Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. febrúar 1993 Tíminn 3 NÝR FERÐABÆKLINCUR FLUCLEIÐA ER KOMINN ÚT! Sólarstrendur, he 'msborgir, hraÓbrautir, sveitavegir, fjölskyldustaðir og framandi lönd. Aldrei jafn bjart framundan d ferðadri Flugleiða. Ótal ferðamöguleikar. Hagstœð kjör. Úrvalsþjónusta. Komdu mð Flugleiðum út í heim. - Nýi ferðabceklingurinn dsamt verðskrd liggur frammi d söluskrifstofum okkar, hjd umboðsmönnum um FLUGLEIDIR allt land Og a ferðaskrifstofum. Traustur íslenskur ferðafélagi Heillandi beirn- borgir beggja vegna Atlantsbafs. Beint flug, gistimöguleikar við allra hcefi. Hress- ing, skmmtun og verslun. Flug og borg: einfalt, freistandi, hagstxtt og umfram allt stór-skemmtilegt. VERÐ TIL IONPON t.d.: i frá 32.250 kr, á manninn m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11 ára) í 4 daga. (Frá 35.200 kr. m.v. 2 fullorðna í4 daga.) FLUC Frábærar ökuleiðir út frá öllum áfangastöð- um Flugleiða austan hafs og vestan. Úrvals bílaleigubílar frá Hertz. Einfalt, ódýrt, auðvelt og umfram allt eins og þú vilt hafa það. VERP FRÁ LÚXEMBORC t.d.\ 28.560 kr. á manninn m.v. 2 ftdlorðtia og 2 börn 2-11 ára) íbtl íB-flokki í tvœrvikur. (Frá 38.600 kr. m.v. 2 fullorðna í bíl íA-fl. 12 vikur.) > 1 íúdiz. 'ií.v' M o Florida-Orlando: Frá- batr fjölskyldustaður allan ársins hring. - Nýtt: Barcelona, ' Mílanó. Sólar- staðir allt í kringum ' Miðjarðarbaf. Flug og'sól: éinfalt, yndislegt, hagstœtt og umfram allt bara œðislegu gott.\ >^-VERÐ TILORLANDO/.í/: flá 53.200 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna og 2 böm (2-11 ára) í9 daga íEnclave Suites. (Frá 64.100 kr. m.v. 2 fullorðna í9 daga íEnclave Suites.) K. Jónsson á Akureyri: Kaupauk- inn afnuminn Stjóm niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri hefur ákveðið að afnema kaupauka starfsfólks, sem þýðir að laun þess minnka um 17-29 þúsund krónur á mánuði. Af hálfú fyrirtækisins er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að rekstur fyrirtæk- isins stöðvist. -grh Magnús Gunn hættir, Einar Oddur byrjar Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi for- maður VSÍ, hefur verið kosinn formaður Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi (SAS). Einar Oddur tekur við af Magnúsi Gunnarssyni, núverandi formanni VSÍ, en Magnús hefur verið formaður SAS frá upphafi eða í fjögur ár. Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi hóf starfsemi sína í lok árs 1988 og var markmið hennar að stilla saman strengi hagsmunaaðila í sjávarútvegi hér á landi. Meðal atriða, sem nefndin hefur beitt sér fyrir, er aukið innra samstarf sjávarútvegsins, sam- skipti sjávarútvegsins við ríkis- valdið og samskipti íslensks sjávar- útvegs við umheiminn, ekki síst í sambandi við gerð EES- samn- ingsins. I stjórn SAS sitja auk formanns fulltrúar frá Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, ís- lenskum sjávarafurðum, Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva og sfldarsaltendafélögum. i Ath. flugvallarskattar eru ekki innifaldir ítilgmndu vetði. Island: 1.250 kr., USA: 1.365 kr. Tæplega sjötíu ára starfsemi fyrirtækja Einars Guðfinnsson- ar hf. í Bolungarvík að Ijúka. Greiðslustöðvun rann út í gær og gjaldþrot blasir við: Fátt virðist geta komið í veg fyr- ir að tæplega 70 ára starfsemi fyrirtækja Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík fari senn að Ijúka, en gjaldþrot virðist blasa við þeim þar sem ljóst þykir að greiðslustöðvun fyrirtækjanna verður ekki framiengd eftir að Landsbankinn tók af skarið og óskaði eftir því að EG verði gert upp. Eigendur EG hafa undanfarin ár reynt að bjarga fyrirtækinu, en allt kom fyrir ekki og í haust fór það fram fram á greiðslustöðvun. Á greiðslustöðvunartímanum hef- ur fyrirtækið reynt að ná nauða- samningum við helstu kröfuhafa og m.a. leitað ásjár hjá stjórn- völdum. Hins vegar hafa þau ekki ljáð máls á sértækum aðgerðum til hjálpar fyrirtækinu. f áranna rás hefur EG-nafnið verið tákn einstaklingsframtaks- ins í íslenskum sjávarútvegi, en það hefur verið í eigu sömu fjöl- skyidunnar í þrjá ættliði. Jafn- framt hlýtur það að vera kald- hæðni örlaganna að bæjarstjórn- in hefur lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir stofnun almenn- ingshlutafélags um rekstur tog- ara EG með þátttöku bæjarsjóðs og íbúa Bolungarvíkur til að halda togurunum Dagrúnu og Heiðrúnu og kvóta þeirra innan byggðarlagsins, en hann er sam- tals eitthvað um 3700 þorskígild- istonn. Auk þess á bærinn hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Græðir hf., sem hefur yfir að ráða 500- 600 þorskígildistonnum. „Bæjarstjórnin er að vinna í því að reyna að bjarga því sem bjarg- að verður með kröfuhöfum. Við munum koma hér á fót útgerð með einhverju móti, og ég legg það til að bærinn verði þar stór aðili, en ekki stærstur, heldur fólkið í Bolungarvík," sagði Jón Guðbjartsson bæjarfulltrúi. Greiðslustöðvun EG rann út í gær og er framhald málsins í höndum héraðsdómara Vest- fjarða, en EG er talið skulda um 1500 milljónir króna. Hjá fyrir- tækinu vinna um 120 manns, auk þess sem um 80% af þeirri veltu, sem fram fer í bæjarfélaginu, er í kringum rekstur EG. Viðbúið er að dómarinn taki sér nokkurra daga frest til að kveða upp úr um framhaldið, en lög munu heimila honum allt að viku til að taka af skarið. Talið er að bæjarsjóður Bolung- arvíkur komi til með að tapa allt að 25-30 milljónum króna. Þar fyrir utan munu þau fyrirtæki, sem verið hafa í viðskiptum við EG, tapa verulegum fjármunum, þ.á m. Skeljungur. Talið er að fyr- irtæki og einstaklingar muni tapa allt að 400 milljónum króna, en stærstu kröfuhafar munu hafa trygg veð fyrir sínu. -grh llnnið að stofn- un bæjarútgerðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.