Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 8. maf 1993 Þau kynntu nýja þjónustu Diners Club greiöslukortafyrirtækisins á íslandi. F.v. Edda L. Helgason, framkvæmdastjóri Handsals hf, Ca- milla Cramnerfrá AT&T símaféiaginu, Kurt Thyregod, forstjóri Din- ers Club Danmark, og Örn Petersen, framkvæmdastjóri sama fyr- irtækis. Ttmamynd Arni Bjarna. Efld þjónusta við íslenska greiðslukorta- notendur: Ný þjónusta Diners Club greiðslukorta Stjómendur danska Diners Club greiðslukortafyrírtækisins hyggjast nú færa út kvíamar og sækja um aðgang að íslenska POSA-kerfinu og auka jafnframt hlut sinn á íslenskum greiöslukortamarkaöi. Diners Club Intemational er elsta greiðslukortaíyrirtæki veraldar en það hóf starfsemi sína árið 1952 í Chicago og hefur starfað á íslandi síðan 1980. Móðurfyrirtækið er í eigu bandarísku City Corp síuh- steypunnar en rekstur útibú- anna er víða í höndum einka- aðila. Þannig hefur Norður- landadeild Diners Club verið í eigu SAS flugfélagsins frá 1986. Þjónusta við íslenska korthafa tilheyrir skrifstofu Diners Club í Kaupmannahöfn en Handsal hf. annast þjónust- una á íslandi í umboði hennar. Söluaðilar Diners Club fá uppgert vikulega í stað mánað- arlega eins og tíðkast hjá flest- um kortalyrirtækjum. Kort- hafar geta fengið 12 mánaða greiðsludreifingu á allt að 150 þúsund krónum án þess að skuldin hafi áhrif á áframhald- andi notkun kortsins. Almenn- ur greiðslufrestur er 55 dagar. Þá fá korthafar allir frítt sím- kort frá AT&T, aðild að Gold Crown klúbbi Best Westem hótelkeðjunnar og svokallað Eurobonus-kort sem veitir að- gang að sérstökum afsláttar- og vildarkjömm á fargjöldum hjá SAS flugfélaginu. Sigurgeir Ó. Sigmundsson lögreglumaður og fyrrverandi veiðieftirlitsmaður: Erfitt að sitja undir röngum málflutningi „Þaö er rangt sem Gústaf Daníelsson veiðimaður á Hvammstanga sagði í nýlegu viðtali að ég hefði afhent net og breytt kæru. Starf mitt sem veiðieftirlitsmaður ger- ir hann einnig tortryggilegt þar sem ég var þá rannsókn- arlögreglumaður í sumarleyfi. Ég gegndi starfinu í fullri þökk yfirmanns míns og hef leyfisbréf því til sönnunar," segir Sigurgeir Sigmundsson lögreglumaður. Orð þau sem Sigurgeir vitnar í voru höfð eftir Gústaf Daníels- syni, veiðimanni á Hvamms- tanga, nýlega. Hann greindi frá því að hann hefði fengið bætur fyrir ólögmæta handtöku með nýlegum dómi. Undanfara dóms- ins lýsti Gústaf á síðum blaðsins og er sú frásögn greinilega mjög málum blandin. Þar greinir hann frá því að rannsóknarlögreglumaður í starfi veiðieftirlitsmanns hafi lagt hald á löglegt net, afhent það Gústaf og félögum en síðan lagt fram kæru sem hann breytti í tvígang. Þá lét hann að því liggja að eft- irlitsmaðurinn hefði fengið fé- laga sinn, rannsóknarlögreglu- mann úr Reykjavík, til að koma og rannsaka málið. Gústaf braut hegningarlög Sigurgeir segir að dómurinn hafi fallist á að Gústaf hafi gerst brotlegur við hegningarlög. Þar vitnar hann í niðurstöður þar sem segir að stefnandi, þ.e. Gústaf, hafi gerst hlutdeildar- maður í broti sem varði við 106 gr. almennra hegningarlaga sem fjalli m.a. um það þegar ráðist sé með ofbeldi á opinberan starfs- mann þegar viðkomandi gegni skyldustörfum. Sigurgeir var opinber veiðieft- irlitsmaður er þetta gerðist og hefur opinbert erindisbréf frá ráðuneyti því til staðfestingar. Hann bendir á að Gústaf hafi verið dæmdar bætur þar sem dómurinn hafi metið að óþarfi hefði verið að vista hann í fanga- geymslu lögreglunnar á Blöndu- ósi frá kl. 2.50 til 17.50 daginn eftir. „Þess í stað hefði verið eðli- legt að lögreglan á Blönduósi tæki skýrslu af þeim sem komu við sögu og látið þá lausa að því búnu,“ segir í dómsniðurstöð- um. Þá bendir Sigurgeir á að það hafi verið ákvörðun sýslumanns að vista sakborningana og kveðja til rannsóknarlögreglumann frá Reykjavfk. „Ég hafði ekkert með áframhaldandi rannsókn máls- ins að gera,“ segir Sigurgeir. Brcytti aldrei kærunni Hin reyfarakennda frásögn Gústafs af aðdraganda handtök- unnar, svo og ákæra, á ekki við rök að styðjast. Það styðja gögn Sigurgeirs. Þar má bæði nefna að dómurinn telur að Gústaf hafi gerst brotlegur við 106 grein al- mennra hegningalaga sem fyrr er nefnd og einnig lýsingu Sig- NYR ÁSKRIFANDI Nafn áskrifanda: Póstnúmer: Simi: Heimilisfang: Greiöslufyrirkomulag MILLiFÆRSLUBEIÐNI Kort nr: Gildir út Ég undirritaður/uð óska hér með efíir að gerast éskrifandi að Timanum Kennitala Tíminn Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Póstfax 68769. Pósthólf 10240 urgeirs af málavöxtum sem dómurinn bar ekki brigður á. í dómsniðurstöðum segir jafn- framt að Gústaf hefði mátt vera Ijóst að hald hefði verið lagt á netið á löglegan hátt. í fyrrnefndri frásögn Gústafs hér í blaðinu á dögunum segir hann að Sigurgeir veiðieftirlits- maður hafi lagt fram kæru fyrst fyrir líkamlegt ofbeldi en síðan fyrir andlegt ofbeldi eftir að hafa afhent Gústaf og félögum netið eins og hann komst að orði. Hvort tveggja er rangt. í kæru Sigurgeirs krefst hann þess að þessum mönnum verði refsað í samræmi við þátt hvers og eins í árás á opinberan starfsmann, hindrun við starfa hans og töku muna sem þeim var fullljóst að voru haldlagðir og í vörslu lög- reglu. Einnig kærir hann fyrir brot gegn lögum og reglugerð- um um lax- og silungsveiði í sjó. Þessari kæru breytti veiðieftir- litsmaðurinn aldrei. Hann var hins vegar svo óheppinn að vera einn á bryggjunni þegar hið meinta ofbeldi átti sér stað og átti því erfitt með að sanna mál sitt. Ástandið var orðið ískyggilegt Málavextir voru þeir að Sigur- geir fór ásamt öðrum lögreglu- manni og tveimur björgunar- sveitarmönnum í eftirlitsferð um Miðfjörð og leigði til þess bát af björgunarsveitinni. Þeir lögðu hald á net við Hvammstanga sem var merkt með nafni félaga Gústafs og var ekki eins og reglugerð um neta- veiði göngusilungs í sjó segir til um. „Það var ekki landfast og möskvastærð mældist yfir leyfi- legum mörkum," segir í kæru Sigurgeirs. Eigandi netsins beið svo á bryggjunni, ásamt Gústaf og fleiri mönnum, þegar báturinn kom að landi og upphófst orða- skak um netið. Sigurgeir segist hafa reynt að sýna mönnunum fram á að þeir væru að gera stóra skyssu með þvf að taka hlut sem væri haldlagður, leggja hendur á opinberan starfsmann og hindra hann í starfi sínu. Þannig hljóðar frásögn Sigur- geirs af því þegar Gústaf og fé- lagar tóku af honum netið: „Ég tók mér stöðu á milli mannanna og netsins annars vegar og' far- angursgeymslunnar hins vegar, steig á netið og tók f það með hægri hendi. Mennirnir þrír urðu nú hamstola af æsingi, Ag- úst Sigurðsson grátklökkur og Gústaf Daníelsson var orðinn mállaus. Þeir ítrekuðu hótanir í minn garð. Þótti mér ástandið orðið svo ískyggilegt að ég lét

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.