Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. apríl 1993 Tíminn 13 Eftir gróðursetningu er mikilvægt að ekki hlaupi kyrkingur í vöxt plantn- anna og þarf þá einkum að gæta að þurrki og hita, hvort heldur er loft- eða jarðvegshita. Hæfilegt vaxtariými plantna er um 40-50x35-45 cm. Þegar líða tekur að uppskeru og haus- amir íamir að sjást inni á milli blað- anna er rétt að brjóta eitt til tvö innstu blöðin yfir kollana þannig að þau skýli fyrir sól. Hausamir þola illa birtu og ekki teljandi sólskin; þeir verða þá seigir og upplitast, verða gulleitir og jafnvel fiólubláir. Einnig má verja hausana þannig fyrir næturfrosti, en frost þola þeir mjög illa. Þroskaðir hausar þola ekki að standa lengi í garð- inum, því þeir fara fljótlega að gisna og undirbúa blómgun. 5. Spergilkál Spergilkál eða brokkólí hefur átt vax- andi vinsældum að fagna hin síðari ár. Það er einært, náskylt blómkáli og ræktað á svipaðan hátt. Hausar sper- gilkálsins em, ólíkt blómkáli, lausir í sér og blómknappamir greinilega að- greindir. Auk þess em þeir græn- eða grænbláleitir að lit og þarf ekki að skýla þeim fyrir sól. Bæði blómknappamir og blómlegg- imir em hafðir til matar, ýmist hráir eða soðnir. Spergilkál er bragðmeira en blómkál og að flestra mati mjög bragðgott og auðugt af A- og C-vítam- ínum. Spergilkál hentar mjög vel til frystingar. Spergilkál er að flestu leytd harðgerð- ara en blómkál og auðveldara í rækt- un. Af þeim afbrigðum, sem hafa reynst hér vel í ræktun, má td. nefha ,Skiff og .Corvet’ og af öðmm vænleg- um afbrigðum má td. nefha ,Corona’, ,Gem’ og .Topper’, sem þurfa um 60-70 vaxtardaga, .Harvester’ er fljótsprottn- ara og þolir að standa þéttar (30x30 cm) og .Greenia’ sem er ívið sein- sprottnara og uppskemmeira. Spergilkál þyrfti um 4-5 vikna for- ræktun fyrir útplöntun. Hæfilegt millibil á milli plantna er um 40-50 cm x 3540 cm. Auk aðalhauss mynda plöntumar einnig hliðarhausa, misjafnlega marga eftir afbrigðum, td. myndar .Greenia’ marga hliðarhausa og ,Gem’ stóran að- alhaus. Hausana þarf að uppskera áður en blómknappamir fara að blómstra og er þá oft skorið 10-15 cm undir hausnum. 6. Kínakál Kínakál er einær jurt, sem hefur náð mjög miklum vinsældum á síðustu ár- um. Það myndar nokkuð þétta hausa, sem vega oft um 0,5-1,5 kg. Blöðin og blaðæðamar eru stökk, bragðmild og bragðgóð og henta mjög vel í ýmis hrá- salöt Kínakál er langdegisjurt og blómstrar því hér á sumrin, ef ekki eru gerðar viðeigandi ráðstafanir til að hindra slíkt Auk langs sólargangs hefur hiti mikil áhrif á blómgunina. Til að hindra blómgun er því annað hvort „spilað inn á“ hita eða daglengd. Þar sem upphitað gróðurhús er til staðar, er mun fyrirhafnarminna að spila inn á hitann. Sé hitinn a.m.k. 18- 20°C í uppeldi, eyðir hann langdegis- áhrifúnum. Algengast er því í stór- ræktun að halda um 20°C í uppeldi í um 4 vikur. Þar sem upphitað gróður- hús er ekki til staðar og ræktunin ekki mjög umfangsmikil, má draga mjög úr hættunni á blómgun með þvf að lengja nóttina í 12-14 klst Þetta er auðgert með því að breiða svart plast yfir plönt- umar um kvöldmatarleytið og taka það aftur af næsta morgun, endurtekið allan uppeldistímann. Kínakál þrífst best í ffjósömum mold- arjarðvegi. Þar sem rótarkerfið er grunnstætt, þolir það illa þurrk. Aburðarþörfin er í meðallagi, en þar sem plöntumar eru hraðvaxta og rót- arkerfið veikbyggt, þarf næringin að vera næg og vel aðgengileg fyrir plönt- umar allan vaxtartímann. Gera mætti ráð fyrir um 7-10 kg af garðáburði á 100 m2 fyrir jarðvinnslu og áburðar- auki á vaxtartímanum ætti yfirleitt að vera óþarfur, a.m.k. ætti að fara varlega með mikla köfnunarefnisgjöf, því of mikið veldur aukinni hættu á innri rotnun í hausunum og að nítrat safnist fyrir í blöðunum. Kínakál er viðkvæmt fýrir bórskorti og til að fyrirbyggja bór- skort þyrfti að gefa bór í svipuðu magni og fyrir gulrófur, eða um 150- 250 g af bóraxi á 100 m2. Af afbrigðum, sem hafa reynst vel hér á landi, má td. nefna .Kasumi’, ,Hopk- in’ og ,Nagaoka 50’. Hæfilegt millibil á milli plantna er um 35-40x3540 cm. Plöntumar ætti að gróðursetja grunnt og mjög æski- legt er að breiða plast- eða acryldúk yf- ir plöntumar að lokinni gróðursetn- ingu. Reikna má með uppskem 40-70 dögum eftir útplöntun. Til að eiga ferskt kínakál sem lengst væri athug- andi að sá oftar en einu sinni, smá magni í senn. Uppskeru þarf að vera lokið áður en frysta tekur að ráði að hausti, en kínakál þolir dálítið frost 7. Hnúðkál Hnúðkál er tvíær jurt, sem myndar á fyrra árinu ætan stöngulhnúð og blómstrar og myndar fræ á því síðara. Þrátt fyrir að hnúðkál sé hraðvaxta og auðræktað, hefur það aldrei náð mik- illi ræktunarútbreiðslu hér á landi. Gagnstætt öðm kálmeti, safnar plant- an forðanæringu í stöngulinn, sem þrútnar og myndar hnúðinn sem vex ofanjarðar. Þegar hnúðurinn er skoð- aður má sjá greinileg ör efdr blöð sem þar hafa setið. Hnúðurinn er flathnött- óttur og ýmist gulhvítur, rauðfiólublár og grænleitur mismunandi eftir af- brigðum. Hnúðkál hefur milt og gott kálbragð, sem svipar svolítið til blómkáls. Það hentar mjög vel sem hrámeti, en einn- ig má matreiða það á svipaðan hátt og gulrófur. Einnig mætti djúpfrysta hnúðana, þegar búið er að sneiða þá niður að lokinni forsuðu. Auk hnúð- anna má einnig nýta blöðin til matar, einkum þau yngstu sem em meyrust, en þau em m.a. C-vítamín- og jám- auðug. Hnúðkál er ein fárra grænmetisteg- unda sem ná að skila hér uppskem, við góð skilyrði, eftir sáningu beint í beð utandyra. Ömggast er þó að forrækta plöntumar inni í 5-7 vikur, á sama hátt og annað kál. Af afbrigðum, sem hafa gefist hér vel, má td. nefna .Express Forcer’, ,Lanro’ og ,Blaro’. Áburðarþörf hnúðkáls er svipuð og hjá blómkáli. f þurrkum þyrfti að vökva plöntumar, ella hættir hnúðun- um til að tréna. Við gróðursetningu þarf að gæta þess að gróðursetja ekki það djúpt að hnúðurinn verði niðri í moldinni. Plöntumar em tiltölulega blaðnettar og geta því staðið nokkuð þétt, eða með um 25x15 cm millibili. Hnúðamir geta spmngið og hættan þar á eykst með auknu vaxtarrými og öðmm þeim aðstæðum sem valda mjög hröðum vexti, svo og með ójafnri vökvun. Hnúðana ætti að uppskera áð- ur en þeir hafa náð fullum þroska, þvf þá er hætta á að þeir séu byijaðir að tréna, eða 70-80 dögum frá sáningu. r- Maxi Crop þaraáburður Þörungamjöl Þurrkaður hænsnaskítur Auk þess allur áburður í 5 og 10 kg. umbúðum ® FRJÓhf HEILÐVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 LOTT# Vinn ngstölur ,---—________ miðvikudaginn: 21. april 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING m eaie 1 / á íslandi 0 20.501.000,- lÆ 5 af 6 Lín+bónus 1 404.244.- 0 Saf6 7 45.374,- | 4 af 6 244 2.070.- 3 af 6 Cfl+bónus 10.025 211.- Aðaltölur: Æ|l8 23)(30)(36 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 21.944.217.- á Isl.: 1.443.217, UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91-68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR f<§) Lindab Pakklæöningar, rennur Og nÍÖUrfÖII. Leltiðtllbo&a! BLIKKSMKMAN SMtÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 685699 TÖFRARROMARBORGAR Borgin eiliffa ► ► ► ► 7 ► ► *£ ► ► ► ► Stórkostlegur möguleiki á ævintýraferð til Rómaborgar. Flogið er til Kaupmannahafnar á miðvikudögum og gist eina nótt á Komfort- hótelinu rétt við Ráðhústorgið. Næsta dag verð- ur flogið með ítalska flugfélaginu Alitalia til Rómaborgar þar sem dvalið verður í 6 daga og gist á hótel Genova sem er 4ra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Róm gefst kostur á að fara í margs konar skoðunarferðir, svo sem: dagsferðir til Napólí og Caprí með viðkomu í Bláa hellinum. Verð á mann 7.500 kr. Stórkostlegar skoðunarferðir með enskumæl- andi fararstjórum. í boði eru bæði hálfs og heils dags ferðir: Colosseum, Vatikanið, Péturskirkjan. Fornminjarnar og meistaraverk endurreisnar- tímans eru alls staðar og magnþrungin listin heillar. Verð frá 1.500 kr. Verð: 71.500 kr. Innifalið er flug Keflavík, Kaupmannahöfn, Róm, Kaupmannahöfn, Kefla- vík, gisting 1 nótt í Kaupmannahöfn, 5 nætur í Róm (miðað við mann í tveggja manna her- bergi), morgunverður, flugvallaskattur á íslandi, Danmörku og á italíu. Einstakt tilboð. I^Munið ódýru Billund ferðirnar. Verð 23.900 kr. með öllum flugvallagjöldum ef bókað er fyrir 1. maí. Ferðatímabil 26. maí-25. ágúst. Ferðaveisla sumarsins. Ferðaskrifstofan Alís - s. 652266 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI I ofniim, grillið pottinn eða pönnuna, aðeins 484fe í næstu verslun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.