Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. maí 1993
Tíminn 9
menum voru þó aldrei neitt leynd-
armál og benda sterkar líkur til að
nasistar hafi haft þau í huga sem
fyrirmynd er þeir ákváðu að fara
eins að við gyðinga.
Með hliðsjón af þessu ætti að vera
skiljanlegt að Armenar litu ekki á
það sem alveg sjálfsagðan hlut að
núverandi landamæri þeirra séu
endanleg. Erfitt er að sjá að þeir
geti haldið Fjalla-Karabak til fram-
búðar nema því aðeins að Neðra-
Karabak sé einnig á þeirra valdi.
Heyrst hafa einnig armenskar
raddir sem hvetja til þess að Ar-
menía taki héraðið Nakhitsjevan,
sem heyrir Aserbædsjan til en er á
milli Armeníu og írans. Á bak við
þetta liggur ekki einungis ósk Ar-
mena um að ná aftur einhverju af
því, sem tekið var af þeim með
þjóðarhreinsun, heldur og að gera
landamæri sín verjanlegri.
Oft heyrist Armenum líkt við gyð-
inga/ísrael, bæði út frá sögunni og
núverandi kringumstæðum. Ar-
menía og ísrael eru bæði að mestu
umkringd fjandsamlegum ríkjum.
ísraelar óttast að útrýming verði
hlutskipti þeirra ef þeir bíði lægri
hlut fyrir aröbum. Armenar óttast
að bíði þeir ósigur í yfirstandandi
stríði við Asera, sem njóta samúðar
og að líkindum talsverðs stuðnings
Tyrkja, muni Tyrkir og Aserar taka
til þar þeir urðu frá að hverfa 1920
og ljúka við að útrýma Armenum.
Með hliðsjón af fortíðinni, þ. á m.
ofsóknunum gegn Armenum í As-
erbædsjan fyrir fáeinum árum,
verður ekki sagt að sá ótti sé
ástæðulaus.
Kvartað um þröskuld
í umræðunni í Tyrklandi hefur Ar-
menía upp á síðkastið verið kölluð
fleinn í holdi tyrkneskra þjóða, á
hliðstæðan hátt og ísrael sé við-
víkjandi aröbum. Sagt hefur verið
og skrifað í Tyrklandi að Armenfa,
sem nær frá suðurlandamærum
Georgíu til norðurlandamæra ír-
ans, sé þröskuldur í vegi tyrk-
neskra þjóða (Tyrkja annarsvegar,
Asera og tyrkneskra Mið-Asíuþjóða
hinsvegar) til sameiningar.
Á bak við stuðning Tyrkja, óbein-
an og beinan, við Aserbædsjan er
auk pantyrkjahyggju keppni um
áhrif þar og í fyrrverandi sovésku
Mið-Asíu við íran. Drægju Tyrkir
við sig að styðja Asera til stríðsins
er ekki ósennilegt að þeir síðar-
nefndu, sem eru sjítar eins og fr-
Dagur
Þorleifsson
skrifar
Armenskir stríösmenn í Fjalla-
Karabak — ótti við framhald
þjóðarmorðs.
anir og nákomnir þeim í menning-
arefnum, hölluðust að íran í von
um stuðning þaðan gegn Armen-
um. Týrkneskum ráðamönnum
stendur um þessar mundir mikill
stuggur af íransklerkum, er þeir
gruna um að standa á bak við bók-
stafsmúslíma í Tyrklandi, sem þar
eru í sókn sem víðar.
Helsta líflína Armena til um-
heimsins er við Rússland, og segir
kannski einhver að það minni á áð-
uráminnsta atburði 1920. Ein-
hverjar einingar úr sovéska hern-
um fyrrverandi eru enn í Armeníu
og kváðu þær hafa liðsinnt Armen-
um eitthvað í stríðinu. Þar að auki
fá Armenar vopn frá Rússum og
mest af því litla sem berst af vörum
inn í landið kemur frá Rússlandi.
Rússland vill ógjaman að Tyrk-
land og íran verði allsráðandi
sunnan Kákasusfjalla. Öryggis-
hagsmunir em þar að baki en
einnig efhahagslegir; löndin þar
em allauðug frá núttúmnnar
hendi. Að þessu athuguðu virðast
talsverðar líkur á að Karabakstríð-
ið breiðist út.
Engin Bandaríki að baki
í efnahags-, atvinnu- og kjaramál-
um er Armenía í kaldakoli. Við-
skipti hennar vom á sovéska tím-
anum mestanpart við önnur sovét-
lýðveldi og samgönguleiðir Ar-
mena við þau og orkuleiðslur
þaðan til Armeníu lágu mestanpart
yfir aserskt land. Þau tengsl hafa
Aserar nú rofið. íbúar Armeníu
hafa naumlega að borða, iðnfyrir-
tæki þar hafa flest hætt starfsemi
vegna orku- og hráefnaskorts og í
höfuðborginni Jerevan hrósa
menn happi ef heimilin þar hafa
rafmagn tvær stundir á sólarhring.
Armenía á sér engan bakhjarl í
stjóm- og efnahagsmálum hlið-
stætt því sem Bandaríkin em fsra-
el. En af fréttum frá Armeníu að
dæma virðist fólk þar yfirleitt stað-
ráðið í að halda baráttunni áfram.
Því finnst líklega að tyrkir hafa
þegar tekið nógu mikið af Armen-
um, þótt þeir fái ekki Fjalla-Karab-
ak líka. Þar að auki hafa Armenar
allnokkra ástæðu til að ætla að þeir
berjist fyrir lífi sínu sem einstak-
linga og þjóðar.
Happdrættí
VINNINGAR í 1. FLOKKI
IBUÐARVINNINGUR KR. 3.000.000,-
79578
FERBAVINNINGAR KR. 100.000.-
10215 19255 26065 45410 77392
17974 206B4 31093 56042 79293
FERÐAVINNINGAR KR. 50. 000. -
14511
15884
17613
17882
24486
25451
29620
30422
31267
32504
32902
35009
38147
39153
41403
43551
48275
55044
59557
59767
64325 76483
68282
70138
74959
Geislaplata
Öll númer undir 80.000 og þau sem ekki birtast hér að of-
an fá geislaplötu með Kristjáni Jóhannssyni. Platan verð-
ur afhent í umboðum Happdrættis DAS frá og með 27.
maí gegn framvísun miðans.
Frá Menntaskólanum
við Sund
Laus er til umsóknar næsta skólaár, kennsla í Ifffrasöi (af-
leysing, u.þ.b. full staða). Ennfremur er með tilvísun til
laga nr. 48/1986 auglýst laus til umsóknar kennsla í eðl-
isfræði og stærðfræði. Þá er einnig laus til umsóknar af-
leysing í stærðfræði á haustönn (80% staöa).
Umsóknarfrestur er til 28. maí.
Umsóknum ber að skila til rektors skólans.
Rektor og kennslustjóri veita allar nánari upplýsingar í
síma 91-33419.
Rektor
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur,
óskar eftir tilboðum I lagningu aðalæðar VR II, 4. áfangi. Mið-
mundardalur-Grafarholt.
Helstu magntölur eru:
Þvermál pípna 800 mm
Lengd 2.100 m
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. mal 1993,
kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Garðyrkjustjórans í
Reykjavík, óskar eftir tilboöum I endurmótun Amarhóls.
Verkið er aðallega fólgið í endumýjun á steyptum mannvirkjum,
gangstígum, grasflöt og gerð snjóbræðslukerfis.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu voni, Frlkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 25.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. mal 1993,
kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800