Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 12
12 Tlminn Laugardagur 8. maí 1993 Sjö ára vinnu við gerð gróðurkorts aflandinu lokið. Kortið er byggt á tólf myndum sem teknar voru úr gervitungli: r Nýtt gróðurkort af Islandi I-anifmæHngar íslands hafa gcfift út gróðurkort af íslandi sem gert er eftir gervitunglamyndum. Kortift er sett saman úr tólf gervi- tunglamyndum sem teknar voru úr 705 kílómetra hæð á árunum 1986-1992. Kortið gefur gott yfirlit yfir heildarástand gróðurþekju landsins og ekki síður yfir þá gróðureyðingu sem á sér stað á norð- austurhluta landsins. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri segir að kortið sýni vel hvar gróðureyðingin á sér stað. Hann segir að við get- um ekki sætt okkur við ásýnd landsins eins og hún sé á norð- austurhluta landsins. Gervitunglið sem tók myndim- ar heitir LandsaL Það tekur myndir af sama stað á jörðinni á sextán daga fresti. Eins og gefur að skilja var landið oft þakið skýjahulu þegar myndir vom teknar af íslandi og þess vegna tók sjö ár að fá nægilega góðar myndir af landinu til að hægt væri að nota þær við gerð gróð- urkortsins. Sum árin fengust að- eins ein eða tvær þokkalegar myndir af landinu en önnur ár fengust tíu nothæfar myndir. Þessi tækni gefur marga nýja möguieika til notkunar í land- græðslu, virkjanagerð eða ann- arri landnýtingu. Með þessari tækni fyrirhuga Landmælingar ísiands að koma sér upp gagna- banka. Bankann má m.a. nota til að fylgjast með breytingum á gróðri landsins. Gróðurkortið var unnið í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. Framleiðnisjóður land- búnaðarins styrkti kortagerðina með sex milljóna framlagi en heildarkostnaður við hana var 15,5 milljónir. Það er nokkuð iægri upphæð en upphaflega var áætlað að verja til verksins. Gróðurkortið var unnið í sam- ræmi við ályktun alþingis frá mars 1991. Nýja gróðurkortið er til sölu hjá Landmælingum íslands og kost- ar 1.990 krónur. -EÓ Brauðostur 15% LÆKKUN! VERÐ NU: 679 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞU SPARAR: ■ kílóið. 120 kr. á hvert kíló. OSTA OG SMJÖRSALAN SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.