Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. febrúar 1993
Tíminn 9
leyti hvergi nærri eins mikið.
Sameiginlegt einkenni bókstafs-
múslíma — sem greinast eftir
löndum í marga flokka er hafa
bandalag með sér að meira eða
minna leyti — er ákaft hatur á
Vesturlöndum, sem þeir segja sek
um mestallan ófarnað veraldar og
sérstaklega íslams. Vestrænir ís-
lamsfræðingar telja þetta hatur
stafa mikið til af minnimáttar-
kennd eftir þá tíð er íslamsheimur
var að mestu undir evrópskum yf-
irráðum. Það hafi í augum bók-
stafsmúslíma verið óþolandi auð-
mýking, miðað við fyrri blóma-
tímabil ísiams.
Bókstafsmúslímar eflast að sögn
fræðimannanna að fylgi af því
m.a. að í íslamslöndum virðist
mörgum að öðrum stefnum —
þjóðernishyggju, sósíalisma o.fl.
— hafi ekki tekist að hefja íslam
úr meintri niðurlægingu. Arabísk
þjóðernishyggja hafi í augum
múslíma almennt beðið skipbrot
við ósigrana íyrir fsrael, sérstak-
lega í sex daga stríðinu 1967, og
bágborna frammistöðu írakshers,
sem .mjög öflugur var talinn, í
Flóabardaga.
Sárindi hjá Aröbum almennt út
af þessu rista dýpra en Vestur-
landamenn geta auðveldlega gert
sér í hugarlund, segir Tahar Ben
Jelloun, marokkanskur rithöfund-
ur.
Ungir múslímar
í íran og Súdan hafa bókstafs-
múslímar þegar tekið völdin.
Margt bendir til að þau svæði, sem
þeir telji sig hafa mesta möguleika
á að vinna næst, séu Norður-
Afríka og fyrrverandi sovéska Mið-
Asfa. Sigur eða ósigur bókstafsfs-
lams f þeim heimshlutum ræður
að margra áliti úrslitum um hvort
sókn þess yfirleitt verður stöðvuð
eða ekki.
Möguleikar bókstafsfslams til
valdatöku eru líklega hvað mestir
í Norður-Afríku — Egyptalandi,
Túnis, Alsír og Marokkó. I þessum
ríkjum (sem raunar fleiri íslams-
löndum) er misskipting auðs gíf-
urleg, spilling valdhafa og efna-
stétta upp úr öllu valdi, stjórnun
efnahagsmála í ólestri og fólks-
fjölgun svo ör að óvíst er að skyn-
samlegri hagstjórn og viðleitni til
réttlátari skiptingar auðs gætu
haft við henni. Vegna þverrandi
bjargráða í sveitum flýr fólk þær
unnvörpum og safnast fyrir í fá-
tækrahverfum kringum stórborg-
irnar, losnar úr tengslum við fjöl-
skyldur og þorpasamfélög og leit-
ar þá gjarnan hælis hjá bókstafs-
múslímum, sem ekki einungis
lofa lausn allra vandamála í ekki
mjög fjarlægri framtíð, heldur
gera þó nokkuð til hjálpar þeim
fátækustu, gefa þeim mat, stofna
fyrir þá skóla og barnaheimili
o.s.frv.
Bókstafsmúslímar hafa raunar
einnig náð miklu fylgi í millistétt-
um og kannski meðal ungra
manna fyrst og fremst, bæði af
milli- og lágstéttum. Af um 26
milljónum íbúa Alsírs eru yfir
tveir af hverjum þremur undir 25
ára aldri og meira en helmingur
þeirra er atvinnulaus. Svipað er
það í mörgum fleiri íslamslönd-
um. Ungir menn una jafnan öðru
fólki verr slæmum kjörum og
vöntun á framtíðarmöguleikum,
treysta sér og betur til róttækra
athafna sér til hagsbóta, eru sem
sé herskárri en aðrir. Fyrirheit
bókstafsíslams um herferð í jihad
(heilögu stríði) til Evrópu láta vel
í eyrum unga manna í Alsír og víð-
ar í íslam, enda sennilegt að þeir
líti svo á nokkuð almennt að auð-
ur Evrópu sé raunar þeirra rétt-
mæta eign; velferð Evrópu byggist
á arðráni á íslamslöndum og
þriðja heimi yfirleitt. Þetta við-
horf er í samræmi við hefðbundið
viðhorf um að múslímar í heilögu
stríði eigi rétt á eignum „vantrú-
aðra“. Svipaðar skoðanir hafa ver-
ið uppi meðal heittrúarhópa af
öðrum trúarbrögðum, þ.á m.
kristni. Taborítar, róttæk grein
Brunnin kirkja í Nfgeríu eftir ofsóknir múslfma: einnig í sókn ÍAfrlku.
tékkneskra Hússíta, stunduðu t.d.
ránskap af þessu tilefni.
Gamlir
Evrópumenn
Sumir fréttaskýrendur telja að í
fyrrverandi sovésku Mið-Asíu séu
nú mikilvægustu vígstöðvarnar í
viðureign bókstafsíslams, sem þar
fær hvatningu og stuðning frá ír-
an og afgönskum mujahedin, og
Evrópumenningarinnar. Kald-
hæðnislegt kann einhverjum að
þykja að sverð og skjöldur síðar-
Giscard d’Estaing: réttur
fransks „blóðs”.
nefnda aðilans í löndum þessum
er gamla nómenklatúran úr deild-
um landanna í sovéska kommún-
istaflokknum, sem gallhörð er í
þeim ásetningi að halda völdun-
um, hvað sem breyttum tímum
líður.
Vesturlönd eru efnahagslega
sterkari og betur skipulögð en ís-
lam. En vegna fárra fæðinga er um
að ræða fólksfækkun hjá þjóðum
þar. Vesturlandamenn verða eldri
og eldri að meðaltali. Múslímar
eru hinsvegar að meðaltali ungir,
einnig þeir sem komnir eru til
Evrópu og halda áfram að streyma
þangað.
Bókstafsíslam hefur mikið fylgi
meðal íslamskra innflytjenda í
Evrópu, einkum líklega í Bret-
landi og Frakklandi. í fyrrnefnda
landinu eru íslömsku innflytjend-
urnir flestir frá Bangladesh og
Pakistan, í því síðarnefnda frá
Maghreblöndum (Alsír, Marokkó
og Túnis). Hjá þessum innflytj-
endum gætir allmjög tilhneiging-
ar að halda sér aðskildum frá evr-
ópska samfélaginu og hafa ein-
hverjir fræðimenn talað um „get-
tó-íslam“ í því sambandi. Fyrir
rúmu ári stofnuðu múslímar í
Bretlandi þannig eigið „parla-
ment". Á bak við stofnun þess er
sú hugmynd að múslfmar landsins
eigi með réttu að vera samfélag
hliðstætt því breska, en ekki hluti
af því eða undir það gefið.
Tibi vill gera skarpan greinar-
mun á bókstafsmúslímum og
múslímum að öðru Ieyti. Hann
segir það óstaðfest í ritningum ís-
lams að múslímar eigi að ráða yfir
öllum heiminum og að bókstafs-
hyggjan sé ný af nálinni, frekar af
sama meiði og aðrar þekktar ein-
ræðisstefnur þessarar aldar en
heyrandi íslam til sem slíku. Hann
telur að besta ráðið fyrir Vestur-
lönd til að hnekkja sókn bókstafs-
múslíma sé að taka höndum sam-
an við hófsamari múslíma og ís-
lamska valdhafa andstæða bók-
stafstrú.
Innrás,
segja Frakkar
Vestrænir trúarbragðafræðingar
og fræðimenn í fleiri greinum eru
hinsvegar margir þeirrar skoðun-
ar að bókstafsíslam sé beinn af-
komandi hreyfinga sem kvað að
þegar um 1700, ef tilhneigingar af
því tagi séu þá ekki samgrónar ís-
lam frá upphafi þess. Því heyrist
m.a.s. haldið fram að hófsamari
múslímar eigi erfitt með að hrekja
málflutning bókstafssinna, vegna
þess að þeim hófsamari finnist í
raun að bókstafstrúaðir styðjist í
flestu við lögmál íslams og hafi því
mikið til síns máls.
í framkvæmd kynni sem sé að
reynast erfitt að greina sauðina frá
höfrunum þar sem eru bókstafs-
múslímar og hófsamari trúbræður
þeirra. Hugarfar vesturevrópsks
almennings út af þeirri meirihátt-
ar breytingu á álfunni hans, sem
orðin er og verður sífellt meiri
með innflutningi múslfma og
annars þriðjaheimsfólks þangað,
er og þannig að hætt er við að
margir Evrópumenn sjái ekki
ástæðu til eða meiningu í að reyna
að draga markalínu milli meintra
hófsamra og heittrúaðra múslíma.
Aðrir Evrópumenn, fúsir til slíkr-
ar viðleitni, kunna að telja hana
ólíklega til árangurs.
í Frakklandi eru „virðulegir“
stjórnmálamenn eins og Giscard
d’Estaing, fyrrverandi forseti
landsins, af ótta við fylgisflótta til
Le Pen farnir að kalla fólksflutn-
ingana til landsins frá þriðja
heiminum innrás. Þegar í hitteð-
fyrra kvað Giscard óhjákvæmilegt
orðið að gera ráðstafanir til að
tryggja rétt (fransks) „blóðs" gegn
innfluttu og barnmörgu Maghreb-
fólki.
DRATTARVELAR
MAXXUM vélamar þekkja
bændur vel um allt land. Þær gefa
nýja viðmiðun í tæknilegum fram-
förum.
Nú koma svo fyrstu MAGNUM vélamar
frá Bandarlkjunum, stórar dráttarvélar I
ræktun og þungatök.
Einnig kynnum við núna CASE IH 845
XL dráttarvétar. Nýja llpra vinnuhesta, með
samhæfðrí hægríhandarskipt-
ingu.
Einnig eigum við fyríríiggjandi
hinar vinsælu CASE IH 395-995 með XL
eða L husi og vendi- eða milligfr.
Með þessu úrvali er stuðlað að hag-
kvæmni f búrekstrínum og óskir bænda
uppfylltar með dráttarvélum i stærð-
um 47 til 247 hestafla.
Powarshuttl*
Powarshlft
. VÉLAR&
þJJU fjftl ÞJÓNUSTA HF
r Sími 91 - 68 32 66
ARSHATIÐ - AFNIÆLI
ÞORRABLðT
Hjá RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s
diska, diskamottur, glös, glasamottur,
hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl.
Sérmerkjum glös fyrir árshátíðir, afmæli
og önnur tilefni.
Hreinlega allt tíl hreinlætis og margt, margt fleira
fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili.
Lítið við og sjáið úrvalið.
Opið frá kl. 8.00 -17.00.
Þekking - Úrval - Þjónusta
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116