Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 8. maí 1993
Baksviðs við stríðið um Fjalla-Karabak:
enda þótt grannar séu og sitthvað
sé efalaust líkt með þeim í menn-
ingu. Armenar eru indóevrópskir
og kristnir, Aserar tyrkneskir og ís-
lamskir. Armenar eru ein þeirra
þjóða, sem mikið kvað að í Vestur-
Asíu þegar mörg hundruð árum
f.Kr. I samanburði við þá eru tyrk-
neskar þjóðir þar nýgræðingar eða
allt að því; þær fóru ekki að flytjast
að ráði á þær slóðir fyrr en á 11. öld.
Síðan þá hafa Armenar og tyrkir
verið sambýlingar, en hætt er við að
þeir fyrmefndu líti svo á að þeir hafi
ekki margs góðs að minnast úr
samskiptum sínum og þeirra síðar-
nefndu. Sú saga er mikið til saga
ránskapar og kúgunar af tyrkja
hálfu. í ríkjum tyrkja og annarra
múslíma sættu Armenar þar að
auki misrétti og stundum ofsókn-
um vegna trúar sinnar.
Holocaust Armena
Þær ofsóknir náðu hámarki í
heimsstyrjöldinni fyrri. Þá voru
Rússaveldi og TVrkjaveldi Ósman-
sættar óvinir og Armeníu var skipt
á milli þeirra, meirihlutinn undir
Týrkjum. TVrkir fóru halloka fyrir
Rússum og óttuðust að Armenar
TVrkjaveldis myndu grípa tækifærið
til að ná sjálfstæði. Til þess að fyrir-
byggja það tóku TVrkir sér fyrir
hendur að útrýma Armenum. Voru
Armenar án tillits til kyns eða ald-
urs strádrepnir bæði heima fyrir og
í nauðungarflutningum suður á
eyðimerkur, auk þess sem fjöldi
fórst úr hungri og þorsta í þeim
flutningum. Konum var mörgum
eða kannski flestum nauðgað áður
en þær voru myrtar. Pyndingar og
misþyrmingar af viðurstyggilegasta
tagi voru þessu samfara. Her og
Iögregla Týrkjasoldáns stóðu fyrir
ofsóknunum en víða tók tyrknesk-
ur almenningur þátt í þeim.
í s.l. mánuöi gerðist þaö í óyfirlýstu stríöi Armeníu og Aserbæd-
sjans að Armenar náöu á vald sitt landspildunni á milli Armeníu
og héraðsins Fjalla-Karabak. Við þaö beindist athygli heimsins
sem snöggvast aö stríöf, sem þegar hefur staöiö í yfir Qögur ár
en upp á síökastiö lent f fréttum á bak við Bosníustríð og annað.
Þegar glasnost upphófst í Sovét-
ríkjunum kröfðust Armenar fyrst í
stað ekki fyrst og fremst sjálfstjóm-
ar eða sjálfstæðis eins og sumir
aðrir, heldur þess að Fjalla-Karabak
yrði sameinað Armeníu. Enda er
mestur hluti íbúa þar, eitthvað um
170.000 talsins samkvæmt einni
heimild, armenskur, enda þótt hér-
aðið heyri undir Aserbædsjan.
Armenaofsóknir á ný
Aserar þvemeituðu að verða við
kröfum Armena um þetta og í
Bakú, Sumgait og fleiri borgum As-
erbædsjans kom þegar árið 1988 út
frá þessari deilu til villimannlegra
ofsókna gegn Armenum sem þar
bjuggu. Aserskur skríll rændi og
nauðgaði, brenndi fólk lifandi inni í
bílum og íbúðum, risti krossa í
hörund unglingsstúlkum o.s.frv.
Aserska lögreglan hafðist ekki að
Armenum til vemdar og gaf í skyn
að hún hefði fyrirmæli um það frá
æðstu mönnum þarlendis. Hundr-
uð þúsunda af Armenum bjuggu þá
í Aserbædsjan en margir þeirra og
e.t.v. flestir flýðu land undan of-
sóknunum.
Ofsóknir þessar leystu úr læðingi
fullan fjandskap milli Armena og
Asera og þar með stríð það á milli
þeirra er enn stendur yfir. Um
manndauða af völdum þess hemað-
ar ber heimildum ekki saman, en
eitt heimsblaðið giskaði nýlega á
3000 í því sambandi. Hemaðurinn
hefur einkum verið stórskotahríð á
borgir og þorp og smábardagar, þar
sem stríðsaðilar hafa leitast við að
nudda hvor öðrum úr meira eða
minna víggirtum stöðvum. Aðall-
lega hefur verið barist í Fjalla-Kar-
abak og á landamæmm þess að As-
erbædsjan. Enda er Armenía ekki
formlega í stríðinu, heldur heitir
svo að þetta sé stríð Fjalla-Karab-
aks, sem lýst hefur sig sjálfstætt
lýðveldi, og Aserbædsjans. En ljóst
er að Fjalla-Karabakar hefðu ekki
haldið velli svo lengi, algerlega um-
kringdir af Aserbædsjan, ef ekki
hefði komið til stuðningur frá Ar-
meníu. Aserski herinn mun fyrir
löngu að mestu eða öllu hafa verið
hrakinn út úr Fjalla-Karabak. Ekki
hefur verið mikil hreyfing í hemað-
inum þarna fyrr en í s.l. mánuði
með áminnstri sókn Armena.
Miklu meira en
Fjalla-Karabak
Sovéski „múltikúltúralisminn",
sem byggðist á ríkishugsjón á þá
leið að þar hefðu þjóðemisvanda-
mál verið leyst um aldur og ævi,
hrundi jafnvel á undan Sovétríkj-
unum sjálfúm og hvergi reyndist
hann hafa verið jafti herfileg blekk-
ing og viðvíkjandi Armenum og As-
emm. Á bak við hatrið þeirra á milli
liggur miklu meira en deilan um
Fjalla- Karabak, sem er eitthvað
um 5000 ferkílómetra að stærð.
Þjóðimar tvær em næsta ólíkar,
Þýskir hermenn staddir í tyrk-
nesku Armeníu (Þýskaland og
Týrkjaveldi vom bandamenn í
stríðinu) skýrðu svo frá einum af
óteljandi atburðum í útrýmingu
þessari: Á ferð milli staða tóku þeir
næturhvíld undir bemm himni.
Skammt frá þeim tóku sér náttstað,
einnig undir bemm himni, TVrkir
nokkrir sem ráku með sér nokkuð
hundmð armenskra kvenna. Þótt
hlýtt væri í veðri varð Þjóðverjun-
um ekki svefnsamt, sökum neyðar-
og kvalaópa frá hinum náttstaðn-
um. Sögðu Þjóðverjamir svo frá
síðar, að þau hljóð hefðu verið slík
að ekki gengi að reyna að lýsa þeim.
Ekkert höfðust þeir að armensku
konunum til hjálpar, því að frá yfir-
mönnum sínum höfðu þeir fyrir-
mæli um að forðast afskipti af „sér-
málum" tyrknesku bandamann-
anna, sem kynnu að taka slík af-
skipti illa upp. Hjóðin dvínuðu ekki
fyrr en undir morgun. Þegar birti af
degi, höfðu Tyrkimir sig á brott og
Þjóðverjar skoðuðu það sem þeir
skildu eftir sig. Það vom hundmð
nakinna og sundursaxaðra arm-
enskra konulíka.
litið svo á að þeir ættu um tvennt
að velja; að Týrkir útrýmdu þeim al-
veg eða að Rússar undirokuðu þá.
Ýmsir telja að um 600.000 Armen-
ar hafi verið drepnir í ofsóknum
þessum, sem hófust „fyrir alvöm“
1915 og stóðu yfir til 1920, aðrir
nefna tölur sem slaga hátt upp í
tvær milljónir. Margir telja að Ar-
menum hafi þá fækkað um rúman
helming. Þar að auki flýði fjöldi Ar-
mena þá land sitt. Núverandi Ar-
menfa er ekki nema lítill hluti þess
svæðis, sem Armenar höfðu byggt
frá því að saga þeirra hófst. Meiri-
hluti þess svæðis er nú innan
landamæra Týrklands og þar fyrir-
finnst frá því að ofsóknunum lauk
ekki armenskt fólk svo heitið geti.
Um s.I. aldamót vom Týrkir hins-
vegar að líkindum í minnihluta á
mestum hluta þess svæðis, sem nú
er austurhluti Tyrklands. Meiri-
hluti fólks á því svæði þá var af öðr-
um þjóðemum, einkum armensku
og kúrdnesku. í TVanskákasíu var
og byggð Armena þá talsvert meiri
en nú er, t.d. var landspildan sem
nú er á milli Armeníu og Fjalla-
Karabaks (og stundum hefur verið
Fækkun um rúman
helming?
í stríðslokin, þegar Rússaveldi var
í upplausn út fVá byltingu og borg-
arastríöi, reyndu Tyrkir að nota það
tækifæri til að Ieggja undir sig
Transkákasíu. Jafnframt þeim
hemaði héldu þeir áfram við að
drepa Armena niður og Aserar
frændur þeirra og trúbræður tóku
þátt í því með þeim. Armenar í
rússnesku Armeníu höfðu þá lýst
sig sjálfstæða. Þegar vörn þeirra
gegn ofurefli Tyrkja virtist á þrot-
um kom Rauði her nýstofnaðra
Sovétríkja á vettvang. Tyrkir stöðv-
uðu þá sókn sína en héldu þó eftir
nokkrum hluta rússnesku Armen-
íu. Sá hluti hennar sem þeir höfðu
ekki unnið var innlimaður í Sovét-
ríkin og gerður að sovétlýðveldi.
Með hliðsjón af atburðum undan-
farinna ára munu Armenar þá hafa
Frönsk teiknimynd frá 1916 sem
á að gefa hugmynd um aöfarir
Tyrkja gegn Armenum þá.
kölluð Neðra-Karabak) þá að miklu
leyti byggð Armenum.
Aserar fylgja föllnum félaga til grafar — Tyrkland og íran keppa um hylli þeirra.
Engin Niimbergrétt-
arhöld
Týrkir hafa ekki viðurkennt á sig
fjöldamorðin á Armenum, hvað þá
að þeir hafi lýst yfir iðmn vegna
þeirra eða greitt Armenum skaða-
bætur. Engin Númbergréttarhöld
hafa farið fram yfir þeim fomstu-
mönnum Týrkja, sem bám ábyrgð á
hryðjuverkum þessum, þvert á
móti em a.m.k. sumir þeirra í há-
vegum hafðir, heimafyrir sem er-
lendis. Þeirra á meðal var Kemal
Atatúrk, sem Tyrkir meta mest
manna og kalla föður lýðveldis síns.
Stórveldi hafa allt frá stofnun þess
keppt um hylli þess, það hefur í ára-
tugi verið velvirtur meðlimur í Na-
tó og hefur þar á ofan aldrei beðið
ósigur í stríði. Fjöldamorðin á Ar-