Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. febrúar 1993 Tíminn 23 Ronja ræningj adóttir Leikarar úr Ronju á Húsavík. Myndin er tekin úr Víkurblaöinu. Leikfélag Húsavíkur: Ronja ræningjadóttir Höfundur: Astríd Lindgren Leikgerð: Annina Paasonen Þýöing: Einar Njálsson Tónlist: Helgi Pétursson Söngtextan Fríörík Steingrímsson Leikmynd: Manfred Lemke, Brynja Benediktsdóttir Leikstjóm: Brynja Benediktsdóttir Laugardaginn 6. febrúar frumsýndi Leikfélag Húsavíkur barnaleikritið Ronja ræningjadóttir í Samkomu- húsinu á Húsavík. Húsfýllir var á sýningunni og undirtektir leikhús- gesta feikigóðar. Það sannaðist á þessari sýningu, svo sem oft hefur gerst áður í starfi leikfélagsins, að það tekst á við hin margvíslegustu viðfangsefni. Metn- aður og það að setja markið hátt í öllu sínu starfi, hefur verið sem rauður þráður í leiklistarstarfinu hér á Húsavík. Núna í skammdeginu er það mjög vel til fallið að setja á fjalirnar það skemmtilega og líflega verk sem hér um ræðir. Glettni, gleði og létt yfirbragð er það sem leikhúsgestir að mínum dómi verða snortnir af. Margt fleira kemur til, og ber þar fyrst að nefna aldeilis frá- bæra sviðsmynd, Ijósanotkun og hljóð. Allt þetta gerði umgjörð verksins stórskemmtilega og sýndi svo ekki verður um villst að á snær- um leikfélagsins er fólk sem kann svo sannarlega til verka. Titilhlutverkið, hana Ronju, leikur Júlía Sigurðardóttir. Hún skilar sínu hlutverki ágæta vel, hún er full af gáska, gleði og léttleika, en þó sýnir hún alvöruna, þegar það á við. Frumraun hennar á fjölunum lofar sannarlega góðu, og vonandi fær leikfélagið að njóta hæfileika hennar í framtíðinni. Sú sviðsvana leikkona Anna Ragn- arsdóttir fer með hlutverk Lovísu, móður Ronju. Henni bregst ekki bogalistin og sýnir ákveðna og mynduga konu, sem lætur taka tillit til skoðana sinna. Það fór svo sem vænta mátti að hann Ingimundur Jónsson skapaði enn eina eftirminnilega persónu, sem Matthías ræningjaforingi, faðir Ronju. Hinar margvíslegustu hliðar og kenjar, sem þessi persóna býr yfir, urðu ljóslifandi í meðförum Ingi- mundar. Enn ein rós í hnappagat þessa ágæta leikara í gegnum tíðina. Bjami Sigurjónsson fer sérlega vel með hlutverk sitt sem Skalla- Pétur. Hann er nokkurs konar akkeri ræn- ingjanna í Matthíasarkastala. Hlý- leiki og góðvild eru sterkir þættir þessarar persónu. Birki, son Bjarka ræningjaforingja, leikur ungur liðsmaður leikfélags- ins, Eiður Pétursson. Hann fer vel með sitt hlutverk og gæðir það vin- semd, stundum sorg, en umfram allt heiðarleika. Hann bjóyfir ákveðnum myndugleika, sem sómdi sér vel hvað varðar þetta hlutverk. Vert er að hvetja hann til áframhaldandi lið- veislu við leikfélagið. LEIKHÚS v__________ ___________/ Foreldra Birkis, þau Bjarka og Val- dísi, leika þau Þorkell Björnsson og Guðný Þorgeirsdóttir. Förlast þeim ekkert í sínum hlutverkum. Margir fleiri leikarar leggja hönd á plóg í ýmsum smærri hlutverkum, en ekki er möguleiki að telja þá alla upp í þessari umsögn. Segja verður að allar þær kynjaver- ur, sem fyrir augu leikhúsgesta ber, eiga sinn stóra þátt í því að mjög heildstæð, falleg og frumleg at- burðarás ber fyrir augu áhorfenda. Hugmyndaflugið, frábærir búning- ar, hljóð og annað sem birtist í að því er virtist kynjaveröld bar með sér magnað andrúmsloft, sem ekki gleymist í bráð þeim er þetta ritar. Það verður að leyfa sér að vona að fólk drífi sig til að sjá þessa bráð- góðu og hrífandi sýningu. Svo sann- arlega er þeirri stund vel eytt sem áhorfún á „Ronju" er. Megi umrædd sýning höfða til fólks og veita því ánægju eina kvöldstund í Sam- komuhúsinu okkar. Það er mann- bætandi að líta slíka sýningu aug- um, og þurfum við ekki öll á því að halda? Svari hver fyrir sig. Lýk ég hér með þessum fátæklegu orðum um Ronju ræningjadóttur. Hafiiði Jósteinsson Hvað gera kennarar? Dagana 15.-19. febrúar stendur yf- ir opin vika í austfirskum grunn- skólum. Þá gefst foreldrum og öðrum áhugamönnum um skóla- starf kostur á að fylgjast með kennurum og nemendum að starfi í kennslustundum. 1-2 daga í þessari viku standa skólar í byggð- arlaginu opnir gestum og gang- andi og hvetja kennarar alla til að kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Það er mikilvægara nú en oft áður vegna þess að málefni grunn- skólans eru ofarlega á baugi um þessar mundir og ýmsir þættir skólastarfsins, svo sem starfstími, samræmd próf og samfelldur skóladagur, eru undir smásjánni. En það eru einnig fleiri ástæður fyrir því að nú skiptir máli að sem flestir myndi sér eigin skoðun á grunnskólanum og því starfi er þar fer fram. Þegar þetta er ritað standa yfir samningar á milli kennara og rík- isins. Kröfur kennara eru að þessu sinni tvíþættar. í hnotskum lúta þær annars vegar að ýmsum sér- hagsmunum kennara, en að mestu Ieyti snúast þær þó um að endurheimta vemlega skertan kaupmátt í kjölfar aðgerða sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir að undanfömu. Það er ástæða til að vekja athygli á því að þama er ver- ið að mótmæla aðgerðum ríkis- stjórnarinnar en ekki ríkisstjóm- inni sjálfri. Það gera þeir, sem það vilja, í kosningum á fjögurra ára fresti. Það er líka rétt að benda á að forveri þessarar ríkisstjórnar stóð sig ekki síður vel í að skera kaup- mátt almennings niður við trog. Reyndar er erfitt að sjá úr hvaða átt almennir launþegar geta helst vonast eftir stuðningi á borði. Stuðningurinn í orði kemur hins vegar úr öllum áttum, en það er önnur saga! Nú virðist ljóst að kröfum kenn- ara hefur verið hafnað af samn- Lesendur skrifa inganefnd ríkisins. Fyrir ári síðan stóðu kennarar eins og aðrir laun- þegar í þeim spomm að vega og meta hvemig bregðast skyldi við. Þá ákváðu launþegar að taka á sig kaupmáttarskerðingu í trausti þess að ekki yrði höggvið tvisvar í sama knérunn. Það hefur hins vegar verið gert og það er ekki hægt að búast við að því verði tek- ið með þögn og þolinmæði í þetta skipti. En hvað er þá til ráða? Eina löglega aðgerðin, sem kennarar (og reyndar fleiri launþegar) geta gripið til og hefur einhvem slag- kraft, er hið óyndislega úrræði verkfall. Það er ósanngjörn að- gerð, þó ekki sé nema vegna þess að það bitnar á þeim sem síst skyldi, það er nemendum og for- eldrum. En kostirnir, sem kennar- ar standa frammi fyrir, eru í aðal- atriðum tveir og báðir slæmir. Annars vegar að fara í verkfall, sem er slæmt, og hinn kosturinn, sem er verri, er sá að taka því enn einu sinni þegjandi og hljóðalaust að lífskjör almennra launþega séu skert langt umfram það sem sann- gjamt getur talist. Það er ekki auðvelt að segja til um það núna hvor kosturinn verð- ur fyrir valinu, en heimsókn í skóla auðveldar vonandi foreldr- um að móta skoðun á því hvort kröfur kennara séu sanngjarnar, en án samstöðu launþega og skiln- ings almennings er lítil von til þess að bjartari dagar séu fram- undan í baráttunni við framfærsl- una. Óskar J. Sandholt formaður Kennarasambands Austurlands Sverrir Gestsson varaformaður Kennarasambands Austuriands Med sínu nefi í þættinum í dag verða tvö erlend lög við ljóð Sigurðar Þórarinssonar, en ljóð Sigurðar hafa fjölmörg náð fádæma vinsældum sem söngtextar. Þau tvö lög, sem birtast í þættinum í dag, eru trúlega frægust þessara Ijóða Sigurðar, en þau eiga það líka sammerkt að ótrúlega margir fara rangt með textann eftir að íyrsta erindi sleppir. Nú gefst tækifæri til að hressa upp á þessa kunnáttu! Fyrra lagið heitir Jarðarfarardagur og er lagið norskt, en seinna lagið er Þórsmerkurljóð og er það lag þýskt. Góða söngskemmtun! JARÐARFARARDAGUR Am E7 Am Það gerðist hér suður með sjó Dm G Am að Siggi á Vatnsleysu dó, Dm og ekkjan hans, Þóra, Am var ekki að slóra, E7 Am til útfararveislu sig bjó.:,: Am E Am (:,: Ba ra ba ba ba, ra ba ba ba:,:) Það var logndrífa og ládauður sjór er hinn látni í gröfina fór, :,: og ekkjan með sjarmi, brá svuntu að hvarmi, menn sáu, að hryggðin var stór.:,: Þegar gengin frá garði var drótt, kom granninn og talaði hljótb :,: „Þó góðan með sanni, þú syrgir nú manninn má sorginni gleyma í nótt“:,: Klerkur sagði: „Holdið er hey, vér hryggjumst og kveinum ó vei. :,: Þann gæðamann tel ég, sem guði nú fel ég, við gleymum hans trúmennsku ei. En Þóra sagði: „Því skal ei leynt að þetta er fallega meint, :,: en sorgina ég missti er ég kistusmiðinn kyssti, þú kemur því góði of seint“:,: ÞÓRSMERKURUÓÐ G Em Ennþá geymist það mér í minni, Am D G María, María, G Em hvernig við fundumst í fyrsta sinni, Am D G María, María. C G Upphaf þess fundar var í þeim dúr C G að ætluðum bæði í Merkurtúr. G Em Am D G María, María, María, María, María, María. Margt skeður stundum í Merkurferðum, María, María, mest þó ef Bakkus er með í gerðum, María, María. Brátt sátu flestir kinn við kinn, og kominn var galsi í mannskapinn. María, María.. Því er nú eitt sinn þannig varið, María, María, að árátta kvensamra er kvennafarið, María, María. Einhvern veginn svo æxlaðist að ég fékk þig í bílnum kysst, María, María,.... Ofarlega mér er í sinni, María, María, að það var fagurt í Þórsmörkinni, María, María. Birkið ilmaði, allt var hljótt, yfir oss hvelfdist stjörnunótt. María, María,.... G Am < < ( 1 X 0 2 3 1 0 E < ► < > < > 0 2 3 1 0 0 E7 < > < »< i < > 0 2 3 1 4 0 C Ei við eina fjöl er ég felldur, María, María, og þú ert víst enginn engill heldur, María, María. Okkur mun sambúðin endast vel, úr því að hæfir kjaftur skel. María, María,... Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María, María, síðan ætla’ ég að sofa hjá þér, María, Marfa. Svo örkum við saman vorn æviveg, er ekki tilveran dásamleg? María, María,....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.