Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 13. febrúar 1993 „Herferð okkar er hafín. Henni lýkur með því að íslam leggur undir sig Evrópu og Ameríku. Aðeins íslam getur frelsað þessa örvæntingar- fullu veröld.“ Svo mælir Sheikh Said Shaaban, súnn- ískur trúarleiðtogi í Trípólí í Líbanon. „íslam verður hug- sjónahreyfíng 21. aldar,“ seg- ir Hassan el-Turabi, súdansk- ur klerkur sem í félagi við hershöfðingja lands síns hef- ur lýst það íslamskt lýðveldi að íranskri fyrirmynd. Á Vesturlöndum segja ýmsir, ekki síst vinstrifrjálslyndir mennta- menn, að of mikið sé gert úr heit- og strangtrúarhreyfingum þeim íslömskum, sem algengast er að kalla bókstafstrúaðar (fúndament- alískar). Á Vesturlöndum hafi ýmsir, sem finni hjá sér þörf fyrir grýlu í stað kommúnismans, miklað fyrir sér og öðrum íslömsku hættuna. Ekki vantar hugsjón Aðrir eru þeirrar skoðunar að umrædd hætta sé geigvænlega raunveruleg. Nú sjái bókstafsís- lam sér ieik á borði að sækja fram gegn fyrrverandi sovétblökk, lam- aðri af margþættum og gífurleg- um vandræðum, og Vesturlöndum döprum í bragði út af miður góðu gengi í efnahagsmálum, miklu og viðvarandi atvinnuleysi og marg- víslegum öðrum vanda heima fyr- ir sem erlendis, sem þau eru óviss um hvernig reynt skuli að með- höndla. Fyrir hugsjónaeldmóði fer ekki mikið þar, frekar en í sovét- blökkinni fyrrverandi. Þann eldmóð vantar hinsvegar ekki í íslam. Evrópa hefur áður fengið á honum að kenna, í fyrsta sinn í bernsku íslams, þegar Arab- ar á tæpri öld komu sér með hern- aði upp einu af stærstu risaveld- um sögunnar, er náði frá Atlants- hafi austur að Tíbet. í Evrópu voru herskarar íslams að því sinni ekki stöðvaðir fyrr en inni í miðju Frakklandi sem nú svo heitir; það gerðu vígamenn Frankaveldis (margir þeirra Iíklega heiðnir) í orrustunni við Poitiers 732. Næsta stóráhlaup íslams á Evrópu gerðu Ósmans-TVrkir. Því var ekki hrundið að fullu fyrr en Vín var leyst úr umsátri þeirra 1683. Marx og Múhameð Wilfried Cantwell Smith, kanad- ískur austurlandafræðingur, seg- ir: „Fram að dögum Karls Marx og kommúnismans var ekki gerð á vestræna menningu nema ein árás, er ógnaði henni að ráði. Þá árás gerði Spámaðurinn (Múham- eð).“ Nú kann að vera að íslam sé orð- ið næstum eins vígreift og viljugt að leggja undir sig heiminn og það var í tvö ofannefnd skipti. Það sem helst vanti til þess, er gjarnan sagt, sé sameinandi ríki og/eða leiðtogi. Að sögn þýska vikuritsins Der Spiegel eru múslímar nú alls um 1,2 milljarðar talsins. Kristnir menn teljast 1,6 milljarðar, en múslímum fjölgar örar. Útþensla íslams nú, bæði landfræðileg og af völdum fólksfjölgunar, er meiri en nokkurra annarra trúarbragða. 46 ríki skilgreina sig sem íslömsk. ís- lam er í sókn suður eftir Afríku og hefur á síðustu áratugum sótt Þriðja áhlaup íslams á Evrópu: Varað við „grænni hættu“ með drjúgum árangri inn í Vestur- Evrópu, ekki með því að snúa Evr- ópumönnum til íslams, heldur með svo stórfelldum innflutningi fólks frá íslamslöndum að kalla mætti þjóðflutninga. 12 milljónir Að sögn Der Spiegel eru nú yfir þrjár milljónir múslíma í Frakk- landi, 1,7 milljónir í Þýskalandi og yfir ein milljón í Bretlandi. En ekki er grunlaust að yfirvöld Vest- ur-Evrópuríkja hneigist til þess að gera heldur minna en meira úr fjölda innflytjenda frá þriðja heiminum, íslamskra og annarra, af ótta við viðbrögð innfæddra. Bassan Tibi, sýrlenskur stjórn- mála- og félagsfræðingur við há- skólann í Göttingen, segir að ís- Iamskir innflytjendur í Vestur- Evrópu séu þegar orðnir um 12 milljónir, eða eitthvað álíka marg- ir og íbúar Svíþjóðar og Noregs samanlagt. Þar að auki eru um sex milljónir múslfma á Balkanskaga og allnokkrar í fyrrverandi Evr- ópuhluta Sovétríkjanna. Tibi segir að bókstafsmúslímar ætli sér í raun að leggja undir sig allan heiminn. Þeir einbeiti sér nú að því að ná völdum í íslamslönd- um. Þeir telja sig vera einu sönnu múslímana og að ráðamenn flestra íslamsríkja hafi í raun gengið af trúnni og þar með gerst „handlangarar vestrænnar heims- valdastefnu er vilja ganga af íslam dauðu,“ eins og Abbassi el- Mad- ani, leiðtogi bókstafsíslams í Alsír, orðar það. Fyrir bókstafsmúslímum virðist vaka að sameina íslamslönd í eitt ríki, er þeir hafi náð völdum þar. Takist það, verði þar með komið á legg íslamskt risaveldi fært um að greiða atlögu að Evrópu, líkt og Arabaveldi fyrstu kalífanna og Tyrkjaveldi gerðu. Napóleon sundrar liöi Mam- lúka I Pýramídabardaga 1798: minnimáttarkennd eftir yfirráö Evrópu. Hatur sem sameinar Þetta bókstafsíslamska risaveldi muni taka þar til sem frá varð að hverfa við Poitiers 732 og Vínar- borg 1683, samkvæmt spá sem nú sést oft í fjölmiðlum. Þá hefst „stormáhlaup á borgarvirki vel- megunar, frelsis og lýðræðis," stóð um þetta í þýska blaðinu Ziiddeutsche Zeitung. Vesturlönd- um, segir það blað, ógnar nú í stað „rauðrar" hættu úr austri „græn“ hætta úr suðri. (Grænt er helgur litur f íslam.) í augum Vesturlandamanna er íslömsk heittrú miðaldafyrirbæri og gagnstæð skynsemi. Þeir heyr- ast oft furða sig á áhrifavaldi þess- arar trúarhreyfingar. En hætt er við að í þessu samhengi gleymi Vesturlandamenn því sem oftar að á síðustu 500 árunum eða svo hafa Evrópa/Vesturlönd að vísu breyst allmjög, en heimurinn að öðru íranskar konur syrgja Khomeini: eftirmenn hans hafa augastaö á Miö- Asíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.