Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 29. maí 1993 Magnús Oddsson, markaösstjóri Feröamálaráðs er gagnrýninn á þá skattaáþján sem ferðaþjónustan og þar meö ferðamenn veröa aö sæta á íslandi: Undanfarinn áratug fjölgaði erlendum ferðamönnum hér á landi um nær helming og jafnframt þrefölduðust gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu. Árið 1991 voru þær 12,4 milljarðar, eða nær 10 prósent af gjaldeyristekjum þjóðar- innar. í fýrra varð hins vegar samdrátt- ur í ferðaþjónustu og gjaldeyristekjur af henni lækkuðu um 900 milljónir króna. Flestir eru sammála um að hátt verð á ferðaþjónustu hér á landi hamli mjög fjölgun ferðamanna og nýtingu á gistingu, veitingastöðum og leigubíl- um. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna í fyrra og hitteðfyrra, telja þrír af hverjum fjórum verð á mat og drykk of hátt og svipað- ur fjöldi áleit gjald fyrir bílaleigubíla of hátt. „Ferðaþjónustan er orðin of dýr miðað við gæði hennar, þannig að við eigum í veruleg- um erfiðleikum á þeim mörkuð- um, sem við höfum einbeitt okkur að hingað til.“ Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferða- málaráðs, er ómyrkur í máli um vandann sem við blasir í þjón- ustu við erlenda ferðamenn hér á landi. Magnús telur að hugmyndir um gjaldtöku á ferðamanna- stöðum hér séu út í hött, - ferða- menn greiði hvort eð er alla mögulega og ómögulega skatta. „Þessi atvinnugrein borgar fyrir aðgang og not flugvalla og stöð- ugt er verið að hækka þær álög- ur. Hún borgar fyrir afnot af veg- unum með háu bensíngjaldi. Hún greiðir að sjálfsögðu virðis- aukaskatt og alla mögulega skatta eins og aðrir og síðan er stöðugt verið að bæta við ein- hverjum sérsköttum, eins og innritunargjaldi, vopnaleitar- gjöldum, bensíngjaldi á flug- vélaeldsneyti og fleiru. Það er því að bera í bakkafullan lækinn að ætlast til þess að ferðamenn borgi sérstaklega fyrir að fá að horfa á fallega staði á landinu okkar. Að sjálfsögðu þarf víða úrbætur á ferðamannastöðum. En fyrir þær verður einfaldlega að greiða með þeim fjármunum sem ferðamennirnir eru búnir að flytja inn í milljarðavís. Hitt er svo annað mál, að auð- vitað á að selja ferðamönnum, innlendum sem erlendum, þjónustu. Og það er auðvitað hægt að fjármagna ýmis konar úrbætur á þessum stöðum með því að selja fólki þjónustu á þeim.“ - Menn hafa amast nokkuð við þeim ferðamönnum sem koma á bflum með Norrænu og kaupa hér lítið eða ekkert. Jú, það er rétt. En það kemur í ljós í könnunum, að farþegar með Norrænu eyða síst minna í landinu en þeir sem koma með flugi. Það vill oft gleymast, að þeir sem koma með bfla sína kaupa bensín í landinu og bens- ín er svo hátt skattlagt, að þessir ferðamenn skila líklega meiri tekjum til ríkisins beint en margir aðrir sem hingað korna." Höfum dreift kröftun- um of mikið - Þarf ekki að skipuleggja land- kynningu betur og sameina jafnvel stofnanir sem fást við hana? „Ferðamannaþjónustan er sí- fellt að verða dýrari, en jalti- framt minnkar fjármagnið til að koma henni á framfæri og selja hana í aukinni samkeppni. Sam- keppni í ferðaþjónustu í heimin- um er að verða óheyrileg. Mörg samkeppnislönd okkar hafa snarlækkað verð og lagt hreint ótrúlega fjármuni í kynningar- starf. Evrópubandalagið hefur veitt 152 milljörðum króna á sl. fjórum árum í styrki til ferða- þjónustu innan bandalagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.