Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 13.02.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö (lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ráðstjóm í byggðamálum Byggðamálaumræða er ekki ný af nálinni hér á landi. Flutningar fólks til höfuðborgarsvæðisins frá landsbyggðinni hafa raskað hlutföllum í byggð og gert það að verkum að höfuðborgin hér er stærri hlutfallslega en í nokkru nágrannalandi okkar. Umræður um byggðamál hafa löngum gengið út á það að því er slegið föstu að þéttbýli sé ódýrara fyr- ir þjóðarheildina en dreifbýli. Mannlífið hljóti að vera eftirsóknarverðara í þéttbýli. Allir kannast við umræður um bruðl í samgöngumálum, óþarfa og óarðsama vegi, hafnir og flugvelli. Engin úttekt hefur farið fram á því hvað sam- þjöppun fólks í þéttbýli kostar þjóðfélagið í raun. Kenningarnar um hagkvæmni stærðarinnar lifa sínu lífi án skoðunar eða þjóðfélagslegra rann- sókna. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa þessar byggða- málaumræður tekið á sig nýjan blæ, með alla áherslu á hagkvæmni stærðarinnar. Forsætisráð- herra hefur látið hafa það eftir sér að réttlætanlegt sé að kosta nokkru til þess verkefnis að stuðla að flutningi fólks úr dreifbýli, og úr litlum þéttbýlis- kjörnum í stærri þéttbýliskjarna. Nýtt hugtak er nú löngum notað og rætt um vaxtarsvæði, auk jaðar- svæða og einhvers sem liggur þar fyrir utan. Mikil vinna hefur verið lögð í það að fjalla um sameiningu sveitarfélaga og það verkefni hefur ver- ið kynnt af ráðherrum Alþýðuflokksins sem aðgerð í efnahagsvanda dagsins. Nú er væntanleg skýrsla frá Byggðastofnun um stefnumörkun í byggðamálum, með alls konar skiptingum í landshlutakjarna og héraðskjarna o.s.frv. Það er ekki laust við að það sé orðinn dálítill ráð- stjórnarbragur á þessu starfi hins opinbera að byggðamálum. Ráðstjórn gengur út á það að áætl- anir eru settar ofar lifandi fólki. Það ber að varast. Það er auðvitað forgangsmál, ef um samvinnu eða sameiningu fyrirtækja og byggðarlaga á að vera að ræða, að tengja þau innbyrðis með góðum sam- göngum. Enn eru stórverkefni eftir á þessu sviði. Opinberar nefndir eða stofnanir, ráðuneyti eða Al- þingi munu aldrei leggja upp vitrænar áætlanir um byggðamál án þess að fólkið sé með. Breytingum verður aldrei þrýst fram frá stjórnvöldum í and- stöðu við fólkið í landinu, í þjóðfélagi þar sem ráð- stjórn er ekki við lýði. Goðsögnin um hið ódýra þéttbýli stjórnar öllum þessum bollaleggingum. Hitt er líklegra að stað- reyndin sé sú að þéttbýli eins og nú er að myndast á höfuðborgarsvæðinu leiði til gríðarlegra útgjalda og þjóðfélagslegra vandamála. Atvinnu- og samgönguuppbygging á landsbyggð- inni er mikilvægust sem fyrr. Sé atvinna, góðar samgöngur og grundvallarþjónusta fyrir hendi, munu margir kjósa dreifbýlið sem vettvang. Það væri nöturlegt fyrir þá ríkisstjórn, sem nú sit- ur, að kafna í miðstýringu og áætlanagerð varðandi byggðamál. Þær stjórnunaraðferðir ganga ekki upp. Nú eru Færeyjar efst á baugi og ligg- ur beint við að helga þeim sérstaka hugleiðingu — ,Tæreyjabréf‘. Nafn- ið minnir að vísu á „Reykjavíkur- bréf', en eftirfarandi hugleiðing er þó alveg ópólitísk og verða efnahags- mál fúllkomlega sniðgengin. Rétt eins og Grænlendingar, eru Færeyingar þjóð sem okkur er gjamt að hlaupa yfir þegar við hugsum til annarra landa. Líklega er það vegna þess að báðar em þessar næstu grannþjóðir okkar smáar og hafa ekki á sér það heimsborgarasnið að hægt sé að líta upp til þeirra. Þvert á móti hefur stundum verið sagt að Færeyingar séu eina þjóðin sem líti upp til Islendinga — og slíkt getur aldrei orðið gagnkvæmt Menn líta ekki í alvöru upp til annarra en þeirra sem em í aðstöðu til að fyrirlíta þá á móti. Að vísu kann þessi saga um lotningu Færeyinga fyrir íslending- um að vera þjóðsaga. Þó segir Heine- sen í einni af sögum sínum frá stúlku sem ferðaðist til íslands fyrir strfðið og sagði heim komin með öndina í hálsinum: ,Maður getur staðið á göt- unum í Reykjavík og horft og horft!" Hún var frá litlu færeysku fískiþorpi og fannst höfúðstaður íslands vera hreinasta Rómaborg... Svona er allt afstætt og það sem er ögn stærra í sniðunum veitir hinu smærra skjálfta í knén, þótt það stærra sé í sjálfú sér ekki ákaflega stórt í ljósi þessa er næstum hægt að skilja það hörmulega atvik sem átti sér stað er Danakóngur kom við í Færeyjum á leiðinni til íslands 1874: Gamall kóngsbóndi hafði valist til að bjóða landsföðurinn velkominn. Öld- ungurinn var auðvitað mjög spennt- ur og er sjóli sté uppá bryggjuna í Þórshöfn gekk karl skjálfandi í móti honum, laut djúpt — og datt stein- dauður niður! Þótt sagan sé átakan- leg verður að játa að trúverðugra dæmi um lotningu einnar þjóðar fyr- ir annarri getur varla. Danir mættu svosem láta Færeyinga njóta þegn- skapar þessa langafa síns þegar á móti blæs hjá þeim nú. Hólmamir fyrir austan Við íslendingar höfum löngum lát- ið okkur fatt um Færeyjar finnasL Þessar eyjar þar sem menn prenta grænan hrút á peningaseðlana sína hafa verið okkur eitthvað svipað og ef Djúpivogur og Breiðdalsvík hefðu hlaupið á haf út og gerst sérstakir hólmar undan austurströndinni: Enginn mundi að vísu hafa út á það að setja að þessi násker væru þama, en fatt segði trúlega af hinu daglega lífi frá degi til dags. Menn hefðu veð- ur af að þar væri verið að draga ein- hvem fisk, reisa sjúkraskýli, malbika stuttan götuslóða árlega og efiia til sorpeyðingarstöðvar. Meira yrði það ekki. Þótt Færeyingar hafi iðulega haft á orði að þeir vildu eiga meiri samleið með íslendingum en raun er á og tali um „okkur þjóðimar í norð- urhafinu", þá er lítið gefið út á það. Undirtektir landsfeðranna í stór- borginni þar sem stúlkan gat ,Jiorft og horft", hafa verið kurteislegar og ekkert meir. Nú eru Færeyingar ,4 hvolfi" og þeir sem ekki vildu þekkja þá þykjast geta reiknað sér það til fyr- irhyggju nú. Minningapróf Haldi ég próf yfir sjálfúm mér um efhið „Færeyjar" verður fátt um fi'na drætti. Sem margur íslendingur hef ég samt sótt eyjar þessar heim — en í mýflugulíki. Þegar ég var unglingur kom ég stundum til Suðureyjar á fiskibáti sem leitaði þar vars. Bátur- inn sigldi til Aberdeen og oft var vont veður á leiðinni. Einu sinni á útleið heyrðum við bátsveijar neyðarköll færabáts í hafsnauð. Hann fórst með manni og mús og er við komum þama á heimleiðinni ríkti sorg mikil í staðnum. Færeyingar höfðu margt manna á færabátum sínum og það höfðu týnst 19 manns með þessum eina báti. Seinna sá ég Þórshöfn. Það var er danska ferjan Kronprins Olav hafði þar viðdvöl og ég var á leið til Kaup- mannahafnar. Þama sté á skipsfjöl með öðrum Færeyingum jómfrú nokkur og urðu með okkur miklir dáleikar það sem eftir var ferðarinn- ar. Var það þó allt með siðlátlegri hóf- semd — en annað kannast menn að sjálfsögðu ekki við á prenti. Við skötuhjú vorum víst bæði snauð og því á öðru farrými (á Kronprins Olav var ekkert þriðja farrými) og vegna þess hve margir vom í hveijum klefa skorti okkur tilfinnanlega eitthvert ástarskjól. Við reyndum að Iauma okkur inn á fyrsta pláss, en þar var árvökull „hovmester" fyrir sem stuggaði lágstéttinni burtu. ,Jlvad kan man göre for herskabet?" spurði hann ísmeygilegur meðan hann ráðgaðist við farþegaskrána um hvort við væmm ekki ömgglega ut- angarðsböm. Þegar hann svo hafði fengið að vita vissu sína dró hann fannhvíta servíettu undan hand- leggnum og bjóst til að berja okkur. Rómantískir fúndir okkar færeysku jómfrúrinnar urðu því að eiga sér stað á bak við skipsskorsteininn. Þessi reynsla varð mér talandi tákn um ójöfnuð nýlenduveldanna gegn þegnum ,J<óloníanna“ á öllum tím- um. Fimm á símstöð Nú er mjög gengið á forða þess hluta endurminninga minna er tengist Færeyjum. Færeyingar hafa þó oft orðið á vegi mínum seinna sem skilja gefur. En aðeins eitt skipti er mér minnisstætt Það var er ég ár- ið 1973 sá fimm sjómenn sitja saman á bekk á vetrarkvöldi inni á símstöð- inni á ísafirði og bíða eftir að geta hringt heim. Aldrei hef ég séð fimm jafn óffíða menn í senn fyrr né síðar. í Hollywood hefði kostað ógrynni fjár að búa önnur eins ósköp til og hér gæti farið á eftir Iöng lýsing á hvem- ig þeir voru þrútnir, glaseygir, út- mynntir, skögultenntir og nefbrotn- ir. En minnugur fríðleika jómffúar- innar góðu varð mér þó ekki á að ætla Færeyinga öðrum ljótari vegna þessa atviks. En mér finnst ég verða ég að geta þess, eins og menn sleppa ekki að segja frá því í endurminning- um sínum ef þeir hafa séð Þorgeirs- bola... En hér með er ekki öll sagan sögð. Skip þessara fimmmenninga sem lá í ísafjarðahöfn var stærra og glæstara en flestir höfðu nokkm sinni séð hér við land áður. Eins og borg gnæfði það yfir okkar íslensku skip. Miklar vesældarfleytur sýndust þau við hlið- ina á skuttogaranum „Sjúðarberg"... Ekki eru allar dyggðir í andliti fólgn- ar varð mér hugsað.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.