Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 9 Frá taívanskri stáliöju í ríkiseign: .hreinræktaöur kapítalismi liggur einnig flatur." Singapúr: framtlöin sögö vera .ktnversku kynkvfslarinnar". Núverandi höfuöleiötogi .bresku kynkvfsiarinnar": enn kvaö hún vera sú öfl- ugasta. trúarbragðanna og þjóðernislegr- ar hópsjálfsímyndar. „Ég hygg að það hafi farið framhjá mörgum að það er ekki marxisminn einn, sem nú liggur flatur, heldur og and- stæða hans, hreinræktaður kapít- alismi.“ Helsta vonin um stöðugleika Á Vesturlöndum horfa margir með hryllingi á þetta fráhvarf heimsins frá „fjölmenningar- hyggju" (múltikúltúralisma) og spá „kynkvíslastríðum“ um hann allan. Ekki vantar heiminn slík stríð nú þegar. (Og var raunar enginn hörgull á þeim heldur meðan múltikúltúralismi beggja kaldastríðsrisavelda var í fullu gengi). Kotkin neitar því ekki að víða kunni hryllingur að fylgja kynkvíslahyggjunni, eins og sýnt hafi sig undanfarið í fyrrverandi Júgóslavíu, en ástæðulaust sé að horfa á sókn hennar með bölsýni einni saman. Hnattrænu kynkvísl- irnar, segir hann, eflast með því að hagnýta þjóðernislega hópsjálfs- vitund sína og eigin menningar- verðmæti og verða með þannig fengnum styrk nógu öflugar til að skapa stöðugleika í heiminum. Þesskonar heimsstöðugleika geti hvorki þjóðríki né yfirþjóðlegar stofnanir tryggt til frambúðar. Að sögn Politiken telur Kotkin grunnástæðuna til þess að það, sem hann kallar hnattrænar kyn- kvíslir, fái nú sífellt meira vægi sé að verslun og viðskipti um heim allan verði sífellt alþjóðlegri. Þekking á framleiðslu og mörkuð- um um allan heim verði stöðugt mikilvægari í alþjóðlegu sam- keppninni á vettvangi efnahagslífs og viðskipta. Það hafi menn að vfsu fyrir löngu vitað, en ekki gert sér ljóst að einmitt þetta búi í hag- inn fyrir hnattrænu kynkvíslirnar. Virðist Kotkin með því eiga við að sjálfstraust þeirra sem hópa (eða með öðrum orðum sagt einskonar þjóðernisstolt), hátt menntunar- stig og samheldni tryggi „kyn- kvíslum" þessum þeim mun meiri árangur sem heimsverslunin verði alþjóðlegri (eða hnattrænni). .Álgengast er að ganga út frá að kynkvíslir (tribes) hafi tilhneig- ingu til að loka sig af frá umheim- inum,“ segir Kotkin. „Hnattrænar kynkvíslir eru síst af öllu þannig; þvert á móti eru þær opnar fyrir áhrifum utan frá og námfúsar. Þær eru öðrum fremri í því að læra, þróa sig, og þær leggja mikla áherslu á að tileinka sér nýjan fróðleik." Hnattkynkvísl 21. aldar „Kynkvísl" Kotkins sjálfs, Gyðing- ar, voru að áliti hans sú fyrsta hnattræna. Færa má raunar rök að því að þeir hafi orðið alþjóðleg- ir svo að segja um leið og þeir urðu Gyðingar, kringum herleið- inguna til Babýlonar. Þeir voru komnir í sína dreifingu (diaspora) löngu áður en Rómverjar brutu musterið í Jerúsalem; á dögum Krists bjó mikill meirihluti þeirra utan Palestínu. Um það fólk verð- ur því síst haldið fram að það hafi yfirleitt vantað köllun. Um Japani virðist Kotkin álíta að velgengni þeirra byggist á þjóð- legri samheldni á bak við stórfyr- irtæki þeirra. Hann telur að þeir verði áfram stórveldi í efnahags- málum, en muni varla eflast á þeim vettvangi meira en þegar er orðið. Það stafi af því að hollusta þeirra við ættjörðina sé svo mikil að þeir séu ófúsir til að setjast að utan hennar, að þeir séu svo hrokafullir gagnvart öðru fólki að þeir veki andúð þess og að nýjar kynslóðir, sem alist hafa upp í vel- ferð, séu orðnar leiðar á miklum vinnuaga og mikilli vinnusemi eldri kynslóða og vilji afslappaðra líf. í efnahagslegri útþenslu Kínverja er fjölskyldan meira atriði en stór- fyrirtækið, segir Kotkin. Dreifing þeirra eigi mikinn þátt í útþenslu þeirra í efnahagslífi og viðskipt- um, líkt og Gyðinga áður. Kín- verskir fjármálamenn og atvinnu- rekendur, sem misst hafi eignir sínar er kommúnistar komust til valda í Kína, hafi fjölmargir komið sér fyrir í Suðaustur-Asíu og ann- arsstaðar. Um 55 milljónir Kín- verja búi nú utan Kína. Kínverjar þessir f dreifingu eigi nú þegar meiri gjaldeyrisforða en Japan og séu nú í óða önn að fjárfesta í Suð- ur-Kína. Kínverjar, álítur Kotkin, verða hnattræn kynkvísl 21. aldar- innar. „Breska kynkvíslin," segir hann, er ennþá sú voldugasta í efnahags- málum heimsins, með efnahagslíf Bandaríkjanna, Bretlands, Kanada og Ástralíu á bak við sig. Enn hann telur að sú „kynkvísl" hafi orðið fyrir slíkum álitshnekki í As- íu með ósigrum Breta fyrir Japön- um í heimsstyrjöldinni síðari, sér- staklega með falli Singapúr, að hún hafi aldrei náð sér að fullu eftir það. Það eigi sinn þátt í sókn kínversku „kynkvíslarinnar" og einnig þeirrar indversku, sem minna hafi verið tekið eftir. Þegar séu um 15-20 milljónir Indverja utan ættlands síns og margir þeirra vel tæknimenntaðir. Hljóm sve itir Verslunarmannahelgin 1993. Við leitum ad hljómsveit til að leika á fjölskylduskemmtuninni Vík '93. / Um cr að ræða tvo dansleiki, ungiingadanslcik mcð söngvarakeppni og undirlcik við varðelda tvö kvöld. Ahugasamir sendi tilboð fyrir 10. iúní 1993 til: Verslunarmarinahelgin í Vík Pósthólf 93 870 Vík ^ <*** Vík Wff** --Y i , 1 ^ -* • V Húseigendur! Varanleg 10 ára Ertu ekki orðinn leiður á að mála gluggana ár eftir ár? Tollir engin málning lengur á þeim? Blæs inn með glugga- faginu? Er kominn fúgi í gluggann? Nú! Er það orðið svo slæmt að það lekur inn með glerinu og líka gluggafaginu? Við höfum varanlega lausn. UPVC-gluggar 21. aldarinn- ar. í öllum stærðum og gerðum hafa verið prófaðir hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og fengu fyrstu einkunn í slagregnsprófun hjá þeim og uppfylla alla staðla í Bretlandi um gæði, og vatns- og vindprófanir í Bretlandi ásamt því að vera viðurkenndir hjá breskum tryggingarfé- lögum um að vera þjófheldir. Nánari upplýsingar hjá Borgarsmíði hff. í síma 67 80 10 og 985 39825. Frá Háskóla íslands Skrásetning nýrra stúdenta Skrásetning nýna stúdenta til náms I Háskóla íslands háskóla- árið 1993-1994 ferfram í Nemendaskrá Háskólans dagana 1.- 15. júní 1993. Umsóknareyðublöð fást I Nemendaskrá, sem opin er kl. 10:00- 15:00 hvem virkan dag á skráningartímabilinu. Einnig verður tekið við beiðnum um skrásetningu nýma stúd- enta dagana 6.-17. janúar 1994. Við nýskrásetningu skrá stúdentar sig jafnframt í námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsóknum um skrásetningu skal fylgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskirteini. 2) Skrásetningargjald: kr. 22.500,-. Ljósmyndun vegna nemendaskírteina fer ffam i skólanum f september 1993. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að aug- lýstu skráningartímabili lýkur. lausn ábyrgö Bújörð óskast Jörð óskast, meö eða án framleiðsluréttar, á fallegum stað, f fullum rekstri, með góðum húsum (hús þó ekki nauösynleg). Veiðihlunnindi nauðsynleg. Æskileg staðsetning Austuriand, Vestfirðir, Strandir. Aðrir staðir koma til greina. Upplýsingar veitir Kari J. Steingrímsson i sima 91-20160 og 9^937T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.