Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. maí 1993
Tíminn 7
Fjölmennur fundur í
Árnesi í Trékyllisvík:
Hádegisverðarhlé í björgunarskýli Slysavarnarfélagsins á Trékyllisheiði:
Stefán Gíslason, fulltrúi Héraðsnefndar Strandasýslu, Hafdís Sturlaugs-
dóttir, Kvenfélagasambandi Strandasýslu, og bílstjórarnir Eysteinn
Gunnarsson og Ómar Pálsson.__________________________________________
í baksýn sjást Norðurstrandir. Ófeigsfjöröur er næstur á myndinni en yst
til hægri sést I endann á Drangaskörðum.
Efling at-
vinnu í
Stranda-
sýslunni
í Strandasýslu er nú í gangi sér-
stakt átak til eflingar atvinnu í
sveitum sýslunnar. Að átakinu
standa Héraðsnefnd Stranda-
sýslu, Búnaðarsamband
Strandamanna, Kvenfélagasam-
band Strandasýslu og Ferða-
málafélag Strandasýslu og hafa
þessir aðilar skipað sérstakan
fimm manna starfshóp til að
vinna að málinu. ■
Héraðsnefnd Strandasýslu hef-
ur samið um það við Hagfélagið
hf. í Vestur-Húnavatnssýslu að
félagið aðstoði Strandamenn við
þetta atvinnumálaverkefni. Mun
Karl Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hagfélagsins,
starfa með starfshópnum sem
verkefhisstjóri.
Síðustu vikuna í aprfl efridi
starfshópurinn til kynningar-
funda víða um Strandasýslu.
Á fundunum var leitað eftir
hugmyndum heimamanna um
atvinnutækifæri á hverju svæði
um sig. Langfjölmennasti fund-
urinn var haldinn í félagsheimil-
inu Ámesi í Trékyllisvík föstu-
daginn 30. aprfl. Á þann fund
mættu 44 heimamenn úr Árnes-
hreppi.
Þar kom fram á annað hundrað
hugmynda og í fundarlok voru
skipaðir fjórir verkefhishópar til
að vinna úr þessum hugmynd-
um og kanna möguleika á að
hrinda einhverjum þeirra í fram-
kvæmd. Er stefnt að því að hóp-
arnir hefji störf þegar á næstu
dögum. Sams konar hópar hafa
einnig verið myndaðir í öðrum
hlutum sýslunnar.
Þegar fundurinn í Ámesi var
haldinn var enn ekki búið að
ryðja landleiðina í Árneshrepp
en hreppurinn er ævinlega án
vegasambands nær allan vetur-
inn. Starfshópurinn brá því á
það ráð að aka norður Trékyllis-
heiði á tveimur fjallajeppum.
Á Trékyllisheiði er enginn bfl-
vegur en síðustu vor hefur heið-
in verið vinsæl leið fyrir jeppa og
véisleða. Leiðin upp á heiðina
liggur úr botni Steingrímsfjarð-
ar og í þetta sinn var komið nið-
ur á Eyrarháls norðan við Tré-
kyllisvík. Ferðin gekk í flesta
staði vel ef frá er talin bilun í
kælikerfi annars jeppans. Var þá
fenginn annar jeppi úr byggð til
að bjarga málinu. Að þessum töf-
um frátöldum reyndist heiðin
allt að því helmingi fljótfamari
en þjóðvegurinn.
Hafnarfirði
Til sölu eru íbúðir í:
Fjölbýlishúsinu með sérbýliseinkennin:
Enginn stigagangur.
Sér inngangur í hverja íbúö.
Engin sameiginleg lóð.
Bílskúr eða lokað bílskýli getur fylgt með.
Feiknagott útsýni yfir Hafnarfjörð og allt
Reykjavíkursvæðið.
4ra herb. íbúðir á tveimur hæðum. Niðri er starfssvæði
en uppi er svefn- og hvíldarsvæði. Góðar skjólgóðar
svalir mót suðri.
Veró: 8,9 mkr. 108m2
2ja herb. íb. á 1. hæð. Sér garður. Verð: 5,3/5,9 mkr.
60/65m2
Stallahúsum með skjól og útsýni:
Mjög gott útsýni yfir Hafnarfjörð og flóann.
Gott skjól í sólarátt okkar höfuðborgarbúa
(Norðanáttinni frægu).
Rúmgóðar og bjartar íbúðir með innbyggðum bílskúr.
Stórar skjólgóöar svalir mót suðri.
(Stallahús eru nokkurs konar sérhæðir en með sér
inngangi, sem eru byggð utan í hlíðina.)
Verð:
4ra herb. 10,9 mkr. 134m2 auk bílskúrs.
5ra herb. 11,9 mkr. 152m2 auk bílskúrs.
íbúðirnar eru seldar tilbúnar undir tréverk.
En einnig geta menn valið að kaupa þær
Við erum sveigjanlegir með greiðslukjör og til viðræðu um að taka íbúðina þína uppí.
Flest okkar hafa reynslu af að búa í blokk.
„Nú er hann Jón okkar á fyrstu hæðinni enn einn ganginn að
sjóða sér signa ýsu með vestfirskum hnoðmör, blessaður
karlinn. Og við sem eigum von á gestum".
„Hún Magga á þriðju var spyrja hvort við hefðum nokkuð
gleymt að ryksuga ganginn og þurrka af. Fólk hefur svo
sannarlega misjafnan hreinlætisþröskuld!"
„Hvern fáum við til þess að slá blettinn ísumarleyfinu?"
í sérbýlishúsunum okkar í Setbergshlíð eru
engir stigagangar og enginn sameiginlegur
blettur til að slá og þú getur verið enn betri
vinur nágranna þinna.
Söluaðilar eru:
Ás fasteignasala,
Strandgötu 31. Sími 65 27 90
Fasteignamarkaðurinn,
Óðinsgötu 4. Sími 1 15 40
Laufás sf. fasteignasala,
Síðumúla 17. Sími 81 27 44
Umsjón með framkvæmdum:
Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar.
Framkvæmdaraðili er VEÐ hf.
Kringlan 4. Sími 68 31 21.
Stjórnarformaður: Pétur H. Blöndal.
Stefán Gfslason, fréttaritari á HólmaviK.