Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 26. maí 1993 Verðum að fara að tillögum Hafró að mestu leyti og aðlaga okkur aðstæðum. Halldór Ásgrímsson alþingismaður: Eðlilegt að Alþingi verði kallað saman birgðalagavaldið hafí verið þrengt svo mikið við síðustu stjómar- skrárbreytingu að það sé ekki eðli- legt að nota það í tilfellum sem þessum. í ljósi tillagna Hafrannsókna- stofnunar um allt að 80 þúsund tonna niðurskurð á þorskafla, 150 þúsund á næsta fiskveiðiári í stað 230 þúsund tonna afla í ár, er við- búið að hraðfrystihús landsins muni hafa mun minna hráefni til vinnslunnar en áður hefur þekksL Hallór Ásgrímsson segir að auð- vitað verði vinnslan að bæta sér það upp með öðrum leiðum og t.d. með því að kaupa fisk annars stað- ar frá eins og gert hefur verið. „Það þýðir ekki að deyia ráðalaus í þessu,“ segir Halldór Asgrímsson alþingismaður. -grii Sjömannanefnd um stefnumótun í landbúnaði skilar áliti og leggur til: Kjarnfóðurgjald áfram og breytingar á stofnlánum Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, segir að það sé eölilegt að Alþingi sé kallað saman við jafn al- varíegar aðstæður í þjóðarbúskapnum og nú séu í sjávarútveginum, sem rekinn er með verulegum halla. Því miöur hafi ríkisstjómin ekki tekiö þaö alvaríega fram til þessa en nú eigi hún ekki annarra kosta völ. Hann segir að tillögur Hafró um 150 þúsund tonna þorskafla á næsta fiskiveiðiári komi í sjálfu sér ekkert á óvarl Halldór segir að þetta sé ná- kvæmlega sama og kom upp í fyrra. Auk þess hafi aflabrögð verið léleg og því séu þetta engin ný tíð- indi. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar í fyrra að það þyrfti að taka stöðu þorskstofnsins mjög al- varlega og sé sömu skoðunar nú. Að hans áliti verður að fara að þessum tillögum að mestu leyti og laga sig að þeim staðreyndum. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi sé kallað saman við jafn alvarlegar aðstæður. Það er löggjöf sem þarf að breyta vegna sjávarútvegsmál- anna og mér finnst óeðlilegt að gera það með bráðabirgðalögum. Ríkisstjómin neitaði að afgreiða heimildir til þess að nýta aflaheim- ildir hagræðingarsjóðs til jöfnunar á áfallinu. Það muna allir vand- ræðaganginn kringum þessi mál í fyrrasumar og hann virðist vera enn á ferðinni," segir Halldór Ás- grímsson alþingismaður. Halldór segir að ríkisstjómin hafi látið að því liggja að það eigi að gera hér ýsmar ráðstafanir með bráðabirgðalögum. Hann segir að framsóknarmenn telji að bráða- Halldór Blöndal gluggar f állt sjömannanefndar. Tlmamynd Áml Bjama. Sjömannanefnd, sem skipuð var af landbúnaóarráðherra árið 1990 tíl að gera tíllögur um stefnumörkun í landbúnaðarmálum, skilaði álití í gsr. Nefndin leggur tíl kerfisbreyt- ingar á Stofnlánadeild landbúnaðar- ins og einnig að sérstakt 55% gjald á innflutt fóður verði ekki lagt niður. í nefndinni eiga sæti fulltrúar launþega, bænda, atvinnurekenda og stjómvalda. Þann 14. febrúar 1991 skilaði nefndin áfangaáliti um sauðfjárrækt og þann 5. maí 1992 áfangaáliti um mjóikurframleiðslu. Fylgst með híbýlum fólks Viðbúnaður Iögreglu verður með ýmsu móti um hvíta- sunnuna og m.a. munu óeinkennisklæddir lögreglu- þjónar aka um úthverfi til að hindra innbrot í mannlaus húsakynni fólks. Að sögn lögreglu fjölgar innbrotum sífellt og því þykir ástæða til að fylgjast vel með mannlausum híbýlum en innbrotsþjófar nota oft tæki- færið þegar margir em á far- aldsfæti. Þá mun lögreglan notast við þyrlu til að fylgjast með um- ferð í nágrenni borgarinnar. í útjaðri borgarinnar verður fylgst vel með umferð til og frá borginni. í gær kynnti nefndin álit sitt um sláturhús, kjamfóðurgjöld, svína- kjötsframleiðslu, alifuglafram- leiðslu og stofnlán í landbúnaði. Nefndin fjallar um gjöld á innflutt kjamfóður. Nú er lagt á innflutt fóð- ur 25% gjald sem rennur í ríkissjóð og sérstakt 55% gjald sem er að mestu endurgreitt bændum eða bú- greinum eftir afurðamagni. Nefhdin leggur til að 25% gjaldið verði lagt niður 1. janúar 1995 þar sem slík skattlagning standist ekki í ljósi vax- andi samkeppni. Hins vegar telur nefhdin ekki rétt að hætta álagn- ingu 55% gjaldsins í Ijósi sam- keppnisstöðu innlendrar fóðurfram- leiðslu. Nefndin leggur einnig til að fyrir- komulagi á stofnlánum til landbún- aðarins verði breytL Vextir af stofn- lánum em nú niðurgreiddir að hluta með neytenda- og jöfnunar- gjaldi sem nemur 360 milljónum á ári. Nefndin telur forsendur vera brostnar fyrir niðurgreiðslu með álagningu gjalda á innlenda búvöm- framleiðslu. Einn liður í kerfisbreyt- ingum verði sá, að frá 1. janúar 1994 hækki vextir eldri Iána sem nú bera lægstu vexti, eða 2%, í 4% og vextir nýrra lána verði 6%. Vextir af veitt- um loðdýralánum hækki þó ekki. Nefndin telur ljóst vera að þörf fyr- ir fjárfestingarlán til matvælafram- leiðslu verði miklu minni á komandi ámm en verið hefur. Hins vegar ger- ir hún ráð fyrir aukinni eftirspum eftir lánsfé vegna hrossaræktar og fyrir nýja atvinnustarfsemi í sveit- um. í áliti um sláturhús segir nefndin skýringuna á háum sláturkostnaði hér á landi vera þá að of takmörkuð verkefni dreifist á of mörg slátur- hús. Þá sé sláturtími of stuttur, erf- itt sé að manna húsin með þjálfuðu starfsfólki og skortur sé á fagmennt- uðum slátmmm. Lagt er til að úr þessu verði bætL Nefndin vekur athygli á þeim hömlum sem em á markaðsfærslu kindakjöts vegna lögbundins verðs og telur brýnt að breyta því fyrir- komulagi. í svínarækt er engin opinber fram- leiðslustýring og verðmyndun svínakjöts er frjáls. Nefndin telur að aukin hagræðing innan greinarinn- ar á síðustu ámm hafi skilað sér til neytenda í lægra afurðaverði. Hún telur að hægt sé að ná fram aukinni hagkvæmni innan svínaræktarinnar með skipulögðu kynbótastarfi og al- mennum úrbótum í rekstri svína- búa. Sjömannanefndin telur áhrifarík- ustu leiðirnar til að auka hag- kvæmni í alifuglarækt vera auknar leiðbeiningar og sjúkdómavamir, innflutningur nýrra, afkastameiri og heilbrigðari stofna og skipuleg endumýjun stofna á einstökum bú- um. Nefndin telur það standa grein- inni fyrir þrifum að skýrsluhald er í ólestri og að hvorki sérhæfður ráðu- nautur né dýralæknir er starfandi á þessu sviði. Nefhdin leggur til að í stað bind- andi verðs á eggjum og kjúklingum skuli sexmannanefnd einungis skrá viðmiðunarverð, m.a. vegna þess að vemlegir afslættir tíðkist á heildsöl- -ustigi þessara afurða. Nefridin telur eitt alvarlegasta vandamál alifuglaræktarinnar vera erfiða skuldastöðu og leggur til að Stofnlánadeild beiti sér fyrir lánveit- ingum til skuldbreytinga. Ráðherra sammála Á kynningarfundi sjömannanefnd- arinnar kvaðst Halldór Blöndal Iandbúnaðarráðherra vera sammála áliti Sjömannanefhdarinnar. í máli hans kom fram það mat hans að ís- lenskir framleiðendur byggju við mun lakari skilyrði en annars staðar í Evrópu. Halldór benti á minni framlög vegna útflutningsbóta og niðurskurð í útgjöldum landbúnað- arráðuneytis og sagðist telja að að- lögun að Gatt-samningnum yrði erfið fyrir íslenska bændur. GS. Gengi ákvarðast framveg- is á millibankamarkaði, getur nú breyst oft á dag, verið mismunandi milli banka: Ekki hvikað frá fastgengi Framvegis er ekki sjálfgefið að erlendur gjaldeyrir verði keyptur og seldur á sama gengi í öUum bönkum. Gengið verður heldur ekki endilega óbreytt aUan dag- inn heldur getur það orðið sí- breytílegt nema kannski í við- skiptum með Iágar fjárhæðir (ferðagjaldeyrir og þvíumlíkt). Enn ein breytingin er sú að sér- stakt gengi verður á erlendum peningaseðlum. Framangreint er meðal breytinga sem verða í kjöl- far þess að gengi krónunnar verður framvegis ákvarðað í við- skiptum á skipulegum milli- bankamarkaði fyrir eriendan gjaldeyrí. Af þessu leiðir að reiknað er með nokkm meiri sveiflum í gengi en verið hefur. Þær sveiflur munu þó takmarkast af því að engin breyt- ing verður á núgildandi fastgeng- isstefnu heldur er Seðlabankan- um ætlað að sjá til þess, með eig- in viðskiptum á gjaldeyrismark- aði og peningalegum stjómtækjum sínum, að halda sveiflum gengis innan marka plús/mínus 2,25% frá núverandi gengisviðmiðun. Meðal helstu breytinga sem verða við tilkomu skipulegs milli- bankamarkaðar eru þær, að Seðlabankinn er ekki lengur skuldbundinn til þess að eiga við- skipti við bankana eða aðra aðila á föstu gengi sem hann skráir. Þess í stað verður gengið samningsat- riði á millibankamarkaðnum í sérhverjum viðskiptum. Seðlabankinn mun einu sinni á dag skrá opinbert viðmiðunar- gengi. Innlánsstofnunum verður frjálst að ákveða sjálfar gengis- mun í almennum gjaldeyrisvið- skiptum og er búist við að hann verði breytilegur eftir upphæð og tegund viðskipta. Hinn einfaldi tími einnar opin- berrar gengisskráningar á dag, sem gildir fyrir alla, er liðinn. Við taka a.m.k. 5 gengi sem þar á ofan geta sum hver verið mismunandi milli stofnana og eftir upphæð- um: Almennt viðskiptagengi er það sem hver banki gefur út til af- greiðslu lágra fjárhæða og getur því verið mismunandi frá einum banka til annars. Seðlagengi er það gengi sem notað er við afgreiðslu erlendra peningaseðla. Þar sem með- höndlun seðla er dýrari fyrir bankana en önnur viðskipti, auk þess sem þeir eru vaxtalaus eign, þykir eðlilegt að gengismunur sé meiri í seðlaviðskiptum en öðr- um viðskiptum. Við innlegg og úttekt erlendra seðla af/á gjald- eyrisreikninga verður tekin sér- stök þóknun. Samningsgengi er það gengi sem boðið er í hverju einstöku til- felli við afgreiðslu hárra fjárhæða. Það getur verið síbreytilegt yfir daginn eftir markaðsástandi. Fundargengi kallast það gengi sem myndast á hverjum morgni á gengisskráningarfundi aðila millibankamarkaðarins (þ.e. banka og sparisjóða) í Seðlabank- anum. Fundargengið notast í innbyrðis viðskiptum þeirra á fundinum. Opinbert viðmiðunargengi er fundargengi með gengismun. Þetta opinbera viðmiðunargengi er það gengi sem Seðlabankinn skráir og notað er Ld. í dómsmál- um og vegna samninga sem áð- ur miðuðust við gengisskrán- ingu Seðlabankans og vegna nýrra samninga þar sem ekki er kveðið á um annað gengi. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.