Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 29. maí 1993
Endumýjun á gluggum
og þakrennum
Innkaupastofnun rikisins, fyrír hönd tæknideildar Ríkisspítala,
óskar eftir tilboðum I verkiö „Þvottahús Ríkisspítala, endumýjun
á gluggum og þakrennum".
Helstu magntölur ern:
Nýir gluggar 41 stk.
Endumýjun á þakrennum 168 m
Verktími er frá 28. júní 1993 til 15. september 1993.
Útboösgögn verða seld hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni
7, 105 Reykjavík, frá hádegi þriöjudaginn 1. júnf 1993 gegn
6.225 króna greiðslu með VSK.
Tilboð verða opnuö á sama stað miðvikudaginn 16. júni 1993 kl.
11.00 að viöstöddum bjóðendum er þess óska.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
Afmælis- og minningargreinar
Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum
í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur
dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.
Búist við köldu veðri um
hvítasunnuna:
Mikil ferða-
helgi er
gengin í
garð
Hvítasunnan er oft nefnd fyrsta
ferðahelgi ársins og er búist við
mikilli umferð á vegum landsins
að sögn Óla H. Þórðarsonar, fram-
kvæmdastjóra Umferðarráðs.
Hann leggur áherslu á að menn
aki sérstaklega gætilega í Iausa-
möl.
Það hefur stundum viðrað betur
til útivistar þessa helgi. Búist er við
norðanátt með köldu veðri norðan-
lands en svölu í öðrum landshlut-
um. Það má því vænta mestrar um-
ferðar á Suður- og Vesturlandi. Óli
biður ökumenn að aka með sér-
stakri varúð um Hvalförð því þar er
víða unnið við að leggja nýtt slitlag.
„Þetta er oft sú helgi sem ungir
ökumenn fara í fyrsta skipti í
meiriháttar ferð og þurfa því að
sýna sérstaka varkámi," beinir Óli
til þeirra sem nýlega hafa öðlast
ökuleyfi. -HÞ
TIL SÖLU FASTEIGN Á ÍSAFIRÐI
Kauptilboð óskast í Túngötu 1, (safirði.
Stærð hússins 778 nf, brunabótamat er 7.992.000,-. Húsið
verður til sýnis í samráði við ritara Framhaldsskóla (saljarðar,
simi 94-3599.
Tilboðseyöublöö liggja frammi hjá ofangreindum aðila og á skrif-
stofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á
sama stað fyrir kl. 11:00 f.h. þann 11. júní 1993 merkt: „Útboð
3837/3“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóð-
enda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK
S
GARÐSLATTUR
Tökum að okkur að slá garða.
Kantklippum og fjarlægjum heyið.
Komum, skoðum og gerum verðtilboð.
Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00.
Kaupfélag Héraðsbúa
býður ferðafólk velkomið á félags-
svæði sitt og veitir því þjónustu á:
EGILSSTÖÐUM:
Almenn sölubúð, þar fást flestar ferðavörur ásamt nauðsynja- og gjafavörum.
Söluskáli - Opinn til kl. 23.30 býður upp á brauð, mjólk, pylsur, ís, öl, sælgæti, tóbak
og ýmsar smávörur sem ferðalanga gæti vanhagað um.
ESSO-þjónustumiðstöð er selur bensín, olíur og ýmsar smávörur til bílsins.
Þvottaplan, tjaldstæði og snyrting.
BORGARFIRÐI EYSTRA:
Almenn sölubúð með allar nauðsynjavörur. ESSO-þjónustustöð.
SEYÐISFIRÐI:
Almenn sölubúð að Hafnargötu 28 (Þórshamar). Þar fást allar nauðsynja- og
ferðavörur.
REYÐARFIRÐI:
Almenn sölubúð er selur allar nauðsynjar og ferðavörur.
ESSO-þjónustumiðstöð með bensín, olíur og ýmsar smávörur fyrir bifreiðina.
VELKOMIN TIL AUSTURLANDS
KAÚPFÉLAG HERAÐSBUA
Egilsstöðum — Borgarfirði eystra — Seyðisfirði —
Reyðarfirði.