Tíminn - 29.05.1993, Síða 21

Tíminn - 29.05.1993, Síða 21
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 21 Eitthvað lá á götunni ná- lægt heimreið Georgia Waters. Georgia stöðvaði bílinn og starði á fýrir- bærið, gulan fatapoka sem lá á East Penn stræti í Long Beach, rétt fyrír utan New York borg. Hún hugsaði með sér að þetta værí einkennilegur staður, mitt á umferðar- götunni, en þar sem hún var á leið til messu, sunnudagsmorguninn, 11. febrúar 1990, hugsaði hún ekki meir um það og hélt áfram ferðinni. Fatapokinn sem geymdi llk Stephanie Krut. Hin snotra Stephanie varö aðeins 19 ára gömul. Hið fullkomna morð — en morðinginn lét ekki þar við sitja Allen Gormely. Það var fátt sem benti til þess að giæpur hans yrði upplýstur en hann lét aftur til skarar skrlða. Þegar Georgia sneri aftur laust fyr- ir 11.00 sá hún að pokinn lá ennþá á götunni. Hún lagði bflnum og ákvað að kanna málið betur. Þegar nær var komið, fann Georgia óhugnað í loft- inu og það setti að henni hroll. Víst var þetta einungis gulur fatapoki en ljós hár stóðu upp um pokaopið, hnýtt með skóreim, auk þess sem margir dökkbrúnir blettir voru á pokanum. Georgia hljóp heim til sín í skyndi og skýrði manni sínum frá fundin- um. Hún var gift lögreglumanni sem hlýddi á sögu hennar en þar sem hann var ekki á vakt hringdi hann í höfúðstöðvamar og skömmu seinna renndi lögreglubfll í hlaðið. Við stutta skoðun þeirra staðfestist það að í pokanum væri lík og morðdeild lögreglunnar var þegar gert viðvart. Til að spilla ekki fyrir sönnunargögn- um var pokinn tekinn til rannsóknar í líkhúsið án þess að líkið væri skoð- að fyrsL Við skoðun fingrafara kom á daginn að líkið var af Stephanie Krut, 19 ára gamalli ljóshærðri stúlku sem hafði nokkrum sinnum verið ákærð fyrir vændi. Ljóst var að hún hafði verið látin í nokkrar klukkustundir. Engin merki fundust um átök í nágrenni við East Penn. Blindgata Daginn eftir fór krufning fram. Skorið var á strigapokann og ná- kvæm skoðun fór fram. Stúlkan hafði orðið fyrir þungri barsmíð, víða voru marblettir á líkinu, varir bólgn- ar og glóðarauga vinstra megin. Eftir röntgenmyndatöku var dánarorsökin að hún hefði verið kyrkt. Gömlum ref í morðdeildinni, Lone, var falin rannsókn málsins. Fyrsta verk hans var að hafa uppi á foreldr- um hennar. Þau höfðu ekki séð hana í þrjá daga og sögðust reyndar sjaldan hafa séð hana síðustu misserin. Henni var lýst sem „götustelpu" sem hefði átt við fíkniefnavanda að stríða og af þeim sökum hefði hún selt sig á göt- unni. Foreldrar hennar virtust ekki bera miklar tilfinningar til hennar enda voru geðhrif þeirra í lágmarki þótt þeim væri sagt að dóttir þeirra hefði verið myrt. Menn voru sendir á þær slóðir sem Stephanie var vön að selja sig, en þótt margir könnuðust við hana, gat enginn gefið haldbærar upplýsingar aðrar en að staðfest var að síðast hafði til hennar sést um miðnætti, 9 klukkustundum áður en gula fata- pokans varð fyrst vart. Þá hafði hún verið á einni af illræmdari knæpum hverfisins, annað hvort til að útega sér dóp eða kúnna. Mánuðir liðu og sumarið kom og Volpe var orðinn vondaufur um að hægt yrði að leysa málið. Svo virtist sem í þetta skiptið hefði verið framið „hið fulkomna morð“ og málið var dautt og grafið hjá flestum sem höfðu tengst því á einhvem hátt. Annar poki, annaó lík Það var ekki fyrr en þriðjudaginn 30. október, kvöldið fyrir ærslavök- una, sem eitthvað gerðist Klukkan 23.15. barst lögreglunni tilkynning um annan poka og annað lík, aðeins 100 m frá þeim stað sem Stephanie hafði fundist. Unglingur hafði fundið pokann og án þess að gera sér grein fyrir að hann væri mögulega að eyði- leggja sönnunargögn, svipti hann snærinu af pokanum sem reyndist vera tjaldpoki og Iosaði innihaldið úr. í ljós kom eitthvað sem vafið var inn í hvíta grisju. Þegar forvitni ung- lingsins var enn ekki svalað, losaði hann grisjuna og kom þá í ljós smá- gerð og lágvaxin, nakin blökkukona. Hún var illa marin og hafði víða áverka eins og í fyrra tilvikinu. Volpe duldist ekki firekar en öðrum að það hlaut að vera samhengi á milli morðanna tveggja. Hann mætti á staðinn ásamt aðstoðarmönnum og eitt af því sem fylgdi rannsókninni var gaumgæfileg skoðun á pokanum sjálfum. Eftir að hjálparmenn hans höfðu úrskurðað að pokinn væri full- skoðaður og engar vísbendingar fundist, fór Volpe sjálfur eina um- ferð. hann snéri honum á rönguna og fann örsmáan vasa saumaðan í tjaldpokann sem virtist vera tómur. Þegar hann þreifaði með fingrunum kom hins vegar í ljós nafnspjald með nafninu Peter Varese, og auk þess voru tvö símanúmer á spjaldinu. Ef nákvæmni Volpes hefði ekki verið fyrir hendi er ólíklegt að málið hefði nokkurn tímann upplýst. Dánarorsök var sú sama og í fyrra tilvikinu. Kyrking eftir að fómar- Iambinu höfðu verið veittir áverkar með barsmíðum. Konan hét Mayra Eusebio, 25 ára gömul og hafði einnig stundað vændi samkvæmt skrám lögreglunn- ar. Illræmdi frændinn Nú hófst leitin að Peter Varese. Við eftirgrennslan kom í Ijós að annað símanúmeranna tveggja var hjá raf- eindaverkstæði í grenndinni. Volpe ályktaði sem svo að Peter væri starfs- maður þar og ákveðið var að fara á vinnustað hans og færa hann til yfir- heyrslu. Það kom í ljós að Peter hafði hætt störfum hjá fyrirtækinu fyrir einu ári. Hins vegar gaf starfsmaður lögreglunni upplýsingar um hvar kæmstu Peters væri að finna en sagðii jafnframt að ólíklegt væri að Peter væri viðriðinn morð. Starfs- maðurinn sagði hins vegar að hann vissi til að Peter ætti frænda, Allen Gormely, sem væri til alls líklegur. Hann væri viðriðinn dópsölu og vændi en hefði hreinan skjöld gagn- vart lögunum þar sem aldrei hefði upp um hann komist Volpe fagnaði upplýsingunum þótt enn væri óljóst hvort þær leiddu til lausnar málsins. Hann hugðist fylgja vitnisburði starfsmannsins strax eftir með því að fara á fund kæmstu Pet- ers. En enn bmgðust krosstré, hún var flutt og ekkert hafði til hennar Mayra Eusebio, seinna fórnarlamb morðingjans. spurst nýlega Talið var af nágranna að hún hefði slitið sambandinu við Peter Varese og Volpe fannst sem enn ein blindgatan tæki við. En svo virt- ist sem heilladísimar hefðu ekki al- veg yfirgefið hann því öllum að óvör- um hringdi Peter sjálfur og sagðist hafa haft af því spurnir að lögreglan leitaði hans. Hann virtist samvinnu- þýður og mælti sér mót með Volte klukkan 18.00 sama dag. Það kom upp úr kafinu að Peter átti pokann en hafði ekki séð hann í tæpt ár að sögn. Hann var spurður hvort hann ætti einhverja ættingja sem hefðu getað nálgast pokann og þá minntist hann á Allen Gormely, þann hinn sama og lögreglan hafði fengið upplýsingar um að væri viðriðinn glæpi. Hann minntist þess að hafa lánað honum pokann þegar Allen hafði skroppið í útilegu. Hins vegar vissi Peter ekki hvar Allen byggi um þessar mundir. Fyrirsátin Volpe var í tengslum við „snuðrara" sem hafa lifibrauð af því að selja lög- reglunni upplýsingar gegn smávægi- legri þóknun. Eftir nokkra leit tókst honum að hafa uppi á einum sem þekkti vel til Allens. Ljóst var að ekk- ert mátti gera sem vekti grunsemdir hjá hinum grunaða og helst varð að koma að honum að óvörum þar sem minnstu mistök myndu klúðra mál- inu. Þá var það eitt sem torveldaði málið, að lögreglan hafði engar myndir af hinum grunaða og vissi því ekki hvemig hann leit út. Sjöunda nóvember, átta dögum eftir að seinna líkið fannst, stjómaði Volpe hand- tökuaðgerð sem hófst á því að stór- um óeinkennisbúnum sendiferðabfl var lagt fyrir ffaman áætlað heimili Allens. Bfllinn var vel búinn tækjum svo sem myndbandsupptökuvél með kröftugri aðdráttarlinsu auk þess sem fimm óeinkennisbúnir menn vom til taks. Volpe beindi annars vegar sjónum sínum að rauðri Toy- ota Corolla sem talin var vera í eign Allens og hins vegar að útidymm hússins. Eftir 14 klukkustunda bið gekk lágvaxinn maður út úr íbúð- inni, jarphærður með gleraugu. Maðurinn sté upp í Toyota bifreiðina og tók af stað. Volpe gerði öðmm lögreglumönnum þegar viðvart sem vom í viðbragðsstöðu og skipaði þeim að veita rauða bflnum eftirför og stöðva ökumann, undir því yfir- skyni að um „rútínerað tékk“ væri að ræða. Ef í ljós kæmi að maðurinn væri Allen, fylgdi skipun um að handtaka hann en þó var þörf á að- gæslu því samfara. Allt gekk þetta eftir. Volpe blandaði sér í málin þegar bú- ið var að kyrrsetja Allen og skilríki hans staðfestu að hann væri sá sem leitað var að. Játningin Við yfirheyrslur var Allen í fyrstu spurður hvar hann hefði verið að- faranótt Ærslavökunnar. Hann sagð- ist hafa verið hjá ættingjum. Þannig gengu yfirheýrslumar og hvorki rak né gekk uns Volpe spurði hinn gmn- aða hvort hann vissi af hveiju hann væri að yfirheyra hann. „Já, ég býst við að einhver sé að reyna að koma morðinu á mellunni á mig,“ svaraði Allen og hljóp þar með á sig því Volpe hafði ekki minnst einu orði á morð. Að fengnu samþykki, fór Allen í lygamælispróf. Það kom ekki á óvart að hann kolféll á því. Volpe sá fram á langa nótt. Hann hafði ekki nægar sannanir til að handtaka Allen en eigi að síður hafði hann rétt á að halda honum í allt að 24 klukkustundir og hann hugðist nýta þær vel. Hann spurði sakbom- inginn hvers vegna hann segði ósatt. Hann gaf engar skýringar á því, muldraði aðeins að tækið væri bilað. Volpe leyfði honum að mala áfram um hríð. Hann skáldaði hin og þessi atriði upp en ekkert samhengi var á milli þess sem hann sagði. Það leið á nóttina og rétt upp úr 04.30 tókst Volpe að knýja fram játn- ingu. Þá var hann búinn að benda honum á að DNA sýni myndi stað- festa að sæðið í leggöngum kvenn- anna tveggja væri úr honum og ekki yrði auðið undankomu. Allen hafði svipaða sögu að segja í báðum tilvikum. Eftir að hafa sofið hjá vændiskonunum, þar sem kókaín kom við sögu í öðm tilfellinu en am- fetamín í hinu, hafði hann sagt stúlk- unum að hann ætti ekki peninga til að borga þeim. Þær höfðu báðar bmgðist ókvæða við og hótað hon- um og lagt á hann hendur, og þá hafði hann ákveðið að „afmá“ þær. Hann hafði farið eins að í bæði skipt- in, þær vom báðar veikbyggðar og því þurfti ekkert heljarafl til að kyrkja þær og síðan hafði hann vafið líkunum inn, sett í poka og losað sig við á „svörtum bletti", stað í ná- grenni heimilis hans sem var dimm- ur og illa upplýstur að nóttu til. Ef- laust hefði sagan endurtekið sig, ef hrein tilviljun hefði ekki ráðið því að Allen var svo óheppinn að nota rúm- góðan tjaldpoka frænda síns í seinna tilvikinu. Hann óraði ekki fyrir því að pokinn væri merktur. 30. aprfl 1992 var Allen Gormely fundinn sekur um tvöfalt morð af annarri gráðu. Með tilliti til dóp- neyslu og ólifnaðar, jafnt fómar- lamba sem sakbomings, þótti ekki sannað að um ásetning væri að ræða, en eigi að síður verður Allen Gor- mely að sitja innan fangelsisveggj- anna í 50 ár hið minnsta. Reyndar er ólíklegt að honum endist ævin til þess.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.