstri þrisvar og lausamjöðm með
hægri tvisvar. Leggjarbragð, snið-
glíma, hælkrókur fyrir báða hvert
einu sinni. Fjöldi tegunda er einni
færri en í Íslandsglímunni síðustu.
Þá var hægri lausamjöðm og klof-
bragði beitt oftast til sigurs, en utan-
fótar hælkrókur með vinstri þrisvar.
Nú sást bragðinu beitt tvisvar. Borin
saman við Íslandsglímuna í ár, gætti
meira bols, stífleika og að staðið væri
á móti bragði. Stígandin vildi hverfa
er út í hita Ieiksins kom, nema hjá
Ólafi og Fjölni. Lars vildi tipla á tán-
um, stífur, Jón Birgir steig vinstra
fæti óleyfilega langt aftur á ská og
Helgi hefur aftur tekið til við gamla
lýtið að sletta fótunum og stappa.
Ólafur Haukur vann skjöldinn þann
þriðja í annað sinn með því að vinna
alla sex viðfangsmenn sína á fjórum
tegundum bragða. Lausamjöðm
hans með hægri til sigurs á Jóni
Birgi var glæsilegt bragð.
Orri Bjömsson varð annar með 4
1/2 vinning. Hann hefur aukið lík-
amsþyngd. Rólegur sem fyrr. Stóð
náið og stóð af sér brögð, missti af
mótbragði og féll við. Þriðji var Ingi-
bergur Sigurðsson. Ávani hans að
halda hné of oft bognu að kviði and-
stæðings, gerir þeim sama erfitt fyrir
en sjálfur verður hann álútur og er
hann færir fótinn niður gefur hann
gott færi á sér. Fyrir lausamjöðm
með hægri á Fjölni og sniðglímu á
Glímdar vom 21 viðureign. Fór mót-
ið vel fram og án óhappa. Heyrst hafa
aðfinnsluraddir um beitingu þátt-
töku- og keppendareglna, þar sem
Skjaldarglíman er mót Reykvíkinga
en meðal keppenda var Svíi, skráður
Ármenningur, búsettur í Malmö og
einn okkar bestu glímumanna. Fyrr
á árinu var hann keppandi fyrir Umf.
Víkverja, en er nú skráður Ármenn-
ingur.
Mótið setti og stjórnaði Hörður
Gunnarsson. Yfirdómari var Sigur-
jón Leifsson. Dómarar klæddust ekki
dómarabúningum. KR-ingarnir
voru, nema einn, í mjög dökkum
búningum, sem voru snyrtilegir og
fóru vel. Af 21 viðureign mótsins
Þorsteinn Einarsson:
Attugasta
Skjaldar-
x glíma
Ármanns