Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 7 Þar að auki varði EB 1400 millj- ónum á sl. ári eingöngu í kynn- ingu á ferðalögum milli landa í bandalaginu. Við stöndum aftur á móti frammi fyrir því, að við höfum stöðugt minna fjármagn til að taka þátt í þessum dansi. Og við höfum líka, að mínu mati, dreift kröftunum of mikið. Við verjum miklu fé til kynningar á vörum, - við erum að reyna að selja raf- orku, fisk, iðnaðarvörur o.fl. Þetta er að sjálfsögðu allt kynn- ing á framleiðslu landsins og ég hef þá skoðun, að hægt sé að sameina þetta mun betur, þ.e. í kynningu á ímynd landsins og þar með talið ferðaþjónustu, og nýta þá fjármunina betur með meiri samvinnu." Byggjum á ímynd hreinleikans - ísland er kynnt í útlöndum sem ímynd hreinleikans. Er ekkert hættulegt að byggja hér upp mengandi stóriðju, ef við ætlum að halda áfram að leggja megináherslu á landið sem hreint land? „Þetta er náttúrulega pólitísk spuming og ég ætla ekki að blanda mér í þau mál. En ég tel augljóst, að við munum byggja í framtíðinni á þessari hreinu ímynd. Það segir sig sjálft. í þessu sambandi má nefna eitt atriði: Hún er ekki mjög aðlað- andi „heimkeyrslan að bænum,“ ef svo má að orði komast. Manni verður hugsað til þess í hvert skipti sem ekið er frá Keflavík til Reykjavíkur, að þessi heim- keyrsla er ekki sérstaklega upp- örvandi fyrir þessa ímynd, - þeg- ar við keyrum með álverið á aðra hönd og ryðgaðan stálhauginn á hina. Og annað er í þeim dúr. Þetta er vandamál sem við verð- um að sjá sóma okkar í að leysa. E.Lv. mætti færa veginn aðeins fjær og á miklu fallegra stæði. í framhjáhlaupi má ég til með að nefha, - úr því að við erum að ræða um ísíand sem ímynd hreinleikans, - að hingað kom í vetur frægur bandarískur blaða- maður, sem býr í Los Angeles og er vanur þeirri óheyrilegu mengun sem þar er. Hann stóð uppi á Langjökli í stórkostlega fcdlegu vetrarveðri og sá þaðan í raun og veru allt landið horn- anna á milli. Loftið var gífurlega tært og hvergi hægt að sjá nokkra mengun. Þá sagði hann með áhyggjusvip þessa setningu sem mér finnst alveg stórkost- leg: „I don’t tmst an air I don’t see.“ (Ég treysti ekki lofti sem ég sé ekki). Spumingin er því, hvort veröldin sé virkilega orðin þannig að menn vilji sjá loftið sem þeir andi að sér!“ Hröð þróun í bænda- gistingu - Bændagistlng hefur aukist mjög á síðustu árum. Er ein- hver togstreita milli hefðbund- innar ferðaþjónustu og ferða- þjónustu bænda? „Ef við horfum aðeins til baka, þegar ferðaþjónusta bænda var að fara af stað, þá var ástæðan m.a. sú að talin var þörf á bú- háttabreytingum, vegna sam- dráttar í hefðbundnum land- búnaði. Og þá kemur upp það sem kannski má kalla kergju, að mörgum þótti svolítið sérstakt að þá skyldu vera til reiðu fjár- munir úr ríkissjóði til uppbygg- ingar ferðaþjónustu vegna þess að það hét „búháttabreyting." Þeir sem e.Lv. vom búnir að berjast í bökkum með fjárfest- ingu og gistirými hér og hvar á landinu, stóðu allt í einu frammi fyrir því að við hlið þeirra var kominn aðili sem fékk fjármuni beint úr ríkissjóði til sinnar upp- byggingar. Mönnum þótti þama sem bændastéttin hefði ákveðið forskoL Hún hafði aðgang að fjármagni til þessarar uppbygg- ingar og e.Lv. var ekki alltaf horft til þess hvort uppbygging- in væri nauðsynleg á hverjum stað, eða litið til þess með hvaða fyrirkomulagi hún var. Það skapaðist því ákveðin kergja þama á milli og ég held satt að segja að ekki hafi alveg tekist að jafna þær sakir. Þróunin í bændagistingu hefur verið mjög hröð og mikil. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því, að gistirými Ferðaþjónustu bænda í dag er fimm sinnum meira en á Hótel Sögu. Þama hafa bæst við á örfá- um ámm, fimm Hótel Sögur, án þess að menn hafi gert sér grein fyrir því.“ - Neðanjarðarhagkerfið svokall- aða í veitingarekstri hefur oft verið gagnrýnt. „Já, fyrst og fremst út frá skattaþættinum. Þetta skilar sér ekki til ríkisins og er þá um leið e.t.v. óeðlileg samkeppni við þá aðila sem standa heiðarlega að málum. Það er mjög gagnrýnt. 75 veitingastaðir í Reykjavík einni em ekki reknir opinber- lega sem slíkir, enda þótt þeir stundi veitingastarfsemi." - Hvernig er hægt að breyta þessu? „Ég veit það ekki. Þessu hefur verið komið á framfæri og þetta hefur verið rætt við Fjármála- ráðuneytið og bent á að nauð- synlegt sé að hafa eftirlit með þessari starfsemi. Hún hlýtur líka að brjóta í bága við lög og reglur á fleiri sviðum en hvað skatta og skyldur varðar. Veit- ingarekstur heyrir m.a. undir heilbrigðisyfirvöld. Það er verið að selja mat og drykk og aðra þjónustu í fermingarveislur héðan og þaðan úr eldhúsum, sem sum hver má kalla bfiskúr- seldhús." Rfldssjóður tapar mest - Virðisaukaskattur á gistingu og fólksflutninga innanlands er fyrirhugaður frá næstu áramót- um. Er nokkur skynsemi í því eins og ástandið er í ferðaþjón- ustunni? „Nei, áuðvitað ekki. En okkur sem vinnum í ferðaþjónustunni hefur ekki tekist að ná eymm stjómvalda með þau augljósu rök að þetta leiði einfaldlega til lægri tekna. í fyrra minnkuðu gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum um nær einn milljarð króna. Þar af hefur ríkið tapað beint úr sínum kassa 200 til 300 milljónum. Og það er al- veg ljóst, að með þessari aðgerð um næstu áramót mun enginn tapa meira heldur en rfidssjóð- ur.“ - Haflð þið gert eitthvað til að beijast gegn þessu? „Menn hafa auðvitað notað þessar hefðbundnu leiðir. Rætt við ráðamenn og reynt að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Én einhverra hluta vegna þá virðist ferðaþjónustan yfirleitt ekki eiga mikinn hljómgmnn innan stjómkerfisins á þann hátt, að menn sjái þá möguleika sem hún hefur upp á að bjóða.“ SEKTIR fyrir nokkur umferöarlagabrot: Umferöarráð vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt leiðbeiningum rikissaksóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991. Akstur gegn rauöu Ijósi Biöskylda ekki virt Ekið gegn einstefnu Ekiö hraöar en leyfilegt er Framúrakstur viö gangbraut Framúrakstur þar sem bannaö er „Hægri reglan" ekki virt Lögboöin ökuljós ekki kveikt Stóövunarskyldubrot Vanrækt aö fara meö ökutæki til skoðunar Öryggisbelti ekki notuö -alltaö 7000 kr. 4500 kr. 3000 kr. MJOG ALVARLEG OG ITREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! UUMFERÐAR , RÁD FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Tilkynning Skrifstofa Ábyrgðasjóðs launa hefur flutt að Suðuriands- braut 24,108 Reykjavík. Nýtt símanúmer Ábyrgðasjóðs- ins er 811233 og myndsendisnúmer er 811235. Opnunar- tími skrifstofunnar er 8.00-16.00. Félagsmálaráðuneytið, 28. maí 1993. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR í REYKJAVÍK STJÓRNUNARSVIÐ Lausar stöður við Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur Staða deildarstjóra viö mæðradeild, Ijósmóöurmenntun áskilin. Staðan er laus nú þegar. Hálf staða hjúkrunarfræöinga við lungna- og berklavamadeild. Staðan veitist frá 1. júli n.k. Nánari upplýsingar gefúr hjúkrunarforstjóri I slma 22400. Umsóknir sendist starfsmannastjóra á þar til gerðum eyðublöð- um, sem fást hjá starfsmannahaldi Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Afleysingastörf við Heilsugæsluna í Reykjavík Sjúkraliða vantar I afleysingar nú þegar viö heilsugæslustöðina í Efra-Breiðholti og heilsugæslustöðina I Hlíðum. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjórar viðkomandi heilsugæslu- stöðva. I Efra-Breiðholti i sima 670200 og í Hlíöum í sima 622320. Heilsugæslan í Reykjavík, stjómsýsla jVÝ og UETKI VERI) MftSSEY - FCRCU50IM Vegna hágkvæmra samninga bjóðum við dráttarvélarnar á einstaklega góðu verði teg drif ha verð ki’. 362 2 62 1.355.000- 375 2 70 1.560.000- 390 2 80 1.599-000- 390T 4 90 1.965.000- * Öll verð eru án VSK teg drif ha verð kr. 362 4 62 1.564.000- 375 4 70 1.836.000- 390 4 80 1.897.000- 399 4 102 2.450.000- Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sfma 91-674000 vélasala MASSEYFERGUSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.