Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.02.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. febrúar 1993 Tíminn 13 Þaö er hægt aö feröast ódýrt til meginlands Evrópu meö því aö taka Norrænu: Ferðaáætlun Norrænu hefur verið breytt Ferðaáætlun Norrænu verður eilítíð breytt í sumar. Ferjan mun ekki koma við í Leirvík á Hjaltlandi og við- komustaður í Danmörku verður Es- bjerg í stað Hanstholm. Á síðasta sumri ferðuðust um 16.000 ferða- menn með Norrænu. Haukur Birgis- son, framkvæmdastjóri Norrænu Feröaskrifstofunnar, segir að menn séu ákveðnir í að Qölga farjiegum á næsta sumri. Hann segir að ferð með Norrænu sé mjög ódýr fcröamáti. Fyrsta ferð Norrænu hefst á Seyðis- firði 3. júní. Ferðimar verða vikuleg- ar. Síðasta ferðin verður farin 2. sept- ember. Samtals verða því famar 14 ferðir. Sú breyting hefur verið gerð að nú mun Norræna sigla til Esbjerg í stað Hanstholm. Sömuleiðis verður sú breyting að ekki verður komið við í Leirvík á Hjaltlandi. Eftir sem áður getur fólk komist til Hjaltlands eða Skotlands með því að nýta sér Nor- rænu því að gamli Smyrill siglir frá Þórshöfn til Aberdeen og Hjaltlands. Lagt verður af stað frá Seyðisfirði á fimmtudögum, komið til Þórshafnar í Færeyjum að morgni föstudags og til Esbjerg síðdegis á laugardegi. Ferðin tekur því aðeins um tvo sólarhringa. í bakaleiðinni er komið við í Noregi. Esbjerg er sunnar en Hanstholm og því er styttra fýrir fólk að fara sem vill ferðast um meginland Evrópu. Haukur sagði að íslendingar hefðu í æ ríkari mæli nýtt sér ferðir Norrænu. Á síðasta ári ferðuðust á milli 2.000- 3.000 íslendingar með skipinu. Hauk- ur sagði að stefnt væri að því að gera enn betur á þessu ári. Haukur sagði alls konar fólk ferðast með Norrænu, Qölskyldufólk, einstak- linga, skólafólk og íþróttahópa, svo einhverjir væru nefndir. Haukur sagði að ferð með Norrænu væri ódýr ferðamöguleiki, ekki síst fyrir fjölskyldufólk sem ætlaði að taka bflinn með. Hann nefndi sem dæmi að fjögurra manna fjölskylda sem tekur bflinn sinn með í ferjuna greiddi frá um 20.000 krónum fyrir manninn fram og til baka. Þá gæti fjögurra manna fjölskylda keypt sérstakan Nor- egspakka, þ.e. farið úr í Þórshöfn, gist þar í þrjár nætur, haldið síðan til Nor- egs og dvalið þar eins lengi og fólk vildi. Þessi pakki kostar um 16.300 krónur á mann. Haukur Birgisson, framkvæmdastjóri Norrænu feröaskrifstofunnar. Tímamynd Árni Bjarna Jóhanna Tryggvadóttir hjá Evrópuferöum hf. sem sérhæfa sig I feröum til Portúgals. Evrópuferðir: Sérhæfa sig í ferð- um til Portúgals Ferðaskrifstofan Evrópuferðir hefur frá stofnun árið 1984 sér- hæft sig í sölu á ferðum til Portú- gals. Jóhanna Tryggvadóttir hjá Evrópuferðum sagði í samtali við Túnann að skrifstofan gæti boðið uppá ieiguflugsverð til Portúgals en flogið væri með áætlunarflugi til Lissabon með viðkomu í Lond- on. Þetta er í samvinnu við portú- galska flugfélagið TaP-air. Jóhanna Bjömsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Evrópuferða, sagði í samtali við Tímann að Evrópuferð- ir seldu ferðir til Portúgals allt árið um kring. Um væri að ræða hefð- bundnar ferðir á sólarströnd og einnig væri mikið um golfferðir. Sem dæmi um verð nefndi hún að á mánudag er að fara fólk á vegum skrifstofunnar til Algarve sem gist- ir þar í 24 nætur á fjögurra stjörnu glænýju hóteli á miðri ströndinni á Algarve. Auk sérsaksturs fram og til baka frá flugvellinum í Algarve greiðir þetta fólk 75 þúsund krónur fyrir ferðina með flugvallaskatti. Gist er í rúmgóðum íbúðum sem eru tveggja herbergja, stórt svefn- herbergi, stofa og fullbúið eldhús. Sem dæmi um verð á golfferðum má nefna átta daga ferð til Algarve með gistingu í tveggja manna her- bergjum í sjö nætur á Hótel Golf- ino. Sú ferð kostar 78 þúsund krónur með morgunverði og golf- gjöldum. Jóhanna tók fram að möguleiki er að stoppa bæði í London og í Lissabon, hvort sem er á leið utan eða heim, og bætist þá ekkert aukagjald við nema fyrir gistingu. r KAUPMANNAHÖFN..........................22.900 GAUTABORG..............................22.900 ÓSLÖ...................................22.900 STOKKHÓLMUR............................24.900 FÆREYJAR...............................13.200 LONDON.................................22.900 GLASGOW................................16.900 AMSTERDAM..............................22.900 LÚXEMBORG..............................24.900 PARÍS..................................24.900 HAMBORG................................24.900 FRANKFURT..............................26.900 MUNCHEN................................26.900 ViNARBORG..............................26.900 ZURICH.................................26.900 MiLANÓ.................................26.900 BARCELONA..............................26.900 Bókað strax og til sölu til 26. (ebrúar fyrir ferðir frá 15. april til 30. september. Barnaafslátt- ur er 33%. Flugvallaskattar ekki innfaldir. Munið nýja SPIES bæklinginn 1993. FERÐASKRIFSTOFA 652266 BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK GARÐYRKJUSTJÓRI SKÚLATÚNI 2, 105 REYKJAVlK. SlMI 632460, MYNDSENDIR 624034 Húsverndarsjóður Reykjavíkur (apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning- ar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1933 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavlkur, komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Minningarathöfn um eiginmann minn, föður, tengdaföður og afa Einar Olgeirsson fyrrverandl alþingismann sem andaðist 3. febrúar siðastliðinn að Hrafnistu f Hafnarfirði, fer fram ! Dómkirkjunni I Reykjavík mánudaginn 15. febrúar 1993 kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er vinsam- p legast bent á Hrafnistu f Hafnarfirði eða aðrar líknarstofnanir. Sigríður Þorvarðardóttlr Sólveig Kristfn Einarsdóttir, Lindsay O’Brien Edda Þorsteinsdóttír Einar Baldvin Þorstelnsson Jóhanna Axelsdóttir Gfsli Rafn Ólafsson Þorvarður Tjörvi Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.