Tíminn - 08.05.1993, Blaðsíða 14
14Tfminn
Laugardagur 8. maí 1993
Það er hægt að stórauka nýtingu veiðivatna:
100 milljón
kr. verðmæti
í vötnunum
Þrátt fyrir aö hér á landi séu ekki tiltölulega mörg stór stööu-
vötn, miðaö við önnur lönd, felst í þeim töluverö auölind, sem
ekki er nýtt í dag. Fiskifræöingar áætla, aö ef veidd væri bleikja
og urriði í öllum vötunum, sem hægt er aö nýta meö góöu móti,
mætti gera ráö fyrir um 500 tonna afla úr þeim á ári. Sé gert ráð
fyrir 200 kr. skilaverði á hvert kíló af fiski (sem er fremur lágt
áætlað) kemur í Ijós aö verömætið er hægt aö reikna sem 100
milljónir króna.
„Veiðar eru hins vegar ekki nema
brot af þessu og það eru tiltölulega
fá vötn sem eru stunduð að ein-
hverju gagni," segir Guðni Braga-
son, fískifræðingur hjá Veiðimála-
stofnun, en hann ásamt Sigurði
Guðjónssyni fiskifræðingi hefur
unnið á vegum Veiðimálastofnunar
að rannsóknum á nýtingu vatnasil-
ungs.
Bleikja fyrir norðan,
urriði fyrir sunnan
fslenski vatnasilungurinn saman-
stendur af bleikju og urriða, og þar
sem vötnin hafa frárennsli til sjávar
er gjarnan bæði staðbundna stofna
og sjógöngufisk að finna. Bleikjan
er ríkjandi tegund á Norður- og
Norðausturlandi, en bestu sjóbirt-
ingssvæðin eru við suðurströndina.
Hvernig nýtingu er háttað, fer eft-
ir því um hvaða stofna er að ræða.
Ef um göngufisk er að ræða, gilda
aðrar reglur um nýtingu heldur en
ef einungis er um staðbundna
stofna að ræða. Samkvæmt lögum
er veiðitími á göngufiski annar, en
hann nýtur friðunar stóran hluta
ársins og þá sér í Iagi fyrir netaveiði.
Þar sem svo til háttar, er stangveiði
hentugri til nýtingar inn til lands-
ins, sér í lagi ef um lax er að ræða.
Smár fískur í dýpri
vötnunum
Það eru tæplega 2000 vötn á land-
inu, sem eru yfir einn hektari að
stærð. Nýtanlegum vötnum má
skipta gróflega í þrjá flokka: Hrein
stangveiðivötn, hrein netaveiðivötn
og vötn sem hægt er að nýta bæði til
netaveiði og stangveiði.
„Silungsstofnarnir í vötnum eru
misjafnir og þar skiptir landfræði-
leg lega rnáli," segir Sigurður. „í
djúpum dalavötnum er fiskurinn yf-
irleitt smávaxinn, en í breiðari og
grynnri vötnum er yfirleitt um
stærri fisk að ræða. Að sjálfsögðu
segir landfræðileg lega einnig til
um hversu auðvelt er að nýta þau.
Djúpu vötnin eru mörg hver hent-
ugri til netaveiði, og eins skiptir
umhverfið og fjarlægð frá þéttbýli
rnáli."
Bridge
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON 10
Maureen nokkur Dennison skrifar í
nýjasta tölublaði BRIDGE um Brids-
hátíð Flugleiða 1993 sem fram fór
fyrir skömmu. Ljóst er að mót eins og
Bridshátíð er feiknagóð landkynning
fyrir okkur íslendinga og stígur hið
margþvælda þjóðarstolt upp í hæstu
hæðir eftir mjög svo jákvæða umfjöll-
un í tímaritinu sem kemur fyrir augu
milljónir manna út um heim allan.
Það er ekki nóg með að heildartónn-
inn sé jákvæður heldur tínir hún til
ýmis atriði sem hún tekur sérstaklega
fram að vekji hrifningu hennar. Á
meðal þess er framkvæmd mótsins.
Henni finnst það með eindæmum að
ný staða komi upp og spilarar fái að
vita skor síðustu setu áður en þeirri
næstu er lokið. Rós í hnappagat
mótshaldara.
NORÐUR
4 -
¥ G72
♦ ÁDT87
♦ ÁK863
VESTUR AUSTUR
* D64 ♦ ÁKGT983
¥ D98 ¥ ÁK3
* K53 ♦ 64
* DT92 + 7
SUÐUR
♦ 752
¥ T654
♦ G92
♦ G54
En nóg um það. Lítum á dæmi úr
mótinu sem vöktu sérstaklega áhuga
hennar. í spilinu að ofan þurfti STÓR-
AR tölur til að fá toppinn.
Yfirleitt opnaði norður á einum tígli,
austur stökk í 4 spaða og passað til
norðurs. Hollendingurinn frægi,
Westra, sat í austur og við hans borð
enduropnaði ónafngreindur spilari á
5 laufum. Westra doblaði og allir
sögðu pass. Hann spilaði hjartaás og
spaðaás sem norður trompaði. Þá
spiiaði sagnhafi laufás og litlu laufi að
gosanum!? Þegar austur fylgdi ekki
lit, setti hann lítið í blindum og
Leufkens átti slaginn á níuna. Nú
spilaði Leufkens laufdrottningu sem
tók gosann með sér í fallinu þegar
sagnhafi drap. Sagnhafi spilaði nú
iundan tígulásnum og Leufkens átti
slaginn á kóng. Hann tók síðasta
trompið og vömin átti rest 2.000 í
þeirra dálk en það reyndist ekki topp-
ur gagnstætt væntingum Hollend-
inganna, gaf „aðeins" 42 af 46.
. NORÐUR
♦ 985
^9
♦ D43
+ ÁD9742
VESTUR AUSTUR
♦ KDG7 4 T9852
¥ ÁG8742 ¥ G963
♦ ÁK7 ♦ 7532
*- * -
SUÐUR
+ 64
♦ 63
♦ 9862
+ KG863
Seinna dæmið er til heiðurs Zia
Mahmood. Hægt er að vinna alsl-
emmu í spaða á hendur austur/vest-
ur. Spil suðurs sem Zia hélt á virðast
ekki gefa tilefni til að hjartað slái
hraðar og flestir hefðu sennilega litið
einu sinni á spilin, geispað og sagt
pass eftir það en eins og Dennison
segin „Hér er Zia í niðurrifsessinu
sínu.“ Þetta er staða sem hann er
kannski frægastur fyrir; að gera mik-
ið úr litlu og lesa framhald andstæð-
inganna á frumstigi. Vestur opnaði á
hjarta, Larry Cohen í norður hindraði
á þremur laufum, austur stökk í fjög-
ur hjörtu og Zia hugsaði sig um og
sagði síðan 4 spaða. Sem reyndist
snjallt því vestur hóf fyrirstöðumeld-
ingar og AV enduðu í 7 hjörtum, einn
niður þar sem tígulsvíningin mis-
tekst.
Þvaut 14
Menn spila öðruvísi í tvímenningi
en sveitakeppni. í sveitakeppni byggj-
ast hlutimir meir upp á öryggisspila-
mennsku en í tvímenningi borgar sig
oft að taka sénsinn. Hér skilur oft á
milli manna og hversu oft heyrist
ekki á meðal bridgespilara innan-
lands að þessi eða hinn sé svo og svo
góður í sveitakeppni (eða öfugt) en
„geti ekkert í tvímenningi."
Terence Reese hefur verið öfgafullur
á þessu sviði og margoft lýst því yfir
að tvímenningsformið sé fáránlegt og
vinni beinlínis gegn hugmyndafræði
spilsins. Hann leggur upp úr „natúral
bridge" eins og margir spilararar af
hans kynslóð og öryggisspilamennsk-
an er alltaf skammt undan. Ekki skal
lagður dómur á mat hans en góður
spilari gerir ráð fyrir hinu versta og
þar skilur oft á milli hvert sem
keppnisformið er.
♦
*
ÁDG43
K75
SUÐUR
♦ G74
V ÁD
♦ 852
+ ÁDG83
Enginn; suður gefur
Suður verður sagnhafi í 6 gröndum
og vestur spilar út spaðatvisti. Hvert
verður ffamhaldið?
Ef laufin liggja ekki 5-0 þarf sagnhafi
aðeins 4 slagi á tígul. Það þjónar eng-
um tilgangi að hleypa spaðanum
þannig að útspilið er drepið á ás.
Hvað er það versta sem gæti gerst í
laufinu? Áð það brotnaði 5-0 í vestur.
5-0 lega í austur er ekkert vandamál
og því er laufkóng spilað í öðrum
slag. vestur kastar hjarta en það er
allt í lagi því hægt er að tvísvfna laufi.
Þar með er sannað að aðeins þarf 4
slagi á tígul og eina staðan sem getur
komið í veg fyrir það er tígulkóngur
blankur í austur. Þess vegna felst ör-
yggisspilamennskan í að hafna svín-
ingunni og leggja niður tígulás.
Kóngur kemur reyndar blankur hjá
austri sem er hvorki gott né vont
Sagnhafi er búinn að tryggja sér 12
slagi með örlítilli aðgát Þess má að
lokum geta að þetta spil kom fyrir f
sveitakeppni í Bandaríkjunum fyrir
nokkrum árum og aðeins einn sagn-
hafi vann 6 grönd. í tvímennings-
keppni myndi sennilega margur
gráðugur spilarinn álykta það f fljót-
fæmi að u.þ.b. 50% líkur væru á 13
slögum og spila spilinu 2 til 3 slagi
niður.
VESTUR AUSTUR
♦ 9652 ♦ DT8
¥ K9743 ¥ T862
♦ T976 ♦ K
♦ - * T9642
SUÐUR
♦ G74
¥ ÁD
♦ 852
+ ÁDG83
Mikilvægt að sinna
veiðinni reglulega
— Varðandi vatnaveiðina, er ekki
brýnt að menn stundi netaveiðina
af meira kappi heldur en verið hef-
ur, ef byggja á upp atvinnuveg í
kringum þetta?
„Oft eru menn að grípa í þetta í
hjáverkum, en það er ekki mjög víða
að menn hafi þetta fyrir hreinrækt-
aða aukabúgrein," segir Guðjón.
„Bændur við Mývatn og Þingvalla-
vatn hafa þó frá fornu fari litið á
veiðina sem eina af búgreinunum
og talið hana jafn sjálfsagða og að
gefa rollunum eða moka undan
kúnum. Því miður hefur veiði í
þessum stærstu og þekktustu veiði-
vötnum landsins farið mjög minnk-
andi á undanförnum árum. Annars
staðar hafa menn verið að reyna að
skipuleggja nýtingu á vötnum og
það hafa verið gerð átaksverkefni til
þess að koma henni á.
Aukning á nýtingu hefur takmark-
ast verulega af því, að það er ekki
hægt að selja fisk sem er ekki er bú-
ið að veiða, og það er ekki hægt að
fara að veiða í stórum stfl fisk sem
ekki er búið að selja. Þetta þarf að
haldast í hendur.
Vatnafang, samtök veiðibænda,
voru stofnuð til þess að hafa sam-
vinnu um öflun markaðar og innan
þeirra samtaka hafa menn reynt að
staðla og samræma vinnubrögð,
sem er mjög mikilvægt. Við þetta
uppbyggingarstarf þarf þolinmæði.
Þetta er ekki bara fljóttekinn gróði,
þetta er vinna og hér gildir það
sama og við aðrar búgreinar, menn
þurfa að halda utan um veiðar, mót-
töku og sölu.
Þó að tímakaupið við veiðarnar sé
kannski ekki hátt, verða bændur að
taka með í reikninginn að þarna er
verið að ná inn nýjum tekjustofni og
nota tíma sem annars væri ónýttur.“
Veiðimálastofnun veitir ráðgjöf á
sviði vatnanýtingar, en fyrir þá
þjónustu þurfa bændur eða landeig-
endur að greiða.