Tíminn - 29.05.1993, Síða 12
12 Tíminn
Laugardagur 29. maí 1993
j Óþrjótandi ferðamöguleikar og afþreying á Egilsstöðum
Utimarkaðir, torfærukeppni, djass-
hátíð og harmonikkuhátíð, knatt-
spyrnumót og leikstarfsemi
Egilsstaðabær er ungur bær sem byggöist viö krossgötur mik-
ilvægra samgönguleiöa. Hér myndaölst þjónustukjami fýrir
tæpum 50 árum og sfðan hefur þessi kjarni farlö ört stækkandl.
Er svo komlð nú að Egilsstaðabær er 1500 manna bæjarfólag f
örum vexti.
Feröaþjónusta er stór atvinnugreln á Egilsstööum. Hefur lega
bæjarins miklð að segja þar um, en ekkl síöur stórbrotin nátt-
úrufegurð. Hailormsstaöaskógur, Snæfell, Hengifoss, Lagar-
fljótiö, Héraössandurlnn, Borgarfjöröur eystri og Seyölsfjörður
em Innan seillngar, svo fátt eitt sé nefnt.
Fjölmargar veiöiár er að finna á Austurlandi og hér er ein þeirra, Skriödalsá.
En það er ekki síður mikið að ger-
ast í bænum sjálfum. Hér er rekið
mjög gott tjaldsvæði, hótel, tvö
gistiheimili, örstutt er í góðan
golfvöll, lax- og silungsveiði. Það
verður nóg að gera fyrir ferða-
menn f nágrenni Egilsstaða í sum-
ar, þegar hver stóratburðurinn
rekur annan, og er um að gera fyr-
ir fólk á ferðinni að kynna sér þær
uppákomur sem eru þar f allt
sumar.
Tveir útimarkaðir
Ferðaþjónustuaðilar munu opna
sumarvertíðina formlega með
myndarlegri kynningu á þjónustu
sinni í byrjun júní. Vonast er til að
sem flestir heimamenn notfæri
sér þetta tækifæri og skoði með
eigin augum það sem verið er að
gera (ferðaþjónustu á Héraði. Sfð-
an rekur hver atburðurinn annan.
Tekin hefur verið upp sú ný-
breytni að hafa tvo útimarkaði á
Egilsstöðum f sumar. Á öðrum
þeirra verður lögð áhersla á að
selja einungis vörur sem unnar
eru í fjórðungnum. Er þá um að
ræða hvers konar minjagripi, til
dæmis úr beini, hreindýrshorni
og skinni, fatnað ýmiss konar og
heimafengin matvæli svosem
broddmjólk og silung en sfðsum-
ars verða garðávextir í boði. Hinn
útmarkaðurinn verður rekinn
með svipuðu sniði og áður, þar
sem ýmiss konar varningur verður
seldur f bland við heimaunnar
vörur. Veitingasala verður í
tengslum við útimarkaðina og til
stendur að halda jafnframt reglu-
lega þemadaga þar sem sérstök
áhersla verður lögð á ákveðna
landbúnaðargrein, t.d. mjólkur-
vörur, hesta, skóga o.s.frv. Verður
þá slegið upp grilli og ýmsar uppá-
komur í kringum þemað. Uti-
markaðirnir verða opnir alla daga
vikunnar í sumar.
Torfærukeppnin og
djasshátíðin
19. júní verður síðan hin geysi-
vinsæla torfærukeppni. Hún hefur
verið haldin á Egilsstöðum f nokk-
ur ár og nýtur sfvaxandi vinsælda.
Geysilegur fjöldi fólks hvaðanæva
að af landinu kemur til að fylgjast
með bæði skráðum og sérsmíðuð-
um torfærutröllum. Keppni þessi
er liður í fslandsmótinu og er
haldin í námu þar sem efnið f nýja
flugvöliinn var tekið. Eru aðstæð-
ur þar hinar ákjósanlegustu og er
keppnin alltaf mjög góð og spenn-
andi.
Strax í vikunni þar á eftir, eða
dagana 24.- 27. júní, verður hin
árlega djasshátfð sem haldin hefur
verið á hverju ári frá árinu 1978
og er hún elsta samfellda djasshá-
tíðin á landinu. Árni ísleifsson
stendur fyrir þessari hátíð að
vanda. Fyrsta kvöld hátfðarinnar
leikur Norræni djasskvintettinn
sem f eru þeir Sigurður Flosason -
sax, Ulf Adaker - trompet, Lennart
Gimmann - bassi, Eyþór Gunnars-
son - pfanó og Pétur östlund -
trommur. Daginn eftir leika vinir
Dóra ásamt austfirsku blúsbandi.
Laugardagskvöldið 26. júnf leikur
Tríó Peters Gullin en Djassklúbb-
ur Egilsstaða fékk 30 þúsund
danskar krónur í styrk frá nor-
ræna menningarsjóðnum vegna
komu þessara flytjenda. Sama
kvöld syngur ARNÍS djasskórinn
ásamt Viðari Alfreðssyni trompet-
leikara og Árna Scheving víbra-
fónleikara. Stjórnandi kórsins er
Árni ísleifsson og mun kórinn
einnig taka þátt í RÚREK- hátfð-
inni í Reykjavfk. Lokatónleikar
hátíðarinnar verða á sunnudegin-
um og þá munu Djasssmiðja Aust-
urlands og Septett Tómasar R.
Einarssonar leika. Septettinn leik-
ur lög eftir Tómas og söngkona
hjá þeim verður Móeiður Júníus-
dóttir.
Mót harmonikku-
unnenda
Áfram mun hressileg tónlist
hljóma í Egilsstaðabæ, því vikuna
á eftir verður haldið mót harmo-
nikkumanna á Hótel Valaskjálf.
Hingað flykkjast nikkarar af öllu
landinu þann 1. júlí því þá um
kvöldið verður landssambands-
fúndur. Næstu dagana þar á eftir
verða nikkurnar þandar. Á föstu-
deginum verða tónleikar aðildar-
félaganna. Þar munu tveir ungir
Norðurlandabúar, Svíi og Finni,
halda tónleika. Þessir piltar eru
aðeins 17 ára gamlir og eru nú
þegar vel þekktir fyrir leikni sfna á
hljóðfærið. Sama kvöld leika
Bragi Hlíðberg, Grettir Björnsson
og Reynir Jónasson og í framhaldi
af því verður slegið upp dansleik.
Á laugardeginum 3. júlí verður
haldið áfram með tónleika aðild-
arfélaganna 17 og um kvöldið
verða úrslit f lagakeppni lands-
mótsins ásamt dansleik. Hvert að-
ildarfélaganna sendir inn eitt lag í
keppnina og verður sigurlagið val-
ið úr þeim hópi.
Knattspyrnumót
kvenna og sumarhá-
tíðUÍA
Sömu helgi verður haldið knatt-
spyrnumót kvenna og er búist við
um 300 þáttakendum af öllu land-
inu. í tengslum við mótið verða
haldnir stórir útitónleikar í bæn-
um. Sunnudaginn 4. júlf taka
stúikurnar þátt í Egilsstaðamara-
þoni ásamt öðrum keppendum.
Egilsstðamarþon er orðinn árviss
viðburður. Hefur það verið haldið
árlega sl. 5-6 ár. Keppt er í 4 km.
skokki, 10 km. skemmtiskokki,
hálfmaraþoni og heilu maraþoni.