Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. maí 1993 Tíminn 5 Ráöuneyti Davlös Oddssonar. Tlmamynd Pjetur Lánlaus ríkisstjóm Steingrímur Hermannsson skrifar Ég vil leyfa mér að fullyrða að engin ríkis- stjóm hafi unnið sinni þjóð meira tjón en þess- ari hefur tekist á tveimur árum. Ég geri ekki lítið úr þeim erfiðleikum sem steðja að fslensku efnahagslífi og sannarlega má rekja að nokkru til minnkandi þorskafla og til erfiðleika á erlendum mörkuðum, en stað- reyndin er hins vegar sú að við íslendingar höf- um iðulega staðið frammi fyrir slíkum erfið- leikum. Og þá höfum við Islendingar borið gæfu til þess að leggja deilumálin til hliðar og snúa bökum saman — stjómvöld, launþegar, atvinnurekendur og bændur — og vinna okk- ur út úr erfiðleikunum. Það er enginn vafi á því að þannig höfum við unnið okkur frá fátækt til velmegunar. Nú er svo sannarlega brotið blað að þessu leyti. Sú ríkisstjóm, sem nú situr, hef- ur hafnað þeirri samstöðu sem henni var reyndar boðið. Við viljum gjaman kenna lánleysi þessarar ríkisstjómar stefnuleysi hennar, en það er mik- ill misskilningur. Það er ekki stefnuleysi sem ræður, það er stefna þessarar ríkisstjómar að eiga ekki samstöðu með aðilum vinnumarkað- arins til þess að leysa þau vandamál sem að steðja. Það er stefna þessarar ríkisstjómar að hafa ekki afskipti af atvinnurekstrinum eða at- vinnuleysi í landinu. Þetta kom hvað gleggst fram í stefnuræðu forsætisráðherra sl. haust þegar hann lýsti því sem broti á hinni hreinu stefnu ríkisstjómarinnar að beita ríkisstjóm- inni fyrir því að flýta framkvæmdum í vega- málum til að draga úr atvinnuleysi; stflbrot kallaði forsætisráðherra það. Var fortíðarvandi? Forsætisráðherra talaði mikið um fortíðar- vandann í upphafi síns stjómarferils. Hann er að mestu hættur því nú, enda sýna tölur Þjóð- hagsstofnunar að þessi ríkisstjóm tók við góðu búi. Þær sýna að á árinu 1990 var íslenskur iðnaður með betri afkomu en hann hafði verið allan áratuginn á undan. Tölur Þjóðhagsstofn- unar sýna sömuleiðis að afkoma sjávarútvegs- ins var með því besta sem hún hafði verið allan áratuginn. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur fram að því er spáð að íslenskur sjávarútvegur verði nú rekinn með 9% halla og 8 milljarða halli verði á íslensku atvinnulífi. Þetta hefur ríkisstjóminni tekist með stefnu sinni á aðeins tveimur ámm. Tölur Þjóðhagsstofnunar sýna einnig að síð- ustu ríkisstjóm tókst að koma í veg fyrir stór- vaxandi atvinnuleysi. Atvinnuleysið hefur vax- ið hröðum skrefum síðan þessi ríkisstjóm tók við, nú orðið yfir 4% vinnufærra manna, og reyndar em margir sem telja að atvinnuleys- ingjar séu drjúgum fleiri en þar er talið. Við stefnum óðum að því að vera með hér á landi álíka marga atvinnuleysingja og verið hafa í Bandaríkjunum. Er forsætisráðherra sammála formanni stjómar Seðlabankans, bankaráðs Seðlabankans sem fullyrðir að það sé engin ástæða til þess að ætla að atvinnuleysi verði minna hér á landi heldur en í Evrópuríkjun- um? Eða er hann kannski sammála frjáls- hyggjudrengnum, sem sagði á fundi Verslun- arráðs að brýnasta verkefnið væri að kenna ís- lendingum að vera atvinnulausir? Þjóðhagsstofnun sýnir einnig eða tölur henn- ar að í lok ársins 1990 hafi tekist að stöðva er- lenda skuldasöfhun, en síðan þessi ríkisstjóm tók við hafa erlendar skuldir vaxið hröðum skrefum og nálgast nú að vera 60% af vergri landsframleiðslu. Það er reyndar alvarlegra, að greiðslubyrðin stefnir í að verða um 30% af gjaldeyristekjum íslensku þjóðarinnar. Þó lýsir forsætisráðherra því stöðugt yfir að ekki komi til greina að taka erlend lán. Ríkisstjómin hef- ur verið stefnu sinni trú. Ég gæti nefnt fjöl- mörg dæmi um það. Ríkisstjómin hefur td. gert Byggðastofnun máttlausa til að taka á byggðavanda sem víða steðjar að. Það hefur t.d. reynst algerlega tilgangslaust fyrir fyrirtæki á Suðumesjum, þar sem atvinnuleysið er hvað mest, að leita til hennar. Byggðastofhun hefur reyndar gjaman vísað slíkum fyrirtækjum á fyrirheit forsætis- ráðherra um 500 millj. aðstoð vegna atvinnuleysis á Suðumesjum. En hvar eru þessar 500 millj.? Byggða- stofnun er alger- lega máttlaus að taka á stórkostleg- um vandamálum eins og nú blasa við í Bolung- arvík og fleiri dæmi gæti ég nefnt. Afturkippur í nýsköpun Ríkisstjómin hefur einnig hætt allri aðstoð við nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Hún hefur selt hlut sinn í Þróunarfélagi íslands og mér er ekki kunnugt um að þeir, sem vilja ráðast í nýj- an atvinnurekstur, hafi í nokkur hús að venda um fjárhagslega aðstoð. Ríkisstjómin hefur nokkum veginn fellt niður fjárhagslega þátt- töku sína í markaðsstarfsemi íslensks atvinnu- lífs. Hún tekur aðeins með tveggja milljóna framlagi þátt í starfi útflutningsráðs nú. Ríkis- stjómin lofaði að vísu verulegu framlagi til rannsókna- og þróunarstarfsemi, en mér er ekki kunnugt um að nokkuð af því hafi verið haldið. Það hefur, að því er ég best veit, verið allt svikið. Þjóðarsátt hafnað Líklega kom stefna ríkisstjómarinnar þó aldr- ei gleggra fram en þegar hún hafnaði þeirri þjóðarsátt sem henni var boðin. Og ég vil satt að segja leyfa mér að fullyrða að aldrei hafi ís- lenskt atvinnulíf rétt fram höndina svo sem gert var nú. Og það vakti satt að segja furðu þegar trúnaðarmaður forsætisráðherra hafði í innsta hring fylgst með gangi þeirra mála, að það tók ríkisstjómina einn mánuð að segja nei. Um hvað báðu aðilar vinnumarkaðarins? Báðu launþegar um launahækkanir? Launþegar báðu um lækkun á nauðsynjavöm til að bæta kaupmátt þeirra sem lægst launin hafa. En rík- isstjómin hafnaði því að taka upp strax annað þrep í virðisaukaskattinum. Og launþegar báðu um það að ríkisstjómin legði eins og tvo milljarða kr. til að bæta atvinnuástandið í land- inu með því að ráðast f ýmsar framkvæmdir sem em bráðnauðsynlegar. Ríkisstjómin hafn- aði því. Launþegar og atvinnurekendur fóm fram á það að hjólum atvinnulífsins yrði gert fært að snúast á ný. Báðu þeir um gengisfell- ingu? Nei, þeir báðu ekki um það. Þeir báðu um það að kostnaður atvinnulífsins yrði lækk- aður og þá fyrst og fremst vextir. En ríkis- stjómin sagði nei og svaraði á sinn venju- bundna máta: Við ráðum ekki við vextina, það em æðri náttúmlögmál. Hvers vegna hefur ekki boði fomstumanna lífeyrissjóðanna verið tekið og sest niður og við þá rætt um átak til að lækka vextina? Hvers vegna hefur Seðlabankanum ekki verið beitt til þess að bjóða í ríkisskuldabréf og ríkisvíxla með vöxtum sem væm t.d. 5-6% ? Er það virki- lega svo að ríkis- stjóminni þykir vænna um fjár- magnseigendur og vill að þeir njóti hárra vaxta? Ég leyfi mér að fullyrða að ef vextir af ríkisskulda- bréfum lækka í 5- 6% munu vextir hjá lánastofnunum lækka um 1/3 eða um það bil. Sú spuming er áleitin hvort ríkisstjómin hefur engar áhyggjur af því að sjávarútvegurinn og atvinnulífið skuli verða rekið með svo miklum halla á þessu ári. Telur ríkisstjómin að íslenskt gengi muni standast slíkan hallarekstur eða hvað vill forsætisráðherra segja um það sem Einar Oddur Kristjánsson segir í viðtali við DV núna fyrir helgina að það stefni í 40 milljarða gjaldþrot í íslenskum sjávarútvegi? Hvemig lítur forsætisráðherra á það? Hefur hann engar áhyggjur af því? Væri það stflbrot á frjáls- hyggjustefnu ríkisstjómarinnar að ríkisstjóm- in beitti ótilneydd áhrifum sínum til þess að draga úr slíkum hörmungum? Nei, það er áreiðanlega ekki ofsagt að þessi ríkisstjóm hef- ur á tveimur ámm unnið þjóðinni meira tjón en nokkum tíma hefur gerst áður. Og það er ekki að ástæðulausu að menn hafa af þessu vaxandi áhyggjur. Átak tíl endurreisnar En það er að sjálfsögðu ekki nóg að gagnrýna. Það verður einnig að benda á leiðir til að bæta. Við framsóknarmenn höfum rætt þetta ítar- lega og birt það sem við viljum að gert verði til að bjarga íslensku þjóðarskútunni frá strandi. Við höfum birt það í riti sem við köllum Átak til endurreisnar. Við leggjum höfuðáherslu á að það verður að ná þjóðarsátt, því að því að- eins mun takast að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum að menn snúi bökum saman, stjómvöld, launþegar, atvinnurekendur og bændur. Við emm þeirrar skoðunar að þjóðar- sátt muni aldrei takast nema lífskjörin í land- inu verði jöfnuð. Það er satt að segja óþolandi sem Þjóðhagsstofnun upplýsir, að sá fimmti hluti þjóðarinnar, sem er með hæstu tekjum- ar, er með um það bil eða hátt í 50% af at- vinnutekjum í þessu landi, en sá fimmti hluti, sem er með lægstu tekjumar, innan við 4%. Er eðlilegt að launþegar sætti sig við þetta? Þetta verður vitanlega að leiðrétta með hátekjuskatti og skatti á fjármagn og það er rétt að hafa f huga að í þessari tekjuskiptingu em tekjur af fjármagninu ekki taldar með, því að þær em ekki skattskyldar. Og þetta fjármagn á að nota til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að draga úr atvinnuleysinu og til þess að lækka kostnað á þeim vömm sem em nauðsynlegast- ar fyrir heimilin í Iandinu. Lækkun vaxta Við leggjum einnig mjög mikla áherslu á það að þegar verði ráðist í vaxtalækkun og með þeim leiðum sem ég nefndi hér á undan. Mér er alveg sama hvort menn kalla það handafl eða eitthvað annað. Það er unnt að lækka vexti hér í þessu landi alveg eins og þjóðimar í kringum okkur hafa gert það og það verður að gera ef það á að bjarga íslenskum atvinnuveg- um frá 8 milljarða tapi á árinu 1993 og sjávar- útveginum frá hmni. Hvað ætlar ríkisstjómin að gera í þessu? Við leggjum á það mikla áherslu að ríkisvaldið komi myndarlega inn í nýsköpun í þessu atvinnulífi. Það em fjölmörg tækifæri og ég er sannfærður um það að ef það er gert af myndarskap, þá eigum við íslending- ar framundan betra líf í okkar landi en flestar aðrar þjóðir geta státað af. Framtíð byggð á þekkingu Við leggjum mikla áherslu á það að byggt verði á þekkingu, byggt verði á rannsóknum og aukið verði fjármagn til þess að efla starfsem- ina á slíkum sviðum. Ég hef stundum sagt að mér virðist eins og heimurinn standi á miklum tímamótum, eins og eins konar hásléttu, og ég tel orðið tímabært að við íslendingar fömm að hugsa um það hvemig við ætlum að hasla okk- ur völl á þessari hásléttu, hvað við ætlum að verða. Ætlum við að verða láglaunaþjóð, eins og nú stefnir í, eða ætlum við að viðhalda þeim góðu kjömm sem við getum haft hér, ef við vinnum af krafti að því að gera allt eins vel og við getum, eflum þekkinguna, rannsóknimar, nýtum okkur hugmyndir þeirra fjölmörgu manna sem vilja leggja til sitt lið í því að skapa hér góð lífskjör. Það er sú leið sem við ffam- sóknarmenn veljum og ég veit að það er sú leið sem þjóðin öll velur. Ég skal ekkert um það segja hvort það tekst að hrinda af þjóðinni því oki sem á henni hvflir nú eða hvort þjóðin þarf að þola það út kjörtímabilið. En það er áreið- anlega nauðsynlegt að búa sig undir að snúa gersamlega við blaðinu á ný, skapa samstöðu hér með ríkisvaldi, launþegum, atvinnurek- endum og bændum og vinna sig á ný upp til þeirra góðu lífskjara sem við notum hér og get- um notið til framtíðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.