Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 13 Margar fagrar náttúruperlur er að finna á Austurlandi. Hér er ein þeirra, Lagarfoss. Keppendur á síðasta ári voru sam- tals 200 og heppnaðist mótið mjög vel. í ár má því reikna með metþáttöku. Helgina 9.-11. júlí verður sumar- hátíð UÍA á Eiðum. Er þetta fjöl- skylduhátíð sem haldin verður á nýju íþrótta- og útivistarsvæði UÍA. Þar verður margt til skemmt- unar allri fjölskyldunni, meðal annars keppni fyrir alla aldurs- flokka í frjálsum íþróttum, polla- mót í knattspyrnu og fleira. Þarna verður ein íþróttagrein kynnt sér- staklega en áður hafa t.d. hesta- íþróttir og blak verið kynntar á þessum hátíðum. Slegið verður upp Karaókí-keppni og tjalddans- leikur verður á lokakvöldinu þar sem fengin verður hljómsveit til að halda uppi fjörinu. UÍA verður einnig með útihátíð fyrir ungling- ana á Eiðum um verslunarmanna- helgina. Útileikhús í sumar verður tekin upp sú ný- breytni að á svæði UÍA verður rek- ið útileikhúsið „Hér fyrir austan" frá 30. júní til 18. ágúst. Þarna verða sýndir Ieikþættirnir „Lífið meðal bænda“ eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur Egilsstöðum, „Fjörið á síldarplaninu" eftir Guð- jón Sveinsson Breiðdalsvík og „Ýmsar þjóðsögur af Austurlandi" sem tekið var saman af Arndísi Þorvaldsdóttur og nemendum Brúarásskóla. Dansflokkurinn Fiðrildin mun sýna íslenska dansa og kenna áhorfendum sporin. Fiðrildin eru annað af tveimur þjóðdansafélögum á íslandi. Veit- ingar verða í umsjá kvenfélaganna í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá. Dagsferðir frá Egilsstöðum Margskonar dagsferðir eru í boði frá Egilsstöðum. Hægt er að fara í skoðunarferðir um Borgarfjörð eystra, Fljótsdalinn og víðar eftir óskum manna. Leiðsögumenn í þessum ferðum eru allir heima- menn en í fyrra stóðu Ferðamála- samtök Austurlands og Farskóli Austurlands fyrir fyrsta námskeiði fyrir svæðisleiðsögumenn sem haldið hefur verið hér á landi. Var þetta námskeið mjög vel sótt og útskrifuðust 27 leiðsögumenn með réttindi. Einnig er hægt að fara í dagsferðir í sérbúnum jepp- um að Snæfelli og þaðan er farið á Goðahnúka (1460 m.) og Grendil (1570 m.) á Vatnajökli allt upp í 1500 metra hæð þar sem sést yfir allt Austurland í góðu skyggni. Sömuleiðis verður hægt að fara með jeppum í Loðmundarfjörð og tengjast þær ferðir bát frá Seyðis- firði, þannig að hægt er að sigla aðra leiðina og aka hina. Þessar ferðir eru í boði í júnf og ágúst. Fjöruferð um Héraðssandinn er ógleymanleg þar sem fuglalíf er fjölbreytt og hægt að komast ótrú- lega nálægt selum. Hægt er að fara í fjöruferð með mjög stuttum fyrirvara. Á hverjum sunnudegi í sumar stendur Hótel Valaskjálf fyrir Hér- aðsblóti. Þar er að finna glæsilegt þorrahlaðborð, hákarl og brenni- vín ásamt harmonikkutónlist, fjöldasöng og þjóðdansasýningu. Eru Héraðsblótin orðin fastur lið- ur í starfsemi hótelsins. Meðal annarra afþreyingarmögu- leika á Egilsstöðum er þriggja daga skoðunarferð um hálendið milli Egilsstaða og Mývatns. Með- al þess sem skoðað er í þessari ferð er Snæfell, Hafrahvammagljúfur — eitt hrikalegasta gljúfur á ís- landi — Sænautasel á Jökuldals- heiði, Askja og Herðubreiðarlind- ir. Brottför er á fimmtudögum frá Egilsstöðum og á sunnudögum frá Mývatni. Hámarksfjöldi farþega er 11. f góðu skyggni er síðan tilvalið að fara í útsýnisflug með Flugfé- lagi Austurlands þar sem perlur Austurlands eru skoðaðar. Hægt er að velja milli tveggja leiða — annars vegar yfir hálendið þar sem stærstu og fegurstu fjöll landsins eru og hinsvegar með ströndinni frá Dyrfjöllum til Papeyjar og til baka yfir Öxi, einn hrikalegasta og fallegasta fjallveg á landinu, til Egilsstaða. Þetta er ekki tæmandi yfirlit yfir alla þá möguleika sem Egilsstaðir og nágrenni bjóða uppá en auðvelt er að nálgast allar upplýsingar hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála Eg- ilsstöðum. Síminn er 97-12320 og hjá Ferðamálafulltrúa 97-11863. Árni Isleifsson hefur um langt skeið auðgað tónlistarlifið á Austurlandi og staöið fyrir djasshátlðum þar frá árinu 1978. Djasshátlð Austurlands veröur f sumar haldin dagana 24.-27. júní. Hér er hljómsveit undir stjórn Árna á æf- ingu. Myndin er tekin 1978. ABURÐAR---- BREIFARAR JOLA 4'*ft*rn<Woí^ Eru nú mikið endurbættir og fullkomnari en áður. Þeir eru með ryðfríum dreifibúnaði og lágri hleðsluhæð. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar í síma 91-651800 VÉLBOÐI hf Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfj. Mykjudreifarar BÆNDUR! Eigum fyrirliggjandi hina vinsælu KASTDREIFARA Stærö ca. 2,5 rúmm. Afgreiöum dreifara án hjóla ef kaupendur eiga hjól sem þeirvilja nýta. Vinsamlega leitiö upplýsinga. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJUR 800 SELFOSS - SÍMI 98-22000 Ávarp til starfsfólks í heilbrigðisþjónustu Um nokkurt skeið hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gengist fyrir alþjóðlegum tóbaksvarnadegi (World No-Tobacco Day) hinn 31. maí ár hvert. Að þessu sinni er boðskapur stofnunarinnar sá að heilbrigðisþjónustan eigi að vísa veginn til tóbakslausrar veraldar. Sjálfsagt þykir að vinnustaðir í heilbrigðisþjónustu séu reyklausir. Alþjóða heilbrigðisstofnunin leggur þar að auki áherslu á að ekki sé viðeigandi að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu noti tóbak og hvetur það til að ganga á undan með góðu fordæmi í þessum efnum. Bent er á að þeir sem reykja ekki eru líklegri en þeir sem reykja til að beita sér í tóbaksvörnum, einum mikilvægasta þætti heilsuverndar. Verulega hefur dregið úr reykingum hér á landi á síðustu árum. Enn reykir þó meira en fjórði hver fullorðinn íbúi þessa lands. Nærri lætur að daglega falli íslendingur í valinn fyrir eituráhrifum tóbaks. Augljóst er að þörf er á skeleggri baráttu gegn svo skelfilegri heilsuvá. Þar getur starfsfólk í heilbrigðisþjónustu gegnt lykilhlutverki. Því er skorað á allt starfsfólk sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, læknastofa, tannlæknastofa, lyfjabúða, endurhæfingarstöðva og allra annarra stofnana og fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu að ganga í lið með þeim sem glíma við þá erfiðu þraut að kveða tóbaksóvættina niður. Heilbrigðisráðuneytið, Landlæknisembættið, Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, Heilsuverndarstöðin í Reykjavík og Tóbaksvarnanefnd vilja eindregið hvetja til þess að tóbak verði gert útlægt úr heilbrigðisstofnunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.