Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. maí 1993 Tíminn 3 Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður: Lækniskostnaðurinn hefur hækkað mikið JLxkniskostnaðnr sjúklmga hefúr hækkað mikið nu. samhliða styttri sjúkrahúslegu," segfar Ingihjörg Páhnadóttfar alþingismaður. Hún tel- ur að þetta sé helsta ástæðan fyrir hærri lækniskostnaði. Mjög algengt er að gjald fyrir blóðprufu 900 kr. og röntgenmynd 900 kr. fyigi í kjölfar læknisheimsóknar. Ingibjörg segir að sjúklingur eigi ekki annarra kosta völ en að leita til sérfræðings, meðan verið sé að ná fúllum bata, og þá þurfi oft að gera viðbótar rannsóknir, sem séu kostn- aðarsamar eftir stutta sjúkrahúslegu. Nýlega upplýsti aöstoðarmaður heil- brigðisráðherra að meðal sérfræði- lækniskostnaður sjúklings væri rúm- lega 200 kr. hærri fyrir tvo fyrstu mánuði ársins en áætlað var. Aætlanir ráðuneytisins gerðu ráð fyr- ir 1920 kr. meðalkostnaði sjúklings, sem var f raun 2.147 kr. Haft var samband við tvær sérfræði- læknisstofur f Reykjavík til að kanna hvaða kostnað sjúklingar gætu átt von á að þurfa að greiða, leituðu þeir til sérfræðings. Af handahófi voru tekin tvö dæmi. Annars vegar var at- Útflutningur á heilbrigðisþjón- ustu gæti veriö raunhæfur möguleiki: Er heilbrigðisþjónusta ný útflutningsgrein? JUþjóða heilbrígðisstofnunin tehnr *ð við séum leiðandi í knbbameins- sldmun og bólusetningum. Hvenu vel okkur tekst til með útflutning heilbrigðisþjónustu verður reynsl- an að leiða í fjós,“ segir ólafúr Ól- afsson landbeknir um möguleika á verkefnum erlendis fyrir heilbrigð- isbjónustu. I frétt frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti er m.a. vitnað í nýlega skýrslu OECD og talið að mat, sem þar kemur fram á gæðum íslenskrar heil- brigðisþjónustu, séu uppörvandi. J>ar er miklu lofsorði lokið á ísland og sagt að við skörum framúr á vissum svið- um, sérstaklega á forvamarsviði," seg- ir Olafur og bendir á að samkvæmt OECD- skýrslunni sé kostnaður vegna heilbrigðismála heldur minni hér á landi en meðaltal OECD-þjóðanna sýni. í því sambandi nefnir hann hjarta- sjúkdóma, skimun krabbameins, bólusetningar o.fi. Ólafur segir að enn sé óraunhæft að nefna einhverjar upphæðir í þessu sambandi. Um það hvort erlendir aðilar hafi leit- að hingað eftir heilbrigðisþjónustu, segir Ólafur að aðilar á Norðurlöndum hafi leitað eftir hjartaaðgerðum hér á landi. „Þá höfúm við verið beðnir um að veita ráð og gefa tillögur um bólu- setningar í Eystrasaltslöndunum," bætir Ólafur við. í frétt ráðuneytisins er vísað til Aust- ur-Evrópu og þróunarlanda f þessu sambandi og sagt að ítrekað hafi verið ræddur sá möguleiki að íslensk heil- brigðisþjónusta gæti orðið að liði við uppbyggingu á erlendri heilbrigðis- þjónustu. Þá er bent á niðurstöðu ráð- gjafa, sem gefi vonir um að hægt sé að laða til landsins hópa sem sæki í gæði landsins og sérstöðu. Þar er bent á heitar lindir, hreint loft og heilbrigt Iff. í nefnd, sem heilbrigð- isráðherra hefur skipað og ætlað er að kanna þessi mál, eiga sæti full- trúar frá flestum þeim aðilum sem koma að heilbrigðismálum. For- maður hennar er Guðjón Magnús- son, skrifstofústjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu. hugað hvaða kostnaði mætti búast við, væri leitað til lyflæknis, og hins vegar væri leitað til kvensjúkdóma- læknis. Viðtal og skoðun hjá lyflækni kostaði á annarri stofúnni kr. 1.700, en á hinni 1.931. Er innt var eftir því hvort búast mætti við meiri kostnaði, varþvísvaraðtilaðmjögalgengtværi að við bættist kostnaður fyrir blóð- prufu 900 kr. og er þá kostnaður sjúk- lings orðinn allt að 2.831 kr. Þá er einnig aigengt að sjúklingur þurfi að fá tekna röntgenmynd og fyrir hana þarf að greiða aðrar 900 kr. Þá er reikningurinn farinn að nálgast 3.700 kr., greiði sjúklingur fyrir hvoru- tveggja auk viðtals. Viðtal og skoðun hjá kvensjúkdóma- lækni kostaði nánast það sama á báð- um stofunum eða um 1.600 kr. Sagt var að það væri mjög algengt að tekið væri krabbameinssýni, en það kostar 900 kr. og er þá kostnaðurinn orðinn 2.500 kr. -HÞ Ingibjörg Pálmadóttlr alþlnglsmaö- ur. Tlmamynd Ami Bjama OG BETÍ FARKORT ■■■■■■ VISA , ■ iEjúS' - 313 - LITMYND AF KORTHAFA FJÖLÞÆTT FERDAFRÍDINDI VÍÐTÆKAR TRYGGINGAR VIÐLAGAÞJÓNUSTA NEYÐARHJÁLP AFSLÁTTARKJÖR INNANLANDS AFSLÁTTARKJÖR ERLENDIS ÓDÝRAR FARKLÚBBSFERÐIR LUKKUFERÐIR á 100 kr. GREIÐSLUSKIPTING NEYÐARKORT/NEYÐARFÉ ALÞJÓÐLEGT SÍMAKORT LEIÐARLÝSINGAR ■ FERÐAKYNNINGAR ORLOFSVÖKTUN HÚSA/ÍBÚÐA ^ ÝMIS ÞJÓNUSTURIT H MARGVÍSLEG SÉRÞJÓNUSTA FRELSI TIL AÐ FERÐAST rf\rr-p wczrm rm ttmK.m nr vr.wmnm rnrrr S Höfðabakka 9,11jypykjavík, sími 671700 ÍSLAN DSBAN Kl Landsbanki Islands SPARISJÓÐIRNIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.