Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. apríl 1993 Tíminn 7 sínu, en þó höfðu tveir þeirra játað á sig glæpinn," segir Gísli. Þið bara sannið þetta á mig Það er saga í kringum játningu annars sakbomingsins. „Það lá fyrir skýrsla lögreglumanns um játninguna, sem benti til þess að sakborningurinn hefði óbeint ját- að á sig ódæðið," segir Gísli og vitnar til skýrslunnar, en þar var m.a. þessi setning höfð eftir sak- borningnum: „Þið bara sannið þetta á mig. Ég veit að það þorir enginn að kjafta frá.“ Að sögn Gísla kom svo seinna í ljós að lögreglumaðurinn hafði falsað þessa játningu. „Þegar ég kom inn í málið, beindi ég sjónum mínum í fyrstu að ein- um þessara dæmdu þremenninga, sem var dæmdur þó að hann hefði ekki játað. Játningin fólst í því að hann hafði verið á vettvangi og hefði hann haft tækifæri til, hefði hann lamið lögreglumanninn. Það var nóg til þess að hann var dæmd- ur fyrir morð,“ segir Gísli. Þar vísar hann til breskra réttar- reglna. „Þegar menn em í hóp, hefur hópurinn einn tilgang. Drepi einn úr hópnum, em allir hinir einnig sekir,“ bætir Gísli við. Gísli uppgötvaði fljótlega að sál- fræðingur og geðíæknir höfðu gert sig seka um mistök í sam- bandi við þennan sakboming. „Þeir höfðu ekki skýrt frá vanda- málum hans, sem olli því að ég taldi framburð hans við yfirheyrsl- ur óáreiðanlegan,“ segir Gísli, en á þetta féllust þessir sérfræðingar. Það kom samt fleira til. „í kjölfar þessa var gerður sjónvarpsþáttur um málið, sem var byggður á gögnum frá mér,“ heldur Gísli áfram. Til að gera langa sögu stutta, vom gögn um málið send til inn- anríkisráðuneytisins, sem ákvað að vísa málinu aftur til hæstarétt- ar, sem síðan sýknaði sakboming- ana. í kjölfarið fylgdi svo lögreglu- rannsókn, sem nýlega er hafin, að sögn Gísla. Stjómmálamenn virkur þrýstihópur Er mikið um að sakborningar játi á sig rangar sakargiftir vegna þess að yfirheyrsla er ekki rétt fram- kvæmd? „Þegar litið er til þess mikla fjölda yfirheyrslna, sem fram fer dag hvern, er aðeins lítill hluti sem leiðir til rangra játn- inga. Það hefúr samt sannast í rannsóknum okkar að fyrir kemur að menn játi á sig glæpi, sem þeir hafa ekki framið, jafnvel í alvarleg- um málum eins og manndráps- málum," segir Gísli. Þar vísar hann til eigin rann- sókna, því fyrir utan fyrrnefnt mál hefur Gísli látið til sín taka í nokkmm öðrum málum þar sem sakborningar hafa játað á sig al- varleg brot. Hvers vegna játa menn ranglega alvarlegar sakargiftir? „Það er mjög breytilegt eftir mál- um og sjaldnast ein ástæða sem liggur að baki. Þama fléttast sam- an margir þættir. Einn þeirra er t.d. sá mikli þrýstingur, sem lög- reglan verður fýrir í stórum mál- um um að finna þann seka,“ segir Gísli og bendir á að oft séu stjórn- málamenn mjög virkur þrýstihóp- ur. „Þegar lögreglan finnur einhvern líklegan við slíkar aðstæður, ein- beitir hún sér að viðkomandi. Sé þá eitthvað, sem bendir til þess að viðkomandi sé saklaus, er það ekki rannsakað nógu ítarlega," segir Gísli. Játa vegna þvingunar Þvingun er hugtak sem er ofar- lega í huga Gísla og er oft undan- fari rangra játninga. „Það, sem er þvingun fyrir einn, þarf ekki að vera þvingun fyrir annan,“ segir Gísli og vísar til mismunandi mót- stöðuafls sakbominga. „Það er ekki alltaf að lögreglumaður telji að um þvingun sé að ræða, þó sak- bomingi finnist hið gagnstæða," heldur Gísli áfram. Hann leggur því ríka áherslu á hugarástand sakbomingsins. „Sé hann Ld. hræddur um að verða beittur of- beldi af hálfu lögreglu játi hann ekki, þó hann hafi ekkert fyrir sér í því, getur það leitt til játningar," segir Gísli. Þá veit hann dæmi þess að sak- bomingar telji það ekki skipta meginmáli þó að þeir játi. „Þeir gera sér ekki grein fyrir afleiðing- unum og telja að þar sem þeir séu saklausir þá sjái lögfræðingur þeirra um málið eftir að þeir hafi verið látnir lausir,“ segir Gísli. Jafnframt bendir hann á þá al- kunnu staðreynd, að þegar menn telja sig verða fyrir þvingun reyna þeir mikið til að losa sig undan henni. „Þá gefa þeir hugsanlega meira eftir en þeir ættu að gera,“ bætir Gísli við. Hann tekur einnig fram að full- komlega heilbrigðir einstaklingar játi á sig rangar sakargiftir ekkert síður en aðrir. „Þegar fólk er í erf- iðu sálarástandi, er auðveldara að brjóta það niður en ella,“ bætir Gísli við. Ekkí eins mikii hætta hér á landi Gísli telur meiri líkur á réttlátari málsmeðferð hér á landi en í Bret- landi og Bandaríkjunum, en þar hefur hann einnig látið til sín taka. „í svo stómm löndum er mun erf- iðara að afla sönnunargagna og upplýsa mál en í litlu landi. Það gerir rannsóknina mun erfiðari og býður heim hættu á því að verið sé að handtaka menn og þvinga þá,“ segir Gísli. Játning hefur einnig meira að segja í þessum stóru löndum. í Bretlandi er t.d. hægt að dæma menn út frá játningum í morð- málum. Á íslandi er bundið í lög- um að gildi játningar þurfi að kanna,“ segir Gísli og telur að þess vegna séu minni líkur á röngum játningum hér á landi. Hann bendir samt á að það sé ekki allt fengið þó að rannsókn á gildi játninga sé bundin í lög. Þar vísar hann m.a. til mála sem hafa komið upp í Skotlandi og sumum fylkjum Bandaríkjanna, en þar gilda svipaðar reglur og hér á landi. „Þar hefur þetta verið þynnt talsvert mikið út,“ segir Gísli. Hann nefnir dæmi þessu til skýr- ingar, sem svipar til mála sem hann hefur unnið við. „Maður ját- ar á sig morð, sem sannanlega var framið. Það nægir í sumum fylkj- um Bandaríkjanna sem sönnunar- gagn. Ég tel að það væri samt ekki fullnægjandi sönnunargagn," seg- ir Gísli og telur að það þurfi að liggja fyrir fleiri gögn, sem sanni morðið á morðingjann. Þá tínir Gísli til fleiri dæmi, sem geti reynst vafasöm á þymibraut réttlætisins. „í Bretlandi og Bandaríkjunum er ofi stuðst við upplýsingar sakbornii..'s, sem enginn vissi um nema k nn og lögreglan. Þá er það oft notaó S1 að staðhæfa að játning sakborninjs- ins sé rétt Við höfum komist al því í rannsóknum okkar að þetta er rangt, því oft geta upplýsingar flust á milli lögreglu og sakbom- ings án þess að það sé augljóst," segir Gísli. Hann nefnir annað dæmi af svip- uðum toga. „Það er einhver myrt- ur og síðan yfirheyrir lögreglan mann, sem veitir upplýsingar um það hvemig afbrotamaðurinn komst inn í húsið bakdyramegin þar sem morðið var framið. Þá er þessi vitneskja meints morðingja notuð til sakfellingar og spurt hvemig hann vissi að morðinginn hefði farið þama inn. Þarna gætu upplýsingar hafe farið á milli lög- reglu og sakbornings, sé ekki farið nógu gætilega," segir Gísli og vísar til þess að alltaf verði að athuga vel hvaðan upplýsingamar komi. Leiðbeiningar um þvinganir „Það er ekkert réttarkerfi sem er fullkomið og rangar játningar geta alltaf átt sér stað, jafnvel þó allt sé gert rétt,“ segir Gísli aðspurður um hvort slíkt gæti gerst hér á landi. íslenskir rannsóknarlögreglu- menn buðu Gfsla til fundar, en hver var boðskapur hans til þeirra? „Ég kynnti fyrir þeim ýmislegt, sem ég hef verið að gera í Bret- landi í sambandi við rannsóknir mála. Það var til þess að fá þá til að hugsa um yfirheyrslur. Menn breyta oftast rétt, en það er samt nauðsynlegt að vekja menn til um- hugsunar um það sem gæti gerst, því rangar játningar geta átt sér stað,“ segir Gísli. Hann nefnir eitt dæmi um það hversu mikilvæg kynning þessara mála sé. „í þjálfunarbók fyrir lög- reglu í Bandaríkjunum um yfir- heyrslutækni er sagt að fari lög- reglumaður eftir þvingun, sem gerð er grein fyrir í bókinni, fái hann aldrei fram ranga játningu sakbornings," segir Gísli og finnst þetta dæmi bera vott um fárán- leika, sem þurfi að uppræta. Gísli er frumkvöðull á sviði rann- sókna um rangar játningar sak- borninga. Það var ekki fyrr en í byrjun síðasta áratugar, sem farið var að huga að þessum málum undir forystu hans í Bretlandi. Það er samt vfða óplægður akur og t.d. bendir Gísli á Bandaríkin, sem hann segir að séu mjög skammt á veg komin í þessum efn- um. -HÞ ----------------------------------------------------^ UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir til- boðum í eftirtalin tvö verk á Norðuríandi vestra: 1. Noröurlandsvegur—ræsi í Grjótá á Öxna- dalsheiðl 1993 Helstu magntölur: Stálplöturæsi 21,5 metrar og fylling og buröarlag 3.000 rúmmetrar. Verki skal lokiö 1. júll 1993. 2. Hólavegur 1993 Lengd vegarkafla 3,4 km. Helstu magntölur: Fyllingar 36.000 rúmmetrar, buröartag 8.500 njmmetrar og ræsalögn 230 metrar. Verki skal lokiö 1. ágúst 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö rikisins á Sauöárkróki og I Borgartúni 5, Reykjavlk (aö- algjaldkera) frá og meö 26. þ.m. Skila skal til- boöum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 10. mal 1993. Vegamálastjóri v____________________________________________________/ Fibertex wovens JARÐVEGSDUKAR TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGIR Þegar leggja á hellur ÁRMÚLA 21 - 108 REYKJAVlK-SlMI 686455 - FAX 687748 NY FRIMERKI Á mánudag koma út ný frímerki. Fyrstadagsumslög fást á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni, PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavik, Simi 63 60 51 Perlan I ÍÍSLAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.