Tíminn - 29.05.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. maí 1993
Tíminn 5
■ ■ ■
Morgunblaðið er farið aö hafa áhyggjur afáhrifum veru hans I stóli forsætisráöherra á framtíö Sjálfstæðisflokksins.
1 r kni in inn á rn LÍðjl rna
- sk oðar íakan nan ir
Tímamynd Pjetur
Jón Kristjánsson skrifar
Morgunblaðið birti niðurstöður úr skoð-
anakönnun Félagsvísindastofnunar Há-
skólans síðastliðinn miðvikudag. Könnun-
in staðfestir mjög lélegt gengi Sjálfstæðis-
flokksins um þessar mundir, og ekki síður
þá staðreynd að mikill minnihluti lýsir sig
fylgjandi ríkisstjóminni. Þótt Alþýðuflokk-
urinn mælist með um 10% fylgi, þá hefur
flokkurinn misst samkvæmt tveimur síð-
ustu könnunum einn af hverjum þremur
kjósendum.
Áhyggjur
Morgunblaðsmanna
Þessar niðurstöður valda ritstjórum
Morgunblaðsins það miklum áhyggjum að
ástæða þykir til þess að skrifa forustugrein
um málið. Við Gallupkönnunina, sem
sýndi álíka niðurstöður, var beðið átekta
og lítt um hana fjallað í blaðinu.
Hugleiðingar þær, sem koma fram í for-
ustugreininni, eru mjög athyglisverðar.
Þar kemur fram ótti um að hér sé ekki um
stundaríyrirbrigði að ræða. Þar segir eftdr-
farandi:
,d>að væri þó beinlínis hættulegt fyrir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins að túlka niður-
stöður þessarar könnunar sem tíma-
bundna fylgislægð sem sjálfkrafa muni
lagast þegar fram líða stundir. Fylgisþróun
Sjálfstaeðisflokksins undanfarin ár bendir
nefnilega til þess að það sé ekki sjálfgefið
að hann geti til eilífðar haldið stöðu sinni
sem stærsti flokkur þjóðarinnar. Hann
þarf að vinna til þess“.
í leit að óvinum
Bjöm Bjamason, fyrrverandi aðstoðarrit-
stjóri Morgunblaðsins, var sessunautur
minn í Alþingi í vetur. Ýmislegt bar á
góma, eins og gengur. Einn góðan veður-
dag, þegar Ólafur Ragnar hafði gefið yfir-
lýsingar um að hann gæti hugsað sér Nato
sem friðarbandalag undir stjóm Samein-
uðu þjóðanna, og hafði auk þess haldið
fríðarsamkomu í Kópavogskirkju um
páskana, þá spurði ég Bjöm hvort hans
flokksbræður og Morgunblaðið gætu
fundið nokkra óvini lengur. Kommúnism-
inn væri hruninn, Sambandið orðið að
hlutafélögum að mestu, og Ólafur Ragnar
væri á góðri leið með að yfirtaka Nato og
kirkjuna.
Bjöm tók þessum hugleiðingum ljúf-
mannlega, en ég sá að hann var hugsi.
Þó að þetta hafi verið hálfkæringstal, þá
sýnir þessi upptalning þó að þjóðfélagsum-
ræðan er mjög breytt frá því fyrir nokkrum
árum. Foringjar
Sjálfstæðis-
flokksins þjöpp-
uðu sínu fólki
mjög saman í
andstöðu og
stuðningi við
stjómmálastefn-
ur, fyrirtæki og
stofríanir hér
heima og á al-
þjóðavettvangi. Andstaðan við kommún-
isma var afar þung á metunum, ásamt
stuðningi við Nato. Einkaframtaksmönn-
um var fylkt gegn Sambandinu, og fólki
talin trú um það að Framsóknarflokkur-
inn væri svarinn andstæðingur alls einka-
framtaks. Á þeim tíma, sem róttækir menn
vom að reka homin í kirkjuna, var fólki
talin trú um að Sjálfstæðisflokkurinn væri
brjóstvöm hennar.
Þetta er nú allt saman breytt Þessi svart-
hvíta þjóðfélagsmynd er ekki fyrir hendi
lengur; hinar mildu andstæður, sem ein-
kenndu þjóðfélagsumræðuna, hafa breyst
Við blasir flókið og lagskipt þjóðfélag og
ennþá flóknari veruleiki í alþjóðaviðskipt-
um.
Sóknin inn á miðjuna
Með þessum aðferðum, sem ég var að
lýsa, náði Sjálfstæðisflokkurinn því að
verða mjög stór flokkur, miklu stærri en
sambærilegir flokkar í nágrannalöndun-
um. Þrátt fyrir yfirburðastöðu í mesta þétt-
býlinu, hafði flokkurinn ætíð mikla fót-
festu í dreifbýli, þar með talið í sveitum, og
naut þar kenninga sinna um einkafram-
takið, sjálfsbjargarviðleitni og heiðarlega
íhaldssemi og rækt við fomar dyggðir.
Fýlgismenn flokksins stóðu einnig styrk-
um fótum í sjávarútvegi út um land, eink-
um útgerð, en einnig í fiskvinnslu.
Nú sjást þess ýmis merki að þetta sé að
breytast Og kannske er það ekki síður
ástæðan fyrir að hallar undan fæti í skoð-
anakönnunum. Þau öfl í Sjálfstæðis-
flokknum, sem kennd em við „frjáls-
hyggju", hafa sótt mjög á innan hans und-
anfarið, og þau
unnu sigur með
viðureign Dav-
íðs Oddssonar
við Þorstein
Pálsson á lands-
fúndinum 1991.
Það er alveg
ljóst að þessi
harða markaðs-
hyggja fellur
ekki í góðan jarðveg hjá ölíum þeim sem
hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn, og margir
tryggir fylgismenn hans em henni mjög
andsnúnir. Hið nýja umhverfi í þjóðmál-
um hefur orðið til þess að sú hugmynda-
fræði, sem fólki er hugnanleg, færist nær
miðjunni. Fall kommúnismans leiðir til
þess að hófsöm viðhorf miðjunnar hafa
sótt á. Hin nýja harða ásýnd Sjálfstæðis-
flokksins hugnast ekki öllum hans kjós-
endum. Það var þessi harða ásýnd, sem
Þorsteinn Pálsson gerði að umtalsefríi eft-
ir að hann var felldur úr starfi formanns.
Þar átti hann auðvitað við hinn nýja stíl
frjálshyggjunnar.
Hveijir vinna á?
Ef þessi harða ásýnd flokksins helst, verð-
ur þróunin áreiðanlega sú að hann verður
minni en hingað til, og getur misst stöðu
sína til frambúðar sem stærsti flokkur
landsins. Goðsagnir falla. Sá tími umróts
og endurskoðunar, sem nú er, hlífir engu.
Staðhæfingar falla um sjálfar sig, eins og
til dæmis sú að Framsóknarflokkurinn sé
andstæðingur þéttbýlis og einkaframtaks.
Flokkar, sem vilja samvinnu þéttbýlis og
dreifbýlis með fullri virðingu á báða bóga,
munu vinna á. Þeir flokkar munu einnig
vinna á, sem láta sig atvinnulífið og ffam-
gang þess einhveiju skipta. Þeir flokkar
munu vinna á, sem hafría lögmálum hinn-
ar köldu markaðshyggju og vilja sameina
þjóðfélagsöflin — vinnuveitendur, verka-
lýðshreyfingu og ríkisvald — í þeirri við-
leitni að skapa betra og réttlátara þjóðfé-
lag.
Hver verða viðbrögðin?
Innan Sjálfstæðisflokksins hafa menn
áhyggjur af hinu lélega gengi í skoðana-
könnunum. Það sýnir leiðari Morgun-
blaðsins. Það verður því mjög ffóðlegt að
fylgjast með því hvaða áhrif þær hafa á
flokksstarfið og umræðuna í flokknum.
Það er ekkert líklegra en að nú verði skipu-
lagt eitthvert úthlaup til þess að ffeista
þess að rétta þessa stöðu af og merja það að
komast yfir Framsóknarflokkinn í könn-
unum. Það kann að takast, og það er ekki
ástæða til þess fyrir okkur framsóknar-
menn að taka þessar tölur sem útkomu í
kosningum. Hitt er ljóst að óbreytt stjóm-
arstefría og óbreytt andlit Sjálfstæðis-
flokksins sem forustuflokks ríkisstjómar-
innar verður til þess að erfitt verður fyrir
flokkinn að fóta sig hjá almenningi í land-
inu. Vantrúin heldur áffam. Hrafrísmálið
og meintar ofsóknir fjölmiðla í því, að
dómi forsætisráðherra, getur varla enda-
laust orsakað slíka útkomu sem nú er. Lík-
legt er að þessar sveiflur eigi sér dýpri ræt-
ur. Könnunin bendir til þess að einn af
hverjum þremur, sem studdu flokkinn í
síðustu kosningum, gæti nú hugsað sér að
gera eitthvað annað. Það em ekki svo lítil
tíðindi.
Það er einnig lfldegt að þessi útkoma
muni auka þreytuna á stjómarheimilinu,
því að staðreynd er að útkoma Alþýðu-
flokksins er engu betri. Þeir hafa fest í um
10% fylgi, og hafa eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn tapað einum af hverjum þremur
fylgismönnum, miðað við síðustu kosn-
ingar.