Tíminn - 24.04.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 24.04.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Laugardagur 24. apríl 1993 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum I verkið „Suöuraeö — áfangi D“. Verkið felst f lagningu einangraðrar pípu, DN 350/500 mm., um 1.300 metrar að lengd og tengingu hennar á lokahúsum. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,101 Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. mal 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftir tilboðum I viðgerðir á þaki og glugg- um Fossvogsskóla. Hefstu magntölur eru: Pappalögn 310 m2 Málun þaka og þakkanta 1.340 m2 Endumýjun glerfalslista 150 m2 Málun glugga 500 m Verktími 1. júní-30. júli 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,101 Reykjavik, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. mai 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 HRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 93004 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að klæða veggi stöðvarhúss Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum. Innifalið í verkinu er að endurnýja glugga og hurðir og gera við skemmdir á múrhúð. Sömuleiðis er innifalin smíði þak- brúna á húsið. Þá er innifalið i verkinu að steypa undirstöður og olíuþró undir spenna og rofa í spennivirki stöðvar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins við Suðurgötu 4 Siglufirði, Ægisbraut 3 Blönduósi og Laugavegi 118 Reykjavík frá og með mánudeginum 26. apríl 1993 gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu RARIK, Suðurgötu 4, Siglufirði, fyrir kl. 14.00 föstudaginn 7. maí 1993 og verða þau þá opnuö í viöurvist þeirra bjóöenda sem þess óska. Tilboðin skulu vera í lokuðu umslagi merktu RARIK 93004 Skeiðsfossvirkjun. Unglingaheimili ríkisins mun á næstunni hefja rekstur meðferðarheimilis fyrir unglinga í vanda á aldrinum 13-15 ára. Hefur starfseminni verið valinn staður í Skagafirði. Nú leitum við að fólki til að starfa á þessu meðferðar- heimili. Æskilegt er að stór hluti starfshópsins hafi mennt- un og starfsreynslu á uppeldis- og meðferðarsviði. En einnig kemur til greina að ráða fólk með annars konar reynslu og þekkingu sem getur nýst í meðferðarstarfinu. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfœstur er til 4. maí nk. Nánari upplýsingar veitir forstjóri UHR í síma 91-689270. Forstjóri UHR Mcðfr.Ö fr*0(U 'UNGI INCAMriMII I RIKISINS Meðferðar- heimili Skagafirði Gfsli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Tímamynd Árni Bjama Hvað veldur því að menn játa á sig sakir sem þeir eiga ekki? Uns sekt er sönnuð Það voru miklar óeirðir í borainni og úti á götu fóra hópar um með rán- um, ofbeldi og gripdeildum. Á meðal þeirra vora þrir menn, sem ásamt mörgum fleirum lentu í átökum viö lögreglu með þeim skelfilegu afleiö- ingum að einn lögreglumaður var myrtur á hrottalegan hátt Þremenn- ingamir vora sakfelldir fýrir moröið og sátu inni í nokkur ár þar til Gísla Guðjónssyni, réttarsálfræðingi í Bretiandi, tókst að sanna sakleysi þeirra. Hann segir að morðjátning sé langt frá þvi fullgild sönnun og oft sé hætta á þvingunarjátningu í alvariegum sakamálum. Þar geta stjóm- málamenn m.a reynst drjúgur þrýstihópur. Nýlega ræddi Gísli á fundi með ís- lenskum rannsóknarlögreglu- mönnum um yfirheyrslur og yfir- heyrslutækni. Þá fjallaði hann einnig um játn- ingar sakbominga, þ.e. hvað veld- ur því að menn játa á sig afbrot og hversu algengt það sé. Þekktastur er Gísli líklega fyrir að hafa upp- lýst um rangar játningar og þar gat hann sýnt lögreglumönnun- um myndband, sem fjallaði um eitt af þeim málum sem hann hef- ur unnið við. Gísli nýtur mikillar virðingar í Bretlandi og er beðinn um að taka að sér um 500 mál á ári. Þá eru tíð- ir fundir, sem hann á með dómur- um, lögfræðingum og lögreglu- mönnum. „Rangar játningar geta alltaf átt sér stað. Fyrir 10 árum trúðu dómarar í Bretlandi því ekki að rangar játningar gætu átt sér stað. Það var erfitt að gera þeim grein fyrir því að þetta er kannski mun algengara en menn gera sér grein fyrir,“ segir Gísli. „Þetta er svið sem var vanrækt jafnvel af vísindamönnum þangað til ég byrjaði að rannsaka þetta. Ég fékk tækifæri sem var einstakt, og frá árinu 1980 hef ég unnið að stærstu og helstu sakamálum í Bretlandi," segir Gísli og veit ekki hvort áhuga- eða þekkingarleysi hafi verið um að kenna. „Ég held að fólk hafi bara ekki trúað því að þetta ætti sér stað í eins miklum mæli og fram hefur komið." Saklausir morðingjar Myndbandið, sem fyrr er nefnt, er um vitnisburð Gísla í máli sem hefur verið nefnt „The Tottenham Three". í október árið 1985 voru miklar óeirðir í norðurhluta Lundúnaborgar. Mörg hús brunnu og bílar voru skemmdir. „í þessum óeirðum meiddust margir lögreglumenn og einn var myrtur á hroðalegan hátt að við- stöddum fjölda manns," segir Gísli. í kjölferið fór fram ein stærsta lögreglurannsókn sem hefur verið framkvæmd á Bretlandseyjum, að sögn Gísla. Hann bætir við að það hafi torveldað rannsóknina að vitni hefðu reist eins konar þagn- armúr um atburðinn. Það kom samt ekki í veg fyrir að 369 manns væru handteknir og 71 þeirra ákærðir fyrir alvarleg brot eins og uppþot. Lögreglan taldi sig þrengja jafnframt hringinn í kringum meinta morðingja lög- reglumannsins og voru sex úr hópnum ákærðir fyrir morðið, að sögn Gísla. „Þrír þeirra voru dæmdir fyrir þetta morð, en hinum, sem voru unglingar, var sleppt,“ segir Gísli. Það var svo árið 1988 að Gísli hóf afskipti af málinu. „Þessir þrír sak- felldu héldu þá enn fram sakleysi Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Starhaga er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist bama Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Iþróttahús Kennarahá- skóla íslands Tilboð óskast I viögerð á þaki iþróttahúss Kennaraháskóla Islands. Um er að ræða endumýjun á þakjámi, pappa og tilheyrandi. Verktlmi ertil 17. ágúst 1993. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu vom, Borgartúni 7, 105 Reykjavlk, til og meö þriöjudeginum 11. mal gegn skilagjaldi kr. 6.225,- m/vsk. Tilboö verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar rlkisins, Borgartúni 7, föstudaginn 14. mal 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.