Tíminn - 29.05.1993, Síða 8

Tíminn - 29.05.1993, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 29. maí 1993 Kenning um mikilvægi þjóðernis- gilda í efna- hagsmálum heimsins: Leiötogar þeirra sjö rlkja, sem mestu eru talin ráða I efnahagsmái- um heimsins, á ráöstefnu í Houston fyrir nokkrum árum (auk Delors hjá Evrópubandalagi). Fjórir þeirra (Bush frá Bandarfkjunum, Thatcher frá Bretiandi, Mulroney frá Kanada, Kaifu frá Japan) myndu samkvæmt kenningu Kotkins teljast fulltrúar þeirra tveggja .hnattrænu kyn- kvfsla" sem nú eru öflugastar. Hæpiö er að halda því fram aö ríki, risafyr- irtæki eöa stéttir hafi skipt mestu í hagsögu heimsins síðustu aldirnar. Áhrifamesti aðil- inn í þeim þætti mannkynssögunnar und- anfarnar aldir hefur sennilega verið „hnatt- rænar kynkvíslir" og allt bendir til að í ná- inni framtíð verði þær enn mikilvægari en verið hefur. Eitthvað á þessa leið er kenn- ing bandarísks sagnfræðings, sem Joel Kotkin heitir, er af gyðingaættum og býr í Los Angeles. Hann notar í þessu sambandi enska orðið tribe, sem á íslensku er yfirleitt þýtt ættbálkur, ætt, kynkvísl, þjóðflokkur en stundum þjóð. Hvað er hnattræn kynkvísl? Fyrir skömmu út komin bók um þetta eftir Kotkin hefur titilinn Tribes: How Race, Religion, and Identity Determine Success in the New Global Economy. Hjá sagn- fræðingi þessum virðist þetta þýða: Hvernig kynkvísl, trúar- brögð og hollusta við sjáífsímynd (kynkvíslarinnar) ráða úrslitum um árangur í heimsefnahagslífinu nyja. I efnahagslegri heimsmynd þessa bandaríska sagnfræðings skipta sem sé mestu gildi, sem gjarnan eru kölluð þjóðernisleg eða eitt- hvað í þá áttina. „Hnattræna kynkvísl" skilgreinir Kotkin á þessa leið: í fyrsta lagi er hún í dreifingu um heim allan eða stóran hluta hans og fólk af henni heldur meðvitað uppi samböndum sín á milli, á grundvelli þess að það er af sömu kynkvísl. í öðru lagi er menning hnattrænnar kyn- kvíslar þrungin sjálfsbjargarvið- leitni og trú á að kynkvíslin gegni sérstöku (og væntanlega ekki ómerku) hlutverki í sögu og heimi. Hnattræn kynkvísl finnur sem sé hjá sér köllun. í þriðja lagi er hnattræn kynkvísl námfús og á gott með að glöggva sig á tækni- nýjungum. Kotkin nefnir fimm slíkar „kyn- kvfslir", sem hann telur eiga öðr- um merkari feril að baki í heims- hagsögunni og/eða muni eiga mikla framtíð fyrir sér í henni. Þær séu gyðingar, sem svo að segja alla sína sögu hafa verið „út- lendingar" fyrst og fremst, Eng- lendingar/Bretar sem með því að flytjast frá föðurlandi sínu hafi stofnað Bretaveldi, mesta heims- veldi sögunnar, og síðan Banda- ríkin. Hinar þrjár af þessum kyn- kvíslum, segir Kotkin, eru asískar: Japanir, Kínverjar og Indverjar. Tvær þær síðarnefndu af þessum þremur, heldur hann fram, eru nú á leiðinni með að hnekkja yfir- drottnun Engilsaxa í efnahags- málum heimsins og væntanlega þá að verða sjálfar drottnarar á þeim vettvangi. Köllunarlausir Skandínavar Kotkin á sem fyrr segir heima í Los Angeles, einhverri alþjóðleg- ustu borg veraldar sem sagt er að síðustu áratugi hafi verið eftir- sóttari af innflytjendum af öllum mögulegum uppruna en nokkur / kauphöllinni f Tókló: ólfklegt taiiö aö Japanir magnist úr þvf sem oröiö er. annar staður á jörðinni. Sjálfur er hann og af einkar hnattrænni kyn- kvísl, eins og hann sjálfur mundi væntanlega orða það. Hann segist hafa komist að umræddum niður- stöðum einmitt út frá uppruna sínum og eigin tengslum við skyldmenni og aðra Gyðinga. „Ég þurfti ekki annað en að líta á fjölskyldu mína og skyldmenni," segir hann í viðtali við danska blaðið Politiken. Við misstum mörg úr okkar hópi í heimsstyrj- öldinni síðari, en samt eru fjöl- skyldur af ættinni í ísrael, Argent- ínu, Kanada og Bandaríkjunum." í heimsstyrjöldinni fyrri átti hann frændur í fjórum herjum, þeim austurrísk-ungverska, bandaríska, breska og rússneska. „Út frá þessu fór ég að átta mig á að þessi net sambanda um allan heim eru til.“ Kotkin tekur fram að til séu miklu fleiri athyglisverðar hnatt- rænar kynkvíslir en áðurupptaldar fimm. Af þeim nefnir hann til Hol- lendinga og Grikki og telur að Pal- estínuarabar séu þegar orðnir ein slík. Sem dæmi um þjóðir/þjóða- stofna, sem sest hafi í stórum stíl að víða um heim án þess að verða hnattrænar kynkvíslir, nefnir hann Skandínava. Mikill fjöldi af þeim fluttist til Bandaríkjanna, en þar hafi þeir fljótlega og svo að segja alveg runnið saman við eng- ilsaxnesku menninguna. Astæðan til þess að Skandínavar séu svo fljótir að hætta að vera Skandín- avar, er þeir setjast að erlendis, hlýtur að vera, að áliti Kotkins, að þeir séu án tilfinningar fyrir þvf að þeir hafi nokkru sérstöku hlut- verki að gegna meðal mannkyns- ins og í sögunni, finni sem sé ekki hjá sér köllun. Einingartáknið MacDonald Varla þarf að koma á óvart að um- rædd kenning Kotkins hefur orðið allumdeild. Hún er meðal þess nýja, sem sprottið hefur upp í sagnfræðinni frá því að sovéska heimsveldið hrundi og kalda stríði lauk. En fleira kynni að hafa hrun- ið um leið eða kynni að vera að hrynja, þar á meðal ýmislegt í hugmyndum þeim um heiminn og mannkynið sem Vesturlönd hafa vanið sig eða reynt að venja sig á síðustu áratugi. „Þegar ég var í læri í Berkeley," segir Kotkin, „voru menn á einu máli um að af vaxandi samruna heimsins hlyti að leiða að gervallt efnahagslíf hans yrði að miðstýrð- um áætlunarbúskap, eða þá að fjölþjóðleg risafyrirtæki legðu allt saman undir sig og stjórnuðu þvf síðan. Niðurstaðan yrði raunar nokkuð sú sama, hvort sem ofar yrði á teningnum. Munur á þjóð- um, menningarleg séreinkenni þeirra, trúarbrögð, myndu hvort heldur sem yrði hætta að skipta nokkru máli. í þeim framtíðar- heimi myndu allir snæða á Mac- Donald, eða eitthvað í þá áttina. Allt yrði sem sé það sama fyrir alla.“ En núna, að loknu kalda stríði og þegar sovétsamfélagið er ekki lengur, bætir Kotkin við, er allt annað uppi á teningnum. Nú snúa menn um allan heim aftur í faðm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.