Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. maí 1993 85. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Átök um heimild til innflutnings á búvörum á Alþingi: Tveggja milljóna dollara hagnaður hjá Coldwater Seafood, dótturfyrirtæki SH, í fyrra. Bandaríkjamarkaður vill hvítfisk: Ekki lengur aðalatriði hvað fisktegundin heitir Meöal bandariskra fiskkaupenda er þaö ekki lengur aöalatriði hvað fisktegundin heitir heldur aö um sé að ræöa svokallaöan hvítfisk sem stenst kröfur um verð og gæöi. Þetta kom fram á aðalfundi Sölu- miðstöðvar hraðfystihúsanna sem lauk í gær. Þar kom einnig fram að hagnaður af rekstri Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum, var um tvær milljón- ir dollara eftir skatta á síðasta ári á móti 750 þúsund dollurum árið 1991. Sem dæmi þá sækist sá sem fyrrum var stærsti kaupandi þorskflaka í Bandaríkjunum, ekki eftir þorskflök- um heldur blokkarskömmtum sem eru tilbúnir til steikingar. Þetta er veitingakeðjan Long John Silver, en hún hefur hafið viðskipti á ný við dótt- uríyrirtæki SH vestra, Coldwater Se- afood Corporation. Þannig að fiskur- inn má hvort heldur sem er vera fitu- fláður Alaskaufsi, þorskur eða hvaða hvítfiskur annar. Á aðalfundinum voru einnig kynntar niðurstöður könnunar sem Gallup- stofnunin gekkst fyrir á síðasta ári meðal sjálfstæðra veitingahúsa í Bandaríkjunum á því hvaða vöru- merki sjávarvara þeir keyptu helst. Könnunin náði til 500 veitingahúsa og aðeins 30% þirra voru skyndibitastað- ir. í ljós kom að 37% aðspurðra sögð- ust kaupa fiskafurðir framleiddar und- ir vörumerkinu Icelandic og í öðru sæti var vörumerkið Artic Alaska sem 10% sögðust helst kaupa. í könnuninni kom einnig fram að sá þáttur sem réði hvað mestu um inn- kaup á fiski væru gæði og töldu 74% aðspurðra mikilvægt að varan væri framleidd undir opinberu eftirliti. Alls töldu 33% að gæði og þjónustu réðu mestu um þeirra innkaup en aðeins 9% töldu að kaupin réðust af verðinu. -grh Uppskeruhátíð Nú er langt liðið á skólaárið hjá grunnskólabömunum og í gær voru nemendur Breiðholtsskóla önnum kafnir við að undirbúa sýningu á afrakstri vetrarstarfsins og voru léttir í bragði. Timamynd Aml BJama hann á sæti í nefridinni. Egill Jónsson, formaður landbúnaðar- nefndar, og landbúnaðarráð- herra neituðu algerlega að breyta tillögu nefrídarinnar. Mjög skiptar skoðanir voru um málið bæði í Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Fram- sóknarmenn og Alþýðubanda- lagið studdu hinsvegar tillögu landbúnaðarnefndar og þar með var öruggur meirihluti fyrir til- lögunni í þinginu. Jón Baldvin og aðrir andstæðingar tillög- unnar áttu erfitt með að stöðva málið þar sem það var afgreitt úr nefnd og komst á dagskrá þings- ins. Ekki var hægt að meðhöndla málið á sama hátt og fumvarpið um hagræðingarsjóðinn sem var svæft í nefnd. Síðdegis í gær hafði þessi deila ekki verið leyst. Alger óvissa ríkti um þinglok vegna þessa máls en flest benti til að þingi myndi ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi í dag eða á mánudag. -EÓ Mikill ágreiningur er milli stjómarflokkanna um fmmvarp landbúnað- arráöherra um framleiðslu og sölu búvara. Svo langt gekk aö Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hótaði stjórnarslitum ef fmm- varpið færi í gegnum þingið í því formi sem landbúnaðarnefnd leggur til. Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra neitaði algeríega að gefa eft- ir í málinu. formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, stóð hins vegar að til- lögu landbúnaðarnefndar en Frumvarp landbúnaðarráð- herra var flutt vegna aðildar ís- lands að samningnum um Evr- ópskt efríahagssvæði en samn- ingurinn gerir ráð fyrir að ísland leyfi innflutning á blómum og einstökum grænmetistegund- um. EES-samningurinn tekur því ekki gildi á Islandi nema opnað sé fyrir innflutning á þess- um vörum með breytingu á bú- vörulögum. Landbúnaðarnefnd Alþingis, að fulltrúa Kvennalistans í nefríd- inni undanskildum, lagði til að landbúnaðurinn fengi heimild til að banna innflutning á ein- stökum búvörum ef fjármálaráð- herra nýtti ekki heimild til að leggja jöfríunargjöld á erlendar búvörur sem fluttar yrðu til landsins. Jón Baldvin hefur sagt við fjöl- miðla að utanríkisráðuneytið hafi ekki verið haft með í ráðum þegar tillaga landbúnaðamefrid- ar var mótuð. Þessu hefur Egill Jónsson, formaður landbúnaðar- nefndar, mótmælt og sagt að starfsmaður ráðuneytisins hefði lesið tillöguna yfir og gert smá- vægilegar athugasemdir sem tekið hefði verið tillit til. Tíminn hefur ömggar heimildir fyrir því að annar starfsmaður ráðuneyt- isins hafí lesið tillöguna yfir og ekki gert athugasemdir. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra var óánægður með niður- stöðu Iandbúnaðarnefndar. Það sama gilti um Jón Baldvin og Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Össur Skarphéðinsson, Starf deildarstjóra inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps: Fjórtán sóttu um Fjórtán sóttu um starf deildar- stjóra innlendar dagskrárdeildar Sjónvarps, en það starf losnaði þegar Hrafni Gunnlaugssyni var vikið úr því. Tveir umsækjenda óska nafnleyndar. Aðrir umsækj- endur eru: Ágúst Guðmundsson, Áslaug Ragnars, Helgi Pétursson, Ing- var Ágúst Þórisson, Jens Pétur Þórisson, ÓIi Öm Andreassen, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmund- ur öm Amgrímsson, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Sveinn M. Sveinsson, Þór Elís Pálsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. -EO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.