Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 22
22 Tíminn
Laugardagur 13. febrúar 1993
Þórður P. Sighvats
rajvir/gameistari
Fæddur 11. ágúst 1909
Dáinn 7. febrúar 1993
Daginn lengir og eikumar falla í
stormum vetrarins.
Þórður Pétursson var fæddur á
Sauðárkróki 11. ágúst 1909, sonur
hjónanna Péturs Sighvatssonar, úr-
smiðs og símstjóra frá Höfða í Dýra-
firði, og konu hans Rósu Daníels-
dóttur frá Skáldstöðum í Eyjafirði.
Þórður var þriðji í röð sex systkina.
Eins og títt var á þeim árum byrjaði
Þórður að vinna eins fljótt og geta
og heilsa Ieyfði, en hann þjáðist sem
barn af illskeyttri liðagigt. Hann
fékk þó bót hennar og um fermingu
fór hann að vinna algeng störf og
stunda sjó. Þórður vann einnig við
síma- og raflagnir og viðgerðir með
. föður sínum.
Pétur Sighvatsson hafði numið raf-
magnstækni einn vetur í Kaup-
mannahöfn fyrir aldamót þar sem
hann hafði einnig lært úrsmíði. Áð-
ur en hann fluttist aftur heim til ís-
lands fór hann í nokkurra mánaða
kynnisferð til Frakklands til að
kynna sér rafmagnsmál.
Þórður tók vélstjórapróf veturinn
1935 og keyrði hann vélar frystihúss
K.S. meira og minna í 12 ár á móti
Jóni Nikódemussyni. Þeir unnu 12
stundir á sólarhring hvor, alla daga
jafnt. Á sumrum var hann vélstjóri á
sfldarbátum sem þeir gerðu út í fé-
lagi bræðurnir Pálmi, Þórður og
Sighvatur og Sigurður P. Jónsson,
frændi þeirra, ásamt fleirum. Marg-
ar skemmtilegar sögur hefúr Þórður
sagt okkur frá þeim tíma þegar þeir
voru að veiða sfld á Skagafirðinum á
þessum bátskeljum og hvalir vað-
andi í sfldinni allt umhverfis.
Árið 1939 fór Þórður suður til
Reykjavíkur og lauk þar rafvirkja-
námi hjá Eiríki Ormssyni, sá fyrsti á
Sauðárkróki. Tekur Þórður um
þetta leyti við rekstri rafstöðvarinn-
ar og símans af föður sínum, sem
andaðist árið 1938. Um rekstur raf-
veitunnar á Sauðárkróki sá hann til
ársins 1949, er Gönguskarðsárvirkj-
unin var tekin í notkun. Símstöðv-
arstjóri var hann fram til ársins
1954, en þá voru póstur og sími sett-
ir undir einn hatt. Eftir það var
hann verkstjóri við símalagnir og
viðgerðir allt þar til hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Á því tímabili sá hann um viðhald
og símalagnir allt frá Norður-ísa-
fjarðarsýslu í Þingeyjarsýslur, þótt
ekki væri um samfelld störf að ræða.
Hann var veðurglöggur maður og
áttaði sig vel á því hvar línur þyrftu
að liggja og eins hve frágangur línu-
lagna væri mikilvægur, ef standast
ættu stormbylji vetrarins. Var því
við brugðið af símamönnum hve lít-
ið væri um línuskemmdir í Skaga-
firði af óveðursvöldum.
Þórður rak eigið rafmagnsverk-
stæði frá þvf hann fékk til þess rétt-
indi. Síðar færði hann út kvíamar
með rafvirkjum, sem hann hafði
kennt. Síðast þeirra er rafmagns-
verkstæðið Rafsjá.
Árið 1936 gekk Þórður að eiga Mar-
íu Njálsdóttur Sighvatssonar frá
Höfða í Dýrafirði, og Guðnýjar
Benediktsdóttur frá Hesteyri í Jök-
ulfjörðum. Þau eignuðust tvö börn:
Guðnýju, sem gift er Grétari Guð-
bergssyni, og Pétur, sem lést fimm
ára gamall. Þau hjón skildu. Þórður
hélt heimili eftir það með fóstru
sinni og frænku, Þórunni Sigurðar-
dóttur; hún er látin fyrir allmörgum
árum.
Þórður Pétursson hafði áhuga á
mörgu. Áyngri árum tók hann þátt í
starfi Leikfélags Sauðárkróks og í
áratugi sá hann um lýsingar á leik-
sýningum þess. Hann hafði brenn-
andi skógræktaráhuga og var einn
þeirra sem hófu að rækta Nafimar á
Króknum. Hann var meðlimur í
Rotaryfélaginu, Framsóknarfélagi
Sauðárkróks, Kaupfélaginu, Iðnað-
armannafélagi Sauðárkróks og
stangveiðifélaginu, enda var hann
félagslyndur og félagshyggjumaður
þótt hann hefði ríka einstaklings-
kennd. Ég undirritaður minnist
margra stunda með honum þegar
hann lýsti fyrir mér framfömm, sem
í bænum höfðu orðið, og hve fólk
hefði lagt mikið á sig til framfara
bæjarins. Hann tók oft óbeinan þátt
í framfara- og nýsköpunarviðleitni
eins og með hlutafjárframlögum í
loðdýrarækt, útgerð og ýmsu fleiru,
ef vera mætti að það yrði bæjarfélag-
inu til heilla.
Þórður var góður fjölskyldumaður,
hlýr og áhugasamur um ættingja
sína og venslafólk, en ekki afskipta-
samur. Við flölskylda hans eigum
um hann margar góðar og gleðileg-
ar minningar. Hvfli hann í friði.
Að Ieiðarlokum þökkum við vinum
hans og vandamönnum umhyggju
síðustu æviárin, sem hann dvaidi á
Dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
króki. Ekki síst þökkum við góða
umönnun starfsfólks heimilisins.
Grétar Guðbergsson
Elskuleg móöir okkar og tengdamóöir
Vilborg Árnadóttir
frá Bergsstööum
andaöist 11. febrúar s.l. á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga.
Böm og tengdabörn
_____________________________________________________/
Elskuleg eiginkona mln, móöir, tengdamóöir, amma og langamma
Þorbjörg Björnsdóttir
Bollakotl, Fljótshlfð
andaöist I Sjúkrahúsi Selfoss fimmtudaginn 11. febrúar.
RagnarJónsson
Vilmunda Guöbjartsdóttir Árnl Ólafsson
Ólafur Þorri Gunnarsson Sigrún Þórarinsdóttlr
Ragnar Bjöm Egilsson
og barnabarnabörn
__________________________________________________________/
Verkefnisstjóri
Átaksverkefni kvenna á Vestfjörðum leitar að verkefnis-
stjóra til tveggja ára.
Tilgangur verkefnisins er að stuðla að þróun og eflingu at-
vinnulífs kvenna á Vestfjörðum.
Æskilegur verkefnisstjóri þarf að búa yfir eftirfarandi
kostum:
• Vera félagslyndur að eðlisfari, með góða samskipta-
hæfileika.
• Hafa áhuga og þekkingu á byggðamálum, atvinnuþró-
un og rekstrarfræði.
• Þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa stjórnunarhæfileika
og frumkvæði; æskileg reynsla af stjórnunarstörfum
eða hliðstæðum störfum.
• Hafa þekkingu á atvinnulífinu, samtökum og stofnun-
um í tengslum við það.
• Hafa kunnáttu í tölvunotkun.
Umsóknarfrestur er til 6. mars n.k. og skulu umsóknir er
greina frá starfsferli, menntun og reynslu umsækjanda
sendast til:
Áhugahóps um atvinnumál kvenna á Vestfjörðum
Pósthólf 26
400 ísafirði
Upplýsingar um starfið veitir Magdalena Sigurðardóttir í
síma 94-3599 og 94-3398.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og út-
för eiginmanns mlns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa
Guðjóns Magnússonar
frá Kjörvogl
Guömunda Þ. Jónsdóttir,
börn, tengdaböm, bamabörn og barnabarnabörn
______________________________________________________/
Maöurinn minn, faöir okkar, sonur og bróöir
Jón Agnar Eggertsson
formaöur Verkalýösfélags Borgarness
er látinn.
Ragnhelöur S. Jóhannsdóttlr
Eggert Sólberg Jónsson
Magnús Elvar Jónsson
Aöalheiöur L. Jónsdóttlr
og systkinl hins látna
HOFSVALLAGATA 53
Háskóli (slands óskar eftir tilboöi I stækkun og breytingar á byggingunni
Hofsvallagötu 53. Um er aö ræöa uppsteypu á tveim hæðum, aö grunn-
fleti 426 m2, ásamt frágangi aö utan.
Bjóöendum veröur gefinn kostur á aö skoöa aöstæöur á byggingarstað,
þriöjudaginn 23. febrtarfrá kl. 10:00 til 12:00.
Verktlmi ertil 31. ágúst 1993.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vom, Borgartúni 7, Reykjavlk, frá
og meö fimmtudeginum 11. febrúar til og meö fimmtudeginum 25. febrú-
ar gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilboö veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 2. mars 1993 kl. 11:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK
„Hvað
erjöfn-
uður?“
Undir þessari fýrirsögn skrifar Ölaf-
ur Bjömsson prófessor langloku í
Morgunblaðið 3. þ.m. Hún er venju
fremur hófsöm frá hendi frjáls-
hyggjumannsins. Þannig tekur
hann ekki afstöðögegn skattheimtu
fjármagnstekna. Ottast hins vegar
að eftirlit með framtölum verði erf-
itt og að draga kunni úr sparnaði.
Ótti prófessorsins er ástæðulaus.
Bankakerfið mun gefa upp greidda
vexti af spariinnlánum, og frítekju-
mark, sem skattanefndin hefir lagt
til, mun sætta allan þorra sparifjár-
eigenda.
Sannleikurinn er sá að meginhluti
sparifjár í landinu er á innlánsreikn-
ingum tiltölulega smárra upphæða,
sem eru í eigu fólks með miðlungs-
tekjur, gjaman eldri borgara á eftir-
launum. Hátekjumenn leggja yfir-
leitt ekki peninga sfna á bankabók.
Þeir braska með þá. Einnig er vitað
að hátekjumenn skulda mest. Til
þess að komast að raun um þetta
nægir að skoða skattframtölin. Við
þurfum ekki að leita í kennslubók-
um Samuelsons.
Þjóðhagsstofnun hefir nýlega upp-
lýst að önnur Evrópulönd, sem
hvorki hafa verðtryggingu fjárskuld-
bindinga né skattfrelsi sparifjár,
spara nál. 20% landsframleiðslu, en
við hér aðeins um 13%.
Loks kveður Ólafur þá skoðun
ranga „að markaðsbúskapur leiði til
ójafnari tekjuskiptingar“. Sú stað-
hæfing hans er sett í innskots-
ramma með breyttu letri.
En hver er sannleikurinn?
Við höfum fyrir okkur í EB-löndum
óheftan markaðsbúskap með skelja-
lausri samkeppni, þar sem hringa-
myndanir og fjöldauppsagnir starfs-
fóíks eru daglegt brauð. Atvinnu-
leysi fer hraðvaxandi og er víða orð-
ið meira en í heimskreppunni
miklu. Milljónir manna missa íbúð-
ir sínar og aðrar eigur, en draga
fram lífið á styrkjum. —
Virða verður þó þetta framtak Ólafs
á ritvellinum. Hann er fyrir löngu
hættur kennslu og kominn á háan
aldur.
Samvinnumaður
( \
Lesendr skrifa
V______________/