Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 8. maí 1993 Iðnaðarráðherra leggur fram skýrslu um útflutning á raforku um sæstreng: Rannsókn og undirbúning- ur mun kosta einn milljarö Áætlað er að það kosti um elnn milljarð íslenskra króna að rann- saka og kanna hagkvæmni þess að leggja raforkusæstreng frá ís- landi tll meginlands Evrópu. Gert er ráð fýrir að það taki um sex ár að gera nauðsynlegar rannsóknir. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra telur að undirhúningskostnaðurinn sé svo miklll aö rétt sé að leita eftir samstarfi vlð erlenda aðila um að fjármagna rann- sóknir og hagkvæmnisútreikninga. Iðnaðarráðherra hefur iagt fram á Alþingi skýrslu um útflutning á raf- orku um sæstreng. Ráðherra segir nauðsynlegt að íslensk stjómvöld marki stefnu um hvemig eigi að standa að undirbúningi þessa máls, t.d. hvað varðar eignarhald á undir- búningsfélagi, virkjunum og sæ- strengjum. Að leggja sæstreng frá íslandi til meginlands Evrópu er risavaxið verkefni. Það er talið kosta 252 milljarða að leggja tvo strengi til Skotlands en 358 milljarða ef land- takan er Holland eða Þýskaland. Til samanburðar má nefna að verg landsframleiðsla hér á landi var 382 milljarðar árið 1992. Útgjöld ís- lenska ríkisins í fyrra vom um 100 milljarðar. Iðnaðarráðherra telur að undir- búningskostnaður við málið sé svo mikill að rétt sé að leita eftir þátt- töku erlendra aðila í honum, meðal annars með stofnun sérstaks undir- búningsfélags. Sömuleiðis sé rétt að leita nýrra leiða um eignarhald á virkjunum og sæstreng. Aðild traustra erlendra aðila virðist vera nauðsynleg forsenda þess að ráðist verði í þetta verkefni. Gjald fyrir virkjunarrétt er að áliti iðnaðarráð- herra heppilegur farvegur til að tryggja tekjur íslenska þjóðarbúsins af útflutningi orku um sæstreng. Til að þetta megi verða þarf að breyta lögum um eignarrétt á orkulindum þjóðarinnar. Forathugun bendir til þess að út- flutningur á raforku um sæstreng sé tæknilega fær Ieið. Ekki liggja enn fyrir útreikningar um hversu arð- bær þessi leið er fyrir íslenska þjóð- arbúið. Þó er ljóst að mikill markað- ur er fyrir raforku í Belgíu, Bret- Iandi, Hollandi og Þýskalandi. Þvf er spáð að raforkunotkun muni vaxa um 2-2,4% á ári í Evrópubandalag- inu til næstu aldamóta og 1,6% á ár- unum upp úr aldamótum. Raforka frá íslandi kemur til með að eiga í samkeppni við raforku frá kjam- orku-, kola- og jarðgasorkuverum. -EÓ Formaður Kaupmannasamtakanna: Síðasta ár var afar erfitt Síðasta ár var afar erfitt fýrir verslunina í landinu. Af einstökum greinum varð bílaverslun eina verst úti en þar var veltusamdráttur yfir tveir milljarðar króna á síðasta ári. Næst á eftir kom smásalan með um 500 milljóna samdrátt og byggingavöruverslun með um 400 milljóna samdrátt. Of háir vextir eru helsta hindrun þess að hægt sé að efla íslensk verslunarfyrírtæki. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Finnssonar, formanns Kaupmanna- samtaka íslands, á aðalfundi þeirra í gær. Hann segir að þótt samdráttur- inn skiptist misjafnlega niður á greinar hafi neysla almennt dregist verulega saman á síðasta ári. Þá telur Bjami að lækkun vaxta sé forsenda sóknar í íslensku atvinnu- lífi. „Vextir eru alltof háir hér á landi. Á meðan þannig árar er lítil von til að hægt sé að auka eiginfjár- hlutfall íslenskra fyrirtækja sem er allt of Iágt eða aðeins um 15% að meðaltali. Aukning eigin fjár er meginforsenda þess að hægt sé að snúa vöm í sókn og hleypa nýju lffi í íslenskt atvinnulíf. Því skora ég á stjómvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að lækka vexti í landinu,“ segir Bjami. Bjami vék að samkeppnisstöðu ís- lenskrar verslunar og telur hana ekki standa jafnfætis erlendum verslunarfyrirtækjum hvað efna- hagsumhverfi áhrærir. „Vissulega ber að fagna afnámi aðstöðugjalds og jöfnunargjalds sem og lækkun tekjuskatts. Hins vegar emm við enn að berjast við gamlan draug sem er skattur á verslunar- og skrifstofú- húsnæði og enn em allt of há að- flutningsgjöld á fjölmörgum vöm- tegundum," segir Bjami. Honum var tíðrætt um Evrópska efnahagssvæðið og benti á að með tilkomu þess gætu erlendir kaup- menn hafið án hindmnar verslun og viðskipti hér á landi. Hann telur að þessar nýju kringumstæður hvetji íslenska kaupmenn til enn frekari dáða og efli til átaka. Hann bendir á að það sé síst verra að keppa við er- lend verslunaríyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur en á götum Glasgow eins og hann kemst að orði. -HÞ Hákon Hákonarson, framkvæmdastjórl Helmllisklúbbslns, og Jón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Austmats hf., með sýnlshom af innihaldi heimsendlngarpakka sem „kjötáskrifendur" fá senda heim til sfn. Tfmamynd Ami Bjama. Nýjung í íslenskri matvæladreifingu: Kjötvörur í áskrift Fýrirtækið Austmat hf, sem m.a. rek- ur kjötiðnaðarstöð á Reyðarfirði, er þessa dagana að fara út í að dreifa kjötvörum til neytenda með hætti sem ekki hefur tíðkast hériendis til þessa. Dreifingin fer fram í samvinnu við Heimilisklúbbinn í Reykjavík sem gef- ur út sérstök kort, svonefnd heimilis- kort Handhafar þeirra geta pantað með símtali staðlaða matarpakka af fimm gerðum og fengið senda heim til sín. í matarpökkunum eru mismun- andi samsetningar af frystu kjöti og unnum kjötvörum frá nýrri kjötiðnað- arstöð Austmats hf. og eru pakkamir frá um 12 kg. að þyngd og upp í 22 kg. Verðið er að sögn talsmanna Austmats og Heimilisklúbbsins 15-25% lægra en almennt er í verslunum á sams konar vörum. Útvarpsráö gagnrýnir Baldur Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem komið hefúr fram að sú sögu- skoðun sem ffam kemur í þætti Baldurs Hermannssonar „Trúin á moldina" hafi verið vafasöm og einnig alhæfingar út frá einstökum tilvikum. Ut- varpsráð lítur þó svo á að nauðsynlegt sé að ljúka sýn- ingu þáttanna. Utvarpsráð tekur fram að þótt útvarpsráð sé í raun dagskrár- stjóm stoínunarinnar skoðar ráðið ekki einstaka þætti fyrir- fram heldur treystir á yfir- menn Ríkisútvarpsins um efn- isval og efniskaup. -EÓ Bandalag íslenskra listamanna: Mótmælir banni útvarpsráös f bréfi sem Bandalag íslenskra sýndur. Þá skorar bandalagið á út- sína til sýningar þessa þáttar. Undir son, forseti Bandalags íslenskra listamanna sendir útvarpsráði er varpsráð að endurskoða afstöðu bréfið skrifar Hjálmar H. Ragnars- listamanna. -HÞ því mótmælt að að ráðið skyldi banna sýningu á sjónvarpsþættin- um „Hver á að sýna?“ sem aug- lýstur var á dagskrá á þriðjudaginn var. Þá er því lýst yfir að bandalagið styðji eindregið þá hugmynd að komið verði á fót kvikmyndahúsi sem hafi það aðalmarkmið að sýna íslenskar kvikmyndir og listrænar erlendar myndir. Jafnframt er bent á mikilvægi þess að opinber umræða fari fram um þetta mál. Sagt er að stjóm banda- lagsins hafi séð umræddan þátt og þar sem hann fjalli um rekstur um- rædds kvikmyndahúss sé það þeim mun verra að hann fékkst ekki Norræni kvikmyndasjóðurinn styrkir íslenska kvikmyndagerð: Friðrik Þór og Þorsteinn styrktir Stjóm Norræna kvikmyndasjóðsins ákvaö á sínum síðasta fundi aö styrkja tvær íslenskar kvikmyndir. Myndimar eru „Bíó- dagar“ eftir Friðrik Þór Friðriksson og bamamyndin „Skýjahöll- Mynd Friðriks fékk 2,5 milljón- ir króna sænskra eða um 22 milljónir íslenskra og mynd Þor- steins fékk 2,4 sænskar milljónir eða um 21 milljón íslenska. Norræni kvikmyndasjóðurinn hefur frá stofnun veitt á annað hundrað milljónir íslenskra króna til styrktar gerð íslenskra kvikmynda. Um 15% þeirra mynda sem sjóðurinn hefur styrkt koma frá íslandi. Hlutur íslands er álíka stór og Norð- manna. ísland lagði hins vegar einung- is til um 1% af stofnfé sjóðsins þannig að íslensk kvikmynda- gerð hefur hlotið mikinn hag af sjóðnum. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.